Morgunblaðið - 06.09.1963, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 6. sept. 1963
;
föstudagur 2. ágúst.
Hitti í dag Jónas alþingis-
mann Pétursson. Hann er
lluttur til Egilsstaða og stend
ur hús hans skammt frá Lag
arfljótsbrúnni.
Á leiðinni til hans sá ég
þrjá menn önnum kafna við
smíðar. Þeir voru að reisa
hlöðu. Eg kallaði til þeirra og
spurði, hvort þeir vissu, hvar
Jónas alþingismaður ætti
heima. Þeir bentu á nýtt stein
hús handan við veginn.
„Ætlarðu að hitta mig?“
spurði þá einn þeirra.
„Eg ætla að hitta Jónas al-
þingismann", kallaði ég, en
greindi ekki manninn vegna
fjarlægðar.
„Það er _ víst ég“, var þá
svarað.
Eg gekk nær og hann á mót'i
mér og þekkti ég hann þá, en
þótti hann heldur óþingmanns
legur, með sixpensara á
höfði, í bláum nankinsverka-
fötum, með hamar í hendi.
Aldrei fyrr hafði ég séð þing
mann með svo virðulegt verk-
færi í hendi, nema deildafor
setana. En það byggir enginn
hlöðu með slíkum hömrum.
„Það er gaman að sjá svo
vinnufúsar þingmannshend-
ur“, sagði ég.
Jónas brosti afsakandi.
„Þú ert fluttur", fullyrti ég
til að segja eitthvað.
„Já“, svaraði hann.
„Af hverju?"
„Svo ég geti betur sinnt
þingmannsstarfinu“, sagði
hann. „Hér er ég nokkurn veg
inn miðsvæðis og get betur
kynnzt fólkinu. Eg hef reynt
í nokkur ár að fá aðstoðar-
mann áð Klaustri til að ann
ast jarðræktartilraunirnar, en
það hefur ekki tekizt. Þess
vegna valdi ég þennan kost-
inn. Eg get - ekki hugsað mér
að vanrækja það sem ég á að
gera og ekki vil ég heldur
þurfa að horfa á það, sem ég á
að sjá um, með annarra aug-
um“.
„Framtíðin blasir við Aust-
firðingum", sagði ég.
„Hér eru miklir möguleik-
ar“, samsinnti Jónas. „At-
vinnulífið blómgast og gaman
að sjá, hvað öllu fer fram. Og
nú ætla ég að einbeita mér að
því að kynnast fólkinu og
ganga úr skugga um, hvern-
ig hægt er að bæta hag þess.
Þegar ég kom hingað 1947,
voru fyrstu húsin að rísa á
Egilsstöðum. Nú er þetta fal-
legt þorp, vex og dafnar eins
og Hallormsstaðaskógur. En
hvar býrðu?“
„í gistihúsinu á Egilsstöð-
um“.
„Og hefur vitanlega séð fjós
ið þar?“
„Já. Þannig verða fjósin á
íslandi í framtíðinni, það er
ógleymanlegt að koma að Eg-
ilsstöðum“.
„Búskapur Sveins er til
fyrirmyndar", sagði J ónas,
„og félagsbúskapur fjölskyld
unnar er prýðilegt fordæmi.
Slíkt búskaparlag hlýtur að
breiðast út hér á landi. Ein-
yrkjabúskapurinn hefur ann-
marka, sem við verðum að
yfirstíga á einhvern hátt“.
Eg kvaddi Jónas í þeirri
vissu, að þetta yrði góð hlaða.
Þegar við komum að Sleð-
brjót, fannst mér ég einhvern
veginn þekkja þetta sérkenni
lega bæjarnafn. En af hverju?
Jú, nú mundi ég það. Hér
hafði búið Jón á Sleðbrjót.
Líklega hafði Jóhannes, afi
minn, sagt mér frá honum,
þeir kynntust í veraldarvelt-
ingnum, kepptu um þingsæti
Norðmýlinga. Þannig kom-
umst við ekki hjá því að vera
einnig partur af veröld sem
var.
Án dugandi fólks, eins og
Jóns alþingismanns, væri land
ið lítils virði. Merkir menn
varpa ljóma á sveit og ör-
nefni. Hvað væri Hraun án
Jónasar? Vel á minnzt, af
hverju er ekki nafnskilti við
svo merkan stað? Það er eng-
in furða, þó danski rithöfund
urinn Martin A. Hahsen rugi-
aði saman Saurbæ Hallgríms
Péturssonar og Hrauni Jónas-
ar í íslandsbók sinni. Hann
var að vísu leiddur í allan
sannleik, en ekki eru allir
svo heppnir.
Hraundranginn er enn eins
og Jónas sá hann, sömu litir,
sömu hvössu eggjarnar; þó
líklega enn hvassari eftir úr-
svalan hverfistein tímans.
Kannski hefur ein skriða fall
ið frá því Jónas var hér síð-
ast, eða tvær. En þangað
höfðu augu hans horft. Eg leit
aði að augum hans í fjallinu,
eins og ég hafði horft á út-
lent tunglið fyrir mörgum ár-
um og hugsað með sjálfum
mér: Hún sér það líka.
Á þessum stað finnum við
að enn bregður öld við aðra.
Þegar ég horfði á Hraun-
drangann í blárri kvöldmóðu
hallandi dags, skildi ég af
hverju Jónas sagði: Blað skil
ur bakka og egg.
Mundi það ekki vera egg
Drangans?
Enn er víða illa búið að sögu
stöðum á íslandi, datt mér í
hug. í eina tið var Viðey eins-
konar höfuðstaður þessa
hrjáða lands. Þá var hún topp
Jónas Pétursson. — Hlaðatt í baksýn.
óhrein. Henni hefur verið út-
skúfað.
Af hverju.
Hvað mundu Danir segja,
ef Kristjánsborg væri að falli
komin fyrir læpuskaps ó-
dyggðir, eins og Bjarni ságði.
Mig langar ekki að særa
neinn, en ég spyr og get ekki
5. grein
annað. Nei, Viðey ætti að gera
svo úr garði, að enginn gæti
verið þekktur fyrir að koma
til Reykjavíkur án þess að
heimsækja hana. Sá sem
hefði ekki farið þangað, gæti
ekki sagt: Eg var í Reykjavík.
Sumir sögustaðir eru eins
og birkihríslurnar, sem hættu
að vaxa, aðrir minna á sí-
grænt grenið.
Um þetta var ég að hugsa
í upphafi heimferðarinnar. Og
það var hvíld í því að láta
hugann reika, þangað sem
ræturnar liggja. Hvild eftir
langa ferð. Hugsunin að vísu
upptendruð af nýjum og ó-
væntum kynnum, en tekin að
lýjast af of sterkum himni og
jörð sem eltir mann eins og
skuggi. Hví ekki að gefa hug-
mmmm
Sr. Arngrímur skoðar kaleikinn við altari kirkjunnar.
urinn á manndómi íslenzks
fólks. En nú?„Væri ég of stór-
yrtur þó ég segði hún sé eins
og hræ sem bíður eftir hrafni
dauðans?
Samt er hún fögur; enn
græn og björt og eftirsóknar-
verð. En minjar liðins tíma?
Þær eru eins og kaun á sjúku
holdi. Eg veigra mér við að
minnast á hús Skúla fógeta.
Það er eins og rifja upp ó-
þægilega minningu. Viðey er
anum lausan taum, lofa hon-
um að skjótast þangað sem
himinn og land er þægileg
reynsla náinha og langra
kynna?
Góð minning skaut upp
kollinum eins og selur í
lygnum ós: Oddi á Rangár-
völlum. Það skýrir hvers
vegna mér datt í hug þessi ó-
smekklega líking, selur, minn
ing. Þegar Sæmundur fróði
kom heim, opnuðust nýjar
áttir frá þessari útsýniskífu ís
lenzkrar menningar: eða
kannski ættum við frekar að
segja að Oddi hafi verið eins
konar glugghús kirkju og
sögu.
Hér predikaði séra Matthí-
as. Héf orti hann. Þá var
Gammabrekka kagaðarhóil
menningar og lista. Þá var
ort:
Aldrei er svo bjart
yfir öíiingsmanni,
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú;
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni
að eigi geti birt
fyrir eilífa trú. —
hripað niður eftir hrakferð í
Landeyjum og kom skáldinu
„eins og ósjálfrátt í hug síð-
asta stefið, sem ef til vill er
mitt bezta“.
Stórt orð Hákot. Stórt orð:
bezta stef sr. Matthíasar. Það
hriktir í hanabjálka heims-
bókmenntanna.
Enn er reisn yfir Oddastað.
Við ókum þangað kvöld eitt
um miðjan júní og heimsótt-
um sr. Arngrím. Af einhverj
um ástæðum hafði ég aldrei
komið á þennan sögufræga
stað. Kannski var hann of ná
lægt, ég veit það ekki. Eg hélt
ekki þar væri neitt að sjá
nema útsýnið og Gamma-
brekka. En hún hlaut þó
a.m.k. að vera á sínum stað.
Þar lék sér Sæmundur fróði
sjö vetra. Þangað gekk sr.
Matthías að kvöldi dags að
anda að sér fersku lofti; hvíla
skáldfákinn, finna græna jörð
undir fótum, ilm; sjá eyjarn-
ar speglast í auga hafsins og
jökulinn eins og hvíta logn-
dúru milli himins og sanda.
Anda að sér líðandi stund.
Vera til.
Þegar við ókum upp trað-
irnar sýndist mér fólk standa
á hlaðinu. Hvað er um að
vera í Odda í kvöld?
„Ekki geta þeir verið að
koma frá messu", var mér
svarað.
„En hvað er þá allt þetta
fólk að gera úti á hlaði?“
„Kannski það sé veizla hjá
sr. Arngrími".
„Ætli við lendum ekki í erfi
drykkju?"
Það brá fyrir kamparígeisla
í augum annars ferðafélagans,
en svo benti hann heim að
staðnum og sagði: „Bölvaðir
asnar eruð þið, þetta er ekki
fólk, þetta eru legsteinar".
Eg rýndi upp heimreiðina
og þá sá ég þetta fólk breytast
í svarta steina, mjög persónu-
lega hvern um sig. Sumir háir
og herðabreiðir, aðrir lágir og
digrir. Einustu eilífðarverurn
ar sem ég hef augum litið.
Þannig kom liðinn tími á
móti okkur, fólk sem hér
hafði verið, en var ekki leng-
ur. Á milli steinanna grænn
svörður með háu grasi. „Eg er
grasið; ég hyl allt“, segir
Sandburg.
Þessi endurminning barði
að dyrum hugskotsins á leið
inni vestur Möðrudalsöræfi.
Skemmtilegt að enn skuli
vera nokkur reisn yfir Odda.
Eins og grasið grær hvert vor
til birtu og sólar, þannig gróa
einnig horfnar aldir úr dökk
um sverði tímans.
i
Er vorið heilsar með vinsam-
legt bros í augum
og veröldin ilmar af sól frá
Gedser að Laugum,
þá kem ég til þín og kyssi þig
blítt á enni
og kvíði ei framar að spor
okkar máist og fenni.
-- XXX ------
Sr. Arngrímur í Odda tók
okkur tveimur höndum. Hann
gekk með okkur í kirkjuna og
sýndi okkur fornhelga gripi,
sem þar eru enn, og ekki var
að sjá á svipbrigðum hans, að
hann tæki nærri sér að vera
með svo ókristilegu fólki á
jafnhelgum stað. Hann er á-
hugasamur túlkandi rammrar
trúar, allíhaldssamur mundi
margur segja. Kornungur mað
ur, en sérkennilegur persónu-
leiki innan vébanda kirkj-
unnar. Kynntist sr. Friðriki
Friðrikssyni ungur að árum
og hefur notið góðs af því á-
vallt síðan. „Andi sr. Friðriks
ræður ekki nógu miklu innan
kirkjunnar“, sagði hann.
Mér fannst kirkjan fyllast
af ilmandi vindlareyk.
Sr. Friðrik kom ekki í Odda
fyrr en 1952, síðan messaði
hann þar nokkrum sinnum og
flutti ávarp á 900 ára afmæli
Sæmundar fróða 1956. Síðast
messaði hann í Odda 1957,
gamall og blindur. „Sú messa
var í senn samboðin staðnum
og söfnuðinum“, sagði sr. Arn-
grímur.
Sr. Friðrik var hreinrkipt-
inn maður. Einhverju sinni
sagði hann. við sr. Arngrím:
„Alltaf dettur mér í hug ákveð
in persóna, þegar ég sé þig“.
Kölski hefur lengi átt spöl I
landi Oddaverja.
Sr. Arngrímur sýndi okkur
kirkjuna. Hún var byggð
1924 og endurbætt 1953.
Altaristaflan er frá 1895. Á
altari stendur kross úr kopar-
blöndu. Hann er helgur dómur
og gamall í hettunni. Hann er
frá 14. öld.
„Þetta er þá kaþólskur
kross“, sagði ég.
„Segðu bara að hann sé vel
kristinn", svaraði sr. Arn-
grímur.
Á krossinum er gotneskur
stíll. Armar hans eru prýddir
táknmyndum af guðspjalla-
mönnum, en Jóhannes er týnd
ur. Hefur krossinn alla tíð
verið í Odda og líklega notað-
ur bæSi sem skrúðgöngukross
og altariskross. Hann er út-
lendur að uppruna.
Á altarinu stendur kaleikur
frá 14. öld, einnig gotneskur
að gerð. Hann er úr silfri, loga
gylltur; á honum myndir
helgra manna og postula. Þar
stendur m.a. Ólafur konungur
helgi með öxi sína, Hel.
„Þetta er áreiðanlega ein-
hver mesti dýrgripur í kirkju
á íslandi", sagði sr. Arngrím-
ur og handlék kaleikinn eins
og væri hann fjöregg íslenzkr-
ar kristni.
í kirkjunni er einnig fögur
mynd af Maríu mey og sagði
sr. Arngrímur, að sér fyndist
hún ætti að vera í hverri
kirkju í landinu til að minna
á hlutverk hennar í hjálpræðis
verki Guðs. „Það er einstætt i
sögunni", bætir hann við með
virðulegri alvöru. „Ég get
ekki séð að það sé neinn ka-
*%«■«