Morgunblaðið - 13.10.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.10.1963, Qupperneq 1
Sunnud. 13. okt. 1963 Friðjón Þórðarson, sýslumaður Bjurni Jónsson frá Vogi Aldarminning 13. október Bjami Jónsson aliþingisimaður tfrá Vogi var fæddur 13. okt. 1863 í Miðmönk undir Eyjafjöllum. Þá bjuggu þar foreldrar hans,_ síra Jón Bjarnason og Helga Árna- dóttir. Síra Jón vaor fæddur í Finnstungu í Blöndudal í Húna- þingi. Voru foreldrar hans Bjarni bóndi Jónsson og kona tians Elín Helgadóttir. Að öðru aevti er fátt vitað um ætt síra Jóns, en þó ætla sumir hann lcominn ai Bólstaðarhlíðarætt norðuir þar. Helga, kona síra Jóns, var ættuð úr Skaftafelils- þingi, og átti til ma.rgra merkra manna að telja. Forfaðir hennar eð langfeðratali er sagður Hún- bogá Þorgilsson á Skarði á Skarðaströnd (um 1100). Síra Jón tók við Skarðsþingum érið 1873 og bjó fyrst á Nýp á Skarðsströnd til 1882, að hann tfluttist að Vogi á Fellsströnd og bjó þar til 1803. Síra Jón Bjarna eon var sérkennilegur gáfumað- ur, en enginn fésýslumaðúr og bjó við fátækt mikla. Hann lét sér þó einkar annt um að mennta börn sín, og urðu 3 sýn- ir hans kandidatar. Hafði hann sjálfur kennt þeim undir skóla og sumum þeirra neðribekkjar- íræði Lærðaskólans. Bjarni Jónsson var fullt tví- tugur að aldri, er hann hóf skóla göngu syðra. Hafði hann frá barnæsku unnið alla algenga vinnu á sjó og landi og þekkti því vel tíl allra verka. Náð hafði hann þá þegar góðum ^roska til líkama og sálar. Fylgdi faðir hans honum ti>l Reykjavílkur til þess að greiða fyrir honum, en fararefni voru harla lítil. Jón rektor Þorkelsson brást direngilega við og bauð Bjarna ókeypis dyöl hjá sér. en Magnús, bróðir Bjarna, og aðrir skólapilt ar lásu með honum. Gekik Bjarni inn í 3. bekk Latínuskólans 1884. Á sumrurn var hann lengstum heima £ Vogi með föður sínum. Skólanámið sóttist honum greið lega, enda var hann orðlagður • námsmaður. Hannes Þorsteins- con, fyrrv. fitstjóri og skjala- vörður, segir svo í endurminn- ingum sínum: „Þá er ég var í 3. og 4. bekk kenndi ég 2 fátæk- uim piltum nokkrar námsgreinar undir skóla. Annar þeirra Guð- mundur Guðmundsson, síðar prestur í Gufudal, en hinn var Bjarni Jónsson frá Vogi, er gektk upp í 3. bekk vorið 1884. Báðir voru piltar þessir bráðgáfaðir og því létt yerk og skemmitiilegt eð kenna þeim.“ í Minningum úr Menntaskóla »egir dr. Helgi Péturs á einum etað: „Dúx í 4. bekk var Bjarni frá Vogi, mesti námsnfaður skól- »ns, jafnvígur á allt.“ Bjarni lauk stúdentsprófi vori 5 1888 með ágætum vitnis- burði, Og saimsumars sigldi hann ti’l háskólans í Kaupmannahöfn. Tók hann próf í heimsspeki vorið eftir með ágætiseinkunn. Til lær dómisprófs lagði hann stund á málifræði, grísk.u, latnesku og þýsku. Lauk hann kennaraprófi 1894. Jafnframt námi sínu í há- skólanum lagði Bjarni stund á *ká.klskap og ýmsar Jræðigreinir. Að prófi loknu dvaldist hann um hríð í Þýzkalandi til þess að kynnast sem bezt þýzkri tungu Og menningu. Er til íslands kom, gerðist Bjarni kennari í Latínuskólan- um, og hatfði það starf á hendi frá 1895-1904. Kenndi hann að Btaðaildri þýzku, en jafnframt latínu og dönsku eftir atvikum, Og stundum grísku og stærð- fræði. Hann var ágætur kenn- ari. Páll Sveinsson, fyrrv. yfir- kennari segir svo, er hann minnist kennara sinna úr Lærða skólanum: Bjarni Jónsson (frá Vogi) var almennt talinn með gáfuð- ustu mönnum landsins og varð síðan þjóðkunnur - maður. Kennslugrein hans var þýzka og um skeið latína (í 1. bekk). Hann mun hafa verið fyrsti þýzku- lærði kennarinn, og þótti fram- burðuir hans ágætur. Hann tók upp þá nýbreytni í skólanum að halda uppi ta'læfingum á þýzku, en svo hafði ekki varið í tungu- máXum yfirleítt. Fannst nemend- um mikið til um skýrleiksgnótt hans, og mun hann hafa orðið einna vinsælastur aillra kennar- anna“. Enda þótt Bjarni hefði yndi atf kennslu, færisí hún úr hendi með slíkum ágætum og kysi helzt að hatfa hana að lífsstarfi, fór þó svo ililu heilli, að honum var vikið frá skólanum eftir 10 ára starf Olli þvP tortryggni skólayfirvalda og fjandskapur, er reis af blaðamennsku og stjórnmála-afskiptum Bjarna hin síðustu kennsluár við skólann. Þótti morgum frávikning Bjarna ærið ranglát og ómakleg, en skólapil'tar sýndu honum alla þá virðingu og hluttekningu, er þeir máttu, héldu honum sam- sæti og færðu honum veglega gjöf í vináttu skyni og viður- kenningax. Næstu ár var hagur Bjarna mjög þröngur. Hann hafði enga fasta atvinnu, en fékkst við tímakennslu og þýðingar úr er- lendum málum. Einnig ræddi hanrj og ritaði um stjórnmál. Árið 1909 var hann settur við- skiptaxáðunaiutur íslands og hélt því starfi, unz það var lagt niður í árslok 1913. — Samkvæmt lög- um um stofnun docentsembættis í grísku og latínu var hann skip- aður docent við háskólann 31. marz' 1915 og hélt því starfi til æviloka. — Snemma miun sk ól abræðrum Bjarna hafa litizt hann vel til foringja fallinn. Bar það til, að hann þótti allra manna vænleg- astur fyrir sakir vitsmuna, ein- urðar og atgervis. Var og vin- sæll atf skólabræðrum sínum. Á hinn bóginn mun Bjarni ekki hafa sótzt eftir metorðum né völdurn á þeim vettvangi, en jafnan verið góður félagi. Hann beitti sér fyrir því, að stofnáð var Félag íslenzkra stúdenta í Kaup mannahöfn — í árslok 1892, og var fyrsti formaður þ^ss. Um þessar mundir birtist eitt 'hið fyrsta kvæði Bjarna, og var það sungið á íslendingafundi. Þar er hið alkunna viðlag: „Meðan blóð er í æð, ættjörð hrein og köld fyrir þig vér berum brand og brynj-u og skjöld“ Þegar Bjarni kom til Reykja- að loknu námi, tók hann þegar virkan þátt í störfum Stúdenta- félags Reykjavíkur. Formaður þess var hann tvívegis: Frá 1900- 1903 og 1906- 1907 og oft ella í stjórn félagsins. Lét hann mjög til stín taka mál þau, er þá voru etfst á baugi. M.a. hafði hann á hendi fprustu um fjár- öflun til að reisa Jónasi skáldi Hallgrímssyni minnisvarða, er aflhjúpaður var á aldarafmæli skáldsins, 16. nóv. 1907, gerður af Einari Jónsyni myndhögg- vara. Annað mál, sem stúdentafélag ið tók á artma sína á þessu skeiði, var alfþýðufræðslan. Fékk félag- ið ýmsa menntamenn til að flytja almenningi fyrirlestra um margvíslegan fróðleik við vægú gjaldi. Sjálfur flq,tti Bjarni fjölda slíkra fyrirlestra, bæði í Reykjavík og víðar um land, og var aðal driffjöðrin í þessari starfsemi. Ætla mætti, að Bjarni frá Vogi hetfði þegar á námsárum sínum tekið þátt í stjórnmála- eða sjálfstæðisbarátitunni, en svo var ekki. Hann fylgdist að vísu vel með öllu, sem fram fór, og aðhyliltist þær kröfur í sjáltf- stæðismálinu, er lengst gengu, en það var stefna Benedikts Sveinssonar, sýslumanns. Var Bjarni jafnan andvígur Val- týzkunni, meðan hún var og hét, enda kom nú upp sterk hreyfing meðal stúdenta og skólapilta um frelsismá'l þjóðarinnar. Landvarnaflokkurinn hóf göngu sína síðla árs 1902 og lifði og starfaði næstu 10 árin eða fram um 1912. Á þessu tímabili gerast margir og merkir atburðir sem gnæfa hótt og sagan geymir, en of langt yrði að rekj"a nú. Landvarnarmenn sækja fast fram í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar, fáliðaðir í fyrstu, en er tímar líða, verða þeir stöðugt fleiri, sem fylkja sér undir merki þeirra. Bjarni frá Vogi gekk snemma á hönd þessari hreyfingu, var jatfnan framar- lega í fylkingunni og ber ósjald an við himin á brekkubrún, þegar snörp hildi er háð eða áfanga náð. Saga ' Bjarna á þessu tímabili er samofin sögu þjóðarinnar og barátbu henhar tfyrir frelsi og sjálfstæði. — Aðal blað Landvarnarmanna, Ingólfur kom út í Reykjavík 1902-1909. Hafði Bjarni á hendi ritstjórn blaðsins fyrstu tvö árin, en ritaði jafnan í það síðan, meðan það var í höndum Landvarnarmanna og Sjálifstæðismanna. Um stefnu og markmið Landvarnarmanna ritar Bjarni m.a. á þessa leið : „Vér trúum því fastilega, að fslendingar hafi þor og þrótt til þess að verða og vera sjálfstæð þjóð í stjórn og list og visindum. En öirþrá og löngun þjóðarinnar verður þá að stefna að þessu og allt starf hennar að hníga að því.“ — Þá heitir hann því og í natfni Landvarnarmanha að skiljast eigi við þetta mál, fyrr en yfir lýkur og ísland er orðið frjáJsit og óháð sambandsland Danmerkúr. — Stúdentatfélagið fylgdi Land- varnarstefnunni og var höfuð- vígi hennar ásamt Ingólfi og fleiri blöðum, sem út voru gefin. Eitt þeirra mála, sem félagið tók upp á arma sina, fyrst árið 1906, var fánamálið. Út af því háðu Landvarnarmenn marga orra- hríð við Heimastjórnarmenrf og barðist Bjarni þar jafnan í fremstu viglínu. Hinn 17. júní 1907, á fæðingardegi Jóns Sig- urðssonar, voru 65 íslenzkir fán- ar dregnir á stöng í Reykjavík. Þann dag flutti Bjarni snjalla ræðu af svölum Alþingishússins fyrir minni íslands. Bjarni Jónsson var einn af fulltrúum Landvarnarmanna á Þjóðfundarmenn snemma úr júní 1907. Segir Ari Arnalds, fyrrv. sýslumaður, svo í Endur- minningum sínum um upphaf þjóðfundar: „Morguninn 29. júní 1907 risu Þjóðfundarmenn semma úr rekkjum. Múgur og margmenni dreif að árla dags úr öllum átt- um, ríðandi og gangandi. Veður var hið fegursta, sóltfar mikið, norðankul. Vorgangan jarðar á á völlunum og vorhugur í mönn um. Lögbergsgangan var hatfin um dagmólaskeið. Stúdentar með fánann í fararbroddi. Lúðra sveit lék göngulög. Gengið var ti'l Lögbergs hins forna og var þar islenzki fáninn dreginn að hún á flaggstöng mikilli Menn settust niður alilt um kring ■ ^ða l'ögðust í grasið og nutu ilms gró andans. Bjarni Jónsson frá Vogi, formaður Stúdentafélagsins, gekk á bergið, drap fyrst á minningar þær, er yfir vellinum svifi, minntist lögsögumanna og mælti svo: „Þeir tímar eru nú löngu liðn- ir, og þótt ég gangi nú á bergið, þá er það eigi fyrir þá sök, að óg þykist sjálfkjörinnn lögsögu-, maður þessa lands. Hitt ber til, að mér er það heimilt sem hverjum öðrum Íslendingi að gerast löglestrarmaður. Mun ég því lesa framitíðarlög þessa lands, þau er rituð eru í Hug yjfltfarn og minn.“ Siðar í ávarp- inu segir Bjarni svo: „Eigi und- rar það mig, þótt nú sé gleði- svipur og sóiarbros yfir Þing- velli, því að nú renna hér saman “ sólminningar gullaldarinnar og vorvonir framtíðarinnar.“ Þannig vag- íslenzki fáninn löghelgaður. Þvi. er þessa getið hér, að þjóðfundinn má ótvírætt telja einn af hátindum þessa tímaþils. Hinn annar er alþingiskosning- arnar 1908, þá er kosið var um uppkastið svo nefn'da. Landfleygt varð á svipstundu hið fræga sim skeyti, er Bjarni sendi frá Dan- mörku þefta vor, er honum þótti illa horfa í sjálfstæðismólinu: „Upp með fánann. Ótíðincli.“ Og er hann náði sjálfur til lands- ins nokkru síðar, hófst bamn hvarvetna handa um andstöðu * gegn uppkaStinu. Var þá sagt um hann í gamni, „að hvarvetna sæi reykinn upp af, þar sem Bjarni kæmi, og lysti eldi í byggðina.“ Kosningarnar sumarið 1908 efu sagðar einhverjar þær snörp ustu, sem háðar hafa verið hér á landi. Var barizt af kappi landshorna í milli um æðstu-mól þjóðarinnar. Bjarni bauð sig þá fram í Dölum í fyrsta sinn og sigraði við mikinn atkvæðamun eftir harða hríð. Hann var þing- maður Dalamanna þaðan í frá til æviloka, um 18 ára skeið. Otft bar hann sigur úr býtum etftir válynd kosningaveður og harða baráttu. Á Alþingi lét Bjarni sjálfstæðis mál landsins mjög tiil sín taka og fylgdi þeim fast fram. Hann var í samninganefnd 1909 og stóð þar að áliti meiri hlutans. Var það samþykkt á Alþingi, en rik- isþing Dana tók það eigi ti'l með _ ferðar. Hann átti sæti í fuliveld- isnefndinni 1917 og samninga- nefndinni 1918, er undirbjó sam bandslögin, er gehgu í gildi 1. des. það ár, en þar var ísland viðurkennt frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Dan mörku. Þótt Bjarni fyl.gdi því máli fast fram, var hann þó eigi alls kostar ánægður með öll ait- riði laganna, enda skrifar hann svo á einum stað: „Vér verðum einmitt að vaka yfir framkvæmd sáttmálans í öllum atriðum, og sérstakiega í þessu efni, og missa aldrei sjónar á því titl 1940, og lóta þess þó engan kost að endurnýja þennan sátt>mála.“ — Fjölmörg mól önnur, er til heilla hortfðu fyrir land og þjóð, studdi Bjarni og barðist fyrir innan þings og útan. Hann var mikill vinur mennta, vísinda og tista. Formaður var hann í netfnd er fjallaði um undirbúning að stofnun háskóla, á íslandi, og einn aðal hvatamaður að stotfn'un 'hans vorið 1911. Var hann á- vallt sterkur stuðningsmaður há- skólans á þingi En jafnframt vildi hann eflla og aul.a heimilis- kennslu og taldi nauðsynlegt, að hver sýsla ætti sinn unglinga- skóla. Gerði hann einkum ræki- lega grein fyrir skoðunum sinum í þessurn efnum á Alþingi 1925. Bjarni var stórhuga og vildi veita fé til bættra samgangna og eflingar atvinnuveganna. Var * þvi af sumum talinn óhagsýnn og eyðslusamur á fé. Reyndist hann þó mörgum fjármólamönn- um framsýnni, er hann lagði til grundvalilar greiðslum og gjöld- um landsmanna. Sjálfur bjó hann lengstum Við þröngan fjór- hag. Unnandi íslenzks máls og menningar var Bjarni. Fasitheld- inn á fornar venjur og þjóð háttu, rammíslenzkur, mannvin- ur og mannréttinda. „Að hugsí Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.