Morgunblaðið - 14.09.1963, Side 10
10
MORGUNBLAÐIO
Ea^ardagttT 14. sept. 1963
I
IMorðaustur-Grænlands
I. grein:
Nokkrar veðurstöðvar einasta mannabyggð
á yfir 1500 km. Eangri strandlengju
ÞEGAR flogið er á björtum,
fögrum degi síðla sumars í
norðurátt frá Reykjavík, við
endann á klofnu Akrafjalli
með fagurgræn tún býl-
anna beggja vegna, ofan við
hin ógreinilegu mörk lands
og sjávar á Mýrunum, þar
sem tjamir mynda díla á
grænar mýrarnar og skerin
á flóann og útsýn er upp eft-
ir blómlegum dölum Borgar-
fjarðar, og síðan áfram yfir
hraunbreiður Snæfellsness,
er skarta rauðum gíghólum
og hvítum jökulskalla og
Breiðafjörð með einmana
býli á stöku eyju, inn yfir
Vestfirði, þar sem vegir teygja
sig eins og óendanleg strik
á milli strjálla býla fyrir
langa firði og þaðan yfir
heiðarnar, flatar og gróður-
lausar með hvítum sköflum,
til ísafjarðar — og flugvélin
hefur sig aftur á loft eftir
að hafa bætt á sig benzíni
og heldur út Djúpið, fram
hjá hvössum kynlega form-
uðum berghryggjum og út á
haf hjá Aðalvík, þar sem auð
ir skálar á háu bergi eru
eina sýnilega merkið um
mannabyggð og snarbrattir
klettar og berir hryggir
mynda kynlegt flúr fyrir neð
an — ja, þá finnst manni
þessi hrjóstrugi skiki norð-
vestur úr landinu eyðilegur
og ógnvekjandi. En ef ferð-
inni er heitið áfram í norð-
urátt, yfir Norðaustur-Græn-
land, allt norður á 76,7. breidd
arbaug, þá virðist Vestfjarða
kjálkinn við komuna til baka
hlýlegur og vinalegur, þar
sem fjöllinn speglast í fjörð
unum og mjóar grænar rákir
má greina með hlíðunum.
Svo miklu hrikalegri er auðn
Norðaustur-Grænlands, þar
sem 4—5 skálaþyrpingar með
fáum tugum veðurathugunar-
manna er einasta manna-
byggðin og jökullinn og haf-
ísinn láta aðeins eftir nijóa
ræmu af háum berum fjöll-
um meðfram mörg hundruð
km langri ströndinni þegar
bezt lætur, en hafís og jökull
ná sums staðar saman.
Þannig verkaði útsýnið úr
glugga flugvélarinnar á mig,
þegar ég flaug með Birni
Pálssyni á Lóunni, tveggja
hreyfla Twin Pioneer flug-
vélinni hans, til Austur-Græn
lands, miðvikudaginn 28.
ágúst. Að vísu höfðum við
farið af stað daginn áður, án
þess að komast inn yfir Græn
land, því þokubakl^i sem náði
upp fyrir 3 þús. m hæð og
breiddi úr sér inn á jökul og
út á sjó, sneri okkur við rétt
sunnan við Scoresbysund,
einmitt þar sem við ætluðum
að taka land, því ógerlegt
er að fljúga þar án þess að
sjá fjallatinda, sem víða eru
hátt á 3. þúsund m að hæð.
Það var líka orðið langt heim,
þar eð 414 tíma flug var frá
ísafirði til • Meistaravíkur.
Danska flugmálastjórnin
hafði valið Lóu til ferðarinn-
ar,- af því hún ein af þeim
vélum sem svo langt flugþol
hefur gat lent á 300 m sjálf-
gerðri braut norður við Dan-
markshavn. En þangað þurfti
að koma manni frá dönsku
flugmálastjórninni, hr. Nis-
sen, jarðvegssérfræðingnum
Ellton Petersen og aðstoðar-
manni hans, K. E. Andersen,
sem ætluðu að athuga flug-
vallarstæði þar, og ráðgef-
andi fulltrúa frá Flugfélagi
íslands, ' Jóhanni Gíslasyni,
sem í seinni tilrauninni tók
við af Jóhannesi Snorrasyni,
er þá var í Akureyrarflugi.
Áhöfnin á Lóu var svo Björn
sjálfur aðstoðarflugmaður
mánuð á ári, sem autt er og
þurrt.
Hafið fyrir neðan flugvélina
er ískalt. Austur-Grænlands-
straumurinn kemur norðan
með ströndinni berandi með
sér ísjaka. Við íslendingar höf
um haft af honum svolítil
kynni og ekki sem ánægjuleg-
ust. Ofurlítil grein af honum
. kemur upp að norðurströnd
íslands og átti það til hér áð-
ur fyrr að færa okkur „lands-
Á öllu svæðinu frá Scores-
bysundi norður eftir austur-
ströndinni, sem líklega er um
1500 km vegalengd, hafa að-
eins einu sinni sézt eskimóar.
Englendingur, sem kom með
leiðangur árið 1823, hitti
nokkra eskimóa skammt norð-
an við Scoresbysund. Þeir fé-
lagar tóku eitt barnið og
þvoðu því, til að komast að
raun um hvaða litur væri eig-
inlega á húðinni.
mmKÁíwvmœffitssB&e&ittssfti jjuupiuumwiiiu»iji.ijj .hjjjkuu i . mi—■—»
Björn Pálsson með byssu sína niðri í fjöru á Grænlandi. Borgarísjakar eru frosnir í lagnaðar-
ísnum á firðinum.
Þeir líta ekki út fyrir að vera grimmir þessir Grænlands-
hundar, en ef annar losnar úr tjóðrinu ræðst hann á hinn og
drepur hann.
hans, Guðjón Guðjónsson,
vélamaðurinn Björn Ingi-
marsson og undirrituð, sem
tók hlutverk sitt sem flug-
freyja mjög hátíðlega, brosti
stanzlaust og hljóp um með
hinn nauðsynlega brjóstsyk-
ur eða kaffi og koníak, allt
eftir því sem vi? átti og
kapteinninn fyrirskipaði.
Stefnan frá ísafirði er ætíð
nær beint í norður. Við 68.
breiddarbaug komum við
fyrst að brún hafíssins, um
160 km. frá íslandi. Ofan að
líktist þetta flekk á túni, þar
sem snúningsvél hefur kastað
heyinu í díla. Hér er heyið
bara skjannahvítur ís og tún-
ið undir grænleitt haf. ísrönd
in er bugðótt og flekkirnir
misþéttir. Á vetrum frýs ís-
inn saman í samfellda breiðu,
en seinni hlutá sumars hafa
rastir undan nesjum og stór-
fljót myndað auðar rennur í
ísinn á þessum slóðum og
nokkuð langt norður eftir,
svo skip geta þrætt leið að
landi í Scoresbysundi og Meist
aravík. En ekki komast þau
þó á hverju ári til jafn norð-
lægrar hafnar og Danmarks-
havn, þangað sem ferð okkar
er heitið og er það m.a. ástæða
þessa ferðalags. Því það er
dýrt að senda skip norður í
ísinn með vistir til veðurstöðv-
ar norður undir 77. breiddar-
baug og eiga það allt eins víst
að það þurfi að snúa við til
Reykjavíkur og þaðan megi
svo senda flugvélar til að
reyna að varpa niður í fall-
hlífum ársvistum, 10—15 lest-
um að þyngd. Það er dýrt
spaug, jafnvel þó sumarskipið
komist alla leið, eins og Dan-
skipið í fyrrasumar, sem kost-
aði 16 þús. kr. danskar á
dægri og dægrin urðu 42. Mun
ur ef hægt væri að finna þarna
stað, þar sem mögulegt er með
litlum tilkostnaði að gera 1400
m langa braut, er DC-6 flug-
vélar gætu lent á þennan eina
ins forna fjanda", hafís og
kulda. En úr háloftunum
fyrir ofan óvininn, virðast
litlu jakarnir bara fallegir,
þar sem þeir glóa í sólinni
með túrkisgrænar rendur og
bletti, ef sjór bleytir í snjón-
um. Landmegin við ísbreiðuna
glyttir í . Grænlandsfjöllin,
óljósar bláar strýtur, sem ber
í hvítan Grænlandsjökulinn.
Nú sjást líka vel fram undan
þverhníptu háu tindarnir á
nesinu, sem skagar fram sunn-
an við Scoresbysund, en það
er stór og mikill fjörður langt
inn í landið. Hann er spegil-
sléttur og auður, því stórár
og bráðnun af jöklinum megna
halda lagnaðarísjökunum
frá á þessum tíma, en greini-
legt er að ísinn er að byrja
að þrengja sér inn í firðina
aftur.
Á litlu nesi norðanmegin við
Scoresbysund er Tobinhöfði,
staður sem allir íslendingar
þekkja af veðurfregnum. Að
sjá eru þetta aðeins loftnets-
stangir og nokkrir skálar á
gráum klettatanga og í vík í
hléi af nesinu er þorpið Scores
bysund, nokkur timburhús
dreifð upp í dökka hlíðina.
í höfninni liggja enn tvö fag-
urrauð Grænlandsför, rétt ó-
sigld heim fyrir veturinn. Svo-
lítið innar með firðinum
standa nokkur timburhús á
sjávarkambi, svo samlit leirn-
um, að rétt er hægt að greina
þau í kíki. Þetta eru bústaðir
eskimóa, nyrzta eskimóabyggð
in á Austur-Grænlandi. Það
er reyndar eiginlega dönsk
eskimóabyggð, því það var
Daninn Ejnar Mikkelsen, sem
stofnsetti þarna eskimóaný-
lendu, lét byggja húsin og
flutti þangað nokkra eskimóa
fráAngmagsalik. Þangaðflaug
Björn Pálsson einu sinni á
skíðaflugvél til að sækja fár-
veikan sjúkling. Þá var fjörð-
urinn lagður og hægt að lenda
á ísnum.
Síðustu eskimóaleifarnar
sunnar á austurströndinni
fann aftur á móti Gustav
Holm árið 1884, og voru þeir
suður á 66. breiddarbaugnum,
nálægt Angmagsalik. Allt þetta
svæði er því óbyggt land. Ein-
hvern tíma hafa þó verið þar
eskimóar, sem eltu seli og ann
að veiðifang, því víða hafa
fundizt á austurströndinni
húsatóftir og tjaldhringir, þar
sem þeir hafa borið steina á
tjaldbúðirnar. Eru kenningar
um að flakkandi eskimóaflokk
ar hafi komið frá vesturströnd
inni suður hjá Hvarfi og mjak
azt norður eftir austurströnd-
inni og aðrir komið með
ströndum íshafsins að norðan
og haldið suður með strönd-
inni. Líklega hefur loftslag þá
verið mildara. Eru uppi get-
Framh. á bls. 15.
Stöövarstjórinn i Meistaravík
fyrir framan lokaðar búðar-
dyrnar i hinum útdauða náma
bæ.
ju~i.nr t*r~“ r*i — •*■■ • - “ * “■ * *1 ■1 l>lWI>‘* 1,1 w,t“ 1,1 * 1,1