Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.09.1963, Blaðsíða 5
Sunrjuðagur 22 sept. 1§69 MORGUNBLADIÐ 29 BIRGIR GUÐGEIRSSON SKRIFAR UM HLJÓMPLÖTUR EITT þeirra tónskálda, sem ó- maklega er vanrækt af mörg- um tónlistarunnendum, er Josef Haydn. Ekki er hægt um að kenna, að hann hafi samið svo fá tónverk í að- gengilegu formi. Sinfóníur hans eru t.d. á annað hundrað að tölu, og er mikill hluti þeirra hinar mestu meistara- smíðar. Ef til vill veldur ein- hverju það fálæti, sem Haydn er sýnt af svo mörgum, að þeir álíti tónlist hans léttmeti, á sama hátt og margir, svo grát lega margir, afskrifa Mozart, sem þó er ef til vill meistari meistaranna, þegar allt kem- ur til alls. Ekki alls fyrir löngu kom á markaðinn hljóðritun með tveimur af sinfíníum Haydns, þ.e. no. 88 í G-dúr og no. 98 í B-dúr. Philharmoníu- hljómsveitin í Berlín leikur undir stjórn Eugen Jochum. Það er augljóst í báðum þess- um verkum, að þeim, sem flytja, þykir vænt um þau. Flutningurinn er léttur og lif- andi og hljómsveitin leikur með hlýjum og fallegum tón. Hér er ekki um að ræða kalda og stífa „Kapellmeister“-túlk- un eða þurra og útreiknaða spilamennsku eins og í hinum nýju útgáfum Decca á nokkr- um af sinfóníum Haydns undir stjórn Ernest Ansermet. í B- dúr sinfóníunni, sem er ein af beztu og að sumu leyti frum- legustu sinfóníum Haydns, er á þessari upptöku harpsi- chord continuo, eins og Haydn sjálfur notaði við frumflutning verksins í Lon- don, en þá stjórnaði Haydn hljómsveitinni og lék einnig á harpsichordið. Hljóðritunin er tvímælalaust með því bezta, sem heyrzt hefur og kemur harpsichordið hæfilega skýrt fram og sérlega effekt- ivt og í coda seinasta þáttar næstum á óvart, a.m.k. þekki menn ekki verkið eða hafi partitur. Allir þeir kostir, sem prýða flutninginn á þessu verki, gæða sömuleiðis G-dúr sinfóníuna því lífi, sem með þarf. Margir munu kannast við þá sinfóníu, en hún var flutt hér fyrir nokkrum árum af okkar eigin sinfóníuhljóm- sveit, og þá við svo miklar vinsældir, að endurtaka varð síðasta þáttinn. Það er kannske rétt að benda á, að G-dúr sinfónían er fáanleg á Heliodor-merki ásamt fjórðu sinfóníu Schumanns undir stjórn Furtwanglers. Og þó að hlutur Jochums sé mjög góð- ur, heyrum við samt gerla muninn á meistara og læri- sveini. Eins og áður er sagt, er hljóðritun eins og hún ger- ist bezt. Ekki eins og heil hljómsveit sé komin inn í stofu til manns, sem mvn reyndar óþekkt fyrirbrigði, og vafasamt hversu æskilegt það væri! Enda mun og eng- inn maður óska eftir slíku! Númer: LPM 18823 (m), SLMP 138823 (s). Rétt er um leið að vekja at- hygli á tveimur nýlegum hljóðritunum á verkum eftir Haydn. í fyrsta lagi hljóðrit- un Decca á tveimur af vinsæl- ustu sinfóníum tónskáldsins, þ.e.a.s. no. 83 í g-moll og no. 100 í G-dúr. Philharmóníu- hljómsveitin í Wien leikur und ir stjórn Karl Miinchinger. Túlkun Munchingers er kannske nokkuð þung og massív, en um það geta verið skiptar skoðanir. Tæknileg gæði hljóðritunar eru frábær. Númer: LXT 5647 (m), SXL 2284 (s). f öðru lagi hljóðritun frá Argo á svonefndri Nelson Messu í d-moll, sem að margra dómi er bezta verk, sem Haydn samdi fyrir hljóm- sveit, kór og einsöngvara. Messan er hljóðrituð í kirkju og gætir þess mjög í upptök- unni, sem er vel af hendi leyst. Verkinu er stjórnað af David Willcocks, en flytjend- ur eru m.a. Sinfóníuhljóm- sveitin í London, Sylvia Stahl mann, Tom Krause o.fl. Af þeim fjórum einsöngvurum, sem verkið flytja, er Tom Krause áberandi beztur. Krause er ungur Finni, sem vakti alheimsathygli, er hann fór með hlutverk Kurwenal í hinni annars nokkuð um- deildu hljóðritun Decca á óperunni „Tristan und Isolde“ eftir Wagner, undir stjórn Georg Solti. Þó að eitthvað megi út á flutning Messunnar setja, og þá helzt drengjakór- inn, er verkið slíkt, að það verður að mæla eindregið með þessari upptöku og er ekki ólíklegt, að það komi mörgum talsvert á óvart og það ánægjulega á óvart. Núm- notað sem ásláttarhljóðfæri. Nýjasta upptakan á þessu verki kom út nú í sumar á vegum CBS í flutningi Rudolf Serkin og Columbia sinfóníu- hljómsveitarinnar undir stjórn hins nafntogaða hljóm- sveitarstjóra Georg Szell. Þessi nýja hljóðritun er trú- lega sú bezta, sem völ er á, þó ekki sé nema vegna þess eins, hve vandlega er farið eftir fyrirniælum tónskáldsins uni staðsetningu slagverksins mið að við einleikarann. í öðrum þætti skiptir það mjög miklu máli, en þar á slagverkið að skipa sér fyrir aftan píanóið. Þetta kemur einkar vel fram í stereo-upptökunni. Þess má Eugen Jochum er: RG 325 (m), ZRG 5325 (s). Ungverska tónskáldið Bela Bartok samdi fyrsta píanó- konsert sinn árið 1926. Hann var frumfluttur ári síðar af tónskáldinu, sem lék á píanó, en hljómsveitarstjóri var Wilhelm Furtwángler. Saman borið við hinn vinsæía þriðja píanókonsert höfundar, er sá fyrsti talsvert barbarískur og sumir segja næstum ljótur, en aðrir álíta hann fallegan og bezta verk sinnar tegundar, sem Baftok samdi. Píanóið er í þessu verki fyrst og fremst geta, að annar þáttur kons- ertsins er skrifaður nær ein- ungis fyrir slagverk auk ein- leikshljóðfærisins. Hlutur Serkins er slíkur, að á betra verður vart kosið. Og manni finnst ekki svo fjarri lagi, að þetta sé bezti píanókonsert Bartoks, þegar hlýtt er á þessa upptöku. Á sömu plötu er næstum óþekkt verk, en það er píanókonsert fyrir vinstri hendi, no. 4, op. 53, eftir Prokofiev. Hann var, eins og lesandanum kannske dettur í hug, saminn fyrir píanóleikarann Paul Wittgen- stein, sem missti hægri hand- legginn í heimsstyrjöldinni fyrri. Svo furðulegt sem það má virðast, þótti Wittgen- stein verkið svo nýtízkulegt, að hann neitaði að spila það, en konsertinn er saminn árið 1931. Það var svo ekki fyrr en árið 1956, að annar píanisti, Siegfried Rapp, sem misst hafði hægri handlegg- inn í seinustu heimsstyrjöld, skrifaði ekkju Prokofievs og bað hana um að senda sér verkið, sem enn þann dag í dag er aðeins til í handriti. Tónverkið var svo flutt í fyrsta sinn opinberlega í Vestur-Berlín í september 1956, eða 25 árum eftir að það var samið. í Bandaríkjum Norður-Ameríku var það frumflutt árið 1958 af Serkin og Philadelphiahljómsveit- inni undir stjórn Eugene Or- mandy, og það eru einmitt sömu listamenn, sem flytja verkið í þeirri upptöku, sem hér um ræðir. Vart muh kons- ertinn verða talinn með beztu tónsmiðum Prokofievs, en hann bendir til þess, sem síð- ar kom, eins og t.d. „Romeo og Júlía“ og „Öskubuska“. Flutningur Serkins er glitr- andi og skilningsríkur og hljómsveitin undir stjórn Or- mandy fáguð. Hljóðritun er yfirleitt góð. Númer: BRG 72109 (m), SBRG 72109 (s). „Harold en Italie", op. 16, eftir Hector Berlioz kom út i síðasta mánuði á vegum His Masters Voice. Yehudi Menu- hin leikur á viola ásamt hljóm sveitinni Philharmóníá í Lon- don undir stjórn Colin Davis. Verkið samdi Berlioz fyrir fiðlusnillinginn fræga, Paga- nini, sem varð ekki alltof hrifinn af, þar eð violan gegnir að heita má eingöngu obligatohlutverki. Ekki hefur Menuhin áður leikið opinber- lega á viola svo vitað sé, en eftir þessari upptöku að dæma gæti hann alveg eins hafa gert það alla ævi. Hljóm sveitarstjórinn Colin Davis hefur verið mikið uppblásinn af enskum gagnrýnendum sem mikill Berlioz-hljómsveit arstjóri. Hann stjórnar þessu verki hér af blóðlausri snyrti- mennsku og er naumast hægt að mæla með þessari upptöku af verulegri sannfæringu. Hljóðritun er allgóð, en hljóm ur nokkuð stífur og tæplega nægilega lifandi. Númer: ALP 1986 (m), ASD 537 (s). Birgir Guðgeirsson. ^ — -»■ ■ *«■-»--- - --— ri —i— r» —l-.~ .r»—m.r jjt_ SÍ-SLÉTT POPLIN (N0-IR0N) MINER Verksmiðjan KÍSILL Lækjargötu 6B. — Sími 1-59-60. MÁ BERA Á í FROSTI . . . ER ALVEG GLÆRT .... LITAR EKKI .... SMÝGUR ALLT AÐ 5 mm SKEMMIR EGGI GLER . . . AUÐVELT í NOTKUN . . . OKETPIS SÝNISHORN FÆST UM Al.LT LAND. SUPER SILICONE VATNVERJA VAR SETT Á ÞENNAN MJÖG GLJÚPA MÚRSTEIN: TAKIÐ EFTIR HVERSU ERFITT ER FYUIR VATNIÐ AÐ FARA INN í SPRUNGUR. GENERAL@ ELECTRIC SlllCONE PROUUCI5 . . . . er notað í okkar framleiðslu. . . . . er einasta silicone efni á íslandi. sem stenzt kröfur amerísku og kana- disku byggingareglugerðarinnar . • • . er einasta efni, sem notað er eins og grunnur undir málningu sem við ábyrgjumst, að eykur endingu máln- ingar (með því skilyrði að málningin sé rétt borin ) STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.