Morgunblaðið - 29.08.1963, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.08.1963, Qupperneq 24
Augtýsingarábfta Utanhussauglýsingar allskonarskilti oft 184. tbl. — Fimmtudagur 29. ágúst 1963 AUGLYSINGA&SKILTAGERÐIN SF Bergþórugötu 19 Sirhi 23442 Ólafur Affalbjömsson, skipstjóri og Hrafnhildur Ini?ólfsdóttir, kona hans. Börn þeirra frá vinstri: Pétur, Maria og Inga Margrét. verða okkar fyrsta verk að setja gúmbátinn á flot og koma strengnum i hann, reyn’dum svo að byrgja eld- inn niðri í vélarhúsi og gátum náð slökkvitæki, sem var í stýrishúsinu og tæmdum það á eldinn. Lítil benzínvél er notuð til að ræsa aflvélina og hefur eldurinn sjálfsagt kom- izt strax í benzínið. Við vor- um hræddastir um, að eldur- inn kæmist í olíugeymana og þeir spryngju, eldurinn var svo bráður — þá hefði ekki verið að sökum að spyrja. Við kölluðum nú á Siglufjarðar- radío og báðum um að varð- skip kæmi, en þau voru vist hvergi nálægt. Ég er ekki viss um, að báturinn hefði sokkið ef varðskip með öflugar slökkvidælur hefði komið fljótPega, en þarna voru bátar nálægt bæði Sigurbjörg frá Flatey og tveir bátar frá Hrís ey. Annar þeirra, Þorfinnur, tók Knút bráðlega upp í úr gúmbátnum, en við Hjörtur Reyndu að draga bátinn til lands en eldurinn grandaði honum áður en það tækist að borða. Sáum við þá, hvar bál mikið steig upp úr vélar- rúminu, undir stýrishúsinu og blásvartur reykur hnyklað- ist í loft upp. Við létum það Akureyri, 28. ágúst. SKIPBROTSMENNIRNIR af vélbátnum Guðmundi EA 142, sem sökk á Skjálfandaflóa í gærkvöldi, komu til Akureyr- ar um kl. 1,30 í nótt, landleið- ina frá Húsavík, en þeir voru: fórum um borð í Sigurbjörgu, sem tók bátinn í tog. Hann stýrðist illa, og brátt slitnaði tóið. Fórum við þá um borð aftur og settum nýtt tó í hann. Eldurinn virtist hafa rénað nokkuð, svo að ég fór að reyna að byrgja hann bet- ur, en Hjörtur stýrði’. En um Framh. á bls. 23 T.v. Hjörtur Fjeldsted og Knútur Eiffsson, t. h. ■ Knútur Eiðsson, 18 ára Aðal- stræti 23, allir búsettir á Akureyri. Fréttamaður Mbl. hitti þá hvern um sig að máli í dag á heimilum þeirra. Yfir þeim öllum hvíldi nsú rósemi og æðruleysi, er einkennir ís- lenzka sjómenn, þegar þeir rata í háska. Þeim kom sam- an um, að allt hefði gerzt svo snögglega og óvænt, að þeir væru varla farnir að átta sig á staðreyndum enn. Ólafi skipstjóra sagðist svo frá atburðum: „Við vorum staddir um 10 mílur NA af Flatey kl. 6 í gærkveldi í NV-golukalda, allra sæmilegasta veðri. Við vorum þarna með ufsanót og handfæri og vorum nýbúnir Hótelmenn fjöl- menna til Zermatt Ekki óttast um taugaveiki Jbar lengur þessi kunni ferðamannabær rétti sig við á ný. Héðan frá íslandi situr einn maður mót þetta, en það er Þor- valdur Guðmundsson, veitinga- maður og hótelstjóri. Góð véiði út af Langanesi í gær Veður þó ekki gott a veiðisvæðinu RAUFARHÖFN, 28. ágúst. — Síð degis í dag fór veður batnandi á síldarmiðunum austur af Langa- nesi. Veður var hinsvegar ekki orðið gott. Skipin byrjuðu að kasta og mörg fengu góðan afla, en mikið var um að menn skemmdu nætur vegna sjógangs, samfara því að mikil síld kom í næturnar. Kunnugt er um afla eftirtalinna skipa: Faxaborg 900, Gullfaxi 1100, Helga RE 1300, Sigfús Bergmann 750, Mánatindur 800, Sigurpáll 1500, Sæúlfur 600, Hilmir 400, Anna '800, Grótta 800, Ólafur Tryggvason 1000, Guðmundur Þórðarson 1300, Oddgeir 1400, Skagaröst 150, Svanur 600, Tjald- ur 400, Árni Geir 850, Runólfur 800 og Helga Björg 550 mál.- Þá er vitað að fleiri skip fengu góðan afla, þ.á.m. Sigurður Bjarnason. Hingað eru væntanleg 13 skip, sem vitað er um, með 10000 mál og lyftist brúnin á mönnum hér vegna þessa afla. Þetta fer allt í bræðslu utan síld af tveimur skipum, sem at- hugað verður hvort hægt er að salta. Veiðisvæðið hefur færzt vestur á bóginn og er nú í kvöld kl. 22 um 67,20 Nbr. og 12,20 VI. Akranesbátar búnir að veiða 27000 tunnur hér syðra AKRANESI, 28. ágúst. — Sex síldarbátar komu inn og lönduðu í dag alls 1600 tunnum. Aflahæst- ir voru þessir tveir: Höfrungur L 500 og Sæfari 400 tunnur. Síldar- bátarnir hér eru búnir að afla um 27000 tunnur síldar hér syðra nú seinni hluta sumars. Ms. Lagarfoss er hér í dag og lestar 200 tonn af dýrafóðri, er hann flytur á Svíþjóðar-, Finn- lands- og Rússlandsmarkaði. — Oddur. Leituðu leiðar til Víðidals í Lóni Á FÖSTUDAGSKVÖLD fóru 5 Hornfirðingar .á 3 jeppabifreið- um og var tilgangur fararinnar að athuga möguleika á því að komast til Víðidals í Lóni. Þeir félagar fóru upp úr Beru firði yfir öxi og komust rnn kvöldið að Ódáðavötnum, þar sem 20 manna hópur er að vinna á vegum Rafmagnsveita ríkisins við vatnsmiðlun vegna Grímsár- virkjunar. Gistu þeir hjá vinnu flokknum um nóttina. Á laugardag höfðu þeir bjart veður og héldu þá vestur öræfi sunnan Líkárvatns og að Bótár- hnúk í 934 m. hæð og komust þar hæst á jeppunum. Lengst kom- ust þeir vestur á svonefndar Jök- ulhæðir og var þá dagur að kvöldi kominn og veðrabrigði I lofti. Töldu þeir þá réttast að snúa til baka, enda fengu þeir versta veður á sunnudag. Þeir töidu ekki útilokað að fara mætti til Víðidals þessa leið. Nokkuð sáu, þeir af hreindýrum á leið sinni og dásömuðu mjög hið víða og fagra útsýni á öræf- unum. Þátttakendur í leiðangri þess- um voru: Karl Sighvatsson Brekku, Karl Magnússon, Arnar Bjarnason, Guðni Óskarsson og Óskar Guðnason allir frá Höfn. — Guhnar. Nýr listamannaskáli FÉLAG íslenzkra myndlistar- manna hefur nú ákveðið að hefjast handa um að reisa nýj- an listamannaskála. í því sam- bandi hefur félagið hafið sölu happdrættismiða, sem rennur ágóðinn af happdrættinu í hús- byggingarsjóð. Happdrættismiðarnir verða til sölu við ‘ opnun málverka- sýningu Nínu Tryggvadóttur í UM þessar mundir er haldið al- þjóðamót hótelmanna í ferða- mannabænum Zermatt í Sviss, en þar kom upp taugaveiki, sem FERÐ AÐ TRÖLLAFOSSI. N.k. laugardag kl. 2 e.h. efnir Heimdallur F.U.S. til eftirmið- dagsférffar. Skoðuff verður Dælu stöðin í Mosfellssveit, gengiff verffur upp aff Tröllafossi og hann skoðaður og Laxaklakstöð rikisins í Kollafirffi heimsótt. Upplýsingar í sima 17100. kunnugt er, í fyrra. Mót þetta er haldið á vegum International Hotel Association. Mót þessi eru eftirsótt bæði af löndum og einstökum stöðum þar sem þau hafa jafnan mikið aug- lýsingagildi. Heilbrigðisyfirvöldin í Sviss telja að öllu sé óhætt fyrir gesti að koma til Zermatt, en hins veg- ar geta atvik eins og taugaveiki- tilfellin í fyrra gereyðilagt stað sem þenna, þar sem menn fýsir ekki að heimsækja staði þar sem taugaveiki hefur komið upp, jafn vel þótt heilbrigðisyfirvöld telji það hættulaust. Hóteleigendur og veitinga- menn telja þarna enga hættu á ferðum og vilja stuðla að því að Listamannaskálanum, og síðan á götum borgarinnar. Happdrætt isvinningurinn er Volkswagen- bifreið, árgerð 1964, og verður dregið 15. desember n.k. Verð hvers miða er kr. 50.00. Staðsetning hins nýja lista- mannaskála hefur ekki enn ver ið ákveðin, og ekki hefur end- anlega verið gengið frá útlits- teikningu. Hornstrandamyndinni frábærlega vel tekið Edinborg, 27. ágúst (Einkaskeyti frá AP). ÍSLENZKA kvikmyndin „Hornstrandir“ var sýnd í kvöld á kvikmyndahátíðinni í Edinborg að viðstöddum nokkur hundruð áhorfendum. Forstöðumaður hátíðarinnar, Michael Elder, hældi kvik- myndinni og sagði meðal ann ars: „Við höfum séð myndir, áður á kvikmyndahátíðinni, en þessi var valin sem frá- bært dæmi um fræðslukvik- myndalist, sem lýsir fyrir okkur lífinu í landi, er við vitum mjög lítið um. „Landslagið var afar mikil fenglegt“. Hornstrandir, sem er 30 mínútna fræðslukvikmynd, fjallar um lífsbhráttuna í fá- mennu byggðarlagi á norð- vesturströnd íslands. Hún er ein af 80 fræðslukvikmynd- um frá 40 löndum, sem valdar hafa verið til sýningar á há- tíðinni. Verðlaun fyrir beztu kvikmyndina munu veitt um næstu helgi. Elder sagði, að kvikmynd- inni hefði verið frábærlega tekið af áhorfendum, sem fylltu aðalsýningarsal hátíðar mnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.