Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. okt. 1963 MORCU N BLAÐIÐ 3 10 tonnum af vatni á mínútu dælt ut ytir ijornina. Slökkviliðssýning í Lækjargötu UM 50 slökkviliðsmenn tóku þátt í sýningu, sem Slökkvilið Reykjavíkur hélt á sunnudag í Lækjargötu. Til- efnið var eldvarnavika sú, sem brunatryggjendur gang- ast fyrir og nú stendur yfir. Talsverður fjöldi áhorfenda fylgdist með sýningunni, sem hófst kl. 2 með því að nokkr- ir slökkiviliðsmenn vörpuðu sér út um glugga gamla Iðn- skólans og komu niður í björgunarmottu. Síðast kom út um gluggann ungur sonur Gunnars Sigurðssonar, vara- s'lökkviliðsstjóra, á náttföt- um. Sægur straka horfir a af miklum áhuga. Slökkviliðsmaður stendur í 20 metra háum stiga, sem snúið er fram og til baka. Næst var sýnt tæki, sem kallað er björgunarklukka. Er það vaður, sem menn síga niður í með jöfnum hraða. Þá var kveiktur mikill eldur í benzíni á pönnu. Fyrst var reynt að slökkva eldinn með vatni, en það var ekki hægt, enda frá því skýrt að sprauta yrði kolsýringi, til þess að ráða niðurlögum eldsins. Var síðan slökkt í pönnunni með kolsýringi. Síðasta og jafnframt til- komumesta atriði sýningar- innar var það, er vatni var dælt úr 12 slöngum út yfir tjörnina. Myndaðist við það stórt vatnsský. Sex dælur voru notaðar við þetta, en afköst þeirra voru um 10 tonn á mínútu. Jón Sigurðsson, slökkviliðs- stjóri, stjórnaði sýningunni. Ljósmyndirnar tók Sveinn Þormóðsson. Einn brauzt inn meðan Hafnarfjörður var myrkvaður Annar, 14 ára, stal bíl og ók honum drukkinn MEÐAN myrkur ríkti í Hafnar- firði eftir kl. 2.30 aðfaranótt •unnudags, notuðu þjófar tæki- færið til að brjótast inn í sölu- •kýlið á Hvaleyrarholti og stela 41 lengju af sígarettum, sælgæti og vindlum. En vegna viðgerðar á spennistöð var rafmagnslaust þessa nótt. Brutu þjófarnir rúðu í útihurð á söluskýlinu og opn- uðu smekklásinn. Aðfaranótt mánudags upplýsti lögreglan í Hafnarfirði svo þjófn •ðinn. Um kl. 3.40 var kært yfir bíl, sem væri ljóslaus á ferð um götur bæjarins. Elti lögreglan hann uppi, en pilturinn, sem ók bílnum, stakk af. í bílnum fannst talsvert magn af vörunum, sem stolið hafði verið í söluskálanum á Hvaleyrarholti.. Grunur lék á að pilturinn hefði verið ölvaður við akstur. Náðist hann skömmu seinna. — Kom þá upp að hann hafði verið að verki á Hvaleyrarholtinu ásamt öðrum unglingi. Var það af þýfinu, sem ekki var í bíln- um, sótt til þeirra í gærmorgun. Framhald á bls. 23 f NA /5 hnútar I / SV 50 hnúttr X Snjókoma * ÚSi *• 17 Skúrir S Þrumur rr 'Ztraii KuUotkH ' HiUtk* H Haí L La >1 UM HÁDEGI í gær var djúp ur á Stórhöfða í Vestmanna- og kröftug lægð (um 925 milli eyjum og loftvog talsvert fall bar) 500 km suðvestur af andi suðvestan lands. Á Norð- Reykjanesi og virtist stefna urlandi öllu var hæg S-átt og norður eftir Grænlandshafi. blíðu veður. Hiti var yfirleitt Vindur var orðinn hvass aust 5—7 stig. STAKSIÍINAIt Hver setti bagtja úr böndum? „íslendingur“ á Akureyri ræð- ir nýlega þá staðhæfingu Fram- sóknarmanna að Viðreisnar- stjórnin hafi sett „baggana úr böndum“ og leitt verðbólgufló® yfir þjóðina. Kemst íslendingur meðal annars að orði á þessa leið í forystugrein sinni þann 4. október s.l. „Það er því mikili misskiln- ingur hjá Karli Kristjánssyni, að ríkisstjómin hafi sett nokk- urn bagga úr reipunum, heldur hefur stjómarandstaðan ráðist á hvern baggan eftir annan. Fram sóknarblöðin hafa meira að segja hælst um yfir því, að forvígis- mönnum SÍS og Kaupfélaganna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu hafi tekizt slíkmr verknaður fyr- ir tveimur árum. Og síðan hafi verið reynt að ganga á röðina og velta jafnóðum úr böndunum hverri sátu, er í bönd kemst. Þarf ekki annað en lesa Tímann í hvert skipti sem eitthvert stétt- arfélag sagði upp kjarasamning- um eða lagði í verkfall. Sjald- an stærri fyrirsagnir yfir stutt- um fréttum. Og þar er sá söng ur sunginn til skiptis að þessi eða hin stéttin þurfi að fá hærri iaun þar sem lífsnauðsynjar hennar hafi hækkað í verði, og að bændur þurfi að fá miklu meiri hækkun fyrir afurðir sín- ar, ef þeir eiga að búa við svip- uð kjör og þessi eða hin stétt- in, sem fengið' hafði kauphækk- un!“ Áróður fyrir verðbólgu Blaðið heldur áfram og lýk- ur forystugrein sinni með þess- um orðum: „Þetta er ósvikinn og öllum augljós áróður fyrir þeim víxl- hækkunum kaupgjalds og verð- lags, sem á tiltölulega fáum ár- um hefur gert íslenzka krónu að fimmeyringi. Slíkur áróður var jafnan fordæmdur er Framsókn átti hlut að ríkisstjórn, en nú er hann rekinn I blöðum flokks- ins, í ræðuiö þingmanna hans og á þeim Framsóknarheimilum, sem ekki hafa af öðru andlegu fóðri að segja en Degi og Tím- anum. Ætti flestum nú að vera ljóst, hvers sökin er, ef „bagg- inn“, svo notuð sé líking KK, verður hnoðaður úr böndum.“ Gengur síldarstofninn saman fslendingur birti nýlega sam- tal við Tryggva Gunnarsson skipstjóra á hinu mikla aflaskipi Sigurði Bjarnasyni. Berst talið meðal annars að hættunni á eyð ■ ingu síldarstofns ins. Blaðamað- „Heldurðu ekki að hætta sé á ferðum, þegar eykzt stöðugt, en ræktun síldarmiðanna eng- in?“ Skipstjórinn svarar síðan: » — Ja, mönnum ber ekki saman um það. En fiskifræðing- ar, sem segjast jafnvel sumir vera farnir aó telja síldarnar í sjónum, telja margir hverjir að stofninn fari mjög minnkandi. Það er t.d. haft eftir Finn Dev- old hinum norska, að íslenzki síldarstofninn hafi gengið sam- an um allt að 9/10. Ég býst við að tölur fiskifræðinganna séu ekki hárnákvæmar, en þessi stofn hefur vafalaust rýrnað stór lega, og ef þetta er rétt hjá Devold og svo heldur áfram, þá sjá náttúrlega allir hvar það lcndir.“ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.