Morgunblaðið - 06.10.1963, Page 3

Morgunblaðið - 06.10.1963, Page 3
^ Sunnudagur 6. október 1963 MORCUNBLAÐIÐ 5 > I »• í Landlei&ir teikna siálfir og smíða yfirbyggingar sínar FRÉTTAMAÐUR Morgun- blaðsins brá sér fyrir skömmu í heimsókn til Landteiða h.f. og spurðist fyrir um starfsemi þess'. Fyrir svörum varð Ágúst Hafberg, forstjóri fyrirtaekis- ins. Viðstaddur var einnig Jón Halldórsson, verkstjóri. — Landleiðir keyptu árið 1950 af ríkinu vagna þá, sem annazt höfðu akstur milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar, og tóku við sérleyfinu. Ár- ið eftir voru einnig hafnar strætisvagnaferðir um Kópa- vog, sem Landleiðir sáu um í 7 ár. Auk Hafnarfjarðarleið- arinnar annast Landleiðir ferð ir til Vífilsstaða, um Álftanes og Vatns^ida á sumrin. — Vorið 1962 tóku Land- leiðir að sér sérleyfisferðir um Skeið og Hreppa. Er það í fyrsta sinn um langt árabil, sem haldið er uppi föstum ferðum þangað árið um kring. Talsverð umferð er á þessari leið á sumriii. Við höfum auk þessa lengi leigt bíla til hóp- ferða. — Landleiðir eiga nú 10 vagna, 5 sérstaklega byggða fyrir Hafnarfjarðarleiðina. Hina má nota jöfnum hönd- um til langferða, og sem strætisvagna. Farþegatalan á Hafnarfjarðarleiðinni hefur yfirleitt verið 900 þús. til 1 milljón á árVÞar til tvö síð- ustu árin, er hún hefur farið heldur lækkandi. Er það óef- að sökum aukins fjölda einka- bifreiða. / — Við höfum alltaf annazt allar viðgerðir á vögnunum á okkar eigin verkstæðL Við rekum einnig yfirbygginga- verkstæði, sem hefur byggt yfir helming bíla okkar. Jón Halldórsson, verkstjóri, ræður þar ríkjúm, og hefur hann séð um allar yfirbyggingarn- ar. Hann hefur starfað hjá Landleiðum í 10 ár. — Síðastliðið vor var lokið við yfirbyggingu nýs Scania Vabis langferðabíls. Hann er sérstaklega ætlaður til hóp- ferða. Er hann mjög bjartur og úr honum gott útsýni. Sæt- in, sem eru 48 talsins, fram- leidd í Bílasmiðjunni, eru mjög þægileg og hentug til langferða. Jón Halldórsson I teiknaðijyfirbygginguna og sá um smíði hennar. — Framendi bifreiðarinnar er gerður af trefjaplasti, sagði Jón. Landleiðir hafa átt annan bíl úr plasti í rúmt ár. Hann var keyptur fullbyggður frá Svíþjóð og hefur reynzt mjög - vel. Helztu kostir plastsins eru, hve auðvelt er að gera við það. Plastið hefur enn- fremur nokkurt fjaðurmagn, sem getur komið í veg fyrir Séð aftur eftir nýja vagnin nm. Skemmtifundur hjá Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins KVENNADEILD Slysavamafé- lagsins heldur sinn fyrsta fund á haustinu á Hótel Borg á mánu- dagskvðld kl. 8. — Þar skemmt- ir Guðmundur Guðjónsson, óperu söngvari með söng og nemendur Hermanns Ragnars sýna dans. Sjötugur í dag SJÖTUGUR er í dag Friðrik Sal ómonsson, Hifavörður, Flatey BreiðafirðL Dregið hja SÍBS í GÆR var dregið í 10. flokki Vöruhappdrættis SÍBS um 1540 vinninga að fjárhæð alls krónur 2.065.000.00. Þessi númer hlutu hæstu vinn- ingana: 200 þús. kr.: 61801. Sr. Eiríkur J. Eiríksson Herratign kristins manns 17. sunnudagur eftir trinitatis. Guðspjallið: Lk 14, 1—11. „ÞVÍ að sérhver, sem upp hefur sjálfan sig mun niðurlægjast, og sá, sem niðurlægir sjálfan sig mun upphafinn verða“. I þessum lokaorðum guðspjalls ins felst hið hikla fyrirheit og takmark kristindómsins. En þar er einnig bent á leiðina að hinu mikla takmarki. Kristin lífsskoðun stefnir að vexti og þroska að fullkomnun. Kristindómurinn bendir á upp- hafið, hversu Guð er það. En hann bendir einnig á hin einu leiðarlok mannlegrar veg- fesðar, sem blessun er samfara og sönn heill; hann bendir á end- inn, en það er Guð, sá sem skap- ar, og lætur hið skapaða hljóta þroska fyrir hjálpræðisgjöf sína tR mannkynsins, í syninum Jesú Kristi, að sama skapi og það auð- mýkir sig frammi fyrir þeirri gjöf og víðurkennir hana með lif- andi játningu sinni. Öllu mannlegu er ásköpuð þrá upphefðar. En líf okkar má ekki vera draumurinn einn um tindinn háa. Viðleitni er þörf. Við verðum að leitast við að láta tind lífsvið- leitninnar veita okkur ú'tsýn yfir dalinn ævinnar, en umfram allt til hins æðsta, þess sem ofar er tíma og stjörnum. það, að dæld myndist, þótt bíllinn verði fyrir minni hátt- ar árekstri. — Yfirbyggingaverkstæðið hefur einnig séð um að reisa tvö biðskýli, heldur Jón á- fram. Annað í Hafnarfirði og hitt í SilfurtúnL Skýlin eru gerð úr aluminium, þótt það sé geysidýrt efni. Skemmdir á biðskýlum eru svo algeng að gera verður þau þannig úr garði, að ekki þurfi að mála þau. Auk þess þýðir ekkert að hafa í þeim rúður. Það er líka algengt, að unglingar skeri og rífi sæti í vögnunum. Þessi skemmdarverk fara greinilega í vöxt, eftir að skól arnir taka til starfa á.haustin. — Hvaða mál eru helzt á döfinni hjá Landleiðum í ná- inni framtíð? spurði frétta- maður Ágúst. — Mjög aðkallandi er að reisa nýtt verkstæðL og ætl- um við að reyna að hefja þær framkvæmdir nú í haust. Við þurfum ekki að fjölga Hafnar- fjarðarferðunum, en vonumst til að umferðin austur í Hreppa aukist, einkum ef kom ið verður upp, einhverjum veitingaskálum í Þjórsárdal. Það er mjög óþægilegt fyrir ferðamenn að geta ekki einu sihni fengið kaffi á þeim stað, sem er einn hinna feg- urstu á íslandi og tilvalinn fyrir ferðamenn, þar svo stutt er að fara frá Reykjavík, 1 100 þús. kr.: 30523. 10 þús. kr.: 4894 5733 10149 11586 17846 29939 32329 43380 43433 45159 46894 46964 54330 54620 61323 f 5 þús. kr. 5955 7280 18868 19164 22040 22483 24876 26955 29760 29794 31126 31928 32211 35918 36252 38065 39463 42705 46833 47597 48191 50179 51088 (Birt án ábyrgðar) Mörg er upphefðarviðleitnin. Menn sækjast eftir bættum ytri kjörum af nauðsyn, en stundum fyrir metnaðarsakir, " bílsins vegna og sem stærstrar íbúðar. Óvíða er skortur á yfirmönn- um. Hins vegar skortir þá, sem vinna eiga verkin og skapa verð- mætin. Skólarnir eru nú að hefja störf sín. Margir leita þangað af innri þörf sannrar námgirni og ástar á andlegum viðf angsefnum. En einnig hér getur hégóminn komið við sögu og leitt til raunveru- legrar niðurlægingar einstaklings og þjóðarsamfélags. Stundum leggja menn sig nið- ur við synd og spillingu til þess að öðlast upphefð. Allir kannast við versið úr Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar: „Kóng minn Jesú, ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig; herratfgn enga’ að heimsins sið held ég þar mega jafnast við“. Þarna er á áhrifamikinn hátt bent á niðurlægingarleið guð- spjallsins, sem ein liggur til sannrar upphefðar. Auðmýkt okkar frammi fyrir hinu æðsta og þjónusta í þágu þess er hinn eini höfðingdómur, sem upphefð»er að. Hann einn er sannur og í sam- ræmi við mannlegt eðli, hann einn fær náð til allra manna og getur gætt líf þeirra tilgangi. „Hverju get ég afkastað í dag í þágu hinnar sörtnu upphefðar guðspjallsins?" Þér skál bent á nokkurt við- fangsefni líðandi stundar. Berklavarnardagurinn er í dag. - Hann minnir á starf, unnið í kristilegum Upphefðaranda^. Þetta starf nær yfir líkamlega lækning. Blessuð séu læknavís- indi nútímáns, en í þessu efni er og stefnt til orðanna: ----mun upphafinn verða“. Sjúkdómi getur verið samfara hugraun niðurlægingar, sem sprottin er af einangrunarkennd, að lífið sé án viðfangsefna og til- gangs. Berklavarnasamtökin segja: „Þér er þetta mögulegt". Og sjá, verk fólks, sem áður var varla staður fyrir, þrýða nú jól barna okkar, eru húsmunir í skólum landsins, leiða vátn í hí- býli manna og dýra. og þannig mætti lengi rekja í sambandi við Vinnuheimilið að Reykjalundi og aðar þessa starfsemi. Þú, sem lest þessar línur mín- ar, í anda þjónústuhugssjónar guðspjallsins, skalt leggja þess- um samtökum nokkurt lið. Sá, sem veikur er, þarf að gera sér það ljóst en það er dásamlegt, að einnig hann á sér viðreisnar- von og viðfangsefna. Auðmýktin og styrkurinn eru systkini. Fjallið, sem þú þarft að. klífa til þess að öðlast hlutdeild í guð- legri fullkomnun þér til eilífrar blessunar, er fátækt huga þíns gagnvart hinu góða' og höfundi þess. Mörg mannleg viðleitni fer eins og fram í lausaskriðum fjalls. Svo er að sjá, sem stutt sé stundum upp á brúnina. En fyrr en varir getur skriðan tekið þig með sér niður eftir allri fjallshlíðinni. Mundu eftir að leita öruggrar. fótfestu. Hafðu það hugfast, að sá einn byggir á bjargi framtíð- arblessunar, sem leitar Guðs miskunnar og náðar og lætur þær gjafir vera upphefð sína. — Amen. Eiríkur J. Eiriksson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.