Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 8. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 23 — Glfurlegi tjón Framh. aí bls. 1 inum mældist úrkoman þar 28 sentímetrar á 30 tímum, og hef- ur aldrei verið jafn mikil á þess- ari öld. Mikill vöxtur hljóp í ár á Jamaica og sópaði vantsflaumur- inn víða burtu húsum, brúm og járnbrautum. Víða olli úrkoman einnig miklu uppskerutjóni og sumsstaðar skriðuföllum. Gripið hefur verið til víðtækra björgun- araðgerða. Eyjan Tobago varð fyrst fyrir barðinu á „Floru“, og leikur nú grunur um að taugaveiki hafi brotizt þar út, að sögn Erics Williams forsætisráðherra To- bago og Trinidad. Hefur forsætis ráðherrann gert ráðstafanir til að koma upp einangrunardeild við sjúkrahúsið í Scarborough, en þegar hafa 14 þúsund manns ver- ið bólusettir. Williams forsætis- ráðherra skýrði frá þessu í út- varpsávarpi, sem hann flutti í dag, og sagði hann þá jafnframt að fyrir augum manna á Tobago blasti nærri ótrúlega skelfileg mynd eyðileggingar og dauða, en jafnframt hengi yfir íbúunum sú ógnun, sem er til vill væri verst allra, þ. e. hættan á taugaveiki- faraldri. Aðstoðar framkvæmdastjóri hjálparsamtakanna CARE í Bandaríkjunum, Fred Devine, skýrði frá því í New York i dag að samkvæmt nýjustu upp lýsingum frá Haiti væri óttazt að alls hafi fjögur þúsund manns farizt af völdum felli- bylsins „Floru“. Hefur Devine upplýsingar sínar frá Philipp eaux félagsmálaráðherra Haiti. Sagði ráðherrann að fellibylurinn hafi eyðilagt um 2/5 alls ræktaðs lands á Haiti og að milli 50 og 100 þúsund manns væru heimilislausir. — Kennedy Framh. af bis. 1 Samkvæmt samningi þessum eru allar tilraunir með kjarn- orkuvopn bannaðar í geimnum, andrúmsloftinu og neðansjávar,1 en hinsvegar eru neðanjarðartil- raunir ekki bannaðar. Samning- urinn var undirritaður með fyrir vara í Moskvu hinn 5. ágúst s.l., og voru það fulltrúar Bandaríkj- anna, Bretlands og S.é/étríkj- anna, sem það gerðu. Siðan hafa rúmlega 100 ríki bætzt við sem aðilar að samningnum. Viðstaddir undirskriftina, sem fram fór í Hvíta húsinu, voru 16 fulltrúar ríkisstjórnar og þings Bandaríkjanna. Samningurinn er í þremur eintökum, og verða þau geymd í washington, London og Moskvu. Gengur samningurinn í gildi á fimmtudag, en þá er áætl- að að eintökin verði komin hvert á sinn stað. Við undirskriftina notaði Ken- nedy fyrst 16 sjálfblekunga, og útbýtti þeim síðan milli við- staddra til minningar um merk- an áfanga. En þegar allir penn- arnir voru gengnir út, greip for- setínn þann 17, bætti nokkrum strikum við undirskriftina, og fagði: „Ég 'verð sjálfur að fá einn“. Stakk hann svo pennan- um í brjóstvasann. — Einn brauzt inn Þjóðleikhúsið frumsýnir sjónleikinn „Flónið“ annað kvöld. Myndin hér að ofan var tekin á æfingu. Sýnir hún þá Rúrik Haraldsson og Baldvin Halldórsson í hlutverkuin sínum. Leikstjóri er Ævar Kvaran. Erlendoi frétiir • MACMILLAN DÁIR ADENAUER Bonn, 7. okt. (NTB): — Harold Macmillan, forsætis- ráðherra Breta, segir í viðtali, sem birtist í vestur-þýzka vikublaðinu „Der Spiegel", að Konrad Adenauer fráfarandi kanzlari sé einn af mestu mönnum nútímans. Segir hann að endurreisn Þýzka- lands, endursköpun lýðræðis í landinu og efnahagsviðreisn in þar hafi allt átt sér stað undir forustu Adenauers. • BIFREIÐ HRAPAR — 21 FERST Manila, 7. okt. (AP): — Hemlar langferðabifreiðar bil uðu í dag með þeim afleiðing um að bifreiðin steyptist út af þjóðveginum, skammt frá borginni Cebu á Filipseyjum , og ofan í 65 metra djúpt gil 21 maður fórst en um 30 særð ust. Nýr bátur sjósett- ur í Eyjum eVsnnaat Vestmannaeyjum, 6. okt. — Sjó settur var hér nýr bátur á sunnudagsmorgun hjá Skipavið- gerðum h.f. Heitir bátur þessi Gullberg NS 11 og er áætluð stærð hans um 160 smálestir. Báturinn er búinn 625 ha Krom- haut vél. Eigendur þessa nýja báts eru Ólafur Ólafsson, útgerð armaður á Seyðisfirði og Jón Pálsson, skipstjóri. Gert er ráð fyrir að báturinn verði fullbúinn um miðjan des- ember. Þetta er þriðji bátur- inn, sem Skipaviðgerðir h.f. smíða og sá langstærsti. — Bj. Guðm. í stuttu muli • HÆKKERUP í BRUSSEU Brússel, 7. okt. (NTB): Per Hækkerup, utanríkisráð- herra Danmerkur, kom i morg un flugleiðis til Brússel frá New York. Verður hann for- maður dönsku nefndarinnar, sem tekur á morgun upp að nýju viðræður við stjórn Efna hagsbandalagsins. Viðræður þessar hafa legið niðri frá því í nóvember í fyrra. Talsvert um innbrot og hnupl ALLMARGIR þjófnaðir voru framdir í Reykjavík um helgina, og var í sumum tilvikum stolið talsverðum verðmætum. Mestu var stolið úr Kaffivagninum á Grandagarði, en þaðan hurfu 10 til 12 þús. kr. virði af ýmsum vör um. Innbrot þetta var framið að- fararnótt sunnudags. Braut þjóf urinn rúðu og komst þannig inn. Þar stal hann tóbaki, sígarettum, vindlum, sælgæti, matvörú og litlu útvarpstæki, en samanlagt verðmæti þessa er talið yfir 10 þúsund krónur. Þessa sömu nótt var stolið fatn aði og útvarpstæki úr húsi einu í bænum, og útvarpi úr bifreið, sem stóð við Lokastíg. Á föstu dagskvöldið var nær fullri flösku af Genever og 3.700 krónum stol ið úr mannlausri íbúð í Hlíðun um. Telja húsráðendur sig hafa læst er þeir fóru út um kvöldið, og er líklegt talið að þjófurinn hafi komizt inn um ókræktan glugga. Akranesi, 7. október: — Trillubátar 5—6 reru héðan á laugardaginn. Afli var 700—1200 kg á bát. Farsæll fiskaði á skötu lóðina 2 stofnlúður, girnilegar á diskinn og gómsætar að snæða. Hvor þeirra vóg 70—80 pund. — Oddur. — Hugsjónaágrein- ingur Framh. af bls. I semi þeirra flokksbrota, sem snúast gegn eigin kommúnista- flokki og flokknum í Sovétríkj- unum. Þessar aðgerðir geta ein- ungis verið skaðlegar alþjóða einingu flokksins." Pravda og vikuritið Komm- unist saka Kínverja um að rjúfa einingu kommúnísta og koma óorði á þá á alþjóða vett- vangL Einnig þar er vikið að stuðningi Kínverja við klofn- ingsöfl innan kommúnistaflokk- anna. „Þetta jafngildir beinni andstöðu við alþjóðaeiningu kommúnista og samstöðu með fjandmönnum kommúnismans," segir í greininni. Samskonar yfirlýsingar hafa borizt frá flokksdeildum margra landa. — Stálu Framh. af bls. 24 innbroti í apótekið í Vestmaníia eyjum í sumar, en þá var m.a. stolið spritti og pillum, sem þjófarnir neyttu sjálfir ásamt fleirum. Einnig upplýstist um á- fengissölu annarra manna. Er annar maðurinn í gæzlu- varðhaldi en hinum hefur ver- ið sleppt. Á sunnudag afhenti lögreglan bæjarfógetaembætt- inu málið og heldur rannsókn á- fram þar. Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. Morgunblaðið vantar nú þegar duglega krakka, unglinga eða eldra fólk til blaðadreifingar víðs vegar í Reykjavík. í þessi hverfi í Austurbænum: GRETTISGATA lœgri húsnúmer — HVERFISGATA innanverð — LAUFÁSVEG lœgri húsnúmerin LAUGAVEGINN neðst ÞINGHOLTSSTRÆTI - BÓLSTAÐAHLÍÐ og ÚTHLÍÐ Ennfremur í þessi hverfi: KLEPPSVEGUR - KLEIFARVEG - LAUGARÁSVEG FÁLKAGÖTU Framh. af bls. 3 Hvolfdi stolnum btl Laust fyrir hádegi á laugardag sta[ 14 ára drengur, sem var undir áhrifum áfengis bíl í Hafnarfirði. Tók hann bílinn framan við Fiskiðjuverið, þar sem eigandinn hafði hlaupið frá honum, ók bílnum út fyrir bæ- inn og hvolfdi honum skammt frá Garðshorni, þar sem hann hafði lent í lausamöl. Lögreglan fann drenginn skömmu seinna á götu í Hafnarfirði. Hafði hann drukkið áfengan bjór um borð í skipi í höfninni. Bíllinn var mikið skemmdur, svo sem Hafnfirðingar máttu glöggt sjá á laugardaginn, er eigandinn ók honum illa löskuð- um um götur bæjarins, þar til lögreglan stöðvaði hann. Steinn braut framrúðuna UM SJÖLEYTIÐ í gærkvöldi var maður einn á leið austur fyrir Fjall á Moskvitsbíl sínum. Er hann var kominn kippkorn upp fyrir Lögberg, mætti hann ljósleitum fólksbíi, og hrökk steinn frá bíl þessum og skall í framrúðu Moskvitsins, sem möi- brotnaði. Sneri ökumaðurinn við og reyndi að elta bílinn, en tap- aði af honum. Eru það vinsam- leg tilmæli til ökumanns ljós- leita bílsins, að hann gefi sig fram við umferðardeild ransókn- arlögreglunnar. — Moskvits- bíllinn er blár og drapplitur. KLEPPSVEGUR 8 til 38 Morgunblaðið vantar duglegan ungling eða krakka til að bera Morgunblaðið til kaupenda milli Kleppsvegs 8 og 38. Gjörið svo vel að tala við afgrciðsluna eða skrifstofuna. KLEPPSVEGUR 40 til 60 Morgunblaðið vantar duglegan krakka eða ungling til að bera Morgunblaðið til kaupenda milli Kleppsvegs 40 til 60. Gjörið svo vel að tala við afgreiðsluna eða skrifstofuna. MORGUNBLAÐIÐ sími 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.