Morgunblaðið - 06.09.1963, Qupperneq 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
5 Föstudagur 6. sept. 1963
Þakka hjartanlega alla vinsemd á sextíu ára afmæli
mínu.
iiiulda Jónsdóttir, Sóleyjargötu 6, Akranesi.
Innilegustu þakkir fyrir gjafir og heillaóskir á áttræð
isafmæli mínu, 28. ágúst.
Ástríður Helgadóttir.
Innilega þakka ég þeim, sem glöddu mig með gjöfum
og skeytum á afmælisdegi mínum 3. sept. sL —
Guð blessi ykkur.
Amalía Þorleifsdóttir, StykkishólmL
Enskir karlmannaskór
Nýjasta tízka
Ný sending tekin upp í dag
Skóbúð Austurbæjar
Laugavegi 100
Móðir okkar
GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR
Heiðarbraut 12, Akranesi
lézt í sjúkrahúsi Akraness 4. þ.m.
Jórunn Eyjólfsdóttir,
Jón Eyjólfsson,
Guðni Eyjólfsson.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
BJARNI JÓNSSON
trésmiður
andaðist 4. ágúst 1963. Jarðarförin auglýst síðar.
Vandamenn.
Jarðarför móður okkar og tengdamóður
ÁGÚSTU HÁKONARDÓTTUR
fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 7. þ.m., kl.
2 e.h. Húskveðja verður að Kirkjubraut 12, kl. 1,30 e.h.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Guðrún Jónsdóttir, Þórður Bjarnason,
Friðmey Jónsdóttir, Viktor Björnsson.
Jarðarför mannsins mins
ÓLAFSÞÓRÐARSONAR
járnsmiðs
Skattskrá Gullbringu—
og Kjósarsýslu árið 1963
Skattskrá Gullbringu- og Kjósarsýslu ásamt skrá
um álögð iðnlánssjóðsgjöld fyrir árið 1963 liggur
frammi frá 6. september til 19. desember, að báðum
dögum meðtöldum.
Skrá hvers sveitarfélags liggur frammi hj' um-
boðsmönnum skattstjóra, en heildarskrá á Skatt-
stofu Reykjanesumdæmis Hafnarfirði. Umboðsmenn
veita framteljendum aðgang að framtölum sínum.
í skattskránni eru eftirtalin gjöld.
1. Tekjuskattur
2. Eignarskattur
3. Námsbókagjald
4. Almannatryggingagjald
5. Slysatryggingagjald atvinnurekenda
6. Lífeyristryggingagjald atvinnurekenda
7. Gjöld til atvinnuleysistryggingarsjóðs
I skattskrá Garðahrepps verða kirkjugjöld til við-
bótar ofantöldum gjöldum.
Innifalið í tekju- og eignaskatti er 1% álag til Bygg
ingarsjóðs ríkisins. — Kærufrestur vegna tekju- og
eignaskatts er til 5. október 1963. — Kærufrestur
vegna iðnlánasjóðsgjalds er til 19. september 1963.
Kærur skulu vera skriflegar og afhendast umboðs-
manni eða á Skattstofuna í síðasta lagi að kvöldi
síðasta kærufrestsdags.
Athygli skal vakin á því að álagningarseðlar, sem
sýna gjaldstofna og gjöld, sem birtast í skattskrá,
verða sendir til allra gjaldenda.
Hafnarfirði, 5. september 1963.
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi
2 miSstöðvarkatloi tíl sölu
3 ferm og 4 ferm. með tilheyrandi „Gilbarco" fýr-
ingum og spiral-forhiturum, með öllum útbúnaði
til sölu nú þegar. Til sýnis í Málningastofunni,
Lækjargötu 32, Hafnarfirði, sími 50449. —
Uppl. einnig í Fálkanum, sími 18670.
Afgreiðslumaður í bókabúð
Viljum ráða strax vanan mann til afgreiðslustarfa
í Bókabúð Norðra í HafnarstrætL
Nánari upplýsingar gefur verzlunarstjórinn eða
Starfsmannahald SÍS, Sambandshúsinu.
Starfsmannahald SIS.
— Fiskur á þurru ...
Framh. af bls. 8
ræktarráðunautur situr á Laugar
vatni og ráðunautur í hænsna- og
svinarækt á Hvanneyri. í sauð-
fjárrækt er enginn ráðunautur.
Nautgriparæktarráðunautar fara
á sýningar og vinna við skýrslu-
gerð. Hvort tveggja má eins vel
gera með aðsetri á HvanneyrL
Tveir ráðunautar mæla fyrir
skurðum og vinna við útreikn-
inga og önnur skrifstofustörf,
sem ekki eru bundin við Reykja-
vík. Eðlilegt virðist, að þeir fáu
háskólamenntuðu garðyrkju-
menn, sem eru hér á landi, séu
við Garðyrkjuskólann á Reykj-
um, við kennslu, rannsóknir og
leiðbeiningar. Um búnaðarhag-
fræðina ræddi ég í Timagrein
minni og skal ekki endurtaka.
Um útgáfu Freys ræði ég ekki.
Aðrir starfsmenn vinna blönduð
störf, sem sum mætti ágætlega
vinna eins vel á Hvanneyri og í
Reykjavík, önnur ekki, en í heild
á leiðbeiningaþjónusta að vera
kynning á þeim niðurstöðum,
sem menn komast að við rann-
sóknir, og er því eðlilegt, að mið-
stöð þeirrar þjónustu sé á sama
stað og miðstöð rannsóknanna.
Allt þetta sýnir, hvað Hvanneyri
gæti orðið stór staður meö tíð og
tíma, en það gerist ekki í stökk-
um. Eðlileg byrjun væri, að rann-
sóknir í sauðfjárrækt yrðu flutt-
ar að Hvanneyri og sauðfjár-
ræktarráðunautnum yrði valinn
þar staður, þegar hann verður
ráðinn. Á Hvanneyri, Hesti og
Mávahlíð fengju þessir menn að-
stöðu til að framkvæma umfangs-
miklar rannsóknir. Þar er land-
rýmið og á annað þúsund fjár á
þessum ríkisjörðum.
Eðlilega þykir mörgum miður,
að Búnaðarfélagið hverfi úr sög-
unni innan tíðar. Ef menn vilja
vinna á móti þeirri þróun, verð-
ur að leggja undir félagið aftur
eitthvað af þeirri starfsemi, sem
frá því hefur verið tekin, rann-
sóknirnar, stéttarbaráttuna, starf
semi landnámsins eða ráðuneytis
starfið. Góð byrjun í þessa átt
væri, að forysta Búnaðarfélags-
ins hætti að hundsa vilja Búnað-
arþings í afstöðunni til Hvann-
eyrar.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12
ils virði, að sjúkrahúsið hefur
yfir að ráða sérstökum tækj-
um til þess að skeyta saman
æðar. Tæki þessi eru jap-
önsk.“
Malt læknir sagði, að til-
gangslaust væri fyrir lækna
að reyna að græða aftur limi,
sem hefðu verið lausir frá lík-
amanum 6 klukkustundir eða
lengur.
Eddy Knowels er nú orðinn
14 ára og heimsfrægur vegna
hinnar einstæðu aðgerðar,
sem hann gekkst undir. Hann
er nú setztur á skólabekk með
félögum sínum og það eina,
sem skyggir á gleði hans er,
að hann getur ekki enn tekið
þátt í íþróttum, en læknarnir
gefa honum góða von um að
þess verði ekki langt að bíða.
fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 7. september
kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim, sem
vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Guðleif Jónsdóttir.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður
okkar
MARGRÉTAR GRÍMSDÓTTUR
Hvaleyrarbraut 5, Hafnarfirði.
Börn og tengdabörn.
Minningarathöfn um eiginmann minn
ANTONÍÓ MERCEDE
Grundarvegi 17, Ytri-Njarðvík,
sem lézt af slysförum 13. júlí sl. fer fram frá Njarðvík-
urkirkju, laugardaginn 7. sept. kl. 2,30 e.h. — Áætlun-
arferð verður frá BSÍ kl. 1,15.
Guobjörg Sveinsdóttir.
w .
AtfD ~ -ROVEi * Á
A
Land-Rover eigendur!
Höfum fengið
Sjáltvirkar framdrifslokur
á alla árganga
Á Sparar eldsneyti
ýr Minnkar slit á
framdrifsbúnaði.
af Land-Rover.
ýr Minnkar slit á
hjólbörðum
'k Eykur viðbragðs-
flýti.
Landroverumboðið
Laugavegi 170—172 — Sími 13450 og 11275.