Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 6
30 MORCUNBLAÐIÐ r Sunnudagur 22. sept. 1963 Sjalfstæóishúsið á Akureyrt. á Akureyri í sumar var opnaður glæsi- legur 1. flokks veitingastað- ur í Sjálfstæðishúsinu á Akur eyri. Birtast hér nokkrar myndir þaðan Húsið er eign hf. Akurs, en stjórn félagsins skipa: Ey- þór Tómasson, form., Árni Jónsson, Jónas G. Rafnar, . Kristján Kristjánsson og Skarphéðinn Ásgeirsson. Smíði hússins hófst fyrir tveim árum og er það senn fullbúið. Á neðstu hæð er rúmgott verzlunarhúsnæði á annari hæð veitingasalir og eldhús, en á þriðju hæð verða fundaherbergi og salir fyrir Sverrir Pálsson tók allar ljósmyndir. á Norðurlandi, svo ekki sé meira sagt. Forstöðumaðurinn, Sigurður Sigurðsson, sem jafnframt er yfirmatreiðslumaður, leggur síðustu hönd á veizlumat á fati. Forstöðumaður veitinga- hússins er Sigurður Sigurðs son, en framkvæmdastjóri er Þórður Gunnarsson. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Óðinn Valdemarsson. Söngvari er glæsiiegasta hús Norðurlands lítil samkvæmi ásamt hús- varðaríbúð. Sjálfstæðishúsið á Akur- eyri mun tvímæialaust vera eitt glæsilegasta samkomuhús Fordyri vínstúkunnar. Þar eru bekkir klæddir kálfskinnum. Vinstúkan. Árni Siemsen Bifvélavirkjar eða menn vanir bifvélavirkjun óskast nú þegar. Bifreiðaverkstæðið Stimpill Grensásvegi 18. Sími 37534. ÁRNI SIEMSEN, stórkaupmaður í Lúbeck og fyrrverandi aðal- ræðismaður íslands í Hamborg í Vestur-Þýzkalandi, er 75 ára í dag. Árni er fæddur í Hafnar- firði 22. sept. 1888, foreldrar hans voru þau Franz Edvard Siemsen, sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, d. 1925, og eigin- kona hans, Þórunn Árnadóttir, landfógeta Thorsteinsen, sem lézt 1943. t Snemma snerist hugur Arna að verzlun, og vann hann fyrst hér heima að þeim störfum hjá Ný- lenduvöruverzluri Jes Zimsen, en 1904, þá tæplega 16 ára gamall, réðst hann til verzlunarnáms til matvörukaupmanns í Slesvik. Að loknu námi, er tók 4 ár, hélt hann áfram á verzlunarbrautinni og vann við nokkur fyrirtæki í Lúbeck. Þar í borg kvæntist hann árið 1919 fyrri konu sinni, Elisabeth, dóttur Ludvig Hart- vig. Þau hjón eignuðust tvo syni, þá Ludvig og Franz, sem standa fyrir Umboðsverzlun Árna Siem- sen hér í borg. Konu sína missti Árni 1927. Hann kvæntist aftur 1935 Lislott, dóttur Heinrich Rosenberg, kaupmanns í Lúbeck, þau eru barnlaus. Frú Lislott hefur aðstoðað mann sinn í rík- um mæli við umboðs- og heild- verzlun hans í Lúbeck og er pró- kuristi hans, en þar tók Árni við verzlun tengdaföður síns, Ludvig Hartvig. Árið 1922 hóf hann við- skipti við ísland á sviði út- og innfltunings. Árið 1947 var stofn sett Umboðsvezlun Árna Siem- sen, sem synir hans standa fyrir, eins og fyrr greinir. 1948 var Árni útnefndur vara- ræðismaður íslands í Lúbeck, en hann var hinn fyrsti, eða einn af þeim fyrstu, sem útnenfdur var af íslenzka ríkinu, sem ræðismað ur í Vestur-Þýzkalandi, en því starfi í Lúbeck og Hamborg og síðar aðalræðismannsstarfi í Hamborg gegndi hann þar til á síðasta ári, en er nú kjörræðis- maður í Lúbeck. Árni er alveg sérstakt lipur- menni í öllum viðskiptum, svo hrein unun hefur verið að eiga við hann viðskipti, setn hann ávallt hefur leyst fljótt og vel af hendi, synir hans feta dyggi- lega í spor föðnr —'->s á þessu sviði. 75 ára Sem ræðismaður hefur Árni reynzt löndum sínum mikil stoð, sem þeir geta seint fullþakkað honum, en sem hann aldrei hefur talið eftir sér, en ávallt unnið með glöðu geði. Á þessum tímamótum í lífi Árna Siemsen, munu honum ber- ast margar hlýjar kveðjur til heimilis síns að Körnerstrasse 18, Lúbeck, Vestur-Þýzkalandi. H. N. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.