Morgunblaðið - 13.10.1963, Qupperneq 6
e
MQRGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. okt. 1963
IMíræð á morgun:
Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri
A MOHGUN verður hún níræð
að árum, en þó hin ernasta Hall-
dóra Bjarnadóttir *á Blönduósi.
En hún er þjóðkunn kona fyr-
ir hollustu sína við heimilisiðju
, og félagsskap kvenna um hinar
dreifðu byggðir landsins, eink-
um þó í Norðlendinga fjórðungi.
I>að hefur farið með Halldóru
eins og margt atgervisfólk er
víða hefur farið og staðnæmzt
um árabil á ýmsum stöðum, að
(hugir hafa leitað heim á forn-
ar slóðir. Er elliheimili reis af
grunni í Húnaþingi, kom hin
áttræða höfðingskona til sinna
föðurtúna. Voru þær Halldóra
og Sigurlaug Guðmundsdóttir
frá Ási í Vatnsdal hinar fyrstu
dvalarkonur þar og komu á
gamlársdag 1955.
Halldóra Bjarnadóttir fæddist
14. október 1873 í Ási í Vatns-
dal er var jörð feðra hennar.
Foreldrar hennar voru hjónin
Bjarni Jónsson frá Ási í Vatns-
'dal, og Björg Jónsdóttir frá Háa-
gerði á Skagaströnd, bjuggu þau
sinn búskap lengst af á Hofi í
Vatnsdal. Halldóra ólst upp í
Hofi til 10 ára aldurs, en þá
bruggðu foreldrar hennar búi,
fluttist faðir hennar til Vestur-
heims, en Halldóra fór með móð
ur sinni til Reykjavíkur og dvöld
ust þær mæðgur um árabil í húsi
Jóns Árnasonar þjóðsagnaritara,
er var Húnvetningur.
Halldóra var einkabarn móður
sinnar er var stórlát og vel gerð
kona er vildi gjöra veg þess-
arar dóttur sinnar sem beztan.
Enda þó fjárráð margra í þá
daga væru eigi mikil er sigur-
sæll oft góður vilji. Halldóra
Bjarnadóttir var góðum hæfileik
um gædd til náms og mikilli
viljafestu samfara góðri hagsýni
Ung dvaldi hún árum saman
við nám og kennslu í Noregi. Sá
hún þar margt fyrir sér, er hún
vildi boða löndum sinum. Mun
henni hafa verið hugstæðast að
flytja boðskapinn í Miðbæjar-
skólanum, er hún hafði alizt upp
í. En honum var tekið þunglega
og hvarf hún þá til Noregs. Líkt
fór um Steingrím Arason tutt
ugu árum síðar, er sá er þetta
ritar þess minnugur, er þá var
í fyrsta bekk skólans. í>ó var
kennslan Halldóru lengi vel að-
alstarf sem skólastjóri Barna-
skólans á Akureyri um 10 ára
bil og kennari við Kennaraskóla
íslands í átta ár. Þar var þá
Steingrímur Arason kominn.
Hittust því þessi baráttusystkini,
er voru á undan sínum tíma.
En þó Halldóra væri mikill
fræðari og hin stjómsamasta þá
stóð þrá hennar lengra en til
fóstrukennslu. Því gerðist hún
ráðunautur um almennan heim-
ilisiðnað frá 1922. En til slíkra
hluta var hún vel kjörin því
hún stóð í nánu sambandi við
fjölda heimila í landinu.
Á Akureyri stofnaði Halldóra
Samband norðlenzkra kvenna
en það er Samband kvenfélags
fjórðungsins, var hún lengst af
formaður þess. Hefur Halldóra
í þau tæp 30 ár er það hefur
starfað verið að vinna
því gagn með heimsóknum til
félaganna. Þá gafst honum
tækifæri til að sjá fjar-
læg héruð og voru þessir fundir
þeim eins og orlofsvist tímans
Á fyrri árum fóru konur þess-
ar ferðir með skipum eða
hestum og vom viku í ferðinni,
Halldóra sá líka að til þess að
sambandið hefði tengsli við hin-
ar dreifðu byggðir fjórðungsins
þurfti á blaði að halda er bæði
væri til fræðslu og fréttaöflunar
félögunum. Stofnaði hún þá
ársiritið Hlín og var útgefandi
og ritstjóri þess í 40 ár.
En höfuðboðskapur þess, er
varðveizla íslenzkrar menningar
áherzlu þessa máls, stofnaði hún
tóvinnu á Svalbarði, rak hún
hana um 13 ára bil undir stjórn
Rannveigar Líndal. Allt þetta
er ærið lífsstarf konu er ávallt
hefur óstudd arkað sína ævi-
braut. En hér hefur komið að
gagni, sá sterki þáttur í skap-
gerð Halldóru, sem er skipulags
gáfan, um að safna um sig fólki
til átaka og kunna að velja sér
starfhæft fólk. Þó Halldóra stæði
ein í lífsbaráttunni var það henni
að miklu liði — að henni varð
gott til liðsmanna fyrir áhuga
á málum sínum.
Ein af mörgum er lögðu Hall-
dóru lið var Ragnhildur Péturs-
dóttir í Háteigi. Bar fundum
þeirra Halldóru fyrst saman í
Noregi, og tókust með þeim
kynni.
Ragnhildur var kona þjóðleg í
sér, og áhugasöm um málefni
kvenna, bjó Halldóra hjá henni
er hún var kennari við kvenna-
skólann unz hún flutti til Ak-
ukeyrar að Mólandi.
Héðan að norðan fylgja Hall-
dóru góðar óskir á níræðis af-
mælinu. Hún hefur sett sinn
svip á elliheimili Húnvetninga,
með hispurslausri framkomu og
félagsanda. Hefur hún oft lesið
fyrir margan manninn þar, og
tekið í spil með dvalargestum
og verið hlegið dátt. Halldóra
hefur eigi sezt hér í helgan stein
í sumar fór hún t.d. á Skálholts
og Hóla hátíðir, enda er hún
kona guðhrædd, og hefur jafn-
an haft guðsþjónustur í sam-
bandi við fundi sína, og las hús-
lestra í tóvinnuskálanum.
Guð blessi henni æfikvöldið
í Húnabyggð.
Pétur Þ. Ingjaldsson
Höskuldsstöðum
HALLDÓRA níræð. Það
Það var rétt eftir henni. Hún
kemur manni jafnan á óvart
með stór-afmæli og alls konar
kúnstir. Hver skyldi ætla að
kona, sem fer svo geyst, stikar
teinrétt sinn veg, hefur mörg
járn og stór í eldinum og slak
ar aldrei á klónni í starfi sínu
að áhugamálum sínum, — hver
skyldi ætla að sú kona geti
verið níræð. — Þetta mun þó
rétt vera.
Ég hef skrifað nokkuð um
Halldóru á áttræðisafmælinu
Get ekki endurtekið það hér,
hef þar fáu við að bæta. All-
einkum heimilisiðja. Til frekari ir þekkja Halldóru og hið mikla
ekki í ullarfötum heldur. Tek-
ur móðir ykkar ekki ofan af,
spinnur hún ekki? — Ég verð
að útvega henni gott þelband í
ullarnærföt“. Þetta var næstum
það versta, sem hún gat sagt
við okkur. Við hötuðum slík
ullarnærföt svo og íslenzka,
starf hennar fyrir heimilisiðn-
aðinn. Ævisaga hennar er fyr-
ir nokkru útgefin. Aðrir, mér
hæfari, skrifa eflaust fallega
afmælisgrein og telja fram sögu
leg atriði, ættfræði, afrek og
allt gott annað. Til þess hef
ég ekki tíroa. Hvirfilvindurinn
Halldóra er að koma yfir mig
og okkur öll hér syðra, sem
þekkjum hana og höfum sam-
starf við hana. Ekki þó eyði-
leggingarinnar stormsveipur,
heldur hinn rösklegi og hlýi
sunnanþeyr, kærkominn eftir
gráveður og norðangarra. Að
vísu var útsynningurinn okkar
í Skagafirði oftast nokkuð hvass,
byljóttur og óútreiknaanlegur
jafnvel skúrasamur, en oftast þó
hlýr, þægilegur og vel þeginn,
þó varasamur væri til öruggs
heyþurrks. —
Ekki veit ég hvers vegna slík
samlíking kemur mér í hug. Hall
dóra/sunnanþeyr, en samt er
þar ef til vill nokkurt samhengi.
Kannski hafa okkar fyrstu kynni
orðið á slíkum degi, eða þá hitt,
að Halldóra hafi jafnan orkað
á hug minn sem slíkt bjart og
hressandi en nokkuð hvasst veð-
ur. — Ég man vel okkar fyrstu
kynni fyrir einum 40 árum. Fað
ir minn kallaður í landssímann.
— Það var Halldóra, frænka
okkar. „Ég er að koma á morg-
uh, góði minn og ætla að búa
hjá ykkur" (engar spurningar
hvort slíkt væri hægt). Móðir
mín skelfingu lostin. „Hamingj-
an góða hvar á hún að vera?“
— Lítið hús, fullt af börnum,
einfaldur matur, en umsvifa-
mikill og líklega gagnrýninn gest
ur. Enginn tími til stefnu. Svo
kom Halldóra, eins og sunnan
vindurinn svipti opnum dyrun-
um. Pilsagangur peysufata, svunt
ur, bönd og snúrur. Talaði mik-
ið, ræddi ferð sína og áform.
Opnaði ferðatöskur sínar og
sýndi marga muni, vefnað og
hannyrðir aðrar. Dró fram tog-
flækju og þelkembur og sitthvað
fleira. Sýndi föður mínum Hlín
og ræddi við hann um ritið. Okk
ur krökkunum fanst lítið til um
og bók sú leiðinleg, lítið þar
fyrir okkur, en skildum þó að
Hlín átti einhvern rétt á sér,
vegna áhuga þess, sem á bak
við stóð. — Halldóra síðar ein
með okkur krökkunum í stof-
unni, gengur hratt um gólf. Móð-
ir mín við matargerð. Faðir minn
við sitt starf. — „Ekki hendur
í vösum, strákur". — í fátinu
legg ég hendurnar upp á borðið.
— „Óhreinar neglur, góði minn.
Og hvað er að sjá, þið gangið
ekki í íslenzkum skinnskóm og
heimagerða leðurskó, sem alltaf
urðu harðir og fljótt götóttir
og þurfti að leggja þá í bleyti
á hverri nóttu. Við höfðum ein-
mitt fengið að fara í sunnu-
dagaskóna í tilefni komu henn-
ar. Það er því fullmikið sagt
að þar yrði „ást við fyrstu sýn“
milli okkar og Haldóru. — En
þetta var sunnanvindurinn, nokk
uð hvass og skúrasamur í okk-
ar augum.t — Og þarna var líka
kennarinn, leiðbeinandinn, um-
vandarinn. —
Halldóra kallaði síðan saman
fundi, þaut hús úr húsi, hélt
sýningar á munum sínum. Tal-
aði við konurnar, fann að, hvatti,
leiðbeindi. Lét karlmennina hafa
orð 1 eyra líka. Mamma var
sem á nálum, leið yfir gagn-
rýni á konurnar, en leiðari þó
yfir því, að geta ekki sinnt sem
skyldi ýmsum þeim málum, sem
THalldóra hvatti til og augsýni
lega gátu orðið heimilinu að
gagni og til prýði og ánægju,
og svo var um margar konurn
ar. — En Halldóra gekk um gólf
og talaði og sá helzt aðeins eitt
áhugamál, sína beinu braut,
hvað sennilega var líka nauð
synlegt, ef ekki átti að missa
kjarkinn. Sjáandi erfiðleika
margra stórra og fátækra heimila
til að sinna slíkum málum og
þar af leiðandi tregðu margra
til að vinna að þeim og þannig
minni árangur af starfi sínu en
vera skyldi. —
Allt í einu var Haldóra far
in, — bylurinn fallinn af hús-
inu, hættan liðin hjá. Hún hafði
stanzað í 2—3 daga. Nú var
hún á vesturleið og nú stormaði
bráðum á Blönduósi og Skaga^
strönd og sama sagan endur
tók sig sennilega þar. Samt var
hressing að þessari „yfirreið"
og eitthvað sat eftir. Konurnar
ræddu málin, sumar gramar, aðr
ar sóttu rokkinn, enn aðrar
glugguðu í Hlín. Það var viss
tilbreyting í þessari heimsókn
fátækurn, dauflegum smábæ, þar
sem afkomumöguleikar og puð-
ið fyrir daglegu brauði yfirgáfu
varla huga nokkurs manns. Við
krakkarnir skildum þó að þetta
var öðruvísi og meira en sá dag-
legi og venjulegi seinagangur
í litlu þorpi. —
Eflaust má deila um störf
Halldóru og starfshætti og jafn
vel um árangur langrar ævi,
Ljóst er þó það, að hún hefur
verið tengiliður milli tveggja
alda. Hún hefur reynt að brúa
bilið milli gamallar bændamenn
ingar og nýrra atvinnu og lifn
aðarhátta í landinu, það er bylt-
ingar þeirrar til vélamennsku og
þéttbýlis sem orðið hefur á henn
ar ævi, þannig að ekki rofni
samband okkar við það bezta
í fortíðinni, til dæmis hinn stór
merka, verklega menningararf
íslendinga, heimilisiðnaðinn. —
Þetta skildi Halldóra öðrum fyrr
og betur og hefur varið til þess
langri ævi, að sem fæst skyldi
glatast á þessu umbrotaskeiði af
þjóðlegum verðmætum. —
Járnið skaltu hamra heitt.
Nú hamrar Halldóra ákaflega
— Efalaust sýnist henni aldur-
inn gefa til kynna að nú taki
kolabirgðir nokkuð að þverra
í afli hennar. — Hún hamrar á
ritvél sína. Stórverk er í deigl
unni. Bók um íslenzka vefnað
inn á liðnum öldum, sem út
kemur á næsta ári, skreytt lit
myndum af ýmsu því bezta, sem
gert hefur verið í þeim efnum
og Halldóra ein á sýnishorn af,
Sennilega er hún líka eina kon-
an á landinu, sem gert getur
slíka bók nú, á þennan hátt.
— Mætti henni endast eldunin
vel til þeirrar ritsmíðar, svo og
til þeirra starfa annarra, er hún
enn telur sig ólokið hafa. Ekki
tjóir að óska henni rólegs ævi
kvölds því slíkt kærir hún sig
varla um. Fremur væri hún vís
til að halda sama hraðanum til
100 árá aldurs. —
Allt um það: Hér hefur merk
kona unnið langa ævi og af-
reka merkilegu starfi. Líklegt
þætti mér að hennar þáttur I
íslenzku þjóðlífi verði metinn
því meir eftir því sem tímar
líða. Hafi hún þakkir fyrir sinn
þátt. —
Stefán Jónsson, arkitekt.
Halldóra dvelst á afmælisdag-
inn hjá vinum sínum^að Háteigi
Reykjavík. Þar geta vinir og
kunningjar heimsótt hana.
„Allir Islendingar em
mínir synir“.
Fyrir meira en 30 árum svar-
aði Halldóra Bjamadóttir smá
glettni minni með þessum orð-
um. Mér fundust þau næstum
stærilætisleg. En við nánari at-
hugun fann ég að þau voru dag-
sönn. Og nú þegar við fögn-
um með henni níræðri, eru þau
enn sannari.
Síðan Halldóra kom heim frá
Noregsmenntun sinni og starfi
þar fyrir 55 árum, hefur hún
umgengist yngri og eldri sem
umhyggjusöm og ráðgefandi móð
ir. En fyrst og fremst hefur hún
með mannkostum sínum, mennt-
un, skapgerð og óþrjótandi áhuga
unnið að því að mennta og göfga
konuefni og konur „sona sinna“.
Þetta er viðurkennt og metið
af þjóðinni allri. Bókin sem Set-
berg gaf út fyrir nokkrum ár-
um ber þetta með sér.
Við iðnaðarmenn og iðjuhöld-
ar höfum sérstaka ástæðu til
að senda Halldóru Bjarnadóttur
kæra afmæliskveðju með þökk
fyrir samstarf um langa ævL
Hún hefur haft óbilandi trú á
hagleik og snilli þjóðarinnar,
dregið fram gamla og nýja kjör-
gripi, ferðast með þá til sýnis
innanlands og utan, og stutt og
starfað við næstum allar iðn-
sýningar sem haldnar hafa ver-
ið í landinu síðan um aldamót.
Enginn hefur sem hún metið
íslenzku ullina, og lýkur hún
nú níræð við að skrifa stórmerka
bók um vefnað þjóðarinnar og
listiðnað úr ull.
Þótt Halldóra sé við beztu
heilsu enn, er ekki til þess ætl-
ast að hún inni öllu meiri störf
að höndum. Nú á hún að njóta
ævikvöldsins. Við árnum henni
allra heilla og blessunar, og tök-
um með þakklæti ráðum hennar,
áhuga og brosum á ókomnum
árum.
Sveinhjöm Jónsson.
Hringferð jarðar um sólu er
ónákvæmur mælikvarði á raun-
verulegan aldur lifandi vera,
því að hvorki er hin lífeðlis-
fræðilega atburðarás ævinnar
né reynsla sálarinnar samstiga
himintunglum á gangi þeirra.
Maður getur lifað meira á ein-
um viðburðaríkum degi en á
heilum mánuði vanasljófra daga
og ellihrörnun fer ekki eftir
fjölda æviáranna eingöngu. Ný-
lega gerði heilsufræðistofnun I
Bandaríkjunum (National Ins-
titute of Health) rannsókn á
starfsorku 47 heilsugóðra öld-
unga á aldrinum 65—92 ára og
hafði til samanburðar hóp
manna, sem var að meðalaldri
21 árs. Öldungarnir stóðust sam-
anburðinn merkilega vel, áttu
t.d. hægara með að setja fram
hugsanir sínar á skilmerkilegan
og skýran hátt. Margt benti til,
að ending líkamans væri mjög
háð sálarþreki manna, sem lýs
ir sér m.a. í því að haldið er
vakandi áhuga fyrir ýmsum við
fangsefnum.
Við lestur þessarar fréttar sá
ég fyrir mér vinkonu mína Hall-
dóru Bjarnadóttur, uppfulla af
áhuga og fráa á fæti, þótt hún
sé nú að fylla niunda áratug
ævi sinnar. Eiginlega er það
henni að þakka, að einni hæð
var bætt ofan á Héraðshæli Hún
vetninga á Blönduósi, til þess að
Framh. á bls. 12