Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 31 BLAÐAMÖNNUM var sl. fimmtu dag boðið að skoða nýja gerð skurðgröfu og ámokstursvélar, sem hér er reynd í fyrsta skipti í sumar. Það er Gunnar Ásgeirsson h.f., sem flytur tæki þetta inn frá Noregi en það ber nafnið Bröyt X2. Tækið er einvörðungu knúið vökvadælum, en hjól lyftuvagns- ins ekki drifknúin. Grafan er því xnjög einföld að allri gerð og ó- dýr að sama skapi. Sem skurð- grafa er hún mjög afkastamikil Skurðgrafan að verki. Réttir oð hefjast RÉTTIR eru nú að hefjast. Marg ir Reykvíkingar fara í réttir í nágrenni borgarinnar og jafnvel lengst austur í sveitir og upp í Borgarfjörð. Eftir því sem Mbl. veit bezt, verða þessar réttir eftirtalda daga: Á laugardag (21. sept.): Heið- arbæjarrétt. A sunnudag: Breiðholtsrétt og Lækjarbotnarétt (Lögbergsrétt). Á mánudag: Kaldárrétt, Þing- vallarétt; Nesjavallarétt og Hús- múlarétt. A þriðjudag: Hafravatnsrétt og Eyjarétt. Á miðvikudag: Kollafjarðar- rétt, Þverárrétt, Oddsstaðarétt, Svarthamrarétt, Selvogsrétt og Tungnaréttir. Á fimmtudag: Ölfusrétt, Hrunamannarétt og Skaítholts- rétt (í Gnúpverjahreppi). Á föstudag (27. sept.). Skeiða réttir og Landréttir. Tíðar skipakom- ur á Akranesi Akrnanesi, 19. sept.: — Útlent skip var hér í gær og t morgun. Lestaði það 450 tonn af síldar’ýsi og 200 tonn af hval lýsi. Hingað kom ms. Askja i dag með 60 standarda af timbri til Haralds Böðvarssonar & Co. Ms. Langjökull kemur í kvöld og tekur slatta af dýrafóðri. Ný gerð skurðgröfu sýnd hérr og hefir mikla kosti hvað flot- hæfni snertir á rótlausu og blautu landi. Þar er hægt að setja flotpalla undir vélina og xnjög auðvelt er að flytja hana til með gröfuarminum. Þurfi að flytja vélina um langan veg er skóflan fest á vörubílspalli og framhjólunum, sem eru úr járni og með spyrnum, lyft frá jörðu. Er vélin síðan dregin á aftur- hjólunum, sem eru með gúm- hjólbörðum. Gunnar Ásgeirsson heildsali f m lýsti þessu nýja tæki og lét vinna með því svo menn gátu séð hæfni þess. Það eru bræður í Noregi, sem tækið byggja og hafa einkarétt á framleiðslu þess víða um heim. Þeir eru nú að stofna fyrirtæki í Bandaríkjimum þar sem vélin verður framleidd, en þeir munu hins vegar verða eigendur fyrir- tækisins að meirilhluta. Meginkostir þessa tækis eru hvað það er ódýrt (kostar um 900 þús. kr.) samfara því hve Þannig er grafan færð til með afli mokstursarmsins. — Ljósm. Sv. Þ. afköst þess eru mikil, eða hin sömu og miklum mun dýrari tækja. Þá er það mikill kostur hve auðvelt er að flytja tækið, en allar venjulegar skurðgröfur, eru mjög erfiðar í flutningi. Það var Árni G. Eylands frv. stjórnarráðsfulltrúi, sem fyrstur benti á tæki þetta hér og fylgd- ist með gerð þess í Noregi. Árnij var meðal gesta er tækið skoð- uðu á fimmtudaginn. Enn er framleiðsla þessarar' gröfu ekki meiri en svo að allt er selt 2—3 ár fram í tímann miðað við þá afkastagetu, sem fyrir hendi er nú. Sama fyrir-i tæki er nú að hefja framleiðslu] stærra tækis byggðu á svipuð um grunni. Grafa sú, er sýnd var, er eign Baldurs Sigurðssonar á Akureyril og átti hann fyrir samskonari gröfu, sem hann fékk í fyrravet ur og hefir reynst mjög vel. Þál keyti Ræktunarsambands Austur, Húnavatnssýslu tækx sem þettaj í sumar og hefir látið vel yfir. Grafa þessi var reynd á veg-i um Vegagerðarinnar við bygg ingu Keflavíkurvegar við upp- mokstur hrauns og reyndist hún! þar einkar vel og sýndi meiri afkastagetu en aðrar vélar svip-1 aðrar stærðar, ennfremur þurfti ekki jarðýtu til að losa hraunið; fyrir þessa gröfu. Ingólfur Daviðsson : Gestir blómanna Smárábreiðan ilmar, fífill- inn breiðir fagurgula körfuna móti sól. Skordýr koma fljúg andi og fara að sjúga hunang í makindum. Þau fljúga blóm af blómi. Hvers vegna eru mörg blóm litfögur og ilm- andi? Skordýr sjúga hunahg og eta frjókorn í fallegu blóm unum. Litirnir vekja eftirtekt skordýranna og ilmurinn seg- ir þeim að þarna megi vænta ætis. En eru skordýrin aðeins ræningjar eða borga þau mál tíðina? Allt er með ráði gert af hálfu náttúrunnar. Blóm- in beinlínis halda sér til fyr- ir skordýrunum og egna fyrir þau með hunanginu. Skordýr in setjast að veizluborðinu, eta sig metta og borga greið- ann. Meðan þau sátu í blóm- unum festist semsé við loðinn kropp þeirra heilmikið af lím ugum frjókornum, sem svo berast með þeim blóm úr blómi. Venjulega lendir eitt hvað af þessum frjókornum á fræni annars blóms og fest- ist þar. Árangurinn af því verður síðan frjóvgun og fræ- myndun ef um blóm sömu tegundar er að ræða. Þannig launa skordýrin greiðann, lík lega óafvitandi. Þau aðstoða við frævun og fjölgun fallegu blómanna. Skordýrin og blómin eru sköpuð hvort fyrir annað, og hvort öðru háð. Ef þið sjáið fallegt blóm, má ganga að því vísu, að einhverri skordýrategund, sé ætlað aðheimsækja það — og krásin bíði handa henni. — „Bera bý bagga skoplítinn" kvað Jónas. En skordýrin eru mörg og iðin. Okkur þykir gott hunang og býflugnarækt er atvinnugrein í mörgum löndum. Talað er um lynghun ang, smárahunang o.s.frv. eft- ir því í hvaða blómum bý- flugurnar hafa aðallega safn að hunanginu og borið heim í bú sín. Skordýrin geta greint suma liti og ilminn finna þau langar leiðir. Einstaka skor- dýr eru hálfgerðir innbrots- þjófar. í blómi rauðsmárans sitja hunangskirtlarnir neðst í hinni löngu krónupípu, svo mörg skordýr eiga erfitt með að ná til þess. Taka þá sum upp á því að bíta gat á krónu- pípuna neðarlega og sjúga hunang í gegnum gatið. En þá festast engin frjókorn við skordýrin, þau taka aðeins, en gefa ekkert í staðinn. — Hunangsflugur og fiðrildi hafa langan sograna og geta náð hunangi í fífilblómum og öðrum djúpum blómum. Fjólur o.fl. tegundir geyma hunangið í sérstökum smá- poka — spora — niður úr blóminu, svo djúpt þarf að „kafa“ eftir því. En trýnis- stuttar flugur verða að láta sér nægja grunn blóm. Munu flestir hafa séð hvannablóm svört af flugum. Sum blóm anga mest þegar rökkva tek- ur, t.d. næturfjóla. Slík næt- urblóm eru venjulega blá eða ljósleit, svo að þau sjáist vel þótt dimmt sé. Túlípan- ar eru skrautlegir, en ekkert hunang er í þeim. í staðinn tfLri1 framleiða þeir nóg af lystug- um frjókornum handa skor- dýrum. Fallegu blómin mundu deyja út án aðstoðar skor- dýranna. Og fjölmörg skor- dýr geta ekki lifað án hun- angs og frjódufts blómanna. Skordýrin og blómin eru und ursamlega löguð hvort fyrir annað. í blómi brönugrasa, varablóma, o.fl. tegunda er beinlínis útbúinn „flugvöllur“ eða lendingarpallur fyrir skor dýrin. Kjölur ertublómanna gegnir sama hlutyerki. Og frá „pallinum“ liggja stundum sérstakar rákir, sem vísa skor dýrunum hagkvæmasta leið niður að hunanginu, þannig að fræni og fræflar snerti skordýrið örugglega um leið til að tryggja frævun. Um- ferðinni er sem sagt stjórnað. — í heitum löndum sjúga sumir smáfuglar hunang úr blómum. Blómin halda sér þá til fyrir fuglunum. Hinir heimsfrægu, örsmáu kólibrí- fuglar, sjúga hunang með löngu, mjóu nefinu og halda sér á meðan svífandi við blómin með feikna tíðum vængjaburði. Þar fer fram fuglafrævun blómanna. — Ekki er öll skordýr háð blóm unum. Sum eru hráætur og önnur t.d. járnsmiður og jöt- unuxi, lifa sem rándýr. Ekki eru heldur öll blóm háð skordýrum. Mörg ósjáleg blóm, t.d. blóm grasa, stara og birkihríslna taka vindinn í þjónusfu sína í staðinn — fyrir annað, og hvort sér til fyrir honum. Vindur- inn ber frjókornin milli þeirra. En • þá fer mik- ið til spillis svo að blómin verða að fram- leiða kynstur af frjó- kornum til að mæta vanhöldum. — Fræflar og fræni þurfa að standa út úr blómunum svo að vindur- inn nái vel til þeirra. Fræni vindfrævunarblóma eru oft hárug og límug til þess að frjókornin geti tollað á þeim. — Þið getið auðveldlega flokkað blómin í skordýra — og vindfrævunarblóm. — Hag kvæmast er auðvitað að hver skordýrategund haldi sig um tíma sem mest að sömu blóma tegund, því að gagnslaust væri að fluga t.d. bæri með sér frjókorn úr fífli yfir í sól eyjarblóm. Aðeins náskyld blóm geta myndað fræ saman auk blóma sömu tegundar. Víðitegundirnar íslenzku mynda t.d. iðuglega bastarða sín á milli. Jurtakynbótamenn taka að sér hlutverk skor- dýranna. Þeir taka frjókorn úr fræflunum með fíngerðum pensli og strjúka honum síð- að á fræni blómsins, sem fræva skal. Eða núa bara fræflunum sjálfum á frænið. Margar tegundir hafa verið framleiddar þannig með víxl- frjóvgun og úrvali t.d. kart- öflutegnudir, korn ýms skraut blóm o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.