Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 13
Iriðjudagur 8. okt. 1963
MORGUNBLAÐID
13
v ____________________________________________________________________________________________________f|
Hve gamall er Noregur?
Á 150 ára afmæli norska
stúdentafélagsins hélt
skáldið. Arnulf Over-
land aðalræðuna. Hún
var ekki löng, en minnis
verð og fræðandi:
„Det gamle Norge
med klippeborge . . .**
— Ojæja. Hve gamall er
Noregur, eiginlega?
Háskólinn var stofnaður
1811, Stúdentafélagið 1813 og
1814 eignuðumst við stjórnar-
skrána og stjórnmálafrelsið.
Hundrað og fimmtíu ár eru
liðin síðan þetta var. Á þess-
um 150 árum varð Noregur til.
Að vísu vitum við að Nor-
egur og ísland áttu fyrir 1000
árum sameiginlega hámenn-
ingu, og hjá okkur hérna
blómgaðist hún svo fullkom-
lega, að við gleymdum jafn-
vel ritmáli okkar, og neydd-
umst til að læra dönsku, með-
an við vorum í sambandi við
Danmörku — ef við vildum
læra að lesa og skrifa.
Við skulum ekki gleyma
því, að norskir rithöfundar —
ég nefni aðeins Holberg og
Wessel — lögðu talsverðan
skerf til hinna sameiginlegu
bókmennta. En þeir áttu
heima í Danmörku. Kaup-
mannahöfn var miðstöð okkar
í stjórnarefnum og menningu,
og Norðmennirnir, sem dvöldu
þar, töldu sig vitanlega Norð-
menn, en þeir voru líka góðir
danskir borgarar; annað úti-
lokaði ekki hitt. Að samband-
inu lauk, var hafnbanni Breta
að kenna, sem rauf sambandið
milli tvíburaríkjanna. Og þar
byrjar saga Noregs.
— Þangað til höfum vér
ekki látið að okkur kveða sem
menningarþj óð. En árið 1802
fæddist Niels Henrik Abel.
Hann var kvaddur til háskól-
ans í Berlín 26 ára gamall; en
þá lá hann veikur og dó nokkr
um vikum seinna — úr tær-
ingu — þar dó snillingurinn.
Hefði hann fengið að lifa þang
að til hann varð virkilega full
þroska, hefði nafn hans ef til
vill orðið hið glæstasta í stærð
fræðisögunni.
Og svo komu þeir í röð,
mennirnir sem skópu norska
menning: árið 1807 Welhawen,
1808 Wergeland.' Þeir koma
hver eftir annan: P. A.
Munch 1810, P. Chr. Asbjörn-
sen 1812, Jörgen Moe 1913. Og
hyrningarsteinarnir undir húsi
okkar: Henrik Ibsen, sem
aldrei mun eignast sér efri
mann, og Björnstjerne Björn-
son, sem átti svo magnað per-
► sónulegt orku-útstreymi, að
nærri stappar að maður geti
sagt, að hann hafi skapað
norsku manneskjuna í sinni
mynd.
Afsakið þessar smá öfgar.
Honum tókst ekki að ljúka
sköpunarverki sínu. Hálf
fjórða milljón af Björnstjern-
um mundi líklega verða of
margt.
Sophus Bugge gaf okkur aft
ur gömlu söguna okkar. Ed-
ward Grieg sótti samhljóma
sína úr þjóðlögunum gömlu,
og þessvegna heyrist norsk
tónlist um allan heim.
Við leiðum getum að því,
hvað Rikard Nordraak hefði
getað orðið. Hann dó aðeins
23 ára. En það var hann, sem
benti Grieg á, hvað hægt væri
að finna í norsku þjóðlögun-
um.
Við komum seint. Danir
eignuðust fyrstu prentsmiðj-
una 30 árum eftir Gutenberg,
en við urðum að bíða 6Ö ár í
viðbót þangað til fyrsti prent-
arinn kom í Noregi. Útgáfu-
starfsemi og leikhús er tiltölu
lega nýtt hjá oss, — ekki
nema rúmlega 100 ára. Lands
mál Ivars Aaséns er um það
bil á sama aldri; við megum
ekki láta okkur sjást yfir það,
hve miklu það hefur valdið.
f gamla daga stóðu Háskól-
inn og Stúdentafélagið hlið
við hlið, aðeins Háskólastræt-
ið var á milli. En síðasta
mannsaldurinn hefur Stúd-
entafélagið verið á hrakhól-
um — og Háskólinn hefur
ekki heldur vitað hvar^hann
átti heima. Þetta stafar af
þeim almenna þankagangi, að
fermetrarnir í Miðbænum séu
svo dýrir, að við höfum ekki
efni á að eiga heima þar.
Getur það verið heilnæmt
andlegu lífi þjóðar, að vita af
því að það sé húsnæðislaust?
Mér finnst það blátt áfram
vera siömm; en ég um það.
Þá verð ég að skammast mín
meðan ég stend hérna.
Háskólinn og Stúdentafélag
ið eru eitt. Háskólinn veitir
okkur þá fræðslu sem við verð
um að eiga, og Stúdentafélag-
ið veitir okkur möguleika á að
melta fræðsluna. Við verðum
að lesa, en við verðum líka að
pexa. Þá kemur það fram að
við erum ósammála um margt,
en það er gott. Værum við
sammála um allt hugsanlegt
mundi aldrei ný hugsun kom-
ast inn í hausinn á okkur.
Við rífumst, svo að fjaðra-
fok verður kringum okkur, og
þetta er nytsamlegur skóli.
Hann er örfandi, og hann er
skemmtilegur.
Kosningarnar í Stúdentafé-
laginu voru oft spegilmynd af
stjórnmálakosningunum. Og
þegar einn flokkur hafði sigr-
■MHMMWWMa
að — hvort heldur var íhalds-
samur eða róttækur — feng-
um við að lesa í bglöðunum,
eftir á, að nú hefði Stúdenta-
félagið glatað því litla sem
það átti eftir af virðingu sinni.
Jæja. En hvað eigum við með
virðinguna að gera? — Við
eigum að berjast!
Annars hefðum við aldrei
eignast neina virðingu með
því að sitja á rassinum og verá
„stúdentareifir". Ef við hefð-
um aldrei gert uppreisn eða
Arnulf Överland
hafið mótmæli, hefði enginn
þurft að skipta sér af okkur;
en þá hefðum við ekki held-
ur haft nein áhrif á almenn-
ingsálitið.
Við höfum haldið því fram
— og erum hreyknir af því —
að ræðustóllinn okkar sé sá
frjálsasti í landinu. Við viljum
hafa leyfi til að leita að því,
sem okkur sjálfum finnst rétt-
ast. En börnunum vil ég
segja, að það er óþarfi fyrir
þau að skvetta foreldrum sín-
um út, með þvottavatninu
sínu. Það hefur verið sam-
þykkt, með glymjandi meiri-
hluta, að gömlu mennirnir séu
fábjánar, og því skal ég fús-
lega trúa. Mér dettur ekki í
hug að mótmæla, það er engin
þörf á því. Þið munuð öll
reyna, að allir verða eldri þeg-
ar árunum fjölgar.
Ég man vel hve vænt mér
þótti um að hafa lokið skóla-
vist og lexíulestri, — um að
fá að kjósa mér bækur í hönd
sjálfur og fá að komast á lif-
andi menningarsvið, milli vak
andi æsku og fullþroska fólks
—í þann hóp, sem tæki svo
að segja öll mál, sem máli
skipta, til umræðu.
Stúdentafélagið hefur jafn-
an átt rökræðendur — og
meira að segja góða. Og ég
þori að segja að allar þær
hugsanir, sem í Evrópu urðu/'
til, hafi ekki eingöngu komið
til okkar gegnum blöðin, held-
ur einnig gegnum Stúdenta-
félagið. Nærri allar andlega
virkar konur og menn hafa
talað úr ræðustól okkar, og
býsna margir þeirra fremstu í
menningarlífi Evrópu hafa
heimsótt okkur.
Hér hafa allar skoðanir get-
að komizt á framfæri, hafi
þær verið fluttar í akadem-
isku formi og skynsamlegu.
Að vísu fellur okkur ekki að
láta okkur leiðast, en þó höf-
um við stundum sætt okkur
við það.
Stúdentafélagið hefur hald-
ið okkur vakandi. Það er kjör-
hlutverk þess. Gegni það því
hlutvelú getum við kannske
staðizt nýja dimmunótt, ef
hún kæmi — ef við þá eigum
menn á næturverðinum.
'Þá áttum við 1940.
Ég á þar ekki við stjórn og
stórþing. En við áttum gamla
konunginn okkar, en ósveigj-
anleg festa hans hélt þjóðinni
við. Þáverandi krónprinshjón
voru beztu stoðir hans. Við
áttum okkar gamla stórþings-
forseta C. J. Hambro, sem
bjargaði stjórn og þingi út
úr höfuðborginni — til Elve-
rum og áfram. Við áttum líka
liðsforingja aem vissu skyldu
sína, og sem líklega hefðu get-
að bjargað landinu, ef þeim
hefði verið leyft það.
Og loks áttum við mann,
sem án nokkurrar emibættis-
skyldu og án þess að gegna
nokkurri trúnaðarstöðu hafði
öðlazt áhrifavald, sem enginn
einstaklingur hefur haft síðan
á dögum Björnsons: — Johan
Scharffenberg.-
Haustmissirið 1940 var Jo-
han Sannes formaður' Stúd-
entafélagsins, og hann bauð
Scharffenberg að tala á fundi,
laugardaginn 21. september
1940.
Þá var hætt að berjast 1
Noregi. Smáhópur fólks með
ábyrgðartilfinningu var far-
inn að ræða um, hvað hægt
væri að gera. En eiginleg and-
stöðuhreyfing hafði ekki mynd
azt ennþá. Hún varð til í
Norska stúdentaféJaginu 21.
september og óx af tilfinn-
ingastyrknum fáum dögum síð
ar er Sharffenberg og Sannes
voru handteknir.
Þessu höfðu þeir búizt við,
og þeir vissu að þetta var
nauðsynlegt. Fyrirlestur frá
Scharffenberg (aðallega sögu-
legs efnis) hlaut vissulega að
vekja umtal. En þegar í kjöl-
farið fylgdi handtaka fyrir-
lesarans og formannsins, hlaut
þetta að vekja athygli um
land allt.
Við vitum, yfirleitt, ekki
hvað rétt er; við eigum sam-
vizku okkar, og hún vaknar
við og við. En það er athyglis-
vert hve rík= áhrif persónu-
leikans geta orðið.
Soharrfenberg hafði i meira
en tvo mannsaldra tekið þátt
í almennum umræðúm, bæði
í blöðunum og Stúdentafélag-
inu, ávallt með alvæpni sann
anlegra staðreynda og ástríðu
þess að vera rökfastur. Sið-
fræðileg alvara og „renslig
frasefrihet" bera stíl hans
uppi. Það var ekki alltaf sem
hann hlaut lófaklapp. Fyrrum
daga var hann kunnastur sem
bindindispostuli, og „stúd-
entsreifur" var hann ekki.
Púns skálarnar voru „stúd-
entsreifar". Árið 1905 var
hann lýðveldissinni, og það
sem verra var — andstæðing-
ur samkomulag^ (Norðmanna
og Svía) í Karlstad. Allt hans
líf hefur verið barátta — fyrir
félagslegu og stjórnmálalegu
réttlæti og sannleika sögunn-
ar. Aldeir hliðraði hann sér
hjá óþægindum eða þagði fyr-
ir makinda sakir, aldrei tók
hann á móti opinberum við-
urkenningarvotti eða nokkru
sjálfum sér til hagnaðar.
En hér stend ég og er að
tala um dr. Scharffenberg?
Ekki er það þó hann, sem á
150 ára afmæli núna.
Ég er að tala um akadem-
iska andann, í þeirri mynd
sem ég hef lært að dá hann.
En í mínum hug er andinn
ekki metafysiskt hugtak,
heldur mannlegur eiginleiki.
Þessvegna hefur mér fundizt
nauðsynlegt að nefna nafn —
til) þess að losna við að tala
um loftkennd almannagildi.
Ég skal ekki endurtaka
nafnið oftar. En ungum mönn-
um væri holt að eiga sér ein-
hverja fyrirmynd. Fylgi stúd-
entar slíkri fyrirmynd, þá
verður það ekki til þess að
efla veraldlegt brautargengi
þeirra (fjárhagslega), en það
mun koma allri þjóð vorri að
gagni. Og það gefur ykkur
hugarhvíld, sem gerir ykkur
kleift að kikna ekki undir því
mótlæti og áhyggjum, sem
ekki er hægt að hlífa neinum
við. Þessvegna er ósk mín,
Stúdentafélaginu til handa sú,
að það haldi akademiska and-
anum lifandi meðal vor.
★
(Dr. Johan Scharffenberg,
sem Överland verður tíðrætt
um í lok ræðu sinnar, fæddist
1869, varð læknir og lagði sér-
staklega stund á sálræna hlið
læknavísindanna. Hann gaf
sig snemma að þjóðmálum, og
var svo róttækur í skoðunum,
að hann þoldi ekki við innan
vébanda neins stjórnmála-
flokks. Til skamms tíma hefur
hann ferðast um landið og
haldið fyrirlestra um málefni,
sem honum lágu sérstaklega á
hjarta. í „Studentersamfund-
et“ flutti hann í sex áratugi
framsöguræður, 'sem jafnan
vöktu sögulegar umræður.
Hann barðist gegn endurreisn
konungsdæmis í Noregi 1905,
vildi lýðveldi, en sætti sig síð-
ar vel við orðinn hlut. Annars
er hann frægastur fyrir af-
skipti sín af bættum kjörum
og aðbúð fátækra. — í stúd-
entafélaginu gengu ræður
hans oft út á það, að eggja
fundarmenn til andmæla. —
„Hann hafði mest gaman af að
tala þegar hann vissi, að allir
áheyrendur voru á móti honr
um,“ segir próf. Jac. S. Worm
Múller).
— Kristinfræði
Framh. ai bís. 10
kristinfræðin sé samhæfð ferm-
ingarundirbúningnum, sé liður í
honum eða auki við hann. Á
undanförnum árum hafa prest-
ernir hér í Reykjavík a.m.k., átt
erfitt með að koma fermingar-
undirbúningnum við vegna skóla
anna barnanna. Við svo búið má
ekki lengur standa. Fræðsluyfir-
völdin hljóta að meta svo mikils
gildi kristindómsins fyrir æsk-
una, og óskir fjölda foreldra í
því sambandi, að þau taki málið
til rækilegrar athugunar í sam-
vinnu við prestana. Ekki trúi ég
öðru en finna megi viðunandi
lausn bæði fyrir kirkju og skóla.
En kirkjan getur einnig á ann-
*n hátt komið inn í kristin-
fræðikennslu skólanna. Hin lif-
endi, stárfandi kirkja er víðar
ea í safnaðarstrfi prestanna, sem
óneitanlega hefur verið fremur
einhliða hérlendis til þessa. Það
er fullkomlega eðlilegt og æski-
legt, að starfsmenn kristilegs
sjálfboðastarfs og kristniboðs inn
an vorrar lúthersku kirkju fái
aðgang að skólunum í enn ríkara
mæli en hingað til. Kristileg
skólasamtök eru starfandi hér í
Reykjavík og ættu þau samtök
að vera auðfúsugestir í hverjum
frmhaldsskóla. Persónulega tel
ég, að ekkert sé betur til þess
fallið að veita nemendum þekk-
ingu á lifandi kristindómi, en
frásögur og kynning á nútíma
kristnibóði. Þar er fróðlegt og
spennandi efni fyrir hendi. Þar
kemur kraftur kristinnar trúar
glögglega í ljós, og áhrif hins
kristna boðskapar. Og þar fá
nemendurnir að kynnast kristi-
legu hugarfari sem ber ávöxt í
blómlegu líknar- og uppeldis-
starfi, Og svo að endingu þetta:
Mikið er rætt um það, að kirkjan
sé að missa tökin í þjóðfélaginu,
og að áhrif kristindómsins séu
dvínandi. Rætt er um leiðir, sem
bætt geti úr þessu. Sumir vilja
finna nýtt og betra form fyrir
guðsþjónustur kirkjunnar og
gefa stofnuninni um leið glæsi-
legri svip. Annað er þþ mikil-
vægara. Ævistarf þess þjóns ís-
lenzku kirkjunnar sem einna
lengst hefur náð á þqssari öld,
sr. Friðriks Friðrikssonar, er gott
dæmi þess. Vér verðum að
leggja meiri rækt við sáðmanns-
starfið. Sérhver ný kynslóð verð-
ur að fá haldgóða þekkingu á
boðskap kristindómsins, til þess
að hver einstaklingur geti síðan
metið gildi hans fyrir sig per-
sónulega. Verði þetta ekki van-
rækt, þurfum við engu að kvíða
um framtíð íslenzku þjóðarinnar.
Vér munum þá einnig hafa góða
samvizku gagnvart þeim sem eft-
ir vorn dag eiga að erfa landið.
— Flatey
Framh. af bls. 8
þjóðhagsmálum, að heppilegast
sé fyrir okkar fámennu þjóð, að
byggðin færist saman í landinu,
en útkjálkar allir fari í eyði. Það
mætti ert.v. færa vísindaleg rök
að því, að í augnablikinu væri
okkur sæmilega borgið þó Vest-
fjarðakjálkinn færi allur í eyði,
einnig Austfirðirnir og afskekkt-
ari héruð norðan- og sunnan-
larids. Þróunin virðist vissulega
stefna ört í þá átt. En hvernig
liti það út í framtíðinni? Þjóð-
inni fjölgar óðum, en auðlindir
Faxaflóa og nágrennis aukast
ekki að sama skapi.
Og eins og stefnan er nú í sam-
skiptum þjóða, til nánara sam-
starfs og sameiningar við lausn
aðkallandi vandamála, þá er
hætt við að hungraðar þjóðir
í ofsetnum löndum litu það ekki
lengi hýru auga, að við létum
rándýrum einum eftir mikinn
hluta okkar matvælaauðuga
lands, vegna þess að þjóðina
skorti manndóm til þess að nytja
það sem skyldi. Ætli það gæti
þá ekki hafizt nýtt landnám á
Islandi? Að einhver erlendur
fursti sigldi í slóð Þrándar mjó-
beins til Breiðafjarðareyja, og
aðrir spekúlantar til annara ó-
byggðra staða og hæfu ábata-
saman atvinnurekstur á hinum
yfirgefnu slóðum, meðan hinir
innfæddu þjöppuðu sér saman á
suðvesturhorni landsins og lifðu
þar við meira eða minna ótrygga
afkomu.
Jakob G. Pétursson,