Morgunblaðið - 06.09.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 06.09.1963, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ r Fostudagur 6. sept. 1963 Verður sala á mjólkurvörum heimiluð í matvöruverzlunum? Fæs* mjólk send heim eins og aðrar vörur? — Verzlunartíminn til umræðu i borgarstjórn KAUPMENN fjölmenntu á áheyr endapa'la í fundarsal borgar- stjómar í gær, þegar teknar voru til fyrri umræðu tillögur um af- greiðslutíma verzlana, sem borg- arráð fól á sínum tíma þeim Páli I.índal og Sigurði Magnússyni að semja drög að. Óskað var eftir því á fundinum, að borgarfuUtrú ar legðu sem fyrst fram breyt- ingartillöigur, svo næði gæfist til a3 samræma þær áður en endan- leg ákvörðun yrði tekin. Sigurður Magnússon, borgar- fulltrúi (S), talaði fyrir tUlögun- um og sagði, að upphafið hafi verið íilmæli frá Kaupmannasam tökum íslands um að gildandi reglum yrði breytt. Ástæðan hafi verið sú öfugþróun, sem skap azt hafi mi!li einstakra kaup- manna vegna hinna gildandi reglna. Ljóst væri, að þegar stofnuð væri venjuleg matvöruverzlun yrði að fullnægja ákveðnum skil yrðum borgarstjórnar og heil- brigðisyfirvaidanna, sem hefðu í för með sér mikinn kostnað. Sú öfugþróun ætti sér stað, að aðil- ar, sem ekki legðu í þennan kostn að, gætu afgreitt sams konar vör- ur með því að hafa opna eina lúgu. Sagði Sigurður, að aðaltilgang ur endurskoðunarinnar á reglun- um hefði verið í þrennu ^agi: 1. Að skapa eins og mögulegt væri verkaskiptingu á milli veit- ir.gahúsa, almennra verzlana og söluturna. 2. Að sporna við sem hægt væri með reg'ugerðum hangsi og óæskilegri útiveru unglinga á kvöldin. 3. Að skapa aukna þjónustu við almenning .með auknum eða breytilegum afgreiðslutíma að því ieyti sem það væri á valdi borgarstjórnar. Samhliða þessu þyrfti að gera breytingar á lögreglusamþykkt og heilbrigðissamþykkt, auk þess sem gera þyrfti lagabreytingar á helgidaga^öggjöf landsins, sem borgarráð hefði fyrir alllöngu farið fram á. Sigurður sagði, að leitað hafi verið umsagnar 13 aðila um ti1- lögurnar, en umsagnir þeirra hefðu ekki verið svo mjög efnis- legar, heldur mótazt af eigin hagsmunum hvers aðila um sig miðað við núverandi ástand. Tillögurnar væru í aðalatrið- um þessar: 1. Kvöldsölustaðir verði sjálf Stæðir, aðskildir frá öðrum verzl unum, Og sa'a fari eingöngu fram um söluop. 2. Það sem selja má verði háð sérstökum vörulista, sem samþykktur yrði af heilbrigðis- nefnd. 3. Sölutíma ljúki k1. 22 í stað 23.30 eins og nú sé. Gjald fyrir kvöldsöluleyfi lækki úr kr. 12.000 í kr. 10.000. 4. Að allar verzlanir hafi á kerfisbundin hátt heimild til að hafa opið til klukkan 22 á kvöldin. 5. Starfstími biðskýla strætis vagna Reykjavíkur verði óbreytt ur, en takmarkanir á því hvað selja megi, verði hinar sömu og almennt gildi. Sigurður sagði, að um þetta síðasta atriði væri töluverður skoðanamunur og væri hann sjálfur í miklum vafa um, hvort leyfa ætti biðskýlum SVR, hin- um svonefndu öryrkjabiðskýl- um, 8 eða 9 að tölu, að hafa opið til kl. 23,30. Benti Sigurður á, að -liggja þyrfti fyrir vilji og samningur verzlunarfólks og verzlunareig- enda um vinnutíma vegna þessa og kvað hann aukinn skilning um þessi mál vera á milli þeirra. Þá þyrfti einnig að afchuga, hversu mikinn kostnað slíkur af- brigðilegur afgreiðsiutími hefði í för með sér. Sá, sem vildi fá hina auknu þjónustu hlyti að borga fyrir hana. Eins kæmu hér til verðlagsákvæði, sem yrðu að breytast, ef af breytingunum yrið. Tillögurnar hefðu engar kvaðir eða skyldur í för með sér, hvorki fyrir yerzlunarmenn né verzlunareigendur. Samþykki heggja þyrfti til. Sigurður kvaðst vilja benda á eitt atriði, en það væri sala gos- drykkja og sælgætis í mjólkur- og brauðbúðum, sem banna þyrfti. Mjólkursamsalan hefði mótmælt þessu á þeirri forsendu, að sala á þessum vörum lækkaði areifingarkostnað mjólkur og hann hlyti að hækka ef sú sala yrði bönnuð, sem þýddi aftur á móti hækkun á mjólk. En ef svo væri, hvað væri þá því til fyrir- stöðu, að mjólk, skyr og rjómi væri seldur í almennum mat- vöruverzlunum. Þessar vörur væru allar vélpakkaðar eins og t.d. ostur og smjör. Bar Sigurður fram þá tillögu, að borgarráð og heilbrigðisnefnd léti fara fram rannsókn á hvort sala á mjólk, skyr, rjóma og skyldum vörum skyldi heimiluð í öllum matvöruverzlunum, sem fullnægðu tilskildum skilyrðum. Að lokum kvaðst Sigurður vænta þess, að borgarfuiltrúar væru sammála honum um, að tillögurnar væru jákvæðar frá almennu sjónarmiði séð, svo og frá sjónarmiði verzlunareigenda og verzlunarfólks, sem gegni því mikilvæga hlutverki að dreifa nauðsynjavarningi meðal almenn ings. Óskar Hallgrímsson (A) kvaðst vera þeirrar skoðunar, að mestu máli skipti með hvaða móti hægt væri að auðvelda borgarbúum viðskipti sín, og honum virtist þetta sjónarmið hafa orðið að víkja við samningu tillagnanna. Auk þess kæmi fram í þeim til- raun til að miðla málum milli hinna ýmsu sérhópa verzlunar- manna, um leið og þjónusta verzl ana við almenning væri skert. Sagði Óskar, að að hans dómi væri hér farið inn á varhuga- verða áistæðulausa braut, núver- andi opnunartími hefði skapazt vegna þess að þörf væri á honum og ekki þýddi fyrir borgarstjórn að ákveða, að Reykvíkingar skyldu fara í háttinn klukkan tíu á kvöldin. Guðmundur Vigfússon (K) kveðst vera að mörgu leyti sam mála eigendum matvöruverzl- ana, að öfugþróun hefði átt sér stað. Margir kvöldsölustaðir hefðu sprottið upp, sem hefðu opið til kl. 23,30 á meðan mat- söluverzlanir lokuðu kl. 6 síð- degis, með þeim afleiðingum að nokkur hluti verzlunarinnar hefði flutzt á kvöldsölustaði og það einmitt á vörum, sem álagn ing er mest á. Taldi Guðmundur ekki þrengt að þeim með tillögunum, sem reka kvöldsölustaði, því stytting kvöldsölutímans væri ekki svo mikill. Kvað hann ávana hjá fólki, að geyma kaup á vörum fram á kvöldin. Kvað Guðmundur tillögurnar óþarflega flóknar og skapa mis- jmunandi rétt fyrir verzlanirnar í stað þess að skapa sem jafnast an rétt, auk þess sem þær lengdu vinnutíma verzlunarfólks. Einar Ágústsson (F) taldi á- stæðu til að lengja verzlunartím ann yfirleitt, enda tíðkaðist ó- víða að fólk eigi þess ekki kost að verzla nema í vinnutíma sín- um. Kvað hann ekki þurfa að lengja vinnutíma verzlunarfólks, þótt verzlunartími yrði lengdur. Frjálsir samningar aðila komi í veg fyrir það. Sigurður Magnússon (S) tók að lokum til máls og lýsti á- nægju sinni yfir ágætum móttök um, sem hann taldi tillöguna hafa fengið. Allir væru sammála um að breytinga væri þörf, en Framh. á bls. 23 Átta ára leikfélagi Ann-Kristin gefur lögreglunni lýsingu á j manninum, sem tók hana tali. Tvær telpur myrt- ar í Svíþjóð Sami maðurinn hefur játað báða glæpina hans voru á gangi í nánd við leikvöllinn, er glæpurmn var framinn og sáu tötralegan mann með stórt nef og der- húfu slangra út aJ vellinum. Þegar lík stúlkunnar fannst, skýrðu þau frá þessum afcburði og þekktu mannínn aftur af mynd, sem lögreglan átti í fórum sínum. Einnig gat átta TVEIR hryllilegir glæpir hafa verið framdir í Stokkhólmi að undanförnu, tvær litlar stúlk- ur 4 og 6 ára voru myrtar og í öðru tilvikinu var um kyn- ferðisafbrot að ræða. Sami maðurinn hefur nú játað báða glæpina og er hann í vörzlu lögreglunnar. Talið er full- vist, að hann sé ekki heili á geðsmununum. Fyrri glæpurinn var fram- inn 12. ágúsit í skemmtigarði. Maðurinn, sem handtekinn hefur verið, John Ingvar Löf- gren, gaf sig þar á tal við 6 ára telpu, Berit Glestin og lof- aði henni að sýna henni hunda ketti og fugla. Litla stúlkan tók tilboðinu fegins hendi og börn, sem voru að leik með henni í garðinum, sáu hana hverfa á brott með mannin- um. Þegar þau voru komin úr augsýn ætlaði maðurinn, að gera tilraun til þess að eiga mök við telpuna. Hrinti hann henni harkalega til jarðar og sló hana í höfuðið. Höfuð telp unnar lenti á oddhvössum steini og hún lézt nær sam- stundis, þegar maðurinn gerði sér grein fyrir því að hún var látin, varð hann hræddur og hljóp á brott. Skömmu síð- ar fannst lík Berit litlu í rjóðri í skemmtigarðinum. Börnin, sem voru að leik með henni gátu gefið lögregl- unni lýsingu á manninum og bar þeim saman um, að hann hefði verið óvenjulega nef- stór. Kona, sem býr í húsi ná- lægt garðinum sagðist einnig hafa séð luralegan mann koma hlaupandi út úr runna — S-Viet Nam Framh. aí bls. 1 vegar hefur Diem forseti látið í ljósi við blað í Saigon að enginn meðlimur fjölskyldu hans hyggi á að setjast í forseastólinn. Þá sagði Diem í viðtali við frtétarit- ara AP, að hann sjálfur bæri einn ábyrgðina á atburðum þeim sem orðið hefðu í landinu að und anförnu og hann vildi ekki skjóta sér undan þeirri ábyrgð. Þá á Diem að hafa átt merkt í garðinum, — skömmu áður en lík telpunnar fannst. Lögreglan hóf þegar um- fangsmikla leit að illræðis- manninum og 2. sept s.l., er Löfgren framdi síðara morðið, var lögregluna farið að gruna, að hann hefði myrt Berit, en hafði ekki nægilegar sannan- ir til þess að handtaka hann. Löfgren hefur áður komizt í hendur lögreglunnar, en að- eins fyrir minniháttar afbrot. Samkvæmt frásögn Löf- grens við yfirheyrslur, lagði hann leið sína á leikvöll einn í Stokkhólmi 2. sept s.l. eftir að hafa drukkið sig fullan á krá í nágrenninu. Þegar hann kom á leikvöllin gaf hann sig á tal við fjögurra ára stúlku, Ann-Kristin Svensson. Spurði hann hana hvort hún vildi koma inn í skóg, sem er við leikvöllinn, í berjamó. Hefur Löfgren játað, að hann hafi ætlað að hafa mök við barn- ið. Þegar hann gerði tilraun til þess, reyndi Ann-Kristin að veita mótspyrnu, en þá sló hann höfði hennar oftar en einu sinni við steinhellu. Ann- Kristin var á lífi þegar hún fannst, en lézt hálfum sólar- hring síðar í sjúkrahúsi. Þegar Löfgren nafði framið glæpinn hljóp hann á brott og á leiðinni henti hann frakka sínum, sem hann hafði rifið og tætlum úr fötum stúlk- unnar. Fann lögreglan þessa hluti áður eh Löfgren var handtekinn. Það, sem fyrst og fremst leiddi til handtöku Löf gren var, að lögregiumaðurinn Ingvar Johannsson og kona viðtal við ástralskan útvarps- mann þar sem hann á að hafa sagt að verið sé að koma á lagg- irnar alþjóðlegu samsæri gegn Suður-Viet Nam. Skýrði frétta- stofan í landinu frá þessu í dag. Diem á að hafa sagt að í mu.lt- erum Búddatrúarmanna hafi fundizt skjöl, sem sönnuðu svo ekki yrði um villzt, að þar hefði verið undirbúið samsæri gegn stjórninni. í þessu viðtali ítrek- aði Diem enn að enginn úr fjöl- ára leikfélagi Ann-Kristin lýst manninum nákvæmlega. ★ Löfgren hafði fasfa at- vinnu í gróðurhúsi og lög- reglan átti ekki i erfiðleikum með að finna heimilisfang hans. Löfgren var ekki heima, þegar lögreglan irom, en kon- an, sem hann leigði hjá sagði, að hann færi oft að heimsækja vin sinn, sem byggi í ná- grenninu. Heima hjá vininum fann lögreglan Löfgren. Jo- hannsson þekkti á augaibragði aftur manninn, sem hann og kona hans sáu á leikveliinum. Löfgren var handtekinn og hefur, sem áður segir, játað báða glæpina. o skyldu hans hygðist ve!ta hon- um úr sessi. Þá lét bróðir forsetans, Nhu, til sín heyra í kvöld og neitaði öll- um fregnum þess efnis að hann væri hinn raunverulegi valda- maður í landinu. Kvað hann sig og konu sína aldrei hafa sótzt eftir völdum, og lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn að draga sig í hlé, ef slíkt mætti verða landinu að gagni. En Nhu bætti því við að þessi yfirlýsing fæli ekki í sér, að hann •'•'ðgerði að draga sig í h1"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.