Morgunblaðið - 14.09.1963, Side 3
Laugardagur 14. sept. 1963
MORCUN BLADID
3
*
á fluglei&um yfir Norður Atlanishaf
Salzburg, 13. sept. (AP-NTB)
Á FUNDI Alþjóðasamtaka
flugfélaga, IATA, sem hófst í
Sendinefnd
íslands hjá SÞ
SENDINEFND íslands á 18. alls
herjarþingi Sameinuöu þjóðanna,
sem kemur saman í New York
18. september, hefur nú verið
skipuð, skv. frétt frá utanríkts-
ráðuneytinu. Þessir menn skipa
nefndina: Thor Thors, sendi-
herra, Kristján Albertsson, sendi
ráðunautur, Hannes Kjartansson,
aðalræðismaður, Baldvin Jóns-
son, hæstaréttarlögmaður, og Þór
Vilhjálmsson, borgardómarh
Salzburg, Austurríki s.I.
mánudag, hefur orðið sam-
komulag milli þeirra 19 flug-
félaga, er hafa flugvélar í
föstum ferðum yfir Norður
Atlantshafið, um að lækka
fargjöldin á „ferðamanna“
(tourist) farrými á þessari
leið. Alls sitja ráðstefnuna
fulltrúar 52 flugfélaga, og
hafa allir lýst einlægum
stuðningi við þessa ákvörðun.
Ekki hefur enn verið ákveðið
um hve mikla fargjaldahækk-
un verður að ræða, og verður
umræðum um það atriði haldið
áfram næstu daga. Búizt er við
að ráðstefnunni 1< úki laugar-
daginn 21 þ.w*
þess að reyna að einangra hann
eða hrekja hann frá tryggð sinni
við sósíalismann, þjóðfrelsi og
verkalýðshreyfinguna“.
Það er rétt, að andkommúnist-
ar hafa viljað einangra kommún-
istaflokkinn, en við þá á Einar
Olgeirsson örugglega ekki, þegar
hann talar um, að til séu menn,
sem vilji hrekja kommúnista-
flokkinn frá tryggð sinni við
sósíalismann. Þar er hann aug-
sýnilega að senda þeim mönnum
i kommúnistaflokknum kveðjur,
sem telja að flokkurinn verði að
breiða betur yfir algeran stuðn-
ing sinn við heimskommúnism-
ann, ef hann eigi að ná árangri.
Þótt ritstjóri „Þjóðviljans“ og
Einar Olgeirsson tali þannig und-
ir rós, er samt ljóst, að baráttan
er að harðna og þeir treysta sér
ekki lengur til að þegja um á-
greininginn. Verður fróðlegt að
fylgjast með framhaldi þessara
deilna.
FRÉTTAMAÐUR .Morgun-
blaðsins heimsótti í gær-
kvöldi nokkra þeirra, sem
voru í strætisvagninum, er
áreksturinn varð á gatnamót
um Miklubrautar og Löngu-
hlíðar í gærdag.
Fyrst var komið til bíl-
stjórans, Birgis Sigurðssonar,
Mjóuhlíð 16. Hann var með
höndina í fatla og bundið um
eyrað.
— Sást þú hvað verða
mundi, áður en vörubifreiðin
rakst á ykkur spurði frétta-
maður.
— Nei, ég vissi hvorki í
þennan heim né annan frá
því, er ég ók upp Miklubraut
ina á grænu ljósi og þangað
SÍysiö á
Rætt við fcílk, sem var
í strætisvagninum
Áreksturinn.
steinssyni. Móðirin, Ölöf
Kristjánsdóttir, lá rúmföst,
en hún rifbeinsbrotnaði og
hlaut margar skrámur. Krist-
rún Ingibjörg, 13 ára dóttir
tfl óhappið hafði hent. Ég
kastaðist upp úr sætinu og á
gólfið mllli stýrisins og
gluggans.
— Hvernig brást fólkið
við á eftir?
— Allir virtust taka þessu
með skynsemi, en margir
Slasað fólk borið í sjúkrabílana.
höfðu slasazt og börnin voru
að vonum mjög hrædd og
grétu.
Næst komum við að Garðs
enda 4, þar sem búa mæðg-
ur, er sátu næst fyrir aftan
bílstjórann ásamt 3 ára
frænda sínum, Borgari Jó-
hennar, kenndi sér hins vegar
einskis meins og er hún var
spurð um slysið, svaraði hún:
— Ég sá að vörubíllinn
stefndi á hliðina á strætis-
vagninum, en samt hélt ég að
hann mundi geta stöðvað sig.
Svo fóru allir að hrópa og
rétt í því kom höggið á bíl-
inn og ég kastaðist á grind-
ina fyrir framan okknr. Ég
man ekki hvort ég æpti, en
á eftir fór ég að gráta. Ég
fór með mömmu í öðrum
sjúkrabílnum. í honum voru
6 manns.
Ung stúlka, Jóna Harðar-
dóttir, var rúmliggjandi að
heimili sínu, Heiðargerði 51.
Hún bar sig þó vel, kvaðst
ekki beinbrotin, en nokkuð
marin.
— Hvar sazt þú í vagnin-
um?
— í fremsta sætinu vinstra
megin. Við hliðina á mér sat
konan, sem meiddist einna
mest. Hún skarst mjög í and-
liti. Ég varð einskis vör fyrr
en slysið bar að. Við sessu-
nautur minn köstuðumst upp
úr • sætunum og höfnuðum
niðri í tröppunum, þar sem
gengið er inn í bílinn. Ég
lenti ofan á konunni. Það var
mjög óhugnanlegt, því hún
var alblóðug. Bílstjórinn kom
og hjálpaði okkur upp úr
gryfjunni.
Sjá frétt á baksíðu.
Ljósastaurinn lá.
IAT A-f argjöld lækka
Baráttan færist upp
á yfirborðið
Hin mikla innbyrðis barátta i
kommúnistaflokknum nálgast nú
hámark og getur soðið upp úr
hvenær sem er. Fram að þessu
hafa kommúnistar hér á landi,
eins og flokksbræður þeirra er-
lendis, dulbúið árásir sínar hvor-
ir á aðra, svipað og framan af
var með deilur Kínverja og
Rússa. Þá skákuðu þeir fram
Albönum og Júgóslöfum. Þegar
Mao skammaði Krúsjeff nefndi
hann Tító og endurskoðunarsinna
en þegar Krúsjeff vildi vega að
Mao réðst hann að Albönum.
Kveðja Austra
Sá ritstjóri kommúnistamál-
gagnsins sem nefnir sig „Autsra"
hefur auðsjáanlega tileinkað sér
þessar bardagaaðferðir þeirra
Krúsjeffs og Maos. í grein í gær
segir hann:
„En í sambandi við draumór-
ana hefur Tíminn sérstakan á-
huga á Þjóðviljanum og segir:
„Má telja fullvist að hnífurinn
muni standa í kú Þjóðviljans,
þegar á reynir, og fráleitt að sú
klíka, sem nú ræður því blaði,
muni láta hann af hendi mögl-
unar- og baráttulaust“.
Tímann langar sem sagt mikið
til þess að „sú klíka“ sem ræður
Þjóðviljanum, „láti hann af
hendi“, en það er miðstjórn
Sósíalistaflokksins og allir félags-
menn háns. Og það er auðvitað
engin tilviljun að ritstjóri bænda
blaðsins hugsar um jafn bljúgar
og þægar nytjaskepnur og kýr í
því sambandi.
En eins og Tíminn tekur rétti-
lega fram eru þessir draumórar
„fráleitir". Sósíalistaflokkurinn
verður ekki hjáleiga Framsókn-
arflokksins og Þjóðviljinn verð-
ur aldei eitt af kúgildunum í f jós-
inu í Skuggasundi“.
Þarna er augsýnilega verið að
vega að þeim mönnum innan
kommúnistaflokksins. sem vilja
nánara samstarf við Framsóknar-
flokkinn og jafnvel bandalag við
hann.
Kveðja Einars
Og Einar Olgeirsson er líka
tekinn til við baráttuna á opin-
berum vettvangi. í gær birtir
hann í kommúnistamálgagniu*
langliund um Sósíalistaflokkinn
og í inngangsorðum segir:
„Andkommúnisma kalda stríðs
ins á islandi hefur í. 15 ár verið
einbeitt að Sósíalistaflokknum til