Morgunblaðið - 14.09.1963, Side 2

Morgunblaðið - 14.09.1963, Side 2
 MORGUNBLADID ' Laugardagur 14. sept. 1963 Aalto teiknar Norræna húsið Hann hefur dvalizt hér undanfarna daga, og kynnt sér aðstœður ■ FRÁ þvi hefur verið skýrt, að finnski aiS-itektinn Alvar Aalto, sem heimsþekktur er fyrir verk sín, muni teikna Norrænt hús, sem ákveðið hefur verið að* reisa í Reykja- vík. Norræna húsið verður reist á háskólalóðinni, rétt neðan við Nýja-Garð. Hefur Aalto þegar skoðað svæðið. Hugmyndin um byggingu hússins var til umræðu á fundi menntamálaráðherra Norðurlandanna i Reykjavik í sumar. Var þar endalega á- kveðið urn smíði hússins. Einn ráðherra, sem þann fund sátu, kom þá fram með þá hugmynd, að Alvar Aalto yrði fenginn til að teikna húsið. Eftir heimkomuna færði menntamálaráðherra Finna það í mál við Aalto, hvort hann vildi taka að sér verk- efnið. Féllst hann þegar á það, og er nú kominn þeirra er- inda hingað til lands. t för með Aalto er Meinand- er, ráðuneytisstjóri í finnska utanríkisráðuneytinu. Kona Aalto er einnig með honum hér. Aalto er nú 65 ára, og tal- inn einna fremstur í flokki róttækra brautryðjenda í nú tíma byggingarlist. ÍS.Í ***** V atns veituiram- kvæmdir d Akranesi Akranesi, 13. sept. VATNSMAGN hjá vátnsveit- unni hér í bæ er talið að muni aukast um það magn, sem sem- Óladóttir lótin ELtN Óladóttir lézt i Landakots- spítalanum í gærmorgun 86 ára gömul að loknum 68 ára starfs- ferli, sem vart á sinn líka. Hún kenndi sér fyrst meins fyrir um hálfum mánuði. Var þá flutt í sjúkrahús í fyrsta skipti á langri æfi, og reyndist vera með lungna bólgu, sem varð banamein henn- ar. Elín réðist starfsstúlka á heim ili Stefáns skólameistara Stefáns sonar á Möðruvöllum árið 1895, en þá var hún átján ára. Meðal starfa hennar þar var að gæta tveggja ára sonar skólameistara- hjónanna, Valtýs, sem síðar varð ritstjóri Mbl. Fylgdi Eiín fjöl- skyldunni ætíð síðan, var í ára- tugi á heimili Valtýs þar til hann lézt í marz s.l., en síðan á heimili Björns Thors og Helgu dóttur Valtýs. entsverksmiðjan þarf til sinnar notkunar, við það, að Óslæknum verði veitt í aðalveituna. Þeg- ar er búið að steypa upp lítinn vatnsgeymi kringum aðalupp- sprettulind Óslækjar, er safna mun öllu vatni hans, sem áður rann ónotað til sjávar. 50 tonn af vatnsleiðslupípum komu með ms. Tungufossi hingað á dögunum. Langt er komið að grafa skurðina, á annan metra á dýpt. Að lokinni pípulögninni sem þegar er hafin, verður svo vatnið leitt frá lækjargeyminum í aðalleiðsluna nokkru fyrir neð an vatnsgeymi bæjarins uppi í Berjadalsárgljúfrum. Pípurnar nýju eru sex tommur í þvermál, og nýja leiðslan milli lækjarins og meginvatnsæðar tveir og hálf- ur kílómetri. — Oddur . Kronprins Olav, Skipt um skip í íslandsferðum Kronprins Olav tekur við af ,Drottningunni* Kaupmannahöfn, 13. sept. SAMEINABA gufuskipafélagið gaf í dag út tilkynningu þess efnis að í ársbyrjun 1965 yrði skipt um skip á leiðinni milli Kaupmannahafnar, Færeyja og Reykjavíkur. í stað m. s. Dronn- ing Alexandrine kemur m. s. Kronprins Olav, sem hingað til hefur verið í förum milli Fred- erikshavn og Oslo. Sennilega er talið að Dronning Alexandrine verði seld til niðurrifs. Álitið er að skipið sé það gamalt að of dýrt verði að lagfæra það og breyta í samræmi við kröfur tímanna. Vegna aukinna bifreiðaflutn- inga milli Jótlands og Noregs er Kronprins Olav nú of lítið skip fyrir þessa leið, og tekur nýtt skip við á þeirri leið. Kronprins Lax og veiðileyfi GUÐMLTNDUR J. Kristjánsson, formaður Landssambands ís- lenzkra stangaveiðimanna, hefur beðið Morgunblaðið að ieiðrétta þau ummæli í blaðinu 12. sept. sl., að „færri hafi fengið að renna í þeim (þ.e. beztu laxveiðíám iandsins) en vildu.“ Segir Guð- mundur, að áberandi hafi verið i sumar, hve mörg veiðileyfi í ám og vötnum hafi verið auglýst í blöðum, enda sé langt frá því, að allir veiðistaðir hafi verið nýttir. Hefur ekki í mörg ár ver- ið jafn auðvelt að komast í lax- veiðiár, sagði Guðmundur, enda finnst mörgum árnar orðnar úr hófi dýrar. Olav er smíðað árið 1937, og er þannig tíu árum yngra skip en „Drottningin". Rytgaard í sambandi við’þessa frétt frá Kaupmannahöfn, sneri blaðið sér til Gunnars B. Sigurðssonar, forstjóra Sameinaða í Reykjavík. Kvaðst hann í dag hafa fengið tilkynningu frá Kaupmannahöfn um skipaskiptin, og jafnframt að þau færu fram um áramótin 1963/64. Áður en skipt verður um skip fer fram mikil lagfær- ing á Kronprins Olav. Skip þetta er 3119 tonn og gengur um 18 mílur. Verður það um þrjá sól- arhringa í ferðinni frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur. Til samanburðar má geta þess a3 „Drottningin“ er 1870 tonn. Sölusýning múl- verka opnuð í dag Agóðinn rennur í Heimilissjóð tauga- veiklaðra barna í DAG klukkan tvö verður opn- uð í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti sölusýning á mál- verkum eftir frú Sólveigu Egg- erz Pétursdóttur. Andvirði myndanna mun renna í Heim- ilissjóð taugaveikiaðra barna, en sá sjóður er stofnaður fyrir málfu þriðja ári af Barnavernd- arfélagi Reykjavíkur í þeim til- gangi að koma upp hjúkrunar- og lækningaheimili fyrir tauga- veikluð börn. í sjóðnum eru núna 218 þús- und krónur, málverkagjöf frú Sólveigar Eggerz Pétursdóttur er liðlega 150 þúsund króna virði óg loks hefur Barnavernd- arfélag Reykjavíkur, sem stofn- Bretar valdi ráðinu r I beifa neitunar- - •• Oryggis- Hindra sambykkt tillögu um tak- mörkun herstjórnar hvítra manna i Subur Rhodesíu Sameinuðu þjóðunum, New York, 13. sept. (AP) B R E T A R beittu neitunar- valdi í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna í dag til að fella tillögu ýmissa Asíu- og Afríkjuríkja þar sem skorað er á Breta að fresta því að veita stjórn hvítra manna í Suður-Rhodesíu aukin völd. Fulltrúar Ghana, Marokkó og Filippseyja fluttu tillögu þessa í Öryggisráðinu, og segir í henni að núverandi stjórn hvítra manna í Suður-Rhodesíu gæti beitt auknum völdum gegn frelsis baráttu innfæddra. í umræðum um tillöguna skoraði Sir Patrick Dean, aðalfulltrúi Breta, á aðra fulltrúa í Öryggisráðinu að vísa henni frá. Varaði hann við því að ef tillagan yrði samþykkt, gaétj hún „haft alvarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir Suður-Rho- desíu, heldur einnig sjálft Örygg- isráðið". Sagði hann að Bretar væru að reyna að koma því til leiðar að blökkumenn í Suður- Rhodesíu fengju aukna fulltrúa- tölu í þinginu, en sagði að þetta væri erfitt mál þar sem Bretar gætu ekki haft bein afskipti af innanríkismálum landsins. Sir Patrick ítrekaði fyrri full- yrðingar um að Bretar hefðu á- fram eftirlit með beitingu orustu- og sprengjuflugvéla Suður-Rho- desíu út á við, þótt landsstjórn- inni yrði falin yfirstjórn hermála að öðru leyti. Þrátt fyrir mótmæli Sir Pat- ricks var tillagan borin undir at- kvæði. Ellefu þjóðir eiga full- trúa í Öryggisráðinu, og greiddu átta þeirra tillögunni atkvæði, þeirra á meðal fulltrúi Noregs. Fulltrúar Bandaríkjanna og Frakklands sátu hjá, en Sir Pat- rick Dean felldi tilleguna með neitunarvaldi. Bretar hafa tvisvar áður beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráð- inu, í bæði skiptin í sambandi við Súezdeiluna 1956. aði sjóðinn, heitið 50 þúsund króna gjöf. Hyggst sjóðsstjórnin miða að því að hefja bygginga- framkvæmdir þeigar á næsta vori. Á sýningunni eru 111 myndir. Sýningin verður opin kl. 2—10 e. h. til 23. september. Húsgagna- sýningin Húsgagnasýning Húsgagnaverk stæðis Helga Einarssonar í sýn- ingarskála Gefjunar við Kirkju- stræti, sem áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, stendur fram á sunnudagskvöld og er opin milli kl. 2 og 10. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni, og húsgögn- in hafa vakið mikla athygli. Allt sem á sýningunni er, er selt, og aðeins er framleitt eftir pöntun- um. Sú villa varð í myndatexta, sem birtist með frétt um sýn- inguna í Mbl. miðvikudaginn 11. sept., að rangt var skýrt frá nafni eins mannsins á myndinni. Sá, sem situr lengst til hægri, er Bolli A. Ólafsson, verkstjóri á Húsgagnaverkstæði Helga Ein- arssonar. Verkfollsundan- þúgur vegnn síldveiðnnnn VEGNA blaðaummæla óskar samninganefnd farmanna eftir því, að þetta komi fram: Á fyrsta degi verkfallsins voru veittar undanþágur til mjólkur-, póst- og farþegaflutninga til Vest mannaeyja með ms. Herjólfi. Fimmtudaginn 12. sept. var tveimur olíuflutningaskipum veitt leyfi til þess að fara með 920 tonn af gasolíu og 1.080 tonn af eldsneytisolíu (brennsluoliu) á tíu hafnir norðanlands og aust an frá Húsavík að Bieiðdalsvík til síldveiðiflotans og síldarverk smiðjanna-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.