Morgunblaðið - 12.10.1963, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.10.1963, Qupperneq 17
Laugardagur 12. okt. 1963 MORGUNBLAÐID 17 Magnús Matthíasson stórkaupm. Minning HANN VAR fæddur 3. apríl 1888 og lézt 7. október 1963. Með Magnúsi er frá fallinn yngsti sonur Matthíasar skálds Jochums sonar, og yngsta barn hans er upp komst. Eru þá enn á lífi aðeins tvö börn skáldsins, frú Þóra í Reykjavík og Gunnar í Los Angeles. Öll voru börnin af þriðja hjónabandi hans, en þriðja kona hans var, sem kunn- ugt er, Guðrún Runólfsdóttir frá Móum á Kjalarnesi. Magnús ólst upp í fjö-lmenn- um og glaðværum systkinahópi og varð fljótt tápmikill ungling- ur, að því er leikfélagar hans frá uppvaxtarárunum á Akur- eyri hafa sagt mér. Hann var góðum gáfum gæddur og hefði eiginlega átt að ganga mennta- veginn, enda var hann alla tíð mjög bókhneigður og vel sjálf- menntaður maður. Er hann nálgaðist venjuleg- an menntaskólaaldur voru efn- in ekki fyrir hendi, að hann yrði settur til mennta. Sjálfur drap hann einu sinni á þetta atriði við mig á þessa leið: „Þeg- ar búið var að kosta elzta bróð- urinn til læknisnáms í Kaup- mannahöfn, þá voru nú ekki til gildir sjóðir í kotinu heima, er dugað hefðu til skóla- og há- skólanáms yngri barnanna“. En Magnús var framgjarn, ungur maður, sem trúði á mátt sinn og megin, eins og margir ung- mennafélagar frá árunum skömmu eftir aldamót. Hann hélt til Ameríku og lagði þar gjörfa hönd á margt og kynnt ist lífinu og hinum stóra heimi. Ótrúlega vel tileinkaði hann sér á þeim árum enska tungu, svo að er heim kom síðar var hann orðinn þaullesinn í pnskum heimsbókmenntum. Síðar á æv- inni varð hann löggiltur skjala- þýðari í ensku. „Römm. er sú taug er rekka dregur föðurtúna til“, segir mál- tækið, og sú varð raunin á um Magnús Matthíasson, því að er hann hafði fengið nóg af Ameríkudvölinni hélt hann aft- ur heim til gamla Fróns. Hann réðst þá til skrifstofu- starfa hjá mági sínum, Jóni stór- kaupmanni og tónskáldi Laxdal, sem á þeim tíma hafði talsverð- an rekstur með höndum og um- svif í. Reykjavík. Hann var kvæntur Elínu systur Magnúsar. Fór vel á með þeim, honum og mági hans, og reyndist Magnús með tímanum mjög hæfur skrif- stofustjóri Jóns. Svo fór þó að Magnús hafði hug á að verða sinn eiginn hús- bóndi. Kom hann því fram og tókst að koma á fót eigin heild- verzlun. Blessaðist það fyrirtæki vel, svo að með tímanum gat hann látið byggja stórhýsið Tún götu 5, sem hann bjó í til ævi- loka. Er vænkast tók hagur Magn- úsar festi hann ráð sitt og kvænt ist Matthildi Einarsdóttur skálds Kvaran, glæsilegri og gáfaðri konu. Við náin kynni af heimili þeirra hjóna varð maður þess fljótt var að hún bar frábær- lega gott skyn bæði á hljóm- list og aðrar listir. Hún lék mjög vel á hljóðfæri, og var víða heima í skáldskap og myndlist. Heyrði ég oft á Magnúsi hve vel hann kunni að meta hina skörpu dómgreind konunnar á þessum sviðum, er sérstaklega gefa líf- inu gildi og fyllingu. Einn son barna eignaðist Magn ús áður en hann giftist, Eirík Magnússon, rafvirkjameistara, sem búsettur er í Reykjavík. Fór vel á með þeim feðgum og mjög unni hann þessum einkasyni sín- um og börnum hans. Verzlunarstörf léku mjög í höndum Mpgnúsar, og sérstak- lega öll viðskipti við erlenda aðila. Þó urðu verzlunarstörfin honum töluvert ógeðfelldari á tímum innflutningsleyfa og banna, og dró hann þá mjög úr verzlunarrekstri sínum. Hann kom mörgu fram, sem hann beitti sér að í störfum sín- um, en mesta afrek hans á lífs- leiðinni tel ég að hann hafi unn- ið árið 1936, er hann réðist í það, svo að segja mitt í krepp- unni á þeim tíma, að gefa út "heildarútgáfu af ljoðum föður síns. Einkunnarorð fyrir þeim ljóðmælum valdi hann úr nýjárs ^sálmi skáldsins: „í sannleik hvar sem sólin skín, er sjálfur guð að leita þín.“ Ég held að þar hafi verið rétt valið, því einmitt trúarljóð- in eru þungamiðja í kvæðum Matthíasar. í þeim skin sólin, og þar finna menn nálægð alföð- ur. Með 3. heildarútgáfu ljóða Matthíasar, mikið aukinni frá fyrfi útgáfum, vann Magnús verk, sem öðrum hefði ekki tek- ist án fjárstyrks. Honum tókst að láta útgáfuna bera sig, með því að selja sérstaklega, dýrara verði, 150 vönduð, sérprentuð, tölusett eintök ljóðmælanna, skrautlega og eigulega bók. Sýndi hann með því fyrirkomu- lagi einstaka kaupsýsluhæfileika, því að á þeim tíma var bóka- útgáfa sem þessi ekkert gróða- fyrirtæki hér á landi. Með þessu tókst honum að selja hina al- menn útgáfu ljóða þjóðskálds- ins ódýrara .verði og naut all- ur altnenningur góðs af því, sam fara því að Magnús heiðraði með útgáfum þessum minningu föður síns ári eftir áldarafmæli hans. Fleiri bækur föður síns gaf Magnús út á þessum árum. Má þar nefna Shakespearsleikrita þýðingar hans, þýðingu hans á Manfred eftir Byron og þýðingu hans á Friðþjófssögu Tegners. Síðasttalda bókin er máske frá Magnúsar hendi einhver hin smekklegasta útgáfa lítillar bók ar, sem sézt hefur hér á landi, myndskreytt og í skinnbandi. Ber hún vott smekkvísi Magnúsar og kunnugleika hans á vönduð- um frágangi erlendra bóka. Magnús heitinn var hlédrægur maður, og gumaði lítt af því, sem honum hafði tekizt að af- reka í lífinu. Hann var vinur vina sinna og frábærlega ráð- hollur. Sá sem þetta ritar á hon- um margt gott upp að unna, hans styrku hjálparhönd, sem bæði mig og aðra studdi á lífs- leiðini. Farðu vel kæri frændi á guðs þíns fund, þótt skarð sé fyrir skildi fyrir okkur, sem eftir lifum. Baldur Steingrimsson. Hann ólst upp í foreldrahúsum og starfaði, er hann hafði aldur til í bankaútibúi á Akureyri. Lið lega tvítugur að aldri fluttist hann til Vesturheims, fyrst til bróður síns, Gunnars, er þar var búsettur, en seinna dvaldist hann víða á Kyrrahafsströnd og í Alaska við ýmisskonar störf. Ekki féll honum allskostar Ame- ríkuvistin, að hann kysi að setj ast þar að, enda var þá skollin á heimsfctyrjöldin fyrri og óhægt um vik fyrir unga menn, sem ekki voru. Bandaríkjaþegnar. Þeir þóttu sjálfkjörnir til her- skyldu. Magnús hélt því austur yfir haf að nýju og settist að í Reykjavík, þar sem hann átti heima æ síðan. Hann lagði fyrir sig verzlunarstörf og var í fyrstu í félagi við mág sinn, Jón tón skáld Laxdal, en síðar stofnaði hann til eigin heildsölu og rak um árabil. Magnús var kvnætur Mathilde Einarsdóttur Kvarans skálds, glæsilegri konu og hámenntaðri, sem lifir mann sinn. Þeim varð ekki barna auðið, en Magnús hafði áður en hann kvæntist eignast son, Eirík, sem búsettur er hér í borg. Magnús Matthíasson var mað- ur ljúfur í lund, glaður í bragði, skemmtinn og orðheppinn. Vera má, að löng ævi hans hafi ekki einlægt verið tómar sólskins- stundir, en hann mun hafa kunn að mörgum betur að bera harm sinn í hljóði og flíka ekki til- finningum sínum við ókunnuga. Ég minnist þess, er ég kom til Reykjavíkur haustið 1919 og keypti fæði hjá hinni frábæru Magnús væri þar mest dáður allra, sem þar voru í fæði, enda var hann hrókur alls fagnaðar, glæsimenni og snyrtimenni i sjón og snjallur í máli í bezta lagi. Við áttum nokkuð saman að sælda þennan eina vetur, en upp frá því lágu leiðir okkar lít- ið saman, svo við urðum frekar lítið kunnugir hvor öorum hin seinni árin. Nú, þegar Magnús frændi minn er horfinn af sjónarsviði, vil ég þakka honum þau stuttu kynni, er við áttum saman og kveðja hann með þessum orðum föður hans: „Frændur vinl fagna, fást mun nóg að starfa, „lífs og liðnum gagna, lærðu feður arfa. „Það er grátleg gleymska, Guð að hugsa snauðan. „Mannsins hinzta heimska, hræðslan sé við dauðann. Magnús Jochumsson. sæmdarkonu, frú Ástjj Hall- grímsson, að meðal þeirra, sem þar borðuðu, var frændi minn Magnús Matthíasson og sá ég hann í fyrsta skipti þar í henn- ar húsi. Mér virtist svo, sem F ramhaldsleikrit eftir Cronin í haust í Útvarpsdagskránni í hauát verður framháldsleikrit eftir A. J. Cronin, gert eftir sögunni, sera gerði hann heimsfrægan árið 1931 „Hatters Castle". Ekki er vitað hvaða nafn þýðandinn, Ás- laug Árnadóttir, gefur leikritinu, en það gæti heitið Höll hattar- ans. Á flutningur leikritsins að byrja fyrst í nóvember og er það í 10 þáttum. Cronin hefur jafn- an lag á að halda athygli les- enda sinna fanginni, og má því búast við að útvarpshlustendur eigi eftir að kunna að meta fluta inginn á verki hans. MAGNUS VAR fæddur á Akur- eyri, yngsti sonur séra Matt- híasar Jochumssonar og síðustu konu hans, Guðrúnar Runólfs- dóttur úr Saurbæ á Kjalarnesi. Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt leikritið Andorra 40 sinnum við ágæta aðsókn. Nú eru aðeins fáar sýningar eftir á leikn- um og verður sú næsta á föstudagskvöldið. Myndin er af Róbert Arnfinnssyni og Val GíslasynL ELDVARNARVIKAIM 1963 Vér bendum yður á: að brunatryggíng er nauðsynleg, þrátt fyrir allt Slíka tryggingu fáið þér hjá oss

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.