Morgunblaðið - 06.09.1963, Síða 6

Morgunblaðið - 06.09.1963, Síða 6
6 MORGUN*lAtilO Fðstudagur «. sept. 1963 Hljómplötukynning Fálkans FÁLKINN H.F. í Reykjavík hefir um allmörg undanfarin ár rekið umfangsmikla upptöku- og útgáfustarfsemi íslenzkra hljóm- platna. Mjög mörg íslenzk tón- verk eru þannig orðin aðgengi- leg öllum almenningi, og flestir þekktustu tónlistarmenn þjóðar- innar koma fram á þessum plötum, en þaer eru gefnar út í samvinnu við hin heimsþekktu plötufyrirtæki „His Master’s Voice“ og „Odeon“. Nokkur skáld hafa einnig lesið kvæði sín á plötur Fálkans h.f., þar á meðal Davíð Stefánsson frá FagraskógL Nú eru nýlega komnar á mark aðinn frá Fálkanum tvær hæg- gengar 12 þuml. plötur, sem nefndar eru „Gullöld íslenzkra söngvara" og „ísland í tónum“. Á hinni fyrrnefndu syngja níu íslenzkir söngvarar 2—3 lög hver, en á hinni síðarnefndu Nýir kirkjustólar teiknaðir af Sveini Kjarval Kirkjudagur Óháða safnaðarins HINN árlegi kirkjudagur Óháða safnaðarins verður hátíðlegur haldinn nk. sunnudag, en þann dag er sérstök athygli vakin á hinu kirkjulega starfi og safnað fjár til að standa straum af því. Dagskrá kirkjudagsins hefst með guðsþjónustu kl. 2 eftir há- degi, séra Emil Björnsson prédik- ar. Við þetta tækifæri afhendir formaður kvenfélags kirkjunnar söfnuðinum formlega að gjöf fagra og vandaða kirkjustóla, sem Sveinn Kjarval hefur sér- staklega teiknað fyrir kirkju Óháða safnaðarins. Að messu lok inni verður almenn kaffisala í safnaðarheimilinu Kirkjubæ, til ágóða fyrir stólasjóðinn, en í hann hafa boy*zt margar stór- gjafir, eins og áður hefur komið fram, og kvenfélagið verið ó- iði axvei léleg í Vesturánum AKRANESI, 4. sept. — Upp úr hádegi í dag kom Ms. Tungu- foss hingað með 50 tonn af vatns veiturörum til bæjarins. í dag hitti ég roskinn bónda vestan úr Kolbeinsstaðahreppi o0 sagði hann að laxveiði hefði verið með lélegasta móti 1 Vest- Uránum í sumar, nema hvað góð veiði hefði verið í Straumfjarð- ará. — Oddur. ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið í Kaup- mannahöfn, getið þér lesið Morgunblaðið samdægurs, — með kvöldkaffinu í stórborg- inni. FAXAR Flusfélags ísiands flytja blaðið daglega það er komið samdægurs i blaða- söluturninn í aðaljámbrautar- stöðinni við Ráðhústorgið — IIovedbanegardeiu^Hhlciosk. FÁTT er ánægpne/?ra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er áFferðalagi vtra eða dvalizt þar. þreytandi að safna fyrir stólun- um, sem það gefur nú aðeins ári síðar en það gaf megnið af and- virði pípuorgels í kirkjuna. Á sunnudagskvöldið verður al- menn samkoma í kirkjunni. Þar flytur séra Ólafur Skúlason, æskulýðsfulltrúi, frásögn af nýaf stöðnu heimsþingi lúterstrúar- manna, sýnd verður kirkjuleg kvikmynd og kirkjukórinn syng- ur undir stjórn Kjartans Sigur- jónssonar, sem jafnframt leikur einleik á orgel. Sæti þau, sem Sveinn Kjarval hefur teiknað og séð um smíði á fyrir kirkju Óháða safnaðarins, eru nýtízkuleg og þó sérlega kirkjuleg í senn og í fyllsta sam- ræmi við hina listrænu, litlu safn aðarkirkju. Er hér í rauninni um nýjung að ræða í kirkjubúnaði, millistig milli stóla og bekkja. Grindin er úr reyktri eik, setur og bök svampfóðruð, íslenzkt á- klæði. Sætin eru sérstak’ iga þægileg og traust. Það hefur ver- ið mikið áhugamál kvenfélags kirkjunnar, fjölmargra félags- kvenna, að gefa kirkjunni vegleg sæti, en fram að þessu hafa verið lausir lánsstólar í henni. Stóla- nefndina skipuðu Álfheiður Guð- mundsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Jóhanna Egilsdóttir og Rannveig Einarsdóttir. syngur karlakórinn Fóstbræður 14 lög. Þriðja platan, með 12 lögum sem Karlakór Reykjavík- ur syngur, er væntanleg innan skamms, svo og fjórða platan, sem hefir að geyma úrval af íslenzkum rímnalögum. Útgáfa Fálkans h.f. á þessum fjórum hæggengu 12 þuml. plötum mun vera stærsta samfellda átakið á þessu sviði til þessa, og í til- efni af því efndi forstjóri Fálk- ans, hr. Haraldur V. Ólafsson, til kynningar á þessari starf- semi í Þjóðleikhúskjallaranum fyrir nokkru, en áður höfðu þær tvær af plötunum, sem út eru komnar, verið kynntar í útvarpinu. Haraldur Ólafsson ávarpið blaðamenn og aðra gesti, sem þarna voru staddir, og skýrði í upphafi nokkuð frá fyrri starf- semi fyrirtækis síns á þessum vettvangi. Vék hann síðan að nýju plötunum. Á plötunni „Gullöld íslenzkra söngvara" koma fram þessir listamenn: Pét ur Á. Jónsson, Stefán Islandi, María Markan, Einar Kristjáns- ábn, og er söngur þeirra allra tekinn af eldri plötum; enn- fremur Magnús Jónsson, Guð- mundur Jónsson, Kristinn Halls- son, Guðrún Á. Símonar og Sig- urveig Hjaltested. Upptökur þeirra eru segulbandsupptökur og nýrri en hinar fyrrnefndu. — Á plötunni „ísland í tón- um“ er bæði úrval af því bezta, sem karlakórinn Fóstbræður hefir áður sungið á plötur, og einnig nýjar upptökur, allt ís- lenzk tónverk. Söngstjórar eru Ragnar Björnsson og Jón Þórar- insson. Á plötu Karlakórs Reykjavík- ur -verða eingöngu íslenzk lög, bæði nýjar upptökur og úrval úr eldri. Gat Haraldur Ólafsson þess, að platan væri í og með gefin út til viðurkenningar á starfi söngstjóra og stofnanda kórsins, Sigurðar. Þórðarsonar tónskálds, og stjórnar hann öll- um lögunum á plötunni. Á rímnalagaplötunni ■ koma fram ýmsir þekktustu kvæða- María Markan, óperusöngkona, og Haraldur Ólafsson, forstjóri Fálkans h.f., virða fyrir sér plötuna „Gullöld íslenzkra söngvara“. menn landsins, en upptökuna gerði John Levy, sem er sér- fræðingur í upptöku þjóðlegr- ar tónlistar. Allar þessar 'upptökur, svo og frágangur þeirra hið ytra, hefir verið vandaður svo sem kostur er á. Haraldur Ólafsson gat þess sérstaklega, að Hafsteinn Guð- mundsson, forstjóri prentsmiðj- unnar Hóla, hefði gert uppdrátt að og lagt á ráð um útlit margra plötuumslaga Fálkans, og hlot- ið fyrir það lof erlendra sér- fræðinga. Á framhlið umslags- ins um „Gullöld íslenzkra söngv ara“ er litmynd áf Öskjugosi, en á „íslandi í tónum“ litmynd frá Heklugosinu 1947. — Sömu- leiðis hefir verið vandað til upp- lýsinga um höfunda, flytjendur og efni, sem prentaðar eru aft- an á umslögin. Eru þær á ensku, enda verða þessar plötur til sölu á erleridum markaði, og er gert ráð fyrir allmikilli út- breiðslu þeirra erlendis. Um val söngvara á „gullald- arplötuna“ hefir dr. Rosenberg, tónlistarráðunautur „His Mast- er’s Voice‘.‘ í Danmörku verið til ráðuneytis, og hefir hann einnig haft umsjón með sum- um þeim upptökum, sem hér koma fram. En margar af upp- tökunum eru gerðar af tækni- deild íslenzka ríkisútvarpsins, og lét forstjóri Fálkans h.f. hið bezta af samvinnu við forstöðu- menn hennar og starfsmenn. • B.A.-DEILDIN S.M. skrifar: „Kæri Velvakandi. Þar sem ég veit, að þú he^. góðan skilning á vandamálum samborgaranna, vildi ég vin- samlegast biðja þig um að koma á framfæri eftirfarandi málL sem er áhugamál margra, og skal nú gerð grein fyrir því. í B.A.-deild Háskóla fslands stunda margir stúdentar nám með vinnu sinni við ýmis störf, og er þeim ómetanlegt hagræði að því, að svo er háttað kennslutímum í mörg- um námsgreinum deildarinn- ar, að þeir falla á þann hluta dagsins, þegar almennri vinnu er víðast hvar lokið. Þeir eru margir, sem hafa kunnað að meta þessa góðu tilhögun að verðleikum og bera þar fyrir þakklátan huga til ráðenda og kennara þessarar stofnunar, er gerir þeim kleift að öðlast þá menntun, sem þeir margir hverjir ella myndu fara á mis við. — • ENSKUKENNSLAN Ein er þó sú námsgrein deildarinnar, sem fleiri fýsir að stunda en notið gtta, en það er ensk tunga og enskar bók- menntir. Kennsla í þeirri grein til B.A.-prófs fer eíngöngu fram á tímanum ki. 1—3 eftir hádegL en á þeim tíma geta fæstir þeirra, sem vinnu stunda, sótt tíma, svo að nokkru nemi, þótt að vísu séu undantekningar þar, sem alls staðar annars staðar. Veit ég dæmi þess, að sú tímasókn vill verða mjög í molum. Veit .ég með vissu, að ég mæli hér fyrir munn margra, sem myndu þakksamlega þiggja breybta tilhögun á kennslutímum þessarar náms- greinar B.A.-deildarjnnar. Jafn vel þótt ekki væri nema að einhverju leyti gerð breyting í þessa átt, væri það til mikils hagræðis, því auðveldara væri að komast að samkomulagi við vinnuveitendur eftir þvi sem færri kennslustundir væri að ræða, sem féllu á almennan starfstíma dagsins. • NYTT HÚSNÆÐI Það má ef til vih segja, að ekki sé farið fram á lítið, en ensk tunga er nú á tímúm það tungumál, sem einna sízt má án vera, og sem við íslending- ar, eins og margar aðrar þjóð- ir, leggjum hvað mest kapp á að kunna sem bezt„ enda nauð- synlegt í þeim miklu samskipt- um, sem orðin eru þjóða á milli. Mér er kunnugt um, að þrengsla gætir allmikið í hús- næði því, sem Háskólinn héfir yfir að ráða, og því líklegt, að á síðustu árum hefði sökum þess verið erfiðleikum bundið að koma enskukennslunni fyr- ir á svipuðum tímum og hinum öðrum námsgreinum deildar- innar. En þar sem nú hefir ver- ið fengið sérstakt húsnæði fyr- ir enskukennslu í grennd við Háskólann, þyrfti það vonandi ekki að vera breyttri tímatil- högun Þrándur í Götu. Orðlengi ég þetta svo ekki meira að sinni, en vænti skiln- ings góðra manna á þessu málL S. M.“ BOSCH Hötum varahluti i flestar tegundir Bosch BOSCH startara og dynamóa. Kaupfélag Eyf., Akureyri. Veladeild BOSCH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.