Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 1
 4 Sunnud. 22. sept. 1963. Örfá orð um ALVAR AALTO LESENDUM Morgiinblaðsins mun kunnugt, að um miði<in þennan mánuð dvaldist hér á ' landi hinn heimskunni finnski arkitekt, Alvar Aaito. Kom hann hingað til þess að athuga aðstæður og fyrirhug- aða staðsetningu Norræna hússins, svonefnda, sem hann hefur verið beðinn að teikna. Það er mikill fengur fyrir Is- lendinga, að hér skuli eiga að risa hús eftir þennan frábæra formsniiiing húsagerðarlistar- innar og munu margir bíða þess með eftirvæntingu að sjá það rísa af grunni. Alvar Aalto hefur um meira en þriggja áratuga skeið verið talinn með beztu arkitektum á Vesturlöndum og er hann jafnan talinn í hópi þeirra, er mest hafa lagt af mörkum til nútíma húsa- gerðarlistar. Verkefni hans hafa tekið yfir öll svið bygg- ingarlistarinnar og að sér- hverju þeirra hefur hann unn ið sem skapandi listamaður. Hann hefur litið á skipulag, arkitektúr og hvers konar list iðnað, sem óaðskiljanlegar listgreinar og unnið þeim öll- um af sömu alúð. ★ ★ ★ Alvar Aalto tugur að aldri, en þá þegar var hann nefndur í sömu andrá og Gropius og Le Cor- busier. Á næstu árum færði hann með verkum sínum sönnur á einstæða listamanns hæfileika oð þóttu verk hans bera með sér listræna hlýju, hugmyndaauðg i og fegurð í ríkari mæli en flestra ann- arra nútíma arkitekta. ★ ★ ★ Árið 1929, var Aalto feng- Heilsuhælið í Paimio byggt á árunum 1929—31. Alvar Aalto fæddist í Kuort ana í Finnlandi 3. febrúar 1898 og er því á 66. aldursári. Hann nam húsagerðarlist við Tækniháskólann í Helsing- fors og lauk þaðan prófi 23 ára að aldri. Aðeins tveim ár- um síðar hóf hann sjálfstæð- an atvinnurekstur. en árið 1928 vakti hann fyrst veru- lega athygli, er hann ( vann samkeppnina um uppdrætti að heilsuhæli fyrir berklasjúkl- inga, sem byggt var í Paimio. Alvar Aalto var þá aðeins þrí- eftir heimsstyrjöldina síðari skipulagði hann meðal annars iðnaðar- og íbúðarhverfi í Rovaniemi, Nynashmnin, Otaniemi, Oulu, Imatra og Saynatsalo. Skipulag heilla borga hefur ætíð verið eitt helzta áhugamál Alvars Aalto og síðasta verkefni hans á þvi sviði — sem enn er ólokið — er skipulag miðborgarinnar í Helsinki. ★ ★ ★ Meðal verkefna Alvars Aalto hafa verið uppsetning- ar og teikningar sýningar- palla og sýningarhús, bæði á finnskum og alþjóðlegum vett vangi. Fyrsta sjálfstæða verk- efnið, sem hann fékk að glíma við að loknu námi, var uppsetning iðnsýningar í Tampera, árið 1922. Ári síðar annaðist hann ásamt fleiri arkitektum uppsetningu sýn- ingar í Gautaborg og árið 1 ráðhúsinu í Sáynátsalo. — óem mun teihnci n húói& orrœnci úóiö er ríóct cl í í l^eijhjciuiL 1929 teiknaði hann ásamt arki tektinum Erik Bryggman sýn ingu, er haldin var af tilefni 700 ára afmælis borgannnar Turku. Fyrsta alþjóðlega sýningin, sem Aalto lagði hönd að var í París 1937, þar sem hann teiknaði og annaðist uppsetn ingu finnsku sýningardeildar innar, sem vakti fádæma at- hygli. Þá minnkaði ekki frægð hans við heimssýning- una í New York, tveimur ár- um síðar, en þar teiknaði hann einnig finnsku deildina. ★ ★ ★ Árið 1935 stof nsetti Alvar Aalto húsgagnafyrirtækið „Artek“ í Helsingfors. Á þess vegum gerði hann uppdrætti að ýmsum listmunum úr gleri svo og húsgögnum og lömp- um — en Aalto hefur alltaf þótt meistari í öllu, er varðar lýsingu bygginga. Hjá „Artek“ vár m. a. unnið al- gert brautryðjendastarf í gerð húsgagna úr pressuðum viðarplötum. Þegar Aalto fór til Banda- ríkjanna, árið 1940, þar sem hann starfaði sem prófessor í húsagerðarlist við Tæknihá- skólann í Massaschusettes, stofnaði hann útibú fyrirtæk- is síns í Bandaríkjunum. Aalto var í Massaschusettes í nærri sex ár og gerði marga uppdrætti fyrir háskólann. Helzta byggingin sem reist var á bandarískri grund eftir hans teikningu er stór og sér kennilegur stúdentagarður. Næstu árin vann Alvar Aalto jöfnum höndum 1 Bandaríkjunum og Finnlandi, en árið 1950 fluttist hann al- farinn heim til Finnlands og hefur að mestu starfað þar síð an. Meðal helztu bygginga hans frá síðasta áratug mætti nefna ráðhúsið í Saynátsalo, Menningarhöllina í Helsinki, Tryggingarbankann í Hel- sinki og háskólahverfið í Jyváaskylá. Svo ólíkar, sem þessar byggingar eru, eiga þær þó sameiginlegt að vera byggðar af rauðum múrsteini, svo sem fleiri byggingar Aal- tos frá síðari árum. Hefui hann gert margvíslegar til- raunir með þetta byggingar- efni, sem Finnar hafa fyrir nauðsyn orðið að nota eftir heimsstyrjöldina síðari — og náð ótrúlegasta árangri. ★ ★ ★ Árið 1955 byggði Alvar Aalto vinnustofur í Munk- Framhald á bls. 27. Úr finnsku sýningar deildinni á heimssýningunni í New York, 1939. inn til þess að teikna bygg- ingar dagblaðsins „Turun Sanomat" í Turku. Þykir sú bygging enn með hans beztu verkum, en síðan hefur hann gert uppdrætti að miklum fjölda verksmiðjubygginga og heilla iðnaðarhverfa, með tilheyrandi iðnaðarbygging- um, íbúðarbyggingum o. s. frv. Á áruntim milli 1930—40 teiknaði hann meðal annars verksmiðjur og verksmiðju- hverfi í Sunila, Toppila, Kotka, Anjala og Karhula og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.