Morgunblaðið - 29.08.1963, Page 23

Morgunblaðið - 29.08.1963, Page 23
Fimmtudagur 29. ágúst 1963 MOKGUNBLADIÐ 23 Rannsóknur- lögreglan biðus um vitni í FYRRINÓTT var brotizt inn í Buick-fólksbifreiðina, R-2105. sem er brún að lit með hvítum toppi, þar sem hún stóð við Sundhöllina, Bergþórugötumegin. Bifreið- inni var stolið og henni ekið að því er mælar sýndu um 100 mílur en skilað aftur á sama stað. Þeir sem kynnu að hafa orð ið varir við bifreið þessa um nóttina frá kl. 24.30 til 7.30 um morguninn eru beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita. f fyrradag var ekið á fólks- | bifreiðina R-3700, v sem er rauð Borgward-bifreið, þar sem hún stóð í húsagarðinum hjá Breiðfirðingabúð. Bifreið in var skemmd að aftan, m. a. brotið afturljós. ökumaður sá, er valdur er að þessum skemmdum, er beð inn að hafa samband við rann sóknarlögregluna svo og vitni, er kynnu að hafa séð atburð þennan. — Viljum frið Framh. af bls. 1 kjör allra stétta“, sagði for- sæisráðherrann. Lyng sagði, að þær full- yrðingar að stjórnin mundi falla innan skamms vegna inribyrðis ósamkomulags, væru úr lausu loft gripnar. „Með tilliti til ástandsins í þinginu, tel ég að hér sé um að ræða beztu ríkisstjórn, sem völ var á“, sagði Lyng. Er Lyng var inntur eftir því, hvort yfirlýsing stjórn- arinnar um stefnu sína, sem væntanleg er, yrði ekki „tannlaus“, svaraði hann því til að víst væri að Verka- mannaflokkurinn mundi ekki verða ánægðari með hina nýju stjórn eftir að stefnu- skrá hennar hefði verið birt. Aðspurður um ástandið í iðn aðarmálaráðuneytinu vegna atburðanna í Kings Bay, sagði Lyng að hann vonaðist til þess að stjórnin fengi að sitja nógu lengi til þess að menn gætu litið vandamálin réttum augum, Finn Gustavsen, annar tveggja þingmanna sósíalist- iska þjóðarflokksins, en þeir hafa oddaaðstöðu á þinginu, skýrði fréttamanni NTB svo frá í gær að kæmi til þess að Verkamannaflokkurinn mundi bera fram vantraust á hina nýju stjórn, myndu þingmenn þjóðarflokksins „vel geta hugsað sér“ að greiða vantraustinu atkvæði. — Mannréttindag. Framh. af bls. 1 listafólkið tæki margt þátt í göngunni til þess að auglýsa sig, en í gær bar Sammy Davies þetta harðlega til baka og kvað ásakanir af þessu tagi „hlægi- legar.“ Léttur andi rikti hjá göngu- mdnnum, sem báru þúsundum saman spjöld þar sem á voru letraðar kröfur um jafnrétti hvítra og svartra, afnám kyn- þáttamisréttis í skólum, á vinnu stöðum o.fl. Enda þótt margir hvítir menn tækju þátt í göngunni ber sjón- arvottum saman um að í henni hafi verið a.m.k. 15 sinnum fleiri hörundsdökkir menn. Margt göngumanna hafði komið til höf- uð borgarinnar með lestum, bíl- um og flugvélum til þess að taka þátt í göngunni, og voru þeir frá öilum fylkjum Bandaríkj- anna. Eins og fyrr getur kom ekki til átaka vegna göngunnar en nazistaforinginn George Lincoln Rockwell mætti hinsvegar með 70 manna hóp stormsveitar- manna. Ekki báru nazistarnir hakakrossa né einkennisklæði sín. Nazistarnir voru þegar um- kringdir af múr lögreglumanna. Einn þeirra, Karl Allen, hægri hönd Rockwells, reyndi að á- varpa göngumenn, þrátt fyrir að lögreglan bannaði slíkt. Var Allen þegar handtekinn. Nokkru síðar var annar maður handtek- inn fyrir að þrífa kröfuspjald af einum göngumannanna og reyna að eyðileggja það. Mikið lið lögreglumanna var til staðar til þess að afstýra óeirðum ef til kæmi. Talsmaður lögreglunnar upplýsti í kvöld að alls hefðu verið við gönguna 2.934 lögreglumenn, 303 varalög- reglumenn, 355 brunaliðsmenn og 1.735 menn úr öryggisverð- inum. Kennedy Bandaríkjaforseti gaf í morgun út fyrirlýsingu þar sem sagði að það sem áunnizt hefði í málum litaðra manna 1963 mundi aldrei aftur verða frá þeim tekið og að frekari framfara í þessum málum væri að vænta á næstu mánuðum. Áður en gangan hófst í morgun gengu leiðtogar hennar á fund leiðtoga Bandaríkjaþings en ekki hefur frétzt um hvað þar fór á milli. Er þó talið að þing- menn hafi tekið göngumönnum vel. í göngunni leið yfir hundruð manna vegna hita og mæði, þótt ekki væri leiðin löng. Var 'hresst up á þetta fólk á sér- stökum stöðvum, sem komið hafði verið fyrir við Consti- tution Avenue. Talsverð skelfing greip um sig um tíma eftir að ónafn- greindur maður hafði hringt til lögreglunnar og tilkynnt að sprengjur væru faldar í minnis- merkjum Lincolns og Washing- tons. Reyndist þetta uppspuni en Washington-minnismerkinu var lokað um tíma vegna atburðar- ins. Loks er þess að geta að George Lincoln Rockwell á að hafa sagt er hann hélt á braut með storm- sveitarmönnum sínum: „Ég skammast mín fyrir kynþátt minn.“ Ljósmyndari Mbl. Sv. Þ. baff Nínu Tryggvadóttur aff standa framan viff uppáhaldsmálverk sítt á sýningunni, en hún kvaffst ekki geta gert upp á milli mynda sinna frekar en móðir á milli barna sinna. — Hér sést hún framan við eitt elzta málverkið á sýningunni, sem er af bróður listakonunnar, Viggó Tryggvasyni. Það var málað 1937. Nína Tryggvadóttir sýnir í Listmanna- skálanum NÍNA Tryggvadóttir, listmái- ari, opnar á morgun (laugar- dag) sýningu á um 60 málverk- um í Listamannaskálanum. Stendur sýningin í tvær vikur og er opin daglega frá 1-10. Átta ár eru nú liðin frá því Nína Tryggvadóttir hélt síðast málverkasýningu í Reykjavík, en árið 1956 sýndi hún nokkrar gluggaskreytingar. Á sýningunni núna er ubæði ný og gömul málverk, og má segja að hér — Vietnam Framh. á bls. 23. leiðar að útgöngubann var sett á. Fréttastofan S-Viet Nam sagði í dag að um 600 þúsund manns hefðu tekið þátt í fundum og lýst stuðningi sínum við stefnu stjórnar landsins. Sagði frétta- stofan einnig að fjöldi prófessora og stúdenta úr röðum Búddatrú- armanna hefðu gert forseta lands ins, Ngo Dinh Diem, orð og beðizt afsökunar á framferði sínu. Ho Ohi Minh, forseti Norður- Viet Nam, sem er í höndum kommúnista, beindi í dag máli sínu til íbúa Suður Viet Nam. Hvatti hann þá til þess að sam- einast gegn stjórn Ngo Dinh Diem, og sagði „bandaríska heimsvaldasinna1 um að bera á- byrgð á núverandi ástandi í Suður Viet Nam. Bárust fregnir um áskorun Ho Chi Minh frá Hanoi í dag. jgmmmmwmxmimi sé um yfirlitssýningu að ræða, sem nær yfir 25 ára starf lista- konunnar. Fáeinar myndanna eru í einkaeign en flestar eru til sölu. Nína Tryggvadóttir hefur haldið fjölda sýninga víða um heim, og lauslega taldist lista- konunni til að hún hefði hald- ið um 17 einkasýningar, en gat ekki kastað tölu á samsýningar þær, sem hún hefur tekið þátt í. Síðasta sjálfstæða sýning henn ar var í Osló í marzmánuði s.l. og var henni vel tekið þar og margar myndir seldust. Hún hefur nú verið búsett um nokk- urra ára skeið í New York, en var áður búsett í París og Lond on, og hefur haldið sýningar í þessum þremur stórborgum. Nína Tryggvadóttir hefur lagt stund á gluggaskreytingar jafn- Ilin nýja ihöfn Milwood á Reykjavikurflugvel li í gærkvöldi, — Sjá frétt á bls. 1. Námskeiðkirkju- organista ogsöng stjóra í Skálholti NÁMSKEIÐ kirkjuorganista og söngstjóra verður haldið í Skál- holti á vegum Þjóðkirkjunnar dagana 29*. ágúst — 6. septem- beró Söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar Dr. Róbert A. Ottósson veitir námskeiðinu forstöðu. Þátttakendur verða 17, víðsvegar að af landinu. Munu þeir búa í biksupssetrinu meðan á nám skeiðinu stendur. Auk söngmálastjóra annazt kennslu þeir Guðmundur Gils- son, organleikari og.Birgir Hall- dórsson, söngvari. Á sunnudag verður almenn messa kl. 2 e.h. en kl. 4 síðd. flytur dr. Páll Isólfsson erindi í kirkjunni um dr. Albert Schweitzer. Önnur samkoma, opin almenn- ingi, verður miðvikudaginn 4. sept. en þá flytur biskup íslands herra Sigurbjörn Einarsson ávarp, séra Sigurður Pálsson flyt ur erindi um tíðasöng, Guðmund ur Gilsson leikur á orgel og Birg ir Halldórsson syngur. Ennfrem- ur verður fluttur tíðasöngur undir stjórn söngmálastjóra. Meðan námskeiðið stendur yfir verður kirkjan aðeins opin almenningi til kl. fjögur síð- degis. hliða málaralistinni. Má geta þess, að hún hefur skreytt 14 glugga í kirkju heilags Anton- íusar í Langweller í Þýzkalandi og þrjá glugga í Þjóðminjasafn- inu í Reykjavík. Hún hefur lít- illega fengizt við að mála leik- tjöld teikna búnihga, m.a. í leik- rit Igor Stravinski, „Saga her- mannsins“, sem flutt var 1945 í New York. Mörg listasöfn hafa keypt myndir eftir listakonuna, svo sem: Listasafn ríkisins í Reykja- vík, The Museum og Modern Art í New York, Listasafnið í Saint-Etienne í Frakklandi, Suer mondt-safnið í Þýzkalandi og Listasafnið í ísrael. — Reyndu oð ... Framh. af bls. 24 kl. 8 valt báturinn skyndilega á hliðina og sökk niður á aft- urendann. Sigurbjörg lagði upp að okkur, þegar þeir sáu hvað fara gerði og við stukk- um um borð til þeirra á síð- asta augnabliki. Knútur kom svo líka til okkar og flutti Sigurbjörg okkur alla til Húsavíkur, en þangað kom- um við klukkan að verða 12. — Ég vildi svo að lokum koma á framfæri hjartanlegu þakklæti okkar félaga til skipverja á Sigurbjörgu og Þorfinni fyrir björgun okkar og aðhlynningu, svo og til áhafna annarra báta, sem reiðubúnir voru að veita að- stoð sína, sagði Ólafur skip- stjóri. — Sv. P. Nýjar tillögur Pathet Lao? Vientiane, Laos, 26. ág. AP EINN ÞEIRRA ráðherra í sam- steypustjórninni í Laos, Phao Phoumi Vongvichit, sem mjög er hlynntur kommúnistum, kom 1 dag til Vientiane eftir að hafa dvalizt í fjóra mánuði í aðal- bækistöðvum Pathet-Lao-hersins á Krukkusléttu. Ráðherrann hafði farið þangað í apríl, sök- um þess, að hann taldi öryggi sínu ógnað. . í för með Vonvgcihit er Soup- hanavong prins, foriftgi Pathet Lao-hreyfingarinnar, Hyggjast þeir, að eigin sögn, leggja fyrir Souvanna Phouma forsætisráðherra, nýjar tillögur um lausn deilumála kommúnista, hlutlausra og hægri manna, þannig að stjórnin get hafizt handa um eðlileg stjórnarstörf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.