Morgunblaðið - 12.10.1963, Page 13
Laugardagur 12. okt. 1963
MORGUNBLAÐID
13
Dr. Páll ísúlfsson tdnskald sjötugur
1 TILEFNI af sjötugsafmæli dr. Páls ísólfssonar kemur í dag út hjá
Helgafelli, forlagi Ragnars Jónssonar, bók um dr. Pál, sem Jón
Þórarinsson hefir tekið saman. í bókinni er mikill fjöidi mynda auk
ritgerðar um störf Páls og þátt hans í þróun íslenzkrar tónlistar, enn-
íremur skrá yfir helztu tónverk hans.
í fomiála ’segir m. a.:
„Þessi bók er gefin út á sjötugsafmæli dr. Páls ísólfssonar.
Hún á að bregða upp svipmyndum af honum og umhverfi hans
á ýmsum tímum, af þeim sem næstir honum hafa staðið og standa,
þeim sérstæðu skilyrðum, sem hann hefir alizt upp, lifað og starf-
að við. Jafnframt á hún að minna á þá þakkarskuld, sem íslenzka
þjóðin á honum að gjalda fyrir óhvikula forystu hans um upp-
byggingu tónlistarlífs í landinu allt frá því að hann hélt fyrstu
orgeltónleika sína í dómkirkjunni í Reykjavik 5. marz 1916.“
Hér fara á eftir kaflar úr ritgerðinni um dr. Pál og störf hans:
Afmœliskveðja
frá Mbl.
Á SJÖTUGSAFMÆLI Páls ísólfssonar er honum
þakkaöur sá mikilvægi skerfur sem hann hefur lagt
til íslenzkrar menningar. Hann fór ungur utan og
lagði stund á tónlist í' Tiöfuðvígi Johans Sebastian
Bachs, Leipzig. Veganestið var gott, blóð ólgandi af
tónlist og söltu brimi fjörunnar. ,
Það var stór viðburður þegar þessi ungi Stokks-
eyringur kom heim til Reykjavíkur; það var eins og
eldur færi um hljómsnauða samtíð þessara fábreyttu
daga. Margir nýir strengir höfðy bætzt í hörpu Páls
ísólfssonar, strengir heimstónlistarinnar sjálfrar;
hann var þegar gott tónskáld og mikilhæfur organ-
isti. Má raunar segja að hann hafi vegna túlkunar
sinnar á Bach orðið sá íslendingur sem fyrstur komst
í námunda við svokallaða heimsfrægð. Það var gæfa
Islands að hann kom heim að námi loknu, þrátt fyrir
áskoranir um að taka að sér organistastörf á erlend-
um vettvangi. Samt átti hann eftir að auka drjúgum
við list sína; þarf ekki að eyða að því orðum hve
heillarík áhrif það hefur haft í ekki stærri borg en'
Reykjavík, að hafa svo frábæran dómorganista á
þroskaárum hennar. Hann kom inn í íslenzkt nienn-
ingar-^>g þá einkum tónlistarlíf eins og ferskur and-
blær úr suðri. Síðan hefur hann ávallt mótað ís-
lenzka tónlist af smekkvísi og kunnáttu heimsborg-
arans.
Lesendur Morgunblaðsins eiga dr. Páli margt að
þakka. Það var ómetanlegt fyrir blaðið að hann
skyldi taka að sér tónlistargagnrýnina. Það starf
rækti hann af kunnáttu og skilningi og þeirri smekk-
vísi honum er innborin. Fyrir þær sakir stendur
blaðið í þakkarskuld við hann og verður hún seint
goldin. Á þessum merku tímamótum í lífi hans sendir
Morgunblaðið dr. Páli innilegustu afmælisóskir.
Páll ísólfsson segir oft við gesti sem koma í heim-
sókn í ísólfsskála: „Vitið þið hvaða land mundi blasa
við lengst í suðri ef þið sæjuð yfir hafið?“ Svo bendir
hann út á hvítfext Atlantshaf og bætir við áður en
gestum gefst tóm til að svara: „Nei, þið vitið það ekki,
en það er Suðurskautslandið. Og ég hef stundum séð
móa fyrir því“.
Fæstir trúa dr. Páli þegar hann stendur í Stokks-
eyrarfjöru og segist hafa séð land langt í suðri. En
þeim er óhætt að trúa honum. Hann hefur séð mörg
lönd sem öðrum eru hulin.
íslenzkt tónlistarlíf hefir á
nokkrum áratugum þróazt úr al-
gerum frumbýlingshætti og sár-
ustu fátækt til þeirra bjargálna,
að það mun nú, þegar alls er
gætt, mega teljast sambærilegt
í flestum greinum við það sem
gerist með öðrum menningar-
þjóðum. Margir hafa hér unnið
dyggilega, og ytri aðstæður,
batnandi lifskjör og vaxandi vel-
megun þjóðarinnar, hafa hjálpað
til. En einn maður hefir öðrum
fremur lagt á ráðin og markað
stefnuna á síðasta og viðburða-
ríkasfa skeiði þessarar þróunar.
Sá maður er dr. Páll ísólfsson.
Þegar hann hófst handa, fyrir
meira en fjórum áratugum, bar
hann höfuð og herðar yfir starfs-
bræður sína hér að þekkingu og
víðsýni. Hann átti að baki'glæsi-
legan náms- og starfsferil erlend-
is, hafði dvalizt langdvölum í
einni helztu tónlistarborg álf-
unnar og teygað andrúmsloft
hennar. Tónle.ikar, sem hann
hafði haldið hér heima öðru
hverju frá því snemma á náms-
árum sínum, höfðu verið stór-
viðburðir hér í fásinninu. Þeir,
sem áhuga höfðu á uppbyggingu
íslenzks tónlistarlífs, þekktu því
brátt í honum höfðingja sinn og
leiðsögumann. Hann brást ekki
vonum þeirra. Hann gerðist for-
ystumaður og merkisberi, sem
allir heilhuga unnendur íslenzkr-
ar tónlistar gátu borið traust til
og fylkt sér um. Hann reyndist
ódeigur hugsjóna- og baráttu-
maður, en þó hófsamur, sam-
vinnuþýður og sanngjarn. Brátt
þótti engum ráðum fullráðið um
íslenzk tónlistarmál, nema hann
væri þar til kvaddur. Þess vegna
er saga hans jafnframt saga
íslenzkrar tónlistar í hartnær
hálfa öld.
Þegar Páll ísólfsson hvarf
heim til íslands árið 1921, eftir
sjö ára dvöl við hám og starf
í Þýzkalandi, hafði hann aflað
sér staðbetri menntunar á sínu
sviði en nokkur annar íslend-
ingur fram til þess tíma og hlot-
ið óskoraða viðurkenningu sem
listamaður. Um þetta leyti og á
næstu árum hélt hann marga
tónleika á ýmsum stöðum er-
lendis, einkum í Þýzkalandi og
Danmörku. Ummæli um leik
hans voru mjög á einn veg og
svo lofsamleg, að fágætt er um
listamann, sem er að hefja feril
sinn. Þegar hér var komið höfðu
Islendingar hlotið pólitískt sjálf-
stæðí, en í tónlistarmálunum
höfðu engar stórbreytingar orðið.
Það lýsir ástandinu betur en
wnnt væri í löngu máli, að um
érabil hafði íslenzkt tónlistar-
líf ekkert starf að bjóða slíkum
manni, þar sem hæfileikar hans
og menntun gætu notið sín.
Þegar þessar aðstæður eru
hafðar I huga, hlýtur það að
vekja furðu, að Páll skyldi snúa
heim í stað þess að gefa sig að
tónleikahaldi erlendis, þar sem
•úðsætt er að margar leiðir hefðu
©rðið honum greiðar, eftir þeim
inóttökum, sem hann hafði þeg-
•r fengið. Mikils metnar fastar
stöður mundu og hafa staðið
honura opnar utanlands. En
hann tók hinn kostinn — þann
sem vérri mátti sýnast;— að setj-
ast að á íslandi, hafa ofan af fyr-
ir sér, að minnsta kosti fyrst
um sinn, með einkakennslu og
öðrum hversdagslegum störfum
en hafa tónleikahald, heima og
erléndis, í hjáverkum. Þessi á-
kvörðun getur ekki hafa verið
auðveld. Ef til vill hefði hún
verið auðveldari, ef unnt hefði
verið að sjá fyrir þær breyting-
ar á íslenzkum þjóðarhögum,
sem síðan hafa orðið. En þær
voru enn langt undan og Páll
ekki þekktur að slíkri ófreskis-
gáfu, enda munu aðrar skýring-
ar á ráðabreytni hans sanni nær.
Það þurfti aðra þúsund ára
hátíð, Alþingishátíðina 1930, til
þess að koma nýrri hreyfingu
á tónlistarmálin íslenzku. En
það ár urðu tímamót, sem lengi
mun verða tniðað við í'tónlistar-
sögu okkar. Á hátíðinni sjálfri
var frumflutt mesta tónverk,
sem fram til þess tíma hafði
heyrzt eftir nokkurn íslending,
Alþingishátíðarkantata Páls ís-
ólfssonar, og annar tónlistar-
flutningur, einkum kórsöngur,
var þar meiri og veglegri en áð-
voru dæmi til hér. Stuttu áður
hafði Tónlistarfélagið verið
stofnað, og hefir það alltaf síðan
haft forgöngu um svo fjölbreytta
og vandaða tónleika innlendra
og erlendra listamanna í Reykja-
vík, að þeir mundu sóma sér
vel í hvaða höfuðborg sem væri.
Félagið hafði um árabil bæði
hljómsveit og kór á sínum veg-
um og flutningur þess á óratorí-
um, óperettum og óperu var á
sínum tíma stórfellt landnám. Nú
setti félagið á stofn Tónlistar-
skólann í Reykjavík, sem það
hefir rekið við vaxandi gengi
til þessa dags, og verða áhrif
hans æ meiri og augljósari eftir
því sem tímar líða. Enn reis
á legg á þessu ári Ríkisútvarp-
ið, sem frá upphafi hefur flutt
hlustendum sínum um dreifðar
byggðir landsins mikið af úrvals-
tónlist, þar á meðal flest það
merkasta, sem á boðstólum hefir
verið í tónleikasölum Reykja-
víkur, og á nú í vaxandi mæli
beinan þátt í uppbyggingu tón-
listarlífsins, meðal annars með
hlutdeild sinni í rekstri Sinfóníu
hljómsveitar íslands.
Frá þessum tímamótum er for-
ysta Páls ísólfssonar í íslenzk-
um tónlistarmálum óumdeilan-
leg. Allar fyrrgreindar stofnan-
ir hafa notið reynslu hans, þekk-
ingar og framsýni, sér og þjóð-
inni allri til ómetanlegs gagns.
Tónlistarfélaginu hefir hann ver-
ið til ráðuneytis um allar meiri
háttar framkvæmdir þess, og
mjög oft komið fram á tón-
leikum félagsins, bæði sem
organleikari, píanóleikari, hljóm-
sveitarstjóri og söngstjóri. Og
sem skólastjóri Tónlistarskól-
ans og tónlistarstjóri Ríkisút-
varpsins hefir hann leyst af
hendi -störf, sem þessar stofnan-
ir munu lengi búa að. Er þá
enn ótalið það embætti, sem hon-
um mun vera hugfólgnast allra,
sem hann hefir haft á hendi, en
það er organleikarastarfið við
dómkirkjuna í Reykjavík.
Það má þykja furðu sæta, að
Páli Isólfssyni skuli nokkru sinni
hafa gefizt tóm frá þessum um-
fangsmiklu störfum —■ og öðr-
um, sem hér er ekki rúm til að
telja — til þess að sinna svo tíma
frekri iðju sem tónsmíðar eru.
Víst er um það, að þær tóm-
stundir hafa orðið alltof fáar og
slitróttar og afköstin því miklu
minni en æskilegt hefði verið.
því að það, sem eftir hanu liggur
af tónverkum, er nær undan-
tekningarlaust í flokki þess íllra
bezta og mérkasta, sem íslenzk
tónskáld hafa látið frá sér fara.
Skrá um helztu verk hans er að
finna í lok þessarar bókar.
Stíllinn í tónverkum hans ber
talsverð merki hins þýzka skóla
frá fyrstu áratugum aldarinnar.
Þau eru rómantísk að yfirbragði
og hljómbyggingu en klassísk að
formi. Syipur þeirra er norrænn
og karlmannlegur, mörg þeirra
eru stór í sniðum, tilþrifamikil
og hugmyndaauðug, og stundum
— ekki sízt í síðari verkunum —>
gætir sterkra áhrifa íslenzkra
þjóðlaga.
Þrátt fyrir þann miklá og dýr-
mæta skerf, sem Páll hefir lagt
til íslenzkra tónbókmennta með
tónsmíðum sínum, mun þó mega
segja, að við hljóðfæri sitt, orgel-
ið, njóti hann sín fyrst til fulls.
Þar er hann óumdeilanlegur
meistari, sem á fáa sína líka,
hvar sem leitað væri. Og fram
á síðustu ár hefir list hans verið
að skírast og fegrast, dýpka og
auðgast.
Páll ísólfsson fæddist og ólst
upp við kröpp kjör í fátæku
fiskimannaþorpi, þar sem bar-
áttan fyrir daglegu brauði sat £
fyrirrúmi fyrir flestu öðru. En
hann naut frá bernsku ylsins af
fornri sögu og nýju lagi, sem
faðir hans lék af fingrum fram
á litla stofu-orgelið á hljóðum
rökkurstundum að loknu erfiðu
dagsverki. Og umhverfið var
mikilúðlegt: víður og glæstur
fjallahringur til landsins en út-
hafið á aðra hlið. I brimgnýnum
við ströndina, sem raunar felur
í sér alla tónlist veraldarinnar,
samda og ósamda, heyrði hann
barn máttugri hljóma og stór-
brotnari tónmyndir en nokkur ís-
lenzkur maður hafði til þess
tíma laðað fram úr hljóðfæri eða
fest á blað. Sumar þessar hug-
myndir hafa fylgt honum æ síð-
an ög orðið uppistaða í tónverk-
um hans.
Forsjónin, í gervi föðurbróður
hans, Jöns Pálssonar, jeiddi hann
til framandi lands, heimaalinn ís-
lenzkan sveitapilt, óskólageng-
inn, næstum mállausan í fyrstu
og ekki meir en svo undirbúinn
undir það nám, sem hann ætlaði
að stunda. Þar komst hann til
hins mesta frama og hvarf að
lokum aftur heim, margvís og
hámenntaður heimsmaður og
viðurkenndur snillingur í sér-
grein sinni.
Því að rætur hans stóðu djúpt
í jarðvegi átthaganna, eins og
vera mun um marga þá menn,
sem heilsteýptastir eru og mestr-
ar gerðar. Þegar hann var er-
lendis, leitaði hugur hans jafn-
an til íslands, á íslandi til Stokks
eyrar, á bernskustöðvarnar. Slík-
um manni hentar ekki flökkulíf
farajidsnillingsins. Þess vegna
sneri hann heim.
Þess vegna hefir íslenzka þjóð-
in fengið að njóta allrar, orku
hans, starfs og snilli. Hún hefir
auðgazt af því, hafizt á æðrá
menningarstig, orðið meiri þjóð.
Jón Þórarinsson.
☆
S XJ* var tíðin, að ég kunni meíra
í söngfræði en Páll. Lærði ég
hjá ágætum kennara, Jónasi
Helgasyni, organista. Þá lærði ég
um heilnótur, hálfnótur, fjórðu-
parta, áttui luparta, sextándu-
parta o. fl. Vandlega las ég um
takthluta og vakttegundir, um
nótnastreng og nótnalykla, um G-
lykil og F-lykilinn eða bassalyk-
ilinn.
En hvað kunni Páll? Hann lá
í rúmi sínu á Stokkseyri og grét
nótnalaust. En þá gat ég sagt
grave og vivace, þá þótti mér
gaman að segja Tempo di tnarcia.
Framh. á bls. 15.