Morgunblaðið - 06.10.1963, Page 8

Morgunblaðið - 06.10.1963, Page 8
8 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 6. október 1963 Tékkar saka V-Þjóö- ■ r verja um njosmr flucjvél rreydd til lendingar Prag, 4. okt. — (NTB-AP) — í FREGNUM tékknesku fréttastofunnar Ceteka í dag segir, að í gær hafi vestur- þýzk njósnaflugvél rofið lofthelgi Tékkóslóvakíu og verið neydd til þess að lenda. Flugvélin fórst í lendingunni og flugmaðurinn lét lífið. í fregnum Ceteka segir, að 28. sept. sl. hafi stjórn Tékkósló- vakíu sent stjórn Vestur-Þýzka- lands harðorð mótmæli vegna flugvélar, sem rauf tékkneska lofthelgi 23. þ. m. Sagði í mót- mælaorðsendingunni, að fylgzt hefði verið með flugvélinni með- an hún var yfir tékknesku landi og enginn vafi léki á þvi, að hún hefði verið send til þess að njósna. í mótmælaorðsending- unni fer stjórn Tékkóslóvakíu þess á leit við stjórn Vestur- Þýzkalands, að málið verði rann- sakað og skorar á hana að koma í veg fyrir, að atburðurinn end- urtaki sig. Ceteka segir, að þar sem Vest- ur-Þjóðverjar-hafi látið orðsend- ingu Tékka sem vind um eyrun þjóta, eins og komið hafi í Ijós í gær, hafi ekki getað farið hjá því, að flugvélin yrði neydd til þess að lenda. Ljóst hefði verið, að hún væri einnig í njósna- leiðangri. Talsmaður vestur-þýzka varn- armálaráðuneytisins sagði í kvöld, að flugVélin, sem neydd var til þess að lenda, hefði verið í einkaeign og af gerðinni Cessna. Pétur Berndsen endurskoðandi Endurskoðunarskrifstofa Flóka,götu 57. Vonarstræti 4, VR-húsið. enn bjtfda lægstu fargjöld Frá Amsterdam og Luxemborg eru allar götur greiðar til helztu borga Evrópu Loftleiðir hafa nú fengið Ieyfi viðkomandi flugyfirvalda til þesa * að bjóða á tímabili vetraráætlunarinnar — frá 1. nóvember 1963 til 31. marz 1964 — stórfellda lækkun frá fyrri vetrarfargjöldum . milli Reykjavíkur. Amsterdam og Luxemborg. Þessi lækkun gildir jafnt fyrir þá, sem ferðast frá borgunum þrem og til þeirra og er óháð tímatakmörkunum ferða hina fímm mánuði vetraráætlunarinnar, en gildir einungis fyrir þá, sem ferðast fram og aftur milli borganna. Miðað við einmiðagjald nemur lækkunin 25% Þægilegar hraðferðir heiman og heim 'OFIIEIDIR / sh i ngton FELLIHURÐAJÁRN SKOTHURÐAJÁRN fyrir skápa og hurðir. HRÆRIVÉLALYFTUR SKUFFUSLEÐAR SKÁPA- OG SKÚFFU- HÖLDUR N fjölbreytt úrval af gerðum oig litum. LOFTRÁSARISTAB SKÁPALAMIR hornalamir o. fl. í mörgum litum. SKÁPASMELLUR segul og rúllusmellur. „WASHINGTON STEEL“ VÖRUR PRÝÐA NÚ ÞÚSUNDIR ÍSLENZKRA HEIMILA J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.