Morgunblaðið - 06.09.1963, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLADID
r
Fostudagur 6. sept. 1903
iJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjori: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðs.lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
1 iausasölu kr. 4.00 eintakib.
STUÐNINGUR VIÐ
STJÓRNAR-
STEFNUNA
Einstæö aögerð heppnaðist
og nú getur Eddy hreyft handleggínn
í MAÍ 1962 stökk 13 ára dreng
ur úr járnbrautarlest nálægt
Boston í Bandaríkjunum.
Drengurinn gerði sér ekki
grein fyrir því, að lestin hafði
ekki stöðvazt alveg og í stökk
inu rakst hann á stólpa við
brautarpallinn með þeim af-
leiðingum, að haegri handlegg
ur hans rifnaði af rétt fyrir
neðan öxlina.
Drengurinn var fluttur í
sjúkrahús og þar tókst lækn-
um, að græða handlegginn á
aftur, eftir að hann hafði verið
laus frá líkamanum í tvær
og hálfa klukkustund. Aðgerð
þessi vakti mjög mlkla at-
hygli, því að hún var sú fyrsta
sinnar tegundar, sem gerð
var á manni. Fylgzt hefur ver
ið með því með eftirvæntingu
hvort drengurinn, Eddy Know
els, fengi mátt í handlegg-
inn, og nú bendir allt til þess
að hann verði alheill.
Eddy getur nú hreyft hand-
legginn og alla fingurna nema
þumalfingurinn. Frá því að
læknunum tókst að festa hand
legg drengsins, hefur hann
gengizt undir þrjá uppskurði
og eftir þann fjórða, sem gerð
ur verður innan skamms, télja
læknar að hann fái máttinn í
þumalfingurinn.
Læknar huga
aðgerðina.
handlegg Eddys skömmu
Nú getur Eddy aftur hreyít handlegginn.
Þegar Eddy kom til sjúkra
hússins í Boston, hafði hann
meðvitund, en hann gerði sér
ekki grein fyrir pvi, að hann
hefði misst handlegginn. Erm-
in á jakka hans hafði ekki
rifnað alveg af og drengurinn
hélt um handlegginn, sem
hann hélt að væri brotinn.
f>að var ekki fyrr en aðgerð-
inni lokinni, sem hann vissi
hvað komið hafði fyrir. Hann
var átta klukkustundir á
skurðarborðinu og tíu læknar
tóku þátt í aðgerðinni. Meðal
þeirra var Malt, yfirmaður
handlæknisdeildar sjúkrahúss
ins í Boston. Hann sagði síðar
um aðgerðina: „Menn hafa
lengi vitað hvaða aðferðum á
að beita við slStar aðgerðir.
Þegar 1908 var farið að gera
tilraunir með þær á dýrum.
En við þökkum hagstæðum
skilyrðum, að þessr fyrsta að-
gerð sinnar tegundar, sem
gerð er á manm, skyldi heppn
ast. Það var m.a. vegna þess
hve stuttur tími leið frá því
að slysið varð þar til dreng-
urinn var kominn á skurðar-
borðið og allir sérfræðingar
sjúkrahússins komu þegar á
vettvang. Einnig var það mik-
Framh. á bls. 14
CJkrif stjórnarandstöðublað-
^ anna eru býsna kynleg
um þessar mundir. Eins og
menn vita hafa þau í mörg ár
ólmazt yfir því, að viðreisnar-
stefnan þýddi samdrátt og
minnkandi framkvæmdir, en
nú hefur blaðinu gersamlega
verið snúið við og talað er um
„ofþenslu“ og annað í þeim
dúrnum.
Segja má að það sé fagnað-
arefni að stjórnarandstæðing-
ar hafa nú látið af hinum
bjálfalega áróðri um sam-
dráttinn og kreppuna, og
Morgunblaðið getur fúslega
játað að það er mun nær sann
leikanum að hér sé nú of
mikil spenna.
Framkvæmdir eru svo gif-
urlegar að slegizt er um
hvern verkfæran mann og
bjartsýni og framfarahugur
svo mikill, að vel má vera að
nauðsynlegt verði að stinga
rösklega við fótum til að
tryggja jafnvægi, stöðugt
gengi krónunnar og treysta
viðreisnina frekar.
' Morgunblaðið gerir að vísu
ekki ráð fyrir því, að stjórnar-
andstæðingar mundu styðja
slíkar aðgerðir fremur en
annað, sem stjórnin gerir. En
ánægjulegt er þó, að þeir hafa
í rauninni fyrirfram lýst því
yfir, að þeir telji nauðsyn til
bera að stöðva áframhaldanái
spennu eða ofþenslu, eins og
þeir nefna það.
SKOÐUN FRAM-
SÓKNARMANNA
fpíminn skrifar í fyrradag
•*- óvenju hófsama ritstjórn-
argrein um efnahagsmál. Þar
segir m. a.:
„Það sem ríkisstjórnin og
þingið þurfa að segja nú og
standa við er þetta: Við ætl-
um ekki að lækka gengið,
ekki að hækka tolla og skatta,
ekki að hækka vextina, við
ætlum ekki að gera neinar
hækkunarráðstafanir. Þvert á
móti ætlum við að byrja að
klifra niður dýrtíðarstigann
með lækkunaraðgerðum. Við
ætlum að lækka vissa tolla-
og skattstiga, en þetta er rík-
inu unnt vegna þess að af
völdum verð- og kauphækk-
ana að undanförnu munu rík-
istekjur vaxa meir af sjálfu
sér en ríkisútgjöldin, þótt þau
hæklý einnig nokkuð“.
Þessi ritstjórnargrein Tím-
ans er skriíuð í framhaldi af
áskorun Morgunblaðsins til
Framsóknarmanna að skýra
frá því, hvað þeir vilji að gert
sé. Þess vegna verður að líta
á hana sem yfirlýsta stefnu
Framsóknarflokksins og er
sjálfsagt að taka hana sem
slíka til nákvæmrar athugun-
ar.
Sérstök ástæða er til þess,
með hliðsjón af því að þarna
er í veigamiklum atriðum
beinlínis túlkuð stjórnar-
stefnan og sagt, að Framsókn-
armenn styðji hana. Ríkis-1
stjórnin hefur bæði lækkað
tolla og skattstiga og lýst því
yfir, að hún ætli að halda á-
fram á þeirri braut. Hún hef-
ur margítrekað, að hún muni
ekki hverfa frá viðreisnar-
stefnunni og talið brýna nauð
syn til bera að tryggja
gengi íslenzku krónunnar.
Það sem á milli ber virðist
helzt vera það, að Framsókn-
armenn hafa trú á því, eftir
því sem þeir segja, að lækk-
andi vextir muni draga úr „of
þenslunni“, sem þeir nefna
svo. Það er í fullu ósamræmi
við viðurkennd efnahagslög-
mál. Yfirleitt beita allar ríkis-
stjórnir einmitt gagnstæðum
ráðum, þ.e.a.s. þær hækka
vexti, þegar tilhneiging er til
ofþenslu, en lækka þá til þess
að örva framkvæmdir.
En hvort sem ríkisstjórnin
fellst á þau sjónarmið stjórn-
arandstæðinga, að nauðsyn-
legt sé að gera einhverjar ráð
stafanir eða ekki, þá er á-
nægjulegt að þeir skuli loks
hafa fallizt á þá augljósu stað-
reynd, að fremur er hér um of
mikla spennu að ræða en hið
gagnstæða, þ.e.a.s. samdrátt
eða kreppuástand.
SKOÐUN
„ÞJÓÐVILJANS"
¥Tm kaupgjalds- og efna-
^ hagsmál er ritstjórnar-
grein í kommúnistablaðinu í
gær. Þar segir meðal annars:
„Það er eins og þjóðin sé
stödd á hringekju sem snýst
hraðar og hraðar með hverj-
um mánuði sem líður. Víxl-
hækkanir kaupgjalds- og verð
lags hafa aldrei orðið jafn
miklar í sögu þjóðarinnar og
síðan viðreisnin hófst og í ár
örari en nokkru sinni fyrr“.
Kommúnistablaðið telur
þessa þróun, eins og Tíminn,
hina uggvænlegustu og óskar
þannig einnig eftir því, að
gagnráðstafanir verði gerðar.
Enda þótt kommúnistar séu
sjaldnast ráðhollir mun stjórn
in sjálfsagt einnig taka þessa
kröfu þeirra, eins og Fram-
sóknarmanna, til athugunar.
Sérstaklega er það rétt, sem
kommúnistablaðið segir, að
víxlhækkanir kaupgjalds og
verðlags eru uggvænlegar. Á
það hefur Viðreisnarstjórnin
raunar frá upphafi bent og tal
ið að brýna nauðsyn bæri til
að stemma stigu við vixlhækk
unum.
JHvert mannsbarn veit og
skilur að kauphækkanir, sem
eru umfram framleiðsluaukn-
ingu hljóta að þýða hækkandi
verðlag. Þess vegna jafngildir
krafa kommúnistablaðsins
því, að ekki verði látnar við-
gangast meiri kauphækkanir
en nema framieiðsiuaukning-
unni.
Þessi yfirlýsing af hálfu
stjórnarandstöðunnar er hin
ánægjulegasta, og nú er von-
andi, að kommúnistablaðið
standi við þessa skoðun sína,
þegar næst kemur til þess að
ákveða þurfi almenn launa-
kjör.
Hinn nýtilkomna skilning
kommúnista á nauðsyn þess
að stilla kauphækkunum í
hóf, munu menn hafa í huga.