Morgunblaðið - 12.10.1963, Side 20

Morgunblaðið - 12.10.1963, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. okt. 1963 BRJÁLAÐA HÚSID @ ELIZABETH FERRARS — Það skrítna við það er, hélt frú Fry áfram, og brýndi ofur- lítið raustina, — að lögreglan skuli þekkja þetta efni, og af öllum þeim, sem hér eru staddir, ma tti segja mér, að Colin einn þeltkti það. Og samt erum við öll sæmilega menntað fólk. Gurr lögregluþjónn kann að vera greindari en við, en hitt er ótrú- legt, að hann sé menntaðri. En nú hef ég fengið hugmynd því viðvíkjandi. Vitanlega er mér Ijóst, að það þarf ekki að vera neitt að marka hana, en ég ætla nú samt að segja hr. Dyke frá henni og vita, hvað hann segir um hana. Hr. Dyke, haldið þér ekki, að Potter prófessor gæti eitthvað hjálpað yður, ef um þetta efni er að ræða. Toby kinkaði kolli. — Mér hafði nú sjálfum dottið í hug . . . — Einmitt. Þér skiljið . . . hann Colih hérna er nú ekki bú- inn að vera mjög lengi við Hilde brand-stofnunina, svo að ef brús- íni hefur verið stolið þar, segjum fyrir hálfu ári, kynni að vera, að hann hefði alls ekki heyrt þess getið. En Potter prófessor mundi áreiðanlega vera kunnugt um það. Og ef út í það er farið — hvernig ætti lögreglan að þekkja það, nema því aðeins hún hefði kynnzt því í sambandi við glæpamál? Toby kinkaði kolli aftur. — Já. Það er verst, að prófessorinn skuli vera farinn. Hvert ætlaði hann? Heim? Lisbeth Gask svaraði: — Hann sagðist ætla í Hildabrand-stofn- unina. — Er það langt héðan spurði Toby. — Svo sem sjö mílur. En það gengur vagn þangað. — Eva sagði frú Fry. Þú ættir eð skjóta honum hr. Dyke þang- að eftir mat. Eva hafði einmitt verið að fá sér í glasið aftur. Hún stúndi þungan en sagði ekkert. — Vísið þér mér bara til veg- ar þangað, sagði Toby, — og þá kemst ég fylgdarlaust. 8. kafli. Ökuferð þeirra kumpána til Hildebrandstofnunarinnar hófst í djúpri þögn. Rétt áður en Toby lagði af stað, hafði hann svipazt um eftir Georg, en ekki getað fundið hann. Hann steig upp í bílinn við hliðina á Colin, kveikti í vindlingi og féll í þanka. Svo að það var grunsamlega áberandi. En það gekk misjafnlega að halda þannig áfram, af því að Colin var með afbrigðum klaufa legur ökumaður. Og klaufaskap- urinn í honum stafaði mest af því að hann hafði sýnilega ekk- ert gaman af að aka, og það lífg- aði hann ekkert upp. Honum tókst illa með gír og götuhorn, og þegar þeir höfðu ekið tvær mílur, langaði Toby til að fara að hreifa mótmælum. Colin hafði annars ekki þagað, því að hann hafði verið síbölv- andi í hálfum hljóðum við hvern stein eða ójöfnu á vegin- um, en hinsvegar látið eins og farþegi hans væri alls ekki til. En nú sagði hann allt í einu: — Hversvegna voru þau að myrða hana? — Hversvegna voru hverjir að. myrða hana? — Ég sagði nú þau, af því að það er ópersónulegt. Ef það þá hefur ekki verið faðirinn? — Ég hef aldrei sagt, að það hafi verið faðirnn, sagði Toby. Bíllinn tók krappa beygju og hallaðist út í aðra hliðina, og Colin bölvaði enn. En um leið leit hann hornauga til Toby. Toby sagði: — Hvað veiztu um Charlie Widdison? — Hversvegna Charlie? — Er hann vinur þinn? — Ekkert sérstaklega. Mér er nokkurnveginn sama um hann. Veit ekkert í sinn haus. Hvernig þessir kallar eru svo ósvífnir að stunda læknisstörf án þess að hafa nokkurn vísindalegan grundvöll undir fótum, yfirgeng ur minn skilning. Samt er hann ekki neinn bjáni. Það er að segja, á sumum sviðum er hann bjáni, en þó ekki eins mikill og hann gæti verið. — Þetta er nú dálítið yfir- borðsleg lýsing á flóknu mann- eðli, sagði Toby. — Hvað segirðu? Nú, jæja, þú skalt bara tala við hann sjálfur. Reyna að fá hann til að tala um eitthvað annað en kvenfólkið. sem hann langar að sofa hjá. Ein stöku sinnum hefur hann eitt- hvað að segja. — Ég skil. Colin leit aftur snöggt á hann, en auðvitað kostaði það velting á bílnum og tilheyrandi blóts- yrði. En svo kom hann aftur að efninu: — Hvað veit Charlie um þetta morð? — Hvernig ætti ég að vita það? sagði Toby. — Ég er eng- inn trúnaðarmaður hans. — En þú varst að spyrja. . . — Bara, hvað þú vissir um hann. Ég er sæmilega forvitinn, svona almennt tekið. — Ég skil. -— Ég vildi, að þú hefðir séð þennan hliðstólpa. Hann langaði að berja mig. — Fyrirgefðu, sagði Colin, eins og utan við sig. Þeir voru nú komnir út af veg- inuní og inn á brautina, sem lá að stofnuninni, og byggingin var beint fram undan þeim. Þetta var ólánlega klunnaleg múrsteinsbygging með allskonar útbyggingum og skúrum við, stóð uppi á hæð, ábearndi en ljót, og sást í margra mílna fjarlægð til allra hliða. Út frá því voru miklar breiður af ræktuðu landi — tilraunalandi — sem þjónaði þörfum hinna ýmsu vísinda- manna, sem þarna unnu, en síður venjulegum búskap eða jarð- rækt. Bíllinn staðnæmdist úti fyrir einum dyrum af mörgum. Colin greip í olnbogann á Toby ann- arri hendi. — H^ða annar tilgangur gat verið með þessu? sagði hann. k — Hversvegna tók nokkur maður upp á því að fara að myrða Lou? — Ef einhver getur sagt þér það, geturðu víst um leið fengið að vita, hver hefur gért það, sagði Toby og sleit sig lausan, önugur á svipinn. — Jæja, hvar er svo þessi Potter? Colin sviflaði sér út úr bílnum. — Komdu, sagði hann, — ég skal vísa þér á hann. Colin benti á dyr. — Hann er víst þarna inni. Ég skal bíða eftir þér í bílnum. Ef hann er þarna ekki, þá skaltu veina í mig. En ég vil ekki koma inn — mig hryllir við honum. — Af hverju það? sagði Toby. — Ha»fi er svo mikill. . . . Colin virtist berjast við að finna eitthyert viðeigandi orð. — Það hryllir alla við honum. Svo sneri hann aftúr að bílnum. Toby lofaði honum að komast úr augsýn, en barði síðan að dyrum. Max Potter öskraði, óþarflega hátt, og bað hann koma inn. Max Potter var ekkert að gera. Hann bara sat við borð og hélt höndunum um hnakkann. Hann hélt þeim þannig, að rauða hár- ið ýfðist upp undan höndunum. Hann hafði vindling í munnin- um og talsvert af ösku hafði dottið niður á vestið hans. Fyrir framan hann á borðinu var glas með viskíi í, og óskrif- uð pappírsörk. Og andlitið á honum var álíka sviplaust og blaðið . Skýrsla Dennings um Profumo-málið — Þér þekkið ekki stofnunina, hr. Dyke, sagði frú Fry. — Hún er hreinasta völundarhús. Það þyrfti einhver að fylgja yður. Eva . . . mér finnst sannarlega, eð þú ættir . . . Eva svaraði illskulega: — Ég eetla mér ekki að koma nærri þ^im stað. — Já . . en . . byrjaði frænka hennar. — Nei, sagði Eva og yppti öxlum. — Colin, þú getur fylgt honum ef hann vill endilega fara. Það var . eins og Colin hefði verið djúpt sokkinn í einhverjar hugleiðingar en vaknaði nú eins Cg af draumi. Hann horfði nú á hin með önugleika- og tortryggn issvip. — Colin, heldurðu, að þú nenntir að fara með hr. Dyke í Hildebrandstofnunina seinnipart inn? endurtók Eva. — Ég ætlaði nú annars að vinna dálítið, tautaði hann. Ég tók verkefni með mér heim. Það er ritgerð, sem sá gamli er að reka á eftir mér með. Og ég •etlaði að vinna að henni í næði .. — Æ, Colin; Eva lagði hart að ■ér að setja upp sitt blíðasta bros. — Jseja, jæja! hvæsti hann að henni, rétt eins og hún hefði ver- ið að hríðast í honum í hálftíma. Svo leit hann niður fyrir sig, og þegar hann, andartaki seinna leit upp aftur, var auðmjúk afsök- 6ökunarbeiðni í augnaráðinu. — Gott og vel, Eva, ég skal fara með honum. En Eva leit í hina áttina með kæruleysissvip og var þegar Bokkin niður í sínar eigin óró- vekjandi hugleiðingar. kynni að koma út á prenti þegar eftir réttarhaldið. Lögfræðingur Wards sneri sér til varadóms- málaráðherrans (solicitor-gener- al) og skýrði honum frá þessu, og hann lét það ganga áfram til dómsmálaráðherrans (attorney- general). Hann sendi aftur Pro- fumo orðsendingu og bað hann koma til viðtals við sig. . En síðdegis sama dag, hitti Astor lávarður lögfræðing sinn; og klukkan 5.30 fór Astor lávarð ur til Profumos og skýrði hon- um frá hættunni. Yfirmaður ör- yggisþjónustunnar, sem Pro- fumo hafði náð í og beðið að finna sig fékk þá hugmynd, að Profumo hefði von um að geta fengið útgefið, „D-bann“, til þess að hindra útgáfuna — en sú von varð að engu. Næstu dagana gerðist margt í senn — svo margt, að ég verð að skipta því í kafla, til þess að geta sýnt, hvað lögreglan gerði,/ hvað lögfræðingarnir, og ráðherr arnir. En einnig áttu aðalmenn- irnir tvö mót með sér. Profumo vildi fræðast betur um málið. Hann og Stephen Ward, snæddu báðir hádegisverð hjá Astor lá- varði í Lundúnabústað hans. En svo vildi Profumo „veiða eitt- hvað meira upp úr Ward“ og hitti hann því í Dorchester hótel inu. Ward sagði honum þá, að blaðið hefði í fórum sínum bréf, sem byrjaði á „Elskan“ og endaði á „Bless. J.“ 6. kafli. Lögreglunni tilkynnt. (I) Reglulega lögregluliðið. Enginn getur skilið athafnir lögreglunnar í Profumomálinu, nema gera sér ljóst, að fyrsta og fremsta skylda hennar er að halda uppi lögum og reglu — ejnkum er það þó skylda hennar að framkvæma refsilögin, og að á því sviði er hún algjörlega óháð innanríkisráðuneytinu. Það er ekki í hennar verkahring að snuðra um einkalíf einstakra manna, hvort heldur hlutaðeig- andi er ráðherra í ríkisstjórn- inni eða lægstsetti borgari. Og ef hún í rannsóknum sínurrr 10 kemst á snoðir um niðrandi at vik í einkalífi manna( sem ekki eru beint glæpsamleg), er það alls ekki skylda hennar að fara að tilkynna það neinum. Við er- um enn ekki orðnir „lögreglu- ríki“. Jafnvel þótt lögreglan komist að einhverju niðrandi um ráðherra, á hún ekki að tilkynna það — nema því aðeins það virð- >ist geta orðið hættulegt fyrir öryggi landsins, og þá á hún að tilkynna það öryggisþjónustunni. (II) Sérdeildin. Þetta var um það, sem ég vil kalla reglulega lögregluliðið. En svo er líka til „Sérdeild" (Speci- al Branch) í lögreglu Lundúna. IJún var stofnuð árið 1886, tii þess að sporna við starfsemi írskra ýlðveldissipna. Síðan hefur hún þróazt, svo að nú'er megin- hlutverk hennar sem hér segir: (1). Hún fæst við byltinga- og ofbeldisflokka. Ein skylda henn- ar er að komast að athöfnum þeirra og tilkynna þær öryggis- þjónustunni. (2). Einnig fæst hún við brot gegn öryggi ríkisins, svo sem landráð, njósnir, brot gegn lög- unum um ríkisleyndarmál og lögin um almenna reglu. Ef t. d. öryggisþjónustan kemst á snoðir um njósnara, safnar hún saman allri vitneskju um hann og lætur hana síðan ganga tíl Sérdeildar- innar. Sérdeildin getur svo gert þær rannsóknir og handtökur, sem þurfa þykir, og undirbúið málið til dómstólanna. Á tilsvar- andi hátt, ef Sérdeildin kemst að vitneskju, sem bendir til hættu fyrir öryggi ríkisins, lætur hún hana ganga til öryggisþjónust- unnar, svo hún viti um hana. (3). Hún heldur vörð um hafnir og flugvelli, vegna glæpa- manna og annarra hættulegra aðila, leitar upplýsinga um út- lendinga, o. s. frv. Náin samvinna er með Sér- deiidinni og öryggisþjónustuoni. Þessar tvær vinna saman og hvor ber fullt traust til hinnar. (III) Starfsemi reglulega lögregluliðsins. Hin ýmsu mál, sem upp komu í sambandi við Profumomálið, sýna berlega starfshætti reglu- lega lögregluliðsins. Edgecombe- málið fór lögreglan með á venju legan hátt. Þegar henni var til- kynnt um skothríðina, hraðaði hún sér á vettvang, framdi rann- sóknir og síðan handtöku, tók svo skýrslur og rak málið i öll- um atriðum fram að réttarhöld- unum. í Gordonmálinu, fór hún eins að, eftir að árásin á Christ- ine Keeler hafði verið kærð. Sama er að segja um Wardmálið. Það kom til hennar vitundar fyr- ir nafnlausar tilkynningar. Þá athugaði hún málið til þess að vita hvort nokkuð væri að rann- saka frekar, og þegar svo reynd- ist, tóku þeir skýrslur, sem að lokum leiddu í ljós sök á hendur honum, og síðar tóku þeir hann fastan og undirbjuggu málið til dómstólanna. En mikilvægasta atriðið í mál- inu, sem hér um ræðir er þetta: Meðan á stpð rekstri Edgecombe- málsins, rákust starfsmenn reglu legu lögreglunnar á vitneskju. sem gat haft þýðingu fyrir ör- yggl landsins, og spurningin er þá, hvort iiún væri réttilega með farin af henni, eða þá Sérdeild- inni og þá síðar meir öryggis- þjónustunni. (IV) Christine Keeler segir lögreglunni frá. Laugardaginn 26. janúar 1963, fór Burrow lögregluforingi frá stöðinni í Marylebone Road til að stefna Christine Keeler og Mari- lyn Rice-Davies til að mæta I sakadómnum til yfirheyrslu i máli John Edgesombe. Hann birti þeim stefnuna og þá gal Christine Keeler honum sjáll- viljuglega skýrslu (sem ég birti samkvæmt minnisblaðinu, sem hann skrifaði' nákvæmlega eini og hann gal bana yfirmönnum sínum):

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.