Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. okt. 1963 Sigurður Þórðarson skipstjóri — minning SIGURÐUR >órðarson skipstjóri andaðist í Borgarsjúkrahúsinu hér 28. f. m. og er jarðsettur í Fossvogi í dag. Sigurður var kunnur maður meðal þeirra, sem að útvegsmálum starfa. Hann var fæddur 18. nóvember 1911. Foreldrar hans voru Þórð- ur Sigurðsson frá Blómsturvöll- um og Ágústa Gunnlaugsdóttir úr Sæmundarhlíð við Holtsgötu, dáin fyrir nokkrum árum. Þeir voru bræður, Þórður og Jón Sig- urðsson í Alliance. Börn þeirra Þórðar og Ágústu voru þrjú, dr. Óskar yfirlæknir, frú Lilja og Sigurður, yngstur. Sigurður Þórðarson fór ungur til sjós, strax upp úr fermingu, á togarann Hannes ráðherra. Lengst af var hann þó á Kára, með Karli Guðmundssyni. Um stuttan tíma í stríðsbyrjun gerði hann út dragnótabát, sem hann átti og hét Elliði. Síðan fór hann á Júpiter, sem Bjarni Ingimars- son var þá með. í stýrimanna- skólann fór hann haustið 1942 og útskrifaðist þaðan á mjög skömmum tíma (1943), tók ágætt próf og hlaut verðlaun skólans. Árið 1946 keypti hann, ásamt öðrum, einn af stærri Svíþjóðar- bátunum, sem hann kallaði Vil- borgu, og gerði hann út í tíu ár. Þá seldi hann bátinn upp á Akranes og heitir hann nú Skipa- skagi. Um tíma var hann, ásamt öðrum útgerðarmönnum, aðili að félaginu Faxaver, sem rak frystihús á Kirkjusandi, og aðra fiskverkun. Einnig starfaði hann um tíma við sendibílastöð og hjá ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið i Kaup- mannahöfn, getitf Jiér lesitf Morgunblaðitf samdægurs, — metf kvöldkaf,!n'i í sjórborg- inni. y FAXAR .lÍugféÍags Isi.Vnil /1' i.ia blaðið daglega c5 það / < r komið samdægurs i-blaða- 7 i söluturninn í aðaljárnbrautar-. ■ -tötfinni við Káðhústorgið — íiovédbanegardens Ayiskiosk. FÁTT er ánægjule.gra en að lesa nýtt Morgunbíað,; þegar j veritf er á ferðalagi vtra eð.i dvalizf þar. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Síðustu árin, var.n hann hjá Landsbankanum og starfaði að eftirliti með birgðum fiskverk- unarstöðva. Árið 1933 giftist Sigurður Vil- borgu, dóttur Ólafs ísleifssonar skipstjóra og konu hans Stefaníu Pálsdóttur. Börn þeirra voru fjögur, Ólafur Stefán, bæjarfó- getafulltrúi í Kópavogi, Þórður Örn, menntaskólakennari, Bryn- hildur (dáin 1942) og Bryntiild- ur Ósk, hjúkrunarnemi. Sigurður Þórðarson var atorku- og áhugamaður. Hann var mjög vel verki farinn, harðduglegur og hlífði sér hvergi, góður og heppinn skipstjórnarmaður og glöggur. Hann var góður íþrótta- maður í æsku, þegar hann gat komið því við, áhugasamur KR- ingur alla tíð, eins og sannur vesturbæingur. Hann var snyrti- menni og lipurmenni í fram- komu. Þó að hann væri heldur hlédrægur maður að eðlisfari, var hann góður félagsmaður, s. s. í skipstjórafélaginu öldunni og urr skeið í samtökum útgerðar- manna. Heimili þeirra hjóna, frú Vilborgar og hans, síðast að Rauðalæk, var hlýlegt og fallegt og þar var alúðleg gestrisni og oft glatt á hjalla, er þangað sóttu vinir og ættingjar þeirra hjóna og barna þeirra. Sigurður var bókamaður, las allmikið ný íslenzk rit, var vel kunnugur íslendingasögum og las einnig talsvert norrænar og enskar bækur, einkum ævisögur og ferðasögur. í æsku mun hug- ur hans hafa staðið til bóknáms og fræða, en hann þurfti senmma að vinna fyrir sér og fór þá til sjós. Hann var í röð hinna beztu og ötulustu sjósóknarmanna, kjarkmaður, en yfirlætislaus og alúðlegur og féll nú mjög fyrir aldur fram, æðrulaus og stilltur, en okkur vinum hans til harms og saknaðar. V.Þ.G. Sendiherrann tekur við mikii- vægu embætti heima í Kanada SENDIHERRA Kanada á íslandi, J. L. E. Couillard, er staddur í Reykjavík, en hann mun láta af starfi sínu innan tíðar og taka við öðru nýju í Kanada. Morgunblaðið hefur haft tal af sendiherranum og fórust hon- um svo orð: — Ég er kominn hingað til að kveðja ríkisstjórnina og kunn- ingja, því ég læt af embætti nú á næstunni sem sendiherra hér. — Undanfarnar þrjár vikur hef ég dvalizt í Ottawa og fó?ég þaðan til Osló og stanzaði þar örfáa daga. Ég reyndi að komast hingað sl. mánudag og þriðjudag, en fullbókað var hjá flugfélög- unum. Hingað kom ég svo að- faranótt fimmtudags. — Ég hef þegar rætt við for- setann og utanríkisráðherra og hitt Bjarna Benediktsson, Geir Haligrímsson, borgarstjóra, og fleiri vini og kunningja. — Það eru nætri tvö ár frá því ég var skipaður sendiherra á íslandi með aðsetri í Osló. Ég kom hingað snemma í febrúar- mánuði 1962 til að afhenda trún- aðarbréf mitt og kom aftur í októbermánuði með konu minni. Þá ferðuðumst við um nágrenní Reykjavíkur, fórum til Þing- valla og annarra merkisstaða. — Við hjónin ætluðum að koma hingað í septembermánuði sl., til að ferðast um landið, en ég var kallaður til Ottawa svo úr heimsókninni gat ekki orðið. Konan mín er mjög hrifin af ís- landi og má segja, að hún hafi orðið yfir sig ástfangin í því í síðustu heimsókninni. — íslendingar er l sérlega vin- samlegir og hjálplegir og landið hefur eignazt góða vini, þar sem ég og kona mín erum. Þótt ég láti nú af starfi sendiherra verð- ur það ekki til þess að ég slíti sambandinu við landið og vinina hér. Þvert á móti. — Ég hef starfað 1 utanríkis- þjónustunni í 20 ár og verið mik- ið á ferðinni. Við hjónin erum ánægð yfir því að geta nú búið í Ottawa, þar sem við eigum hús. Við eigum 2 dætur og 5 syni. — Hið nýja starf mitt verður hjá Economic Counsil of Canada, en það er stofnun, sem verið er að koma á fót um þessar mund- ij;. Ráðið á að vera ráðgefandi Couillard sendiherra í efnahagsmálum fyrir ríkis- stjórnina, svo nú fæ ég tæki- færi til að vinna í sérgrein minni. — Formaður ráðsins hefur ver- ið skipaður dr. John Deutsch, en hann er talinn einn a-f fær- ustu sérfræðingum okkar í efna- hagsmálum. Ég verð einn af fram kvæmdastjórum ráðsins. — Síðar mun koma í ljós, hvernig hagráðið þróast, en það mun m.a. fjalla um bætta sam- búð atvinnurekenda og laun- þega, annast rannsóknir á hag- þróun Kanada, berjast gegn at- vinnuleysinu og benda á leiðir til að auka velmegun í landinu. — Ég hef mikinn áhuga á hinu nýja starfi rriinu, enda eru verkefnin margvísleg og bíða úr- lausnar. • SILFRI SIGRID UNDSET STOLIÐ. Lillehammer, 4. okt. NTB Um fjórða hluta hins fræga silfursafns Sigrid Undset var stolið aðfaranótt föstudaes- ins. Safnið er geymt í byggða safninu Maihaugen í Lille- hammer og munirnir, sem stol ið var, eru allir merktir safn inu. • TRYGGVI LIE GEGNIR EMBÆTTI FORSÆTIS- RáÐHERRA. Osjó, 4. okt. (NTB). Einar Gerhardsen, forsætis- ráðherra Noregs, fór í dag í sumarleyfi. í fjarveru Gerhard sens gegnir Tryggvi Lie em- bætti forsætisráðherra. Út- nefning hans í embættið kom á óvart, því að venjuiega er sá ráðherra, sem lengst hefur setitf í stjórn skipaður í það. Lie varð iðnaðarmálaráðherra í júní sl. □ UM SMABORGARA OG HUNDAHALD Undanyfarna daga hefur hunda- hald í Reykjavík enn borið á góma í dálkuim Velvakanda, og hefur þar hver spámaðurinn aif öðrum lýst „k)leinbiirger“- hugsunarhætti sínum á prenti. Tilefni þessara skrifa hunda- hatara bæjarins virðist vera meinleysislegur pistill, sem birtist sil. sunnudag frá „Vini bezta vinarins", og eru þetta þó raunar einu skynsamlegu skrifin um þetta mál, sem birzt hafa lengi. Þar er bent á þá sætt hundáeigenda og lög- reglunnar á Akureyri að hundaskattur var lagður á, og hver hundur fékk sína plötu, en hundaeigendur skuldbundu sig til að fara vel með hund- ana„ láta þá ekiki ganga lausa etc. Stungið er upp á því að svipuð lausn verði fundin hér í Reykjavík. Þegar á þriðjudag skrifar í Velvakanda „Víðförull“, og ræðst harkalega að öllu hunda haldi í hvaða mynd seim það birtist. Á föstudag býððr „Gangfléri" hundaeigendum á pataldur og vitnar í Grím Thomsen. Báðir þessir furðupennar láta það koma skýrt fram að þedir telljist til heimsborgara, og hafi út fyrir landsteina komið, en helzt má af skrifum þeirra ráða að það sem mest hafi skyggt á utanlandsreis- urnar sé, að þeir hafi stigið ofan í hundasaur á gangstétt um og vilja koma í veg fyrir að götur Reykjavíkur verði „útsparkaðar í bundasaur, og bílar og bús óviðkomandi fólks verði fyrir ótæmandji vstítns- gangi hundanna“, svo notuð séu orð „Víðföruls“. Ljótt er ef sa-tt er. ^ Eittihvað annað en víðsýni hafa þessir menn sótt á er- lenda grund, og verður vart annað sagt en að þeir sverji sig í hóp kerlihga þeirra í Vesturbænum, sem á hverju ári kveina um þrastadráp bannsettra kattanna. Skyldu menn nú raunar ætla að nóg væri af smiáborgarahætti á Is- landi þótit ekki sé hann einnig sóttur til útlanda. Bkki væri heldur ófróðlegt að kanna sálarlíf þess manns sem heldur því fram að hundar hafi ekkert uppeLdisgildi um- fram fugla og fiska, og klykk- ir út með því að lýsa því yfir að „þrælslund og matarást bundsins sé ekki uppbyggilég“, likit og „Víðförull“ gerir. Umræður um hundahaldið ættu í raun og veru að vera með öiilu óþarfar. Sjálfsagt væri að leyfa hverjum þeim, sem greiða vill tilskildan hundaskatt, sem gjarnan mætti -vera hár, að eiga sinn hund 1 friði. Myndu þá vart aðrir en þeir, sem sérstaka ánægju hafa aif hundum, leggja í þann kost- nað, þannig að vart yrði hætta á að hundalhaild yrði sú plága, sem ákveðnir menn vilja vera lláta. Verður það að tdlljaist furðulegt að á því herrans ári 1963 skuli menn hengja habt sinn á áratuga garnlan laga- bókstaf, sem enga stoð á sér lengur í raunveruleikanum, og trúlegast er tilkominn vegna sulilaveikinnar á sínum tíma, og forsendur hans þvi löngu úr gildi fallnar. Hundalhald á að leyfa i Reyfcjavík, með ströngum skil yrðum og eftirliti að sjálfsögðu og munu hundavinir þá á engan máta setja sig upp á móti því að Víðförul'l og Gang gleri leiki sér að fiskum sinum og fuglum, sem þeir virðast telja að hafi hið mésta upp- eldisgifldi, þótt ekki sé það að sjá _af skrifum þeirra. Vel má vera að emhverjir úr hinum þröngsýna hóp hundaihatara verði til þess að andmæla þessum fáu Mnum, en fram skal tekið að ekki er ætl- unin að nenna að eltast frekar við kelinganöldur þeirra. Ceres

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.