Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.10.1963, Blaðsíða 24
218. tbl. — Þriðjudagur 8. október 1963 SGÖGK STERKog STÍLHREIIV Elzta hús á Flateyri, Torfahúsiö, brunnið Tveir menn hætt komnir í eldinum Flateyri, 7. október. KL. -18.30 í gærkvöldi var slökkviliðið á Flateyri kvatt að svonefndu Torfa- húsi við Hafnarstræti, framarlega á Flateyra- tanga. Er húsið mjög illa farið af eldinum, sennilega ónýtt. Fjórir menn voru í hús- inu, er eldurinn kom vfjíþ. Tveimur tókst von bráðar að komast út, en tveimur varð bjargað með erfiðs- munum. Við þá björgun slasaðist einn slökkviliðs- mannanna, þó ekki alvar- lega. Eldurinn var um tíma mjög magnaður, og tók um 3 tíma að ráða niðurlög- um hans. Ekki voru önn- ur mannvirki í hættu, ut- an benzíntankur, sem þó tókst að verja. — Torfahús var elzfa hús á Flateyri, byggt um 1820. Eldurinn kom upp í suð- urhorni hússins, á efri hæð, og magnaðist allfljótt. Eins og fyrr" segir, voru 4 menn í húsinu, er-hans varð vart. Tveimur tókst að komast út án aðstoðar, en tveimur varð slökkviliðið að bjarga, og var þá mikill eldur og reykur kominn í húsið. Brjóta varð glugga til að ná öðrum mann anna út, og við það skarst einn slökkviliðsmaðurinn illa á ökla. Varð að flytja hann í sjúkrahús staðarins, þar sem hann dvelst nú. Ekki er hann hættulega særður, en fullvíst er þó talið, að hann muni verða alllangan tínia að ná sér. Torfahús er byggt 1821, og er elzta hús á Flateyri. Var það reist á sínum tíma af Svensen, kaupmanni. Húsið hefur nú löngu látið af upp- runalegri m.vnd sinni, þar sem byggt hefur verið við það, og ofan á það. Aðeins miðhlutinn niðri hélt upphaf- legri mynd sinni. Húsið er eign Fiskiðjunnar á Flateyri, og í norðurenda voru skrifstofur fyrirtækisins til húsa. í suðurehda voru húsakynni nokkurra manna. Eldsupptök eru ókunn. — Kristján Stálu áfengissendingu úr skipaafgreiðslu # / Þjófarnir rufu þakið á geymsluskála Aðfaranótt sunnudag var rif- ið gat á þakið á afgreiðslu Rík- isskips í Vestmannaeyjum, til'að komast að áfenglssendingum, og stolið þaðan kassa af Vodka og sígarettulengjum, en í Vest- mannaeyjum er engin áfengisút- sala og félög og einstaklingar fá áfengissendingar með skipum og flugvélum. Lögreglan í Vest- mannaeyjum hafði upp á tveim- ur mönnum, sem hafa játað á sig innbrotið. Jafnframt hafa komizt upp fleiri innbrot og ó- lögleg áfengissala. Mennirnir tveir höfðu setið að drykkju á laugardag, en ann- ar þeira mun hafa verið búinn að undirbúa eitthvað áður inn- brot í afgreiðsiuna. Rifu þeir upp tvær bárujárnsplötur á þak- inu, og söguðu klæðninguna und ir í sundur og skriðu inn um op- ið. Þá brutust þeir inn í geymsl- una í afgreiðslunni og stálu 12 flöskum af Vodka. Þetta munu þó vera vandlátir vínmenn, því þeir hafa fyrst opnað kassa með brennivínsflöskum, en litu ekki við innihaldinu. Mennirnir, sem eru heima- menn í Eyjum, brutust síðan út úr húsinu um aðaldyrnar, þar eð erfitt var útgöngu upp um þakið. Varð enginn var við ferð- ir þeirra um nóttina. Drukku þeir nokkuð af víninu og seldu eitthvert magn af þvL Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði upp á þjófunum á sunnu- daginn og handtók þá. Fannst þá um helmingur áfengisins hjá beim. > Við yfirheyslu kom í Ijós að annar þeirra hafði átt þátt í Framh. á bls. 23 Fernt slasast í hörðum árekstri LAUST eftir kl. hálf fjögur í gær varð mjög haröur árekstur milli sendibíls og lítils fólksbíls á mótum Barónsstígs og Eiríks- götu meö þeim afleiðingum aö tvær konur, og tvö börn í fólks- bílnum slösuðust. Var fólkið flutt í slysavarðstofuna, en reyndist ekki alvarlega slasað. Nánari atvik voru þau að sendibíllinn kom vestan Eiríks- götuna en fólksbíllinn, sem er af Daf-gerð, kom sunnan Baróns- stíg. Segja sjónarvottar að bóð- um bílunum hafi verið ekið við- stöðulaust út á gatnamótin, þar sem þeir skullu saman, án þess að tilraun yrði gerð til þess að hemla, að því er séð varð. ■ Við áreksturinn snerust báðir bílarnir og skullu með framend- ann á steinvegg suðaustan gatna- mótanna, og stórskemmdust. í Daf-bíinum voru vtvær syst- ur, Ingibjörg Jónasdóttir, Birki- mel 10A og Guðný Jónasdóttir, Reynimel 28, auk tveggja barna Ingilbjargar, Önnu Þóru Björns- dóttur, 1 árs og Jónasar Björns- sonar, 5 ára. Voru þau öll flutt í slysavarðstofuna, en ekki munu meiðslin hafa reynzt alvar leg. Umferðardeild rannsóknarlög- 5600 -manns sáu úrslitaleik Bikakeppni KSÍ milli KR og Akraness á sunnudaginn. KR sigraði meö 4 mörkum gegn 1 og hefur ekkert annaö félag enn unnið bikarinn, sem nú ver keppt um i 4. sinn. — Sjá íþróttasíðu á bl.s 22. — Ljósm.: Sveinn Þorm. reglunnar tjáði Mbl. í gær að á þessum gatnamótum hafi oft orð ið harðir árekstrar. Nú væri hina vegar búið að koma upp merkj- um um stöðvunarskyldu, þannig að þeir bílar, sem um Baróns. stíg aka, eiga forgangsrétt. Ekkl hafði umferðardeildin hugmynd um þessi nýju merki fyrr en á slysstað kom í dag, og telur að uppsetning þeirra hafi ekki ver- ið auglýst sem skyldi. Suðvesturlandssíldin reykt og soðin niður Nýtt fyrirtæki reisir verksmiðju í Hafnarfirði NÝLEGA var stofnaö fyrirtækiö Norðurstjaman hf. í þeim til- gangi að reisa verksmiðju til framleiðslu á niðursoðinni reyktri Suöurlandssíld, en Suður- landssíld, en Suöurlandssíldin mun einkum vera hentug til að sjóðast niður reykt, þar eð hún er ekki eins stór o.g feit og Norðurlandssíldin. Á verksmiðj- an að vera í Hafnarfirði, en norskt fyrirtæki hefur tekið að Glæsilegt bílhap pdrætti S jálf stæðisf lokksins Vinningur Mercedes Benz fólksbifreið 320 þús. kr. virði — Dregið eftir mánuð í DAG hefst sala á miðum í glæsilegu skyndihappdrætti, sem Sjálfstæðisflokkurinn efnir til. Er vinningurinn Mercedes Benz fólksbifreið, árgerð 1964, 320 þús. krónur að verðmæti. Um þennan glæsilega vinning verður dregið 8. nóvember nk. Er því skammur tími til stefnu, og er skorað a fólk að tryggja sér miða strax. Verð miðans er 100 kr. Sala happdrættismiðanna hefst eins og fyrr greinir í dag. Eru stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks ins sérstaklega hvattir til þess að taka höndum saman um sölu happdrættismiðanna. Með sam- stiiitu átaki verða miðarnir allir seldir svo sem jafnan áður, og er þess einnig vænzt að allir þeir, sem fá miða senda, geri skil hið fyrsta, og dragi það ekki til síð- asta dags. I Reykjavík fást mið- arnir í skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins við Thorvaldsenstræti og einnig verða miðar seldir úr vinningsbifreiðinni. Talið hefur verið nauðsynlegt að efna til skyndihappdrættis þessa til þess að treysta fjárhag Sjálfstæðisflokksins og undirbúa þá fjölþættu flokksstarfsemi, sem framundan er. Er því treyst á samhug og samhjálp þeirra, sem til er leitað og ætíð hafa sýnt fullan skilning á nauðsyn þess að styrkja Sjálfstæðisflokkinn í hvívetna, — skipulag, starfs- hætti og haráttuaðstöðu. Með samstilltum huga sækist leiðin að settu marki: — Betra og traust ara þjóðfélagL sér að selja framleiðsluna er- lendis og er hún einkum ætluð á Bandaríkjamarkað. Hluthafar í fyrirtækinu eru Tryggvi Ólafsson, forstjóri Lýsia hf., Pétur Pétursson, framkvstj, Lýsis, Ólafur O. Johnson, forstj. O. Johnson & Kaaber, Ólafur Finsen, forstj. Vátryggingarfé. lagsins hf., Árni Kristjánsson, forstj. Dósaverksmiðjunnar hf. og frú Kristine Eide Kristjáns- son, meðstjórnandi Dósaverk. smiðjunnar hf. Mbl. leitaði í gær upplýsinga um hið nýstofnaða félag hjá Árna Kristjánssyni. Hann sagði að nýlega væri búið að fá lóð undir verksmiðjuhúsið við höfn- ina í Hafnarfirði, við hliðina á frystihúsi Bæjarútgerðarinnar. — Yrði þar reyst 2 þús. ferm. bygg. ing, að mestu á einni hæð og væri undirbúningur hafinn. Væri keppt að því að byggingum yrði lokið og verksmiðjan tilbúiu fyrir haustvertíð 1964. Fyrirtæk. ið Chr. Bjelland A/S í Stavanger hefði samþykkt að senda fag- menn til að kenna öll handbrögð um framleiðsluna og vera ráð- gefendur um vélauppsetningu, og síðan að selja alla framleiðsl una erlendis. Slík reykt niðursoðin síld nefn. ist á ensku Kippered herring og þykir víða góð. Norðmenn selja mikið af henni til Bandaríkjanna og er ætlunin að þangað fari ís« lenzka framleiðslan að mestu einnig. Suðvesturlandssíldin hér hefur sem kunnugt er verið fryst og söltuð, en ekki fyrr soðin nið- ur reykt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.