Morgunblaðið - 06.10.1963, Síða 18

Morgunblaðið - 06.10.1963, Síða 18
18 'ÍtORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. október 1963 Stofnfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins ALDAN árið 189 3. Efsta röð frá vinstri: Bergur Sigurðsson, skipstjóri; Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjófi; Markús Fr. Bjarnason, skólastjóri Stýri mannaskólans; Þorvaldur Jensson, Skipstjóri; Þorlákur Teitsson, skipstjóri; Pétur Þórðarson, skipstjóri (frá Gróttu); Bergur Jónsson, skiptjóri; Markús Teitsson, stýrimaður. Miðröð frá vinstri: Guðmundur Stefánsson, skipstjóri; Páll Hafliðason, skipstjóri; G uðmundur Kristbjörnsson, skipstjóri; Hannes Hafliðason, skip- stjóri; Jens Nyborg, skipstjóri; Pétur Þórðarson, skipstjóri; Sigu rður Símonarson, skipstjori. um Stýrimannaskðlans, væru ýmist íalsaðir eða lýgi. Var sam þykkt að gera skólastjórann ræk- an úr félaginu fyrir þetta. Þetta mál lagaðist þó með þvi að skólastjórinn tók aftur ummæli þau er henn hafði viðhaft á fundi útgerðamanna. Ekki virð- ist þó mál þetta hafa haft í för með sér eilífðar kala í garð skólastjórans, því við lót hans bankastjórar og forystumenn bæjarmála í Reykjavík gengu á fundi félagsins, og leituðu álits þess í ýmsum efnum. Og félagið var iátið tilnefna menn til að semja frumvörp til laga um mál er útveg og sjósókn snertu. Auk áhrifa á vita- og hafnarmál stóðu forráðamenn öldunnar fyrir stofnun Slysavarnafélags- ins og að sjálfsögðu höfðu félags — Aldan Framh. af bls. 6 um félagsmönnum að það hafi verið óheppileg ráðstöfun þar sem ekki er hægt að ráðstafa höfuðstól sjóðsins um alla fram- tíð. Styrktarsjóðurinn er í árs- lok 1895 orðinn 1078,75 krónur. En félagið gerir fleira en að annast hagsmunamál félags- manna sinna. Það gengst einnig fyrir skemmtifundum og fræðslu fundum. Bjarni Sæmundsson er alltíður gestur á fundum félags- ins og heldur þar fyrirlestra sem hafa orðið félagsmönnum til mikils fróðleiks og nytsemdar í starfi þeirra. Hinn 4. febrúar 1896 er sam- þykkt á félagsfundi að reyna að koma því á að allur aflahlutur yrði greiddur í peningum en ekki úttekt efns og þá var siður. Sjá má á fundargerðum að nokkurn tíma og baráttu hefur tekið að koma þessum hætti á. Bygging vita víðsvegar við landið og hafnarmál í Reykjavík verða fljótt umfangsmikil áhuga- mál félagsmanna. Eru fulltrúar félagsins tilnefndir af ráðamönn- um bæði bæjar og ríkis til leið- beiningar og hjálpar við að hrinda þessum framfara- og ör- yggismálum sjómannastéttarinn- ar í framkvæmd. í desember 1896 er vakið máls á því hversu nauðsynlegt væri að gjöra eitthvað til þess að menn gætu fengið tilsögn í ýmsu verklegu er fyrir kemur á þil- skipum eða með öðrum orðum að stofnað yrði til verklegrar stýrimannakennslu. Þá er og rætt um að biðja Alþingi um skip sem þannig væri útbúið, að menn gætu fengið þessa verklegu kennslu og æfingu. Á þessum árum er tekið að brydda á óskum um það að Aldan verði gerð að sameiginlegu fé- lagi háseta og yfirmanna, en tal- ið var að Öldufélagsmenn væru sumpart útgerðarmenn eða milli- gönguménn milli háseta og út- gerðarmanna og væri því ekki grundvöllur fyrir sameiningu fé- laganna. Þá var og rætt um að félagið keypti þilskip eða gerð- ist hluthafi í útgerð þilskips sem aðallega var gert í þeim tilgangi að koma á peningagreiðslu til á- hafnarinnar. 1897 samþykkir fundur í íélaginu að stuðla að því að guðsorð yrði lesið um borð í þilskipum. Voru bókaðir fjórir töluliðir í fundargerðarbók þar að lútandi: 1. Loforð um að sunnudagar og aðrir hátíðisdagar skulu fram vegis vera frídagar á skípum vor um. 2. Að hafa guðsorðabækur með á skipunum. 3. Að bægja engum háseta frá kirkjugöngu þegar í höfn væri komið.' 4. Að hafa jafnan hugfast á sjó og landi hvaða ábyrgð vér höfum gegn hásetum vorum, einnig hvað trú og siðgæði snert- ir. Ekki háfa allir félagsmenn í Öldunni verið vel efnum búnir eða fjársterkir á fyrstu árum fé- lagsins. Það má sjá í fundargerð frá 2. febrúar 1898 þar sem rætt er um félagsskemmtun. Þar er samþykkt tillaga frá Þorsteini Þorsteinssyni að veittar yrðu 27 krónur sem lán úr félagssjóði til styrktar þeim er ekki gætu tekið þátt í skemmtuninni af eigin rammleik. Þá kemur fram að gjaldkeri óskar eftir að mega auglýsa í einhverju blaðinu hve- nær gjalddagi félagsgjalda væri, svo að félagsmenn borguðu árs- tillög sín í tíma. Sömuleiðis fékk hann fundarsamþykkt fyrir að borga drengnum sem ber listann, sjálfsagt gjaldalistann, 1 krónu fyrir verkið. Um þetta leyti er samþykkt að félagið haldi einn spila- og skemmtifund í mánuði hverjum. Þetta er að sjálfsögðu á þeim árstíma þegar lítið var fyrir skipstjóra og stýrimenn að gera, eða frá tímabilinu septem- ber og fram í febrúarmánuð. Vitabyggingar voru að • sjálf- sögðu mikið áhugamál sjómanna og fram kemur að forystumenn Öldunnar láta sig skipta vita- byggingu allt frá Vestfjörðum og austur til Vestmannaeyja, og raunar enn lengra austur. Öldu- menn láta sig og skipta fiskrækt og ræða meðal annars um fiski- klak í sjó. Þá fara þeir skjótlega að láta sig skipta aukna mennt- un skipstjórnarmanna og styrkja menn til náms erlendis bæði til skipstjórnar og vélstjórnar, og einnig til að nema nýjungar í nýtingu aflans, m.a. niðursuðu og meðferð á ísfiski. Ekki fóru hjá því í jafn at- kvæðamiklum félagsskap að nökkur hitamál bæri þar á góma. Meðal annars þurfti félag ið einu sinni að beita nokkurri hörku við skólastjóra Stýri- mannaskólans, Markús F. Bjarnason eftir að ^hann hefði látið þau orð falla á útgerðar- mannafundi að vitnisburður sá, er skipstjórar gefðu lærisvein- „Kátir voru karlar, árið 1900 gefur félagið geysi- mikinn blómsveig á leiði skóla- stjórans og ennfremur • er rætt um að reisa honum minnisvarða. Öldufélagsmenn tóku virkan þátt í bæjarmálum og höfðu bein áhrif á val manna í bæjar- stjórn. Á fundi 20. desember 1899 er rætt um að þessir menn hafi einkum almennt ’ fylgi mann í bænum: Þórhallur Bjarnarson, Sighvatur Bjarnasin Guðmundur Björnsson, Björn Kristjánsson, Björn Jónsson og Jón Magnússon landritari. Síð- an fer fram atkvæðagreiðsla í félaginú um hverjir þessara manna njóti fylgis félagsmanna. Fór sú atkvæðagreiðsla þannig að samþykktur er stuðningur við Þórhall Bjarnason, Guð- mund Björnsson og Sighvat Bjarnason. með öllum greiddum atkvæðum. En stuðningur við Björn Jónsson ritstjóri með 15 at kvæðum gegn 5. Og ef hann gæfi ekki kost á sér var sam- þykkt að kjósa Jón Magnússon landritari í hans stað. Af þessu má sjá hve lifandi áhuga félagsmenn höfðu ekki einasta fyrir sínum eigin hagsmuna- og menningarmálum yfirleitt. Skip stjóra og stýrimannafélagið Aldan var heldur ekki sniðgeng in af hinu opinbera. Ráðherrar, á kútter ............ menn einnig mikil áhrif í sam- bandi við skólamál bæði stýri- manna, vélstjóra og matsveina. Síðan bindast félagsmenn sam- tökum um vörukaup, t. d. er samþykkti að félagsstjórnin árið 1914 geri sameiginleg innkaup á kornvörum úr skipi er lands- stjórnin fengi frá Ameríku. Og síðar sama árið er samþykkt að gera kaup á tveim, tonnum af sykri. Félagsmenn brugðust einnig vel við ef slys bar að höndum, og lögðu l!rr sjóði sín- um fé til hjálpar aðstandend- um sjómanna sem fórust bæði á Vestfjörðum, í Vestmannaeyj- um og jafnvel er mikill sjó- skaði varð úti í Noregi. En félagið lét ekki þar við sitja. Það hafði einu sinni af- skipti af listum sem eftirminni- legt er. Það styrkti ungan sjó- mann til náms í málaralist eftir að landssjóður hafði synjað honum um styrk. En þetta var Jóhannes Sveinsson Kjarval. Það stuðlaði einnig að því að efnilegir menn færu utan og lærðu nýjar aðferðir og nýjar greinir, svo sem það að búa til botnvörpu, að veiða síld með snpurinót, að læra niðursuðu á fiski, að læra fiskverkun eftir hollenzkri aðferð, að læra þorska netabrúkun í Noregi og kynna sér markaði á Spáni og ítalíu, og læra notkun alþjóðamerkja á skipum. Vilhjálmur Þ. Gíslason ræðir um skipstjóra og stýrimannafé- lagið Ölduna í bók sinni Sjó- mannasaga. Þar segir hann svo í niðurlagsorðum: Félagsmál stéttar sinnar utan öldunnar hafa öldumenn einnig stundað. 1917 og 18 er rætt um að stofna „Siglingarráð íslands" og skipuð nefnd í það mál. Ýmsir Öldu- menn áttu í hlut að stofnun Fiskifélags og Fiskiþings og sátu þar í stjórn, lengst af Geir Sigurðsson. Þeir stóðu einnig meðal annarra Fiskímanna og Farmannasambandi og eiga full- trúa á þingi þess. Öldumenn voru með í stofnun Eimskipa- félagsins. Félagið hefur oft haft afskipti að undirbúningi kosn- inga í þá átt að fá til framfooðs fulltrúa stéttar sinnac. Það lét sig á sínum tíma allmiklu varða kröfurnar um sérstakan ís- lenzkan siglingafána. Félagið hefur flutt eða stutt ýmsar nauð synlegar ráðagerðir og ráðstaf- anir til þess að varðveita og efla stofna nytjafiska í kringura landið. 1898 er rætt þar um fisk klak í sjó. 1939 eru samþykktar ályktanif um friðun Faxaflóa. Af öðrum opinberum málum en þeim sem nú hafa verið nefnd hefur Aldan einkum rætt og haft afskipti af tollamálum. Fundir öldunnar hafa verið haldnir á ýmsum stöðum, á Hótel Reykjavík, á Hótel ís- landi, í Iðnaðarmannahúsinu, I Báruhúsinu, og í Kaupþingsaln- um. Fundarsókn hefur verið mis jöfn, stundum 10—20 en stund- um 75—150. Oft hefur verið mikill áihugi og almennur á mál um félagsins. Það hefur þá verið eitt af helztu og umskrifamestu félögum bæjarins. Innan um hafa verið dauðari tímar eins og gengur“. . Hér hefur verið stiklað á stóru í 70 ára ævi skipstjóra og stýrimannafélagsins Öldunnar. Einkum hefur verið tíðrætt um fyrstu æviár félagsins. En þau munu jafnframt einhver hin athafnamestu. Félagið hefur á stundum fallið niður í sinn öldu dal, jafnvel klofnað í fleiri fé- lög, en ávallt risið upp aftur og sameinast á ný. Félagið hefur hin síðustu ár ekki haft eins rík og afgerandi áhrif á bæjar- og landsmál eins og- það hafði fram an af æfi, enda ekki von þar sem öll félagsmálastarfsemi hef ir svo gífurlega vaxið, og fólki fjölgað í höfuðborginni. Þegar félagið var stofnað munu ekki hafa verið nema um 4000 manns í Reykjavík og því ekki að undra þótt mjög bæri á því, er kraftmestu og ötulustu athafnar menn borgarinnar sameinuðust í eina félagsheild. Enn er skip- stjóra og stýrimannafélagið Ald an þróttmikill félagsskapur og er vonandi að svo megi verða um langa framtíð. vig. ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið í Kaup- mannahöfn, getið hér lcsið Morgunblaðið samdægurs, — meff kvöldk^ffvui í.stórborg- inni. ' F^t\I\R .l iugféiags íslámi hlaðið daglega ig þaff ' er komiff samdægurs í blaða- (■ ..söluturninn i aðaljárnbrautar- * stöðinni við Ráðhústorgið Ilovedbanegardens. Aviskiosk. FÁTT er ánægjulegra en að lesa ný.tt Morgunblað, þegar verið er á ferðalagi vtra effa dvalizf bar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.