Morgunblaðið - 06.09.1963, Síða 11

Morgunblaðið - 06.09.1963, Síða 11
I Föstudagur 6. sept. 1963 MORGUNBLADID 11 Krosssinn í Oddakirkju. þólskur blaer yfir henni“, bætti hann við, „en ef svo er, gerir það ekkert. Kaþólskir viJjum við vera“. Kirkjan í Odda var helguð heilögum Nikulási, þegar Sæ- mundur hafði látið reisa hana á föðurleifð sinni. Heilagur Nikulás var í tízku á 11. og 12. öld. Hann var verndari sjó- farenda og dýrlingur gjafmild innar. Nú heitir hann Sánkti Klás og er jólasveinn. Svona getur tíminn afbakað líf okk- ar og orðstír. Skírnarfontinn smíðaði Á- mundi Jónsson snikkari, Rang æingur að ætt, og er hann frá 1804. í loftinu hangir ljósa- króna frá 1662, sem Þorleifur Jónsson, prófastur, gaf til kirkjunnar. Hann þjónaði Odda 40 ár. Hann var faðir Björns Þorleifssonar, biskups á Hólum. Við gengum upp á Gamma- brekku. Að því er Sæmundur fróði sagði sjálfur Jóni bisk- upi helga, þegar þeir hittust í París, lék hann sér þar dreng- ur. Fátt mundi hann þá annað frá ættlandi sínu. En ekki er vert að halda því á lofti. Aft- ur á móti er gaman að hafa af því spurnir — að Sæmundur var eitt sinn ungur stúdent með breyzkleika æskunnar í blóðinu; jafnvel hann hætt kominn í glaumi þessarar stóru borgar! Jafnvel svo að hann var búinn að gleyma uppruna sínum, að hugsa sér hvað vei'öJdinni hefur farið fram. Og þarna nokkru sunnar er Vindkvörn, hverjum peningi ómótstæðileg fjjeisting. Þar skammt frá hjáleigan Strympa. Hún hafði ekki aðr- ar grasnytjar en bæjarþökin í Odda og kirkjugarðinn. Þá voru færri steinar í honum en nú er. Að koma í Odda er eins og lenda í berjamó. Maður ætlar að tína tvö eða þrjú ber, en gleymir sér í svartri breið- unni. Maður vill meira, og af nógu er að taka. Hvernig hef- ur þessi staður getað farið fram hjá manni öll þessi ár? spurði ég sjálfan mig. Sr. Arngrímur segir sér finnist þurfa að endurreisa lúthersku kirkjuna á íslandi. Guðfræði hennar þurfi að vera jákvæðari en hún hefur verið undanfarin ár og messu- formið ætti að færa nær upp- haflegri mynd, vill heJzt það líkist því sem tíðkaðist á klass íska tímabilinu fyrir daga Karlamagnúsar. „Þá var kirkj an sterk“, segir hann hátt og hrifinn og bætir við dálítilli sneið að sjálfum meistaranum: „Ég álít að Lúther hafi stigið feti of langt, þegar hann breytti messuformi kirkjunn- ar, því hann felldi niður höf- uðatriði messunnar, þakkar- gjörðina. Ég sakna hennar úr lúthersku kirkjunni og hef reynt að bæta úr því í mínum messum. Við eigum í mess- unni að bera sjálf okkur fram fyrir guð. Þá getum við betur minnzt þeirrar fórnar, sem frelsarinn færði fyrir mann- kynið. í kaþólskunni er fórnin part ur af messunni. Við höfum misskilið það og kallað betl, en það er rangt. Þetta betl, sem við köllum, er fórn til guðs. Guðs ríki á jörðu kemst ekki af án fjármuna frekar en annað. Það er hugarfarið bak við fórnina sem skiptir máli. í gamla daga kom fólk með vín og brauð • og presturinn út- deildi því meðal fátækra. En nú gæti ég bezt trúað því að menn segi ég sé kaþólskur vegna þessara orða. En okkar kirkja er enginn sértrúarflokk ur, heldur framhald af ka- þólsku móðurkirkjunni". Ég spurði sr. Arngrím um ytri formin. Hann sagði þau væru mjög mikilvæg, m.a. sýndu þau svart á hvítu, að presturinn stæði ekki í sínu eigin nafni í kirkjunni, heldur væri hann í þjónustu guðs. Ytri hegðun, sagði hann, er mildl hjálp í tilbeiðslunni. Og bætti við: „Ég tel það t.d. mun áhrifaríkara að krjúpa til bæn ar en sitja með galopin augu í tilbeiðslunni". Þá sagði sr. Arngrímur að kirkjulífið hefði verið heldur dauft, en tæki nú breytingum Duglegur sendisveinn óskast strax. Hf. Ölgerðin Egill Skallagrímssen Ægisgötu 10. til hins betra, ekki sizt þegar æskan væri höfð í huga. „Fyrri kynslóð er svo fyrir að þakka, að unga fólkið er ósá- inn akur. Það ber góðan hug til kirkjunnar, og enginn skyldi bera kvíðboga fyrir upp skerunni, sem til er sáð, ef fræið er sæmilega gott“. „En kirkjan þarf að yera sterkari", hélt sr. Arngrímur áfram. „Hún þarf að hafa meiri áhrif í skólunum en nú er, hún þarf að vera fjárhags- lega sjálfstæðari. Svo skortir hana sameiginlegt vald. Einn prédikar þetta, annar hitt. Kirkjan er að verða eins og fuglabjarg. Ég vil hún hafi ákveðna, fastmótaða stefnu. Hún verður að koma fram eins og samstilltur kór, sem syngur sama lagið, þó radd- irnar séu mismunandi. En nú syngur einn Gamla Nóa, ann- ar Guð er borg á bjargi traust. Kirkjan notar ekki vald sitt. Það er langt frá því hún yrði ófrjálslyndari, þó hún notaði vald sitt, því það cr ekki ver- aldlegt, heldur andlegt. Það er vald til góðs. Á bak við það stendur orð guðs“. Ég minnti hann á, hvort ekki væri svipað bragð að þess um orðum og því sem komm- únistar héldu fram. Sr. Arn- grímur glotti og svaraði: „Það vald, sem ég tala um kirkjunni til handa, er af allt öðrum toga spunnið. Það á ekkert skylt. við veraldlega valdagræðgi. Vald guðs er frelsi. Vald kommúnismans fjötrar. Það krefst þess m.a. að maðurinn sé steyptur í á- kveðið mót. Vald guðs er líf, vald kommúnismans dauði“. „Á hverju telurðu, að kirkj- an þurfi mest að halda?“ spurði ég. „Meira sjálfstæði", svaraði sr. Arngrímur. „Þú kannt auðvitað vel við þig hér í Odda?“ „Já, ég hef kunnað fjarska- lega vel við mig þau sautján ár, sem við höfum dvalizt hér, og nú fáum við bráðum nýtt hús. Það gamla er eins og ís- lenzk kirkja hefur vgrið, það er hriplekt“. „Hvenær tókstu ákvörðun um að verða prestur, sr. Arn- grímur?" „Þegar ég var bam að aldri. Fjögurra ára gamall lék ég prest, stóð upp á kassa og tónaði yfir stelpunum. Þá greiddi ég mér upp á sérstak- an máta, því ég vildi helzt líkjast munki og vera með skalla. Líklega hafa þetta ver- ið áhrif frá sr. Friðriki Rafn- ar, sem mér þótti ákaflega fal- legur maður“. Þessi orð minntu mig á sr. Jón Steingrímsson, eldprest. Þegar hann var barn, tónaði hann ofan í skyrámur. Þannig rifjaðist upp heim- sóknin í Odda. Þó við værum enn á ferð fyrir norðan, var hugurinn kominn heim. Þar beið okkar Snæfellsjökull, ég sá hann fyrir mér, hvitan og tæran eins og ógárað vatn. Síðar mundi eltingarleikurinn við hversdag og smámuni gára þessa mynd. En samt hvíld að koma heim. M. I Veitingaskálinn vid Hvitárbrú Heitur matur allan daginn. Tökum á móti ferðahópum Vinsamlegast pantið með fyr- mvara. — Símstöðin opin kL 8-24. Skrifstofustúlka óskast nú þegar eða sem allra fyrst. Þarf að vera vön vélritun. Hátt kaup. Umsóknir sendist afgr. Mbl., merktar: „Vélritun — 3225“. Sendisveinn Vanur sendisveinn óskast nú þegar. — Vinnutími. fyrir hádegi eða eftir hádegi. Þarf að hafa hjól og geta unnið í vetur. Upplýsingar gefur sölumaður hjá Jóh. Karlsson & Co. ! Sími 15977. Sölumaður Stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða sölumann, sem fyrst. Tilboð er greini aldur, mennt- un og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: „Prósentur — 5206“. Iðnaðarhúsnœði Stórt og rúmgott húsnæði fyrir léttan iðnað með bílskúr og lagerplássi til sölu nú þegar ef viðunandi tilboð fæst. Austurstræti 12, 1. hæð. Símar 14120 og 20424. Innflutnings- og heildverzlun óskar eftir að ráða áhugasaman pilt eða ungan mann til sölumennsku og skyldra starfa. Einhver verzlunarmenntun eða reynsla æskileg. Þarf að hafa bílpróf. Eiginhandar umsóknir sendist á afgr. Mbl. fyrir 12. þ.m. merktar: „Áhugasamur — 3074“. Hafnfirðlngar NÝ SENDING DÖMUPEYSUR með og án skinna. Amerískir kjólar, kápur, dragtir og eldhússloppar, einnig DÖMUUNDIRFATNAÐUR og BARNA- FATNAÐUR í fjölbreyttu úrvali. Verzlið þar sem vöruvalið er mest. Verzlunin Sigrún Strandgötu 31. — Sími 50038. Tílkynning Athygli innflytjenda skal hérmeð vakin á því, að samkvæmt auglýsingu Viðskiptamálaráðuneytisins í 120. tbl. Lögbirtingablaðsins 1962 fer 3ja úthlutun gjaldeyris- og eða innflutningsleyfa árið 1963 fyrir þeim innflutningskvótum, sem taldir eru í I. kafla auglýsingarinnar, fram í október 1963. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka ís- lands eða Útvegsbanka íslands fyrir 1. október n.k. Landsbanki íslands Útvegsbanki íslands Skrifstofumaður Vanur skrifstofumaður óskar eftir atvinnu hjá traustu fyrirtæki. Kauptilboð ásamt upplýsingum' sendist Mbl. fyrir 10. þ.m., merkt: „3460“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.