Morgunblaðið - 14.09.1963, Side 12
MORCUNBLAÐIÐ
Eaugardagur 14. sept. 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: AðsJstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
í iausasölu kr. 4.00 eintakib.
BARATTAN I KOMM-
ÚNISTAFL OKKNUM
E
ins og menn minnast birti^
Morgunblaðið fyrir
skömmir tvær ítarlegar grein-
ar um ástandið í kommúnista-
flokknum, þar sem rækilega
var gerð grein fyrir hinum
miklu átökum, sem þar eiga
sér stað og enn eiga eftir að
harðna.
Kommúnistamálgagnið
valdi þann kost að nefna þess-
ar greinar ekki á nafn, en
hins vegar hafa þær mikið
verið ræddar manna á meðal,
ekki sízt í kommúnistaflokkn-
um, enda eru núverandi
stjórnendur flokksins mjög
uggandi um sinn hag og búast
jafnvel við að þeir verði á
næstunni sviptir völdum og
áhrifum.
Þeir telja nú góð ráð dýr til
að safna um sig fylgi og
treysta hinn harða kjarna.
Af þeim sökum fór Einar Ol-
geirsson nýlega til Moskvu.
Hann er nú kominn þaðan,
og í beinu framhaldi af heim-
komunni hefur verið kunn-
gert að nýjar og miklar fram-
kvæmdir standi fyrir dyrum.
Leynir sér ekki, að Einari
Olgeirssyni hefur tekizt að fá
mikla fjármuni hjá Rússum,
og þótt þeir séu auðvitað ætl-
aðir til að styrkja kommún-
istaflokkinn sem slíkan, þá
virðist Einar ætla að nota þá
til að styrkja sig persónulega
innan flokksins og láta sjást,
svo ekki verði um villzt, að
það sé fyrir hans verk, sem nú
eru allar flóðgáttir opnar.
FYRIRHUGUÐ
SKRÍLSLÆTI
¥»að leikur varla á tveim
* tungum, að fyrirætlanir
kommúnista um skrílslæti í
sambandi við komu varafor-
seta Bandaríkjanna standa í
sambandi við innanflokksbar-
áttunna í kommúnistaflokkn-
um. Nú á að reyna að stappa
stálinu í liðssveitirnar og láta
sjást, að gömlu foringjarnir
séu ekki dauðir úr öllum æð-
um.
Kommúnistar vita auðvitað
að íslenzka þjóðin er ekki á
því menningarstigi, að hún
telji sæmandi að vera með
ögranir í garð erlends þjóð-
höfðingja, sem sækir okkur
heim. Þess vegna er þeim það
ljóst, að þeir munu ekki auka
fylgi sitt með hinum fyrir-
huguðu skrílslátum.
En foringjarnir telja nú, að
meira sé í húfi, þ.e.a.s. þeirra
eigin völd og áhrif, því að ný-
ir menn eru að reyna að
hrifsa til sín völdin. Þess
vegna á að nota komu forset-
ans til þess að kanna liðið og
reyna að styrkja það, en meg-
instyrkur gömlu foringjanna
er einmitt í Reykjavík.
Út af fyrir sig skiptir ekki
miklu máli hverjir ofan á
verða í valdastreitunni í
kommúnistaflokknum, en hitt
er auðvitað blettur, sem lend-
ir á allri íslenzku þjóðinni, ef
aðsúgur er gerður að varafor-
seta Bandaríkjanna, eins og
kommúnistar hyggjast gera,
þótt þeir tali fagurlega um
það að þeir ætli að sýna kur-
teisi. Þá kurteisi þekkja ís-
lendingar frá fyrri tíð.
HEIMSÖKN
KRÚSJEFFS
fjjóðhöfðingjar og ráðamenn
ferðast nú í vaxandi mæli
til annarra landa til þess að
koma á auknum skilningi
milli manna af mismunandi
þjóðerni. Slík ferðalög og
kynni hafa vafálaust komið
miklu góðu til leiðar og munu
eiga eftir að verða til góðs í
framtíðinni.
Einn þeirra manna, • sem
mjög hefur ferðast í þessu
skyni, er Nikita Krúsjeff. Við
skulum hugsa okkur að hann
kæmi í heimsókn til íslands,
sem vel gæti hent. Ættu þá
þeir íslendingar, sem andvíg-
ir eru stjórnmálaskoðunum
hans, að efna til skrílsláta eða
reyna að trufla fund, þar sem
hann talaði?
Væri það sæmandi, að
menn mættu þar með kröfu-
spjöld, sem á væru letraðar
svívirðingar um Ráðstjórnar-
ríkin — og ættu menn að
öskra vígorð í hátalara?
Þessum spurningum er auð-
svarað. Engum íslendingi
dytti í hug að hafa slík skríls-
læti í frammi, jafnvel þótt um
væri að ræða þennan stjórn-
málamann, sem þó hefur mik-
ið á samvizkunni. En hversu
fráleitt er það þá ekki að ætla
að viðhafa slík vínnubrögð í
sambandi við komu varafor-
seta Bandaríkjanna.
En kommúnistar eru samir
við sig, þeir sýna nú enn einu
sinni innræti sitt. Þá varðar
ekkert um það, þótt fregnir
birtist af því víða um heim,
að varaforseti Bandaríkjanna
hafi verið móðgaður á íslandi.
Þvert á móti vona þeir ein-
mitt, að þeir geti komið því
til leiðar, svo að húsbændur
Albert Schweitzer
gerður landrækur?
HVÍTIR menn um víða ver-
öld, og enda blakkir og gulir
líka, hafa dáð það mannúðar-
starf, sem listamaðurinn, spek
ingurinn og mannvinurinn dr.
Aibert Schweitzer hefur unn-
ið í Afríku, með sjúkrahús-
rekstri sínum í Lambarene,
inni i frumskógunum austur
af Kongóflóa. En svo magnað
er kynþáttahatrið í Afríku nú,
að ofstækismenn þjóðernis-
sinna hrópa: „Jungle Doctor,
go home!“ — snáfaðu heim,
frumskógalæknir! — í grein-
inni hér á segir segir Norman
Cousins frá þessu hryggilega
máli:
Fyrir skömmu hafði Albert
Schweitzer í 50 ár rekið frum-
skógarsjúkrahús það í Lamba
rene, sem ber nafn hans. —
Lambarene telzt nú til ríkis,
sem nýlega fékk sjálfstæði og
nefnist Gabon.
Albert Schweitzer átti vísa
frægð og frama sem organ-
leikari og orgelsmiður, tón-
listarfræðingur, guðfræðing-
ur, heimspekingur og sagn-
fræðingur, en hafnaði öllu
þessu til þess að stofna lækn-
ingastöð inni í frumskógum
Afríku. Fyrstu peningarnir til'
þessa fyrirtækis voru ágóði af
sölu bókar, sem hann hafði
skrifað um Bach, og oft síð-
ar hefur hann aflað fjár með
Bach-hljómleikum, því að
hann er frægur túlkandi tón-
smíða hins mikla skálds. Hann
vann sjálfur að smíði hins
fyrsta sjúkraskýlis síns. Þetta
var ekkert sjúkrahús í venju-
legum skilningi, því að hann
byggði í Lambarene þorp,
líkt því og þau tíðkuðust í
svertingjabyggðunum, og fór
að taka á móti sjúklingum þar.
— Hann þóttist vita, að
fólk vildi ekki koma í sjúkra-
hús, sem byggt væri að hætti
Evrópumanna, en vildi ná
fundi landsmanna undir
sem líkustum kringúmstæðum
og þeir höfðu vanizt, og
reyndi að samlaga sig hugs-
unarhætti fólksins, sem hann
ætlaði sér að láta njóta góð-
verkanna. Kristna guðfræði
vildi hann ekki kenna nein-
um, gn hins vegar glæða trúna
á „guð í sjálfum sér“. Hann
vissi að þjáning og sjúkdóm-
ar gera fólk að aumingjum og
þess vegna varð að forða sem
flestum frá þessu.
Þessu starfi hefur hann
helgað sig í fimmtíu ár. Eng-
inn veit hve mörg þsúund
manns hafa verið í sjúkrahúsi
hans þessa hálfu öld. Óléttar
konur, sem komu á flótta und
an galdralæknunum, sem
vildu „reka illa .anda út úr
þrútnum maganum á þeim“,
holdsveikir menn, sem voru að
verða lifandi lík, kviðslitnir
menn, sem ekki gátu rétt úr
sér, malaríusjúklingar á öll-
um aldri — allt þetta fólk hef-
ur verið í þjáningarfylking-
unni, sem leitað hefur á náð-
ir Alberts Schweitzers í
Lambarene.
En nú eru það alls konar
Albert Schweitzer
pólitískir sjúkdómar, sem
herja á Afríkuþjóðirnar. —
Lausnin undan erlendri stjórp
hefur ekki haft í för með sér
jafnvægi í félagsmálum. Sag-
an virðist sanna, að ávallt
komi öldurót eftir frelsisbylt-
ingar. f Afríku er svo að sjá,
sem þetta öldurót beinist fyrst
og fremst gegn hvítum mönn-
um. Og þar er ekki farið í
manngreinarálit. Sé maður-
inn hvítur, þá er hann djöfull,
og enginn mannamunur gerð-
ur, fremur en hvítir menn
gerðu gagnvart svörtum og
gera enn.
Nú hljómar heróp um alla
Afríku: „Hvíti maður —
snáfaðu burt!“ og nú heyrast
þessi óp líka í Lambarene.
Ungir' Gabonbúar æpa að Al-
bert Schweitzer: „Frumskóga-
læknir — farðu heim!“ hrópa
þeir. „Við höfum ekkert við
þig að gera!“
Hversvegna kippir Schweitz
er sér ekki upp við þetta?
Hann hreyfir sig ekki eitt
fet, en það er hvorki af reiði
eða beiskju, heldur vegna
þess að sjónarmið hans er
það sama og þegar hann kom
til Lambarene. Meðan fólk
heldur áfram að koma í sjúkra
húsið hans — og sjaldan hafa
fleiri sjúklingar verið þar en
nú — heldur hann og allt hans
lið áfram að taka á móti þeim
og hjúkra þeim.
Við kröfunni: „Frumskóga-
læknir — farðu heim!“ hefur
han gefið mjög skýlaust svar:
að hann fari ekki frá Lamba-
rene fyrr en hann fer af jörð-
inni. Hann er orðinn 88. ára
en heldur sínu striki, gengur
á milli sjúklinganna og legg-
ur á sig erfiða vinnu. Langt
fram á nótt situr hann við að
svara bréfum. Og enn vonar
hann, að honum takist að
Ijúka við tvö rit sín: „Guðs-
ríkið“ og „Heimspeki sögunn-
ég
Fyrir nokkrum árum horfði
á lækninn meðan hann
var að gegna daglegum störf-
um sínum. Helming dags fyr-
ir hádegi vann hann með ham
ar eða sög í hendinni, hinn
helminginn sinnti hann sjúk-
um. Þetta virtist ekki vera
nein tilviljun heldur í nánu
sambandi við þá sannfæringu
hans, að lífsferillinn ætti að
sýna lífsskoðun hans.
Það væri þýðingarlaust að
efna til mótmæla gegn and-
stöðunni, sem hafin er gegn
Schweitzer. Og hann biður
hvorki um hjálp né stuðning.
Enginn skilur manninn betur
en hann. Og hann er ekki
að velta fyrir sér hvort hon-
um verði útskúfað og kastað
á dyr. Það sem fyrst og fremst
vakir fyrir honum er þetta:
Enginn skal hverfa frá ákvörð
uninni sem hann hefur tekið
um að þjóna öðrum, þó að út-
koman verði sorg og von-
brigði.
„Þjáningin sem ég hef séð
gefur mér styrk,“ skrifaði
hann einhvern tíma. — Ef ein-
hver færi að spyrja: „Hvað
er hægt að gera fyrir dr.
Schweitzer?“ mundi hann
svara: „Hafið engar áhyggj-
ur af honum. Styrkið ykkur
heldur í trúnni á hæfni manns
ins til að vaxa og þroskast,
eignast meiri og meiri virð-
ingu fyrir lífinu og njóta gleði
af því, að gera það sem gott
þeirra austur í Kreml sjái hve
dyggir þjónar þeir eru.
En eitt er þó gott við þessa
tilraun kommúnista til að van
virða ísland og íslendinga,
það að landsmenn sjá nú enn
einu sinni að kommúnista
varðar ekkert um heiður
lands og þjóðar.