Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22 sept. 1963 MORGUNBLADID 27 B ler em beir I ÞEGAR litlu bílarnir frá Evrópu með Volkswagen í broddi fylkingar héldu inn- reið sina á bandaríska mark- aðinn fyrir nokkrum árum og ógnuðu bandarísku fram- leiðendunum, sáu kunnugir að eina mótbragðið væri að smíða svipaða smábíla. Um haustið 1959 voru þeir orðnir fjórir að tölu, meðal annars Rambler, sem Gener- al Motors framleiddu. Þeir voru allir tiltölulega litlir, til- tölulega ódýrir, tiltölulega máttlitlir of tiltölulega hóg værir. Síðan þá hefur listinn lengst. Nú eru þeir orðnír tíu. Margir þeirra eru hins vegar vaxnir upp úr drengjabux- unum og aukið við sig. Þeir eru ekki mikið stærri, aðal- lega lengri, en þeir eru marg breyttnari. Þeir eru þyngri. Þeir eru að verða dýrari. Að- albreyting þeirra er þó hin mikla aukning á hestöflum þeirra. Þeir eru ekki lengur smábílar, þegar græna ljósiö kemur. Hvað hlutfallið milli hestafla og þyngdar snertir, slá þeir mörgum stórum bil- unum við. Tæknisíða Morgunblaðsins biríir hér myndir af fimm hinum fremstu af súpermús- unum. Corvair, Falcon, Olds Mobile, Pontiac og Studebak- er. Gjörið svo vel. EFTIRFARANDI skák var tefld í 12. umferð á mótinu í Los Angeles. Najdorf teflir þessa skák í sínum bezta stíl. Hann notfærir sér til hins ítrasta mis- tök andstæðings síns. Hvítt: M. Najdorf. Svart: P. Keres. Hollenzk vörn (Keres vöm). 1. d4, e€ 2. c4 Bb4f Á árunum um og eftir 1935 tefldi Keres svona, og síðan hefur þessi leikur skotið upp kollinum öðru hvoru í skákum hans. 3. Rc3 Najdorf býður upp á Nimzo- indverskt tafl, en Keres heldur sínu striki. 3. — f5 4. e3 Rf6 5. Bd3 0-0 6. Rge2 d6 7. 0-0 c5 8. b3 Vafalítið bezta leiðin til þess að koma Bcl í sem sterkasta að- 6töðu. 8. — Rc6 9. Bb2 e5? Með þessum leik reisir Keres sér hurðarás um öxl. Að sjálf- sögðu var 9. — De7 einfaldur og góður leikur. Hvítur hefur ekki xnöguleika til þess að ná tökum á miðborðinu með 10. a3, Ba5; 11. dxc5, dxc5; 12. e4 vegna 12. — Hd8 auk þess sem Rc6 á d4 reitinn. 10. dxe5 dxe5 11. Rd5! Nú koma skuggahliðar 9. — e5 í Ijós. Bb2 hefur nú eignazt glæsilega línu, auk þess sem all- ir „léttu“ menn hvíts eru vel staðsettir. 11. — Be6 Auðvitað ekki 11. — Rxd5; 12. cxd5, Dxd5??; 13. Bc4. 12. Rg3 Ef 12. — Rxd5; 13. cxd5, Bxd5; 14. Bxf5, þá hefur hvítur fyrst og fremst yfirráð á e4 auk þess sem skálínan bl—h7 er gjörsam- lega á valdi Bf5. 12. — gfi 13. f4! Svona leiki þarf Najdorf ekki að hugsa. Skilningur hans á slíkum stöðum se*n þessari er mjö'g djúpur. 13. — Rxd5 14. cxd5 Bxd5 15. fxe5 Be6 16. Re2! eru engin grið Rg3-e2-f4 þar sem hann stendur bezt. 16. — 17. Rf4 De7 Rd8 Ekki 17. — Bf7; 18. e6!, Be8 (18. — Bxe6?; 19. Rxe6 ásamt Bc4) 19. Rd5. 18. Df3 Hc8 19. Hadl a6 Keres reynir eftir föngum að ná mótsókn á drottningarvæng til þess að vega upp á móti yfir- burðum hvíts á miðborðinu. En sóknin verður aldrei að veru- leika. 20. Bc4 Bxc4 21. bxc4 Rf7 22. e6 Rg5 23. Dd5 Hc6 24. De5 Rxe6 25. Dh8t Kf7 26. Dxh7t Ke8 27. Dxe7t Kxe7 28. Rxg6t Ke8 Hér gat Keres eins vel gefizt upp. 29.Rxe8, Rxe8; 30. Hxf5, b5; 31. cxb5, axb5; 32. h4, Ha6; 33. a3, Bxa3; 34. Bxa3, Hxa3; 35. Hxc5, gefið. IRJóh. Fréttamyndir með íslenzkum texta daglega í Laugarásbíó Frá Iðnsýningunni í Tampere, 1922. - ALTO Framhald af bls. 25. kimiemi, útborg Helsinki, ör- skammt frá íbúðarhúsi sinu, er hann byggði árið 1935. Áður höfðu vinnustofur hans verið í íbúðarhúsinu. í nýja húsinu er ein stór teiknistofa, þar sem aðstoðarmenn hans starfa, en auk þess einka- teiknistofa meistarans sjálfs og nokkur minni herbergi; setustofa, móttökuherbergi, aðsetur tveggja einkaritara og loks forsalur, þar sem Aaito tekur gjarna á móti gestahópum. Aalto er nú kvæntur Elissu Makinimi, sem er arkitekt og teiknari og starfar við fyrirtæki þeirra. Fyrri konu sinni, Aino Aalto, kvæntist hann árið 1925, en hún lézt árið 1949. Þau áttu tvö börn, — son, sem er verk fræðingur og dóttur, sem er gift kona og móðir. ★ ★ ★ Fyrir Alvar Aalto liggja ávallt óþrjótandi verkefni. Á síðustu árum hefur verksvið hans aftur færzt út fyrir landamæri Finnlands, en heima fyrir starfar hann af L.AUGARÁSBÍÓ hefur nú um langt skeið fengið að staðaldri fréttamyndir frá Pathe í London, en það fyrirtæki er þekktast í Evrópu á þeirri tegund kvik- mynda. Berast kvikmyndahúsinu myndir þessar vikulega, og sýna þær alla helztu viðburði síðustu daga á undan í ýmsum löndum. Þær hafa alltaf verið sýndar hér jafnskjótt og þær hafa borizt til landsins, og hefir almenningi því jafnan gefizt kostur á að sjá nýjustu viðburði á ýmsum svið- um aðeins fáeinum dögum eftir að þeir hafa gerzt úti í löndum. kappi. Árið 1957 teiknaði Aaito stórt fjölbýlishús, sem byggt var á sýningarsvæðinu „Interbau" í Berlin — þar sem færstu arkiteknum heims var falin uppbygging Hansa- svæðisins. Árið 1955 vann hann samkeppni um teikn- ingu ráðhúss Gautaborgar, ár- ið 1953 gerði hann uppdrætti að kapellu og líkbrennslu stöð utan við Kaupmanna- höfn og á árinu 1958 gerði hann uppdrætti að listamið- stöðvum í Álaborg í Dan- mörku og Volkswagen-borg- inni Wolfsburg í V-Þýzka- landi. Loks hefur hann nýlega teiknað listasafn í borginni Bagdad í írak. Þess má að lokum geta, að Alvar Aalto hefur verið smædur mörgum heiðurs- merkjum, þar á meðal guil- medalíu Konunglega brezka arkitektafélagsins. Hann var og sæmdur heiðursdoktors- nafnbót við Princeton háskól- ann árið 1947, um það bil sem hann lét af störfum við Tækm háskólann í Massaschusettes. Hersteinn Pálsson ritstjóri hefur tekið að sér að þýða og tala inn á fréttamyndirnar. Fréttamyndir þessar hafa orðið mjög vinsælar hér, eins og raun- in hefir á orðið í öðrum löndum, en stjórn Laugarásbíós hefir gert sér grein fyrir því, að áhorfend- ur mundu hafa af þeim meira ánægju og gagn, ef þær væru með íslenzku tali í stað þess enska, sem sett er í þær í upp- hafi. Að undanförnu hafa þess vegna farið fram tilraunir í þá átt að hafa íslenzkt tal með mynd um þessum, og hefir það nú tekizt svo vel, að fréttamyndir þessar munu verða sýndar þannig framvegis. Þeir, sem hafa ekki náð valdi á enskri tungu, geta því notið þessarra mynda egi síður en hinir, sem vanir eru enskunni. Hefir þess orðið vart, undan- farnar vikur, meðan á tilraun- um þessum hefir staðið, að þetta þykir góð tilbreyting og ágæt þjónusta við gesti kvikmynda- hússins. Þá hefir og verið afráðið, að íslenzkur skýringartexti verði felldur inn í ýmsar meiriháttar kvikmyndir, sem Laugarásbdó hefir samið um leigu á. Er það í samræmi við það, sem fyrr er sagt um fréttamyndirnar, og þá viðleitni stjórnar kvikmynda hússins, að gera sem flestum unnt að njóta myndanna sem allra bezt, og láta það ekki vera til trafala, þótt sumir gestir húss ins kunni ekki erlendar tungur til hlítar. Mun kvikmyndahúsið kappkosta að gera texta þessa sem allra bezt úr garði, svo að sem mestu gagni verði fyrir á- horfendur. Til sölu Fokheldar ibúðir í Kópavogi 2ja, 3ja og 4ra herb. Verð og skilmálar mjög hagstæðir. FASTEIGNASALAN Hamarshusi við Tryggvagötu, 5. hæð (lyfta), símar 15965, 20465 og 24034.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.