Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. okt. 1963
Ársþing IATA í Róm
Ræðir m.a fargjaldastríðið á N. Atlantshafi
Ráku stóðið á ís yfir Ströngukvísl
Hreindýr, margæsir
og andategundir
á borðúm í Nausti yfir veiðitímann
Róm, 7. okt. (NTB)
ÁRSÞING Alþjóðasamtaka
flugfélaga, IATÁ, hófst í Róm
í dag, og sitja það 250 fulltrúar
frá 93 flugfélögum í 70 löndum.
Stendur þingið yfir í fimm daga
og verður þar rætt um ýms sam
eiginleg vandamál, m.a. um fyr-
irhugaða lækkun fargjalda á
flugleiðunum yfir Norður Atl-
antshaf.
Fráfarandi forseti samtakanna
J.F. Dempsey frá írlandi, flutti
erindi við setningu þingsins, og
sagði m.a. að fráleitt væri á
þessu stigi að taka í notkun far-
þegaþotur, sem færu hraðar en
hljóðið. Fyrst yrði að gefa flug-
félögunum tækifæri til að af-
skrifa allan þann mikla kostn-
að, sem stafaði af því að breyta
yfir í þötur frá skrúfuvélum.
Björg Bjarnadóttir frá Haga á Þingi á leið í göngur. Hún var
önnur þeirra kvenna, sem gengu Grímstunguheiði.
Nær öll vatnsföll voru lögð
þykkum is og ráku gangna-
menn stóð á ís yfir Ströngu-
kvísl, sem er lengsta og vatns
mesta upptakakvísl Vatns-
dalsár. Segir Lárus að hann
viti engin dæmi þess að stóð
hafi áður verið rekið á ís yfir
kvíslina á þessum árstíma.
I fyrri göngum var skyggni
slæmt að nýafstaðinni hríð.
Af þeim ástæðum varð fleira
fé eftir á heiðinni en venju-
lega. Sagði Lárus að féð, sem
þeir fundu nú, liti ágætlega
út, og miklu betur en fé í
Forstjóri ítalska flugfélagsins
Alitalia var kjörinn forseti IATA
fyrir næsta starfsár. I ávarpi
sínu lagði hann áherzlu á að
nauðsynlegt væri að finna leið-
ir til að bæta þann mikla fjár-
hagslega halla, sem flugfélögin
hafa orðið fyrir á undanförnum
árum. Minntist hann á sífelldar
tilraunir ýmissa flugfélaga til
að undirbjóða hvort anilað í far-
gjöldum, en þetta væri brot á
reglum IATA. Hvatti hann fé-
lögin til samstöðu um reglur
IATA þótt dregið hafi úr halla-
rekstri félaganna á síðasta ári.
Farþegafjölgunin nam á síð-
asta ári 12,5%, en var árið 1961
9%. Fluttu flugfélögin á síðasta
ári alls 123 milljón farþega, og
er þetta mesta farþegaaukning
frá því árið 1959.
Frábær
gestrisni
VIÐ HEIMKOMU sína til Ler-
wick í Englandi, úr för til
íslands til að hreinsa tundur-
duflasvæði í Eyjafirði og t
Seyðisfirði, sagði Capt. Barry |
Anderson í viðtali við frétta-
mann Fishing News: «
— Nú kom ég í fyrsta skiptií
í land á íslandi síðan þorska-J
stríðinu lauk, og ég var ekkij
viss um hvaða móttökur ég«
mundi fá. En allt slíkt er nú«
fyllilega gleymt og mér mættitt
frábær gestrisnL /
ÁSI, Vatnsdal 7. okt.
Gangnamenn af Grímstungu
heiði komu til byggða um kl.
16 í dag, eftir að hafa leitað
heiðina í annað sinn. Átti ég
í dag tal við Lárus Björnsson
i Grímstungu, foringja gangna
manna, og sagðist honum svo
frá:
Mikill snjór var á heiðinni
og þungt færi með hesta nema
á stórum fönnum. Þær héldu
hestum að mestu Ieyti.
t Forsæludalskvíslum var
minni snjór en vestur á heið-
inni, og sæmileg jörð. Á vest-
urheiðinni var knappur hagi,
einkum framundir Stórasandi.
heimahögum í Vatnsdal. —
Krafsjörð hefur alltaf verið
sæmileg á heiðinni, en í
Vatnsdal mátti heita að féð
krafsaði ekkert. Var snjórinn
blautur fyrstu dagana, en
þegar birti upp var frost á
hverri nóttu og kom þá hörð
skel á snjóinn. — Björn.
Veitingahúsið Naust, sem oft
hefur fitjað upp á ýmiskonar ný-
breytni í mat svo sem að bjóða
upp á íslenzkan þorramat og
helga réttum ýmissa þjóða ákveð
inn tíma, hefur nú að undan-
förnu boðið gestum upp á ís-
lenzka villibráð. Þetta hefur
fengið mjög góðar undirtektir
og fjöldi gesta komið til að
smakka á réttunum, svo veitinga
húsið hefur ekki fengið nóga
veiði. Verður þessu haldið á-
fram, þar til veiðitíma lýkur 15.
október.
Og hvers konar villibráð er
hægt að bjóða á íslandi? Það
er fýrst og fremst hreindýrakjöt,
sem borið er fram í heilsteikt-
um hryggjum, ofnsteykt eins og
lambakjöt og í gullashi, sem lík-
ar einna bezt, þar eð þá kemur
svo vel fram villibráðarbragðið,
sem á allri íslenzkri villibráð
minnir á rjúpnabragð. Þá eru
endur og gæsir. Steikta stokk-
öndin þykir góð. Margæs, veið-
ist einmitt um þfetta leyti, þegar
hún er að koma frá Grænlandi
á leið til Skotlands, og einnig
veiðasf" toppendur og straum-
endur. Þessir fuglar eru fram-
reiddir í Nausti bæði steiktir og
með sósu, eins og rjúpur, og
einnig ofnsteiktir og glóðasteikt-
ir.
Nefnd SÞ faoðið
New York og Saigon 7. okt.
(NTB-AP),
TILKYNNT var á Allsherjar-
þingi SÞ í New York I dag að
stjórnin í Suður-Vietnam hafi
boðið samtökunum að senda
nefnd til að kynnast af eigin
raun afstöðu stjórnarinnar gagn-
vart Búddatrúarmönnum. Til-
kynnti fulltrúi Suður-Vietnam
þetta boð stjórnar sinnar
skömmu áður en Allsherjar-
þingið hóf umræður um ákæru
16 rikja á hendur Vietnam-
stjórninni um ofsóknir gegn
Búddatrúarmönnum.
Fulltrúi Suður-Vietnam, Buu
Hoi, sagði á fundi með frétta-
mönnum að ríkisstjórn hans
hafi ákveðið að bjóða heim sér-
stakri nefnd SÞ vegna þess hve
einhliða fréttirnar væru, sem
berast frá landinu um afskipti
til S. Vietnnm
stjórnarínnar og Búddatrúar-
manna.
Sl. laugardag vildi það til í
Saigon, höfuðborg Suður-Viet-
nam, að Búddamunkur á þrit-
ugsaldri brenndi sjálfan sig til
bana á götu úti í viðurvist fjölda
áhorfenda. Komið hefur í ljós að
munkur þessi skildi eftir síg
nokkur bréf, og er eitt þeirra
skrifað Diem forseta. Þar segir
munkurinn m. a.: „Til yðar,
herra forseti, • sem ávallt lof-
syngið frelsi og lýðræðL sendi ég
hin síðustu orð manns, sem geng-
ur í dauðann til þess í það
minnsta að geta sagt sannleik-
ann. Við munum halda áfram
baráttu okkar. Gleymið ekki ráð-
um Páls páfa VI. um að ekki
megi vanmeta réttindi íbúa
Vietnam.“
1 öðru bréfi segir munkurinn
að hann hafi kosið að fremja
sjálfsmorð til þess á þann hátt
að mótmæla stöðugum fangels-
unum, pyntingum og morðum á
Búddatrúarmönnum og stúdent-
um.
Flateyrar
settur
Flateyri, 7. október.
BARNA- og unglingaskólinn
hér var settur’ í gær. Skólinn
mun starfa með svipuðum hætti
og undanfarið. Fastir kennarar
eru 4, stundakennarar 3. Alls eru
nú í skólanum rúmlega 100 nem-
endur, eða um fimmti hver íbúi
hér.
Kristjáa
Togarasölur
ÞRÍR togarar seldu erlendis
í gær. Kaldbakur seldi í Grims-
by 149,7 lestir fyrir 8587 sterl-
ingspund. Verulegur hluti aflans
var upsi og smáupsi. Jón Þor-
láksson seldi í Cuxhaven 88
lestir fyrir 76.910 mörk. Júpiter
seldi í Hull 140,8 lestir fyrir
8809 sterlingspund.
FuIItrúaráðsfundur verður í
Valhöll í kvöld kl. 6.
Dagskrá:
1. Kosning uppstillingarnefnd-
ar.
2. Önnur mál.
Fulltrúar eru hvattir til að
mæta vel og stundvíslega.
Heimdalur F.U.S.
Tveir veiðihópar hafa aðalleg*
selt veitingahúsinu veiði sína,
auk þess sem það hefur keypt
fugla og hreindýr af öðrum
veiðimönnum, en eftirspurnin
eftir réttunum verið svo mikil,
að hráefni vantar.
Tveir fyrirlestrar
í Háskólanum
Dr. Eyvind Fjeld Halvorsen,
prófessor í norænu máli og bók-
menntum við Oslóarháskóla, er
hér staddur í boði heimspeki-
deildar Háskóla íslands og flyt-
ur tvo fyrirlestra í þessari viku
sem hér segir:
Miðvikudaginn 9. október: Den
norske hoff-litteratur i middel-
alderen.
Föstudagur 11. okt.: Lærd og
folkelig stil — er betegnelsene
adekvate?
Fyrirlestrarnir verða haldnir
í I. kennslustofu Háskólans og
hefjast kl. 5.30 e.h.
Skúr stolið |
í Laugar-
nesi
RANNSÓKNARLÖGREGL-
^UNNI í Reykjavík hefur ver .
ið tilkynnt að á miðvikudags-
morgun sl. hafi skúr verið
stolið á Laugamýrarbletti 33 i
í Laugarnesi. Börn, sem voru |
þarna nærstödd, skýra frá þvi (
að um morguninn hafi menn
komið á vörubíl og með krana
óg kippt húsinu upp á bílinn ■
og farið með það. Skúrinn .
stóð spölkorn frá húsinu og
urðu menn þar því ekki varir
við þjófnaðinn. !
Skúr þessi er pappaklædd- i
ur og pappinn málaður hvít- \
ur. Er hann að stærð 1x1,60 m
og um hálfur annar meter á
hæð. i J
Rannsóknarlögreglan biður
þá, sem kynnu að geta gefið 7
upplýsingar um þennan þjófn
að, um að gera aðvart.