Morgunblaðið - 06.09.1963, Page 15

Morgunblaðið - 06.09.1963, Page 15
Föstudagur 6. sept. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Meiri áhugi Framh. ar bls. 13 búa þá og koma þeim nægilega vel inn í íslenzku til þess að þeir yrðu frambærilegir. Fyrst í stað var ég mjög tregur til að koma fram á sviði, og segja má, að ég hafi verið neyddur til þátttöku í „Nei-inu“, sem við lékum. En áhuginn jókst eftir þessa eldraun og á næstu árum tók ég æ virkari þátt í leik- listarlífinu, ef við getum nefnt þetta uppátæki okkar svo virðu- legu nafni. — Hvaða leikrit sýnduð þið svo? — Við settum upp þessi sí- gildu stykki eins og Bóndann á Hrauni, Útilegumennina og Ævintýri á gönguför. Grasa- Guddu lék ég 27 sinnum. Að- sóknin að sýningunum var góð, en það var ekki grundvöllur fry- ir fleiri sýningar en tvær eða þrjár hverju sinni nema þegar sérlega vel gekk. Á þessum ár- um íslenzka leikfélagsins gekkst ég fyrir ásamt samstarfsmönn- um mínum að fá Stefaníu Guð- mundsdóttur, leikkonu, í heim- sókn vestur um haf. Ég kalla það helzta afrekið, sem við unn- um, því að engin orð geta lýst þeirri hrifningu, er leikur Stef- aníu vakti. Eins og flestum eldri íslendingum er kunnugt fór Stefanía vestur með þrjú börn sín og starfaði með okk- ur heilan vetur. Fyrsta leikritið sem hún tók þátt í var JCinnar- hvolssytur og fékk ég þá tæki- færi til að vera mótleikari henn ar. Var það' sönn ánægja,- því að ég hreifst ekki síður en aðrir af hæfileikum þessarar miklu leikkonu. En svo lognaðist þetta út af hjá okkur, því að við höfðum öðru að sinna og nú er ég einn eftir lifandi af þeim sem stóðu fyrir leikfélaginu. — En svo við snúum okkur nú til íslands. Hvað varstu gam- all, þegar þú fórst til Vestur- heims? — Ég var 21 árs, og fluttist einn míns liðs til Ameríku. Bróðir minn, sem ég var bund- inn við órjúfandi böndum, hafði drukknað þá skömmu áður og þar sem við höfðum unnið svo mikið saman taldi ég öllu glatað hér heima og fór vestur. Ég er fæddur í Tryggvaskála á Selfossi, því að faðir minn, Sigurður Sveinsson, steinsmiður, frá Smiðsnesi í Ölfusi var yfr- steinsmiður við fyrstu Ölfusár- brúna, sem vígð var 1891. Móð- ir mín, María Matthíasdóttir, fædd í Nikulásarkoti í Skugga- hverfinu, dvaldist austan Fjalls með föður mínum, og þar fædd- ist ég 1890. — Þú hefur kannski verið við staddur brúarvígsluna? — Já, Tryggvi Gunnarsson bar mig í fanginu yfir brúna við vígsluna. Mér voru sögð þessi tíðindi en man ekki eftir því sjálfur. Löngu seinna, þegar ég var unglingur bar fundum okkar Tryggva saman og ég færði vígslu Ölfusárbrúar í tal' og mundi Tryggvi þá eftir mér sem ungbarni og gaf mér að skilnaði pening, sem ég varð- veitti þar til ég missti hann, er ég var á Láru, sem strandaði á Skagaströnd 1910. Þótti mér það að vonum afar leitt, því að þetta var eins konar „lukku- peningur“ í mínum augum. — Foreldrar mínir bjuggu' um skeið á Seyðisfirði og fór ég þá að stunda fiskveiðar og vinna við lifrabræðslu, en áður en við fluttumst austur hafði ég geng- ið í barnaskóla hér fyrir sunn- an og fermst í Dómkirkjunni. — Og svo ætlarðu að lifa ró- lega elli við Kyrrahafið? — Blessaðir kallið það ekki elli, því að ég er síungur. En ég á indælt heimili, þrjár dæt- ur og sjö barnabörn, sem bíða í ofvæni eftir að heyra hvernig afa hafi reitt af á Islandi. Og auðvitað er margs að minnast úr íslandsförinni. Vitanlega verð ég að segja þeim, að ég hafi komið í herbergið, þar sem ég fæddist I Tryggvaskála og f af góðu fólki, sem hefur tekið Dómkirkjuna, þar sem ég fermd hér á móti mér og gert allt til ist og frá öllum þessum fjölda | að gleðja mig. Erlend búnaöarrit ÞAÐ verður víst ekki með sanni sagt að íslenzkir bændur og bændaefni lesi búfræðirit sér til sálarháska. Hitt mun nær réttu mati að lítið sé um slíkan lest- ur. Þó skal þess getið sem gert er, að nokkrir bændur sýna lit á því að fylgjast með því nýrra búfræðisviðinu umfram að sem þeim berst af íslenzkum ritum um þá hluti, sem raunar er hvorki mikið né margt, og flest er það sent mönnum gef- ins eða hálf-gefins. Ólafur Jóns- son ritstjóri ársrits Ræktunarfé- lags Norðurlands hefir nýlega ritað um þá hluti í ársritinu, og er lýsing hans á ástandinu held- ur döpur: íslenzk búfræðirit fá og smá og tímarit í þeim flokki lifa við örkuml og eymd sökum kaupendafæðar og vanskila. Nokkrir bændur, helzt úr flokki þeirra sem ungir hafa dvalið eitthvað erlendis, hafa spurt mig ráða hvaða búnaðar- tímarit útgefið á Norðurlöndum,} utan íslands, sé girnilegast og aðgengilegast til fróðleiks? Eðli- legt er að svarið mótist nokkuð af því hver kynni hlutaðeigandi bændur hafa af búskap og bún- aðarmálum utan landsstein- anna, hvort þeir hafa dvalið í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð. En að öðru jöfnu, og flestu sam- anlögðu held ég að sanngjarn- ast verði að benda á norska bún aðarritið: Norsk Landbruk. N. L. kemur út í Osló tvisvar I mánuði og kostar n. kr. 40.00 árgangurinn. Tímaritið er vand- að að frágangi og efni fjölbreytt; búnaðartækni og byggingamál- um er helgað mikið rúm í rit- inu, en annars sinnir það auð- vitað jöfnum höndum búfjár- rækt og jarðrækt, og skógrækt nokkuð. Svar mitt til þeirra sem spyrja um slík rit verður án af- dráttar: kaupið Norsk Lndbruk, ef þið viljið fylgjast með á bún- aðarsviðinu að því er nær til Noregs. Og ekki treysti ég mér til þess að benda á danskt eða sænskt búnaðartímarit er standi íslenzkum bændum jafn nærri til nota, þótt um ágæt sænsk og dönsk rit sé raunar að velja. Þess má geta að N. L. hefir á síðustu árum hafið útgáfu smá- rita um búnað sem kaupendur timaritsins geta fengið keypt vægu verði. Komin eru út 7 bindi (hefti) af þessum smárit- um. Sum þeirra eiga tvímæla- laust erindi til ísl. bænda, t. d. ritin: Förstehjelp í fjöset, Min grisehuset (á erindi til þeirra fáu bænda sem stunda svína- rækt) ,Dyrk mer bær og síðast en ekki sízt: Tun og hage. Allt prýðileg smárit. Önnur smárit eru lausari í sniðum, hafa einnig komið út hjá N. L. af þeim vil ég nefna t. d. Red- skapsnon pá gardsbruk, Puss OPP í fjöset (ekki veitir af því víða) og Plantevern í jord og skog. Utanáskrift til Norsk Land- bruk er: Nedre Vollgate 8, Osló. Ekki vil ég ljúka þessum orð- um, sem svari við fyrirspurnum, án þess að nefna annað norskt búnaðartímarit sem ég les mér til gagns og gamans, og sem um margt á erindi til ísl. bænda. Það er tímaritið Norden sem gefið er út í Bodö, prýðilegt rit. Utanáskrift: Landbruks-tid- skriftet Norden Bodö, Norge. Fáeinir aðilar íslenzkir kaupa N. L. Það munu vera 6 búnaðarstofnanir og timarit (rit- skipti?), 6 einstaklingar (bænd- ur og bústjórar) og 13. aðilinn er Amtsbókasafnið á Akureyri. Sennilega einstætt fyrirbæri að slíkt bókasafn kaupi þessháttar tímarit. Árni G. iSyiauds. Syndið 200 metrana NÝTT! Úðið nýjum lithlæ í hói yðor með kristultæium vökvu ár Svo fljótt, svo auðvelt .... aðeins úða því á og láta vera. •k Endist og endist .. Nudd- ast ekki og pvæst ekki úr. k Hreinlegt í notkun .. því það er krystaltært. Bandbox Spray-Tint er það nýjasta í litun og týsingu hárlits. Úðið þvi aðeins og greiðið í gegnum hárið. — Reynið það! Og sjáið hár yðar gljá með nýjum Djarma og blæ. Leiðarvísir um iitaval fyrir Spray-Tint. ... « Light Blonde Haralitur yðar: Mjögljósthár. ”®“D: 10 dagar eftir Ljóst hár. Honey Blonde nr. 2 Skolleitt hár. Glowing Gold nr. 3 Brúnt hár: Burnished Brown nr. 4, eða Soft Brown Glinta nr. 7 Dökkbrúnt eða svart hár. Chestnut Glints nr. 5 Jarpt hár: Auburn Highligts nr. 7. ba ndbox SPlia\ (tint Heildsólubirgðii: Skrifstofustúlka Stórt iðnfyrirtæki vill ráða nú þegar duglega skrif- stofustúlku til starfa hálfan eða allan daginn. — Vélritunarkunnátta nauðsynleg og einhver þekking á vélabókhaldi æskileg. — Umsóknir, ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m., merkt: „Skrifstofuvinna - 3073“. Skifstofustúlka helzt vön vélritun óskast á skrifstofu mína strax. Hálfan eða allan daginn. — Uppl. ekki í síma. Jón N. Sigurðsson, hrl. Laugavegi 10 • Innheimtuheíti tapaðist á leiðinni Borgarholtsbraut að Skjólbraut. Vinsamlegast skilist á afgr. Mbl. í Kópavogi eða að Ásbraut 19, 1. hæð. íbúð ósknst Höfum kaupanda að 3ja til 4ra herb. nýlegri íbúð í Háaleiti eða Hvassaleiti. — Mikil útborgun. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræt 9. — Sími 14400 og 20480. Stúlka óskast í létta vist í vetur. — Hátt kaup. Upplýsingar í síma 19000. Listrænir skartgripir úr gulli og silfri fyrir dömur og herra koma í búðina í dag. Gefið gjafir frá G. B. Silfurbúðinni. G. B. Silfurbúðin Laugavegi 13 og Laugavegi 55. Sími 11066.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.