Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 10
3Í MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. sept. 1963 TII. skamms tíma álitu flestir, sem kunnugir eru stjórnmálum Ráðstjórnarríkjanna, að Koslov, áður yfirmaður flokksdeildarinn ar í Leníngrad, yrði eftirmaður Krjúsjeffs. Nu bendir hins vegar allt til þess, að spá þessi muni ekki rætast. Koslov hefur beðið mikið heilsutjón, og er hann tal- inn úr leik. Á sama tíma hefur vegsauki annars manns, L. Bres- hnevs, stórum aukizt og þá sér- staklega eftir að hann hlaut sæti i miðstjórninni. Breshnev hefur um þriggja ára skeið verið forseti æðstaráðsins, sem að nafninu til er æðsta stjórn vald Ráðstjórnarríkjanna. Hann er því líklegur forseti Sovétríkj- anna. Hann á jafnframt sæti í flokksráðinu (12 manna) og í miðstjórninni (14 manna), og er Ráðstjórnarríkjunum í raun og veru stjórnað af þessum tveim- ur aðilum. Undanfarnar vikur hefur Breshnev auk þess virzt ganga Krúsjeff næstur að völd- um, og er því ekki óeðlilegt að I líta á hann sem eftirmann hans. j Breshnev, sem er 57 ára, er ' fæ-ddur í Úkraníu og 'nefur lengst { af tekið þátt í flokksstarfsemi kommúnista þar. Sömu sögu er að segja um Krúsjeff, nema hvað ; hann er ekki hreinræktaður Úkraínumaður. Fæðingarbær Breshnevs er Kamenskoje, sem var endurskirður Dnjeprodshers- ' hinsk árið 1936 til hsiðurs Dshers hinssky, foringja öryggislögreglu Ráðstjórnarríkjanna. Eins og j Krúsjeff er Breshnev af alþýðu- fólki kominn, og byrjaði eins og hann 15 ára gamaíl að vinna j fyrir sér. Árið 1930 snerist allt um ! fyrstu fimm ára áætlunina, sem hófst árið 1928. Þöríin á verk- menntuðum mönnum var mjög hrýn, og flokkurinn rak mikinn áróður fyrir eflingu þeirrar stétt ar. Á þessu ári hóf Breshnev verkfræðinám í heimabæ sínum. Talið er, að það hafi verið fyrir tilstilli félags ungkommúnista, en þar hafði hann gerzt félagi 1923. Ári eftir að Breshnev hóf nám Leonid Breshnev: Eftirmaður Krjusetís? sitt, fékk hann inngöngu í Komm únistaflokkinn. Að námi loknu vann hann í tvö ár í málmgrýt- isbræðslu í Dshershinsky. Á þess um árum, 1935—1937, fóru hinar illræmdu hreinsanir fram. Það mun reiknast honum til tekna í dag, að hann kom þar hvergi nærri, enda áhrifalítill verkfræð- ingur í afskekktri borg. Fjöldahandtökur þessara ára urðu þess valdandi, að flokks- starfið allt lamaðist. Alls staðar varð að leita nýrra liðsmanna og setja þá til starfa. í lok þessa tímabils eða 1938 hélt Krúsjeff frá Moskvu til Kiev, til að taka við starfi aðalritara (fram- kvæmdastjóra flokksdeildarinnar í Úkraníu. Um líkt leyti hætti Breshnev störfum sem verkfræð- ingur og tók við starfi flokks- deildarstjóra á Dnjepropetrovsk- svæðinu. Ári síðar komst hann í flokksráðið í sama héraði. Það er álitið, að Breshnev hafi kynnzt Krúsjeff um þetta leyti, þótt hafa verði í huga, að Krúsjeff, sem er tólf árum eldri, skipaði þá stórum æðri sess í flokknum en nýliðinn Breshnev. Á stríðsárunum var Breshnev eins og Krúsjeff ábyrgur póli- tískur yfirmaður í hernum og starfaði víða á suðurvígstöðvun- um. Er stríðinu lauk, sneri Breshnev sér aftur að flokksstarfinu, og var 1950 skipáður ílokksforingi í Sovétlýðveldinu Moldá (Mold- au, Moldavía). Þar með var veg- urinn ruddur til æðri metorða. Eftir dauða Stalíns 1953 var hann útnefndur annar æðsti yfirmað- ur pólitísku deildar Rauða hers- ins. Þegar Krúsjeff kunngerði ár- ið 1954 nýbýlaáætlun sína í Sí- beríu og Kazakstan, sem var þá helzta áhugamál hans, hófst nýr áfangi á stjórnmáiaferli Bres- hnevs. Hann var skipaður annar og nokkru síðar fyrsti ritari flokksins í Kazakstan, og honum tókst, sem engum óðrum hefur enn tekizt, að sleppa úr þeirri stöðu án þess að bíða pólitískt skipbrot. Hann jók meira að segja hróður sinn, því að staða hans í Kazakstan varð honum stökkbretti upp í sjálft forystu- lið Ráðstjórnarríkjanna. Á hinu fræga 20. flokksþingi árið 1956, þar sem Krúsjeff gerði upp sak- irnar við Stalín og boðaði jafn- framt nýjar kennisetningar, sem enn í dag teljast grundvallarat- riði sovézkra stjórnmála, var Breshnev í framboði bæði til flokksráðs og miðstjórnar. Meðan á deilunum stóð um æðstu stjórn Ráðstjórnarrikj- anna, sem oft voru mjög harðar og Krúsjeff ærið hættulegar, reyndist Breshnev gamla velunn ara sínum trúr. Eftir að Krús- jeff náði algerlega undirtökun- um í deildum þessum árið 1957, „flokksfjendurnir“ Malenkoff, Molotoff og Kaganovitsj höfðu verið gerðir óvirkir, tók Bres- hnev sæti sem fullgildur meðlim- ur flokksráðsins. Síðan telst Breshnev í hópi nán ustu samverkamanna Krúsjeffs. Hann losaði sig fljótlega undan smærri og staðbundnari verk- efnum og snéri sér í æ ríkari mæli að æðri málefnum ríkisins. Þetta á þó sérstaklega við, eftir að hann var kjörinn eftirmaður Vorosjiloffs í æðsta ráðinu, þ.e. forseti þess eða Ráðstjórnarríkj- anna. Breshnev vakti sérstaka at- hygli fyrir tvennt á 22. flokks- þinginu 1961: óvenju örugga framkomu og. harða gagnrýni á Stalín og aðferðir hans. Hann húðstrýkti í ræðu þá flokksmenn, sem rígbundu sig við alls konar kreddur, og einmg embættis- menn, sem vildu ofstjórna öllu. Fundargerðarbækur herma, að mikill ys hafi orðið í salnum, er Breshnev lýsti vanþóknun sinni á því, að yfirvöldin í Davlekan- ovo segðu t.d. fyrir um það, hvenær bændur á hverju ein- stöku samyrkjubúi ættu að taka sér miðdegislúr; yfirvöldin í Tsjamsinsk gæfu út sérstaka reglugerð um, að til borgaralegs hjónabands yrði aðeins stofnað á laugardögum. Flokksþingið fagnaði Breshnev ákaft, er hann sagði: „Hvers vegna mega menn ekki alveg eins gifta sig á mið- viku- eða föstudögum?“ Bres- hnev hélt því fram, að „slíkir embættismenn gerðu alltaf úlf- alda úr niýflugu", og að stjórn- unarofsinn gengi svo langt hjá þeim, „að þeir vildu setja reglur Koslov: Úr leik? VAUXHALL VEKUR ALLRA AÐDÁUN Velox Cresta ★ GLÆSILEGT ÚJTLIT. ★ FRÁBÆRIR AKSTURSEIGINLEIKAR. ★ RÚMGÓÐUR OG ÞÆGILEGUR. Gerðirnar VELOX og GRESTA eru sex manna bílar. Útlit þeirra, fallegt litavel og vönduð framleiðsla á öllu, sem í biinum er, hefur hvarvetna aflað honum álits og vinsælda. — í hinni hörðu samkeppni bílaframieiðenda eru VAUXHALL-verksmiðjurnar í stórsÓKn. — Það er bezta sönnunin um ágæti bifreiðanna. Gætum algreitt nokkrar bifreiðir innan skamms. — Leitið nánari upplýsinga hjá oss. um það, hvernig brúðguminn ætti að sitja, og hvernig brúður- in skyldi stíga dansinn. Forsetastarf Breshnevs og á- framhaldandi valda-aðstaða í flokksstjórnirini gerði honum kleift að láta að sér kveða í utan ríkismálum. Hann umgengst mik- ið erlenda sendiráðsmenn, hefur setið þing leiðtoga kommúnista víðs vegar og sótt heim erlenda þjóðhöfðingja. Meðal landa, sem hann heimsótti á árunum 1960 til 1962 eru Finnland, Marokkó, Ghana, Guinea og Júgó-Slavía. Ört vaxandi ítök Breshnevs á sviði utanríkismála komu bezt í ljós í Kúbudeilunni 1962. Þá var hann einn fimmenninganna, sem ákváðu gerðir Sovétríkjanna. Hinir voru Krúsjeff, Mikojan, Kossygin og Koslov. Breshnev er ólíkt vinsælli en Súslov og Kosiov, og ná þær vin- sældir langt út fyrrr flokksrað- irnar. Hann er töluvert yngri en Mikojan og hefur víðtækari reynslu en Kossygin. Þar við bætist, að Breshnev er heilsu- hraustur vel. Ræðumaður þykir hann og þokkalegur. Eins og nú er málum háttað, er ekki síður mikilvægt, að skuggar Stalíns- tímabilsins hvíla ekki yfir hon- um. Ýmislegt fleira reiknast Bres hnev til tekna í valdabaráttunni í Kreml. V erkf ræðimenntun hans, full innsýn í skipulag flokksins og heilbrigð umbóta- semi, að því er virðist, munu verða þung á metunum, þegar til kastanna kemur. Það hefur líka verið sagt, að eins og í pottinn sé búið um þessar mund- ir, komist hann næst hugmynd- um Sovétborgara um heppilegan leiðtoga. Ekki þykir Breshnev standa Krúsjeff á sporði hvað áróðurs- snilli snertir, og hann er sagður hneigjast meira til raunsærrar íhugunar en hugsjónalegrar túlk unar. Framtíðin ein leiðir hms vegar í ljós, hvaða áhrif Bres- hnev muni hafa á stjórnmála- stefnu Ráðstjórnarríkjanna. („Die Zeit“, 23. ág.) Peningalán Útvega pemngalán. Til nýbygginga. — endurbóta a íbúðum. — íbúðarkaupa. Uppl. kl. 11-12 f.h. og 8-9 e.h. Margeir J. Magnússon Miðstræti ó A Sími 15385 og 22714 VÉLADEILD — SAMBANDSHÚSINU. — Sími 17080 Austurstræti 10. Laugaveg 116.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.