Morgunblaðið - 13.10.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 13.10.1963, Síða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. okt. 1963 FRANSKI sendikennarinn, Regis Boyer, sem verið hefur við Háskóla Islands undanfarin ár, hefur skrifað eftirfarandi grein um nám við franska háskóla, og kemur hún sjálfsagt ís- lenzkum stúdentum að gagni, er þeir standa andspænis því að þurfa að velja sér nám og stofnun til að nema við. Inngangur í vísind adeild háskólans í Lyon. hinir ýmsu verkfræðiskólar; raf- efnafræði, rafeindafræði; pappirs iðnaður; landbúnaðarvisindi; stjórnmálanám; efnahagsvísindi, o.s.frv., o.s.frv. — Meðalnáms- tími, meðtalið undirbúningsárið fyrir inntökuprófið (propédeu- tique), er frá fjórum árum fyrir heimspekideild (Lettres) og vís- indadeild (Sciences) og flesta aðra skóla og menntastofnanir, upp í sex ár fyrir læknisfræði óg lyfjafræði; tíminn er mjög mismunandi langur fyrir hinar ýmsu listgreinar (málpralist, myndhöggvaralist, húsagerðar- list (arkitektur), hljómlist, dans- list, sönglist, skreytingarlist o.s. frv.) Meðalnámskostnaður er u.þ.b. 150 frankar á misseri HVER vill ekki feginn fara í sum arleyfi til Frakklands: landið er fagurt, vínin með ágætum, kon- urnar tígulegar, verzlanirnar glæsilegar, Miðjarðarhafs-sólin er heit.....En um leið og um er að ræða námsdvöl, koma í ljós hversdagslegustu hlutir: há- fleygt samkvæmismál, hnyttin orðaskipti, yfirborðskenndar en glæsilegar samræður; hvað ann- að væri hægt að læra í hinum elztú háskólum heims? Fólk veit naumast, að franskar tæknifram- kvæmdir eru verk ungra manna, sem eru mótaðir í háskólum okk- ar. Menn undrast að heyra, að tugir þúsunda af útlendingum, sem koma frá öllum heimsálfum, sækja franska háskóla og fáir ei, eru til „Námskeið fyrir er- lenda nemendur“ (Cours pour étudiants étrangers), sem allir geta fengið aðgang að. Hlutað- eigandi geta valið á milli: — Venjulegs námskeiðs: með hljóðfræði, málfræði, undir- stöðu-orðaforða, orðmerkingar- fræði, ritgerðum á frönsku, verzl unarbréfaskriftum, franskri menningarsögu og landafræði Frakklands, bókmenntum, og heimspeki. Námskeið þetta stend ur allt árið. Innritunin kostar u.þ.b. 120 franka. Nemandinn þarf sjálfur að sjá sér fyrir hús- næði og fæði, eins og gildir einn- ig fyrir þau námskeið, sem' tal- að verður um hér á eftir, en hann getur notfært sér ýmis Háskólastúdentar geta borðað í ódýrum stúdentamötuneytum. Hér er veitingasalur í stúdentahverfinu Cité Universitaire, I’aris. vita um hið gífurlega átak franskra stjórnarvalda til að hlynna að útbreiðslu menning- ar, sem þau eru með réttu mjög stolt af, meðal menntaðs æsku- fólks heimsins í anda frelsis og einstaklingshyggju, sem ávallt hefir markað skapgerð þjóðar- innar. y£ raun og veru er ekkert ein- faldara nú fyrir ungan útlend- ing en að stunda fullkomið nám í Frakklandi. Hinir 17 háskólar, sem til eru í E'rakklandi, tryggja móttöku og mótun hinna ungu útlendinga, sem þess óska, og þeir 5 eóa 6 háskólar, sem í smíð- um eru nú, munu gera slíkt hið sama. Sérhver háskóli hefir upp á að bjóða þrenns konar möguleika: 1) fyrir leikmenn, hvort sem þeir hafa lokið einhverju prófi eður hlunnindi, sem fylgja nemenda- skírteini hans: máltíðir í háskóla- mötuneytunum við mjög lágu verði, og — ef mögulegt er: hús- næði í stúdentagörðum; afsláttur af ýmis konar sýningum og ferða lögum. Námskeið þessi eru stað- fest'með prófum. — Námskeið fyrir mismunandi námsstig, sem standa yfir skamm an tíma. I>ar eru möguleikar á að hljóta staðgóða þekkingu á frönsku talmáli: venjulegur orða forði, framsögn, ritgerðir, lestur og réttritunaræfingar eftir upp- lestri. Við þettá bætast praktísk- ar æfingar: framburður og sam- töl. Þessi námskeið standa yfir skamman tima: frá nokkrum vik um upp í nokkra mánuði, og er einnig hægt að fá prófskjal fyrir þau. 2) Einnig fára fram í öll- um háskólum í Frakklaúdi „Sum arnámskeið" (Cours d’été) fyrir þá leikmenn, er vilja — auk þess gagns, sem þeir hafa af því að læra franska tungu — hafa á- nægjuna af því að kynnast Frakk landi hina heitari mánuði ársins. Námskeið þessi standa yfir frá einum mánuði til tveggja og hálfs mánaðar; frá júlí fram í miðjan september og skiptast í flokka: fyrir algera byrjendur; fyrir námsfólk, sem aðeins hefir byrjað: fyrir námsfólk, sem kom- ið er eitthvað áleiðis. Prófskír- teini fást við lok námskeiðsins. Þarna er kennd frönsk tunga og menning. Meðalgjald er u.þ.b. 120 fr. á mánuði. Húsnæði og fæði sér háskólinn oft um, og er verð þá sanngjarnt. 3) Fyrir þá sem þegar hafa aflað sér staðgóðrar þekkingar í frönsku eru til ótal námskeið, sem haldin eru á ýmsum stöðum í Frakklandi, og eru við hæfi hvers og eins. Listi með dag- setningum yfir þessi námskeið liggja fyrir í sendiráði Frakk- lands. Námsfólk það, er æskir að stunda reglulegt frönskunám — með sömu skilyrðum og franskt námsfólk — nám, sem veitir sömu skírteini og Frakk- ar fá — hefir tækifæri til þess í öllum tilfellum. Til þess þarf þetta námsfólk að hafa íslenzkt stúdentspróf og framvísa skír- teini, sem sanni það. Þegar því er náð, getur námsfólkið látið innrital sig með sömu réttindum og skilmálum og franskt náms- fólk. Samt sem áður er nauð- synlegt að námsfólk þetta hafi áður aflað sér góðrar þekking- ar á franskri tungu, eða að það afli sér hennar með því að eyðá í það einu eða tveim undirbún- ingsárum í Frakklandi, eða á íslandi, úr því að nú hefir það möguleika á því að taka - heima á íslandi inntökupróf (propé- deutique) inn í'franska háskóla. í Frakklandi eru eftirfarandi deildir, sem námsmaðurinn get- ur valið milli: Heimspékideild (lettres): (frönsk tunga, saga, landafræði, heimspeki, erlend tungumál, hver svo sem þau eru; listasaga, sálfræði); lögfræði (droit); með hinum ýmsu sér- greinum, sem eru utan við lög- fræðiréttindin); vísindi (scienc- es): (stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, náttúrufræði, náttúru- vísindi og aðrar sérgreinar); læknaskólinn (Ecole Nationale de medicine); fyfjafræðiskólinn; skóli fyrir vatnsaflsfræði (Hydraulique); raftækniskólinn: (semestre). Herbergi getur kost- að 75—150 fr. á mánuði, en her- bergin á „Cité Universitaire" eru miklu ódýrari, og einnig eru miklir möguleikar á því að fá inni hjá frönskum fjölskyldum, sem er ætíð æskileg lausn fyrir erlent námsfólk. Máltíð keypt í stúdentúínötuneyti kostar að með altali 3 franka. Án þess að eftirfarandi ábend- ingar séu á neinn hátt ætlaðar til þess að beina námsfólki til vissra háskóla, má t. d. velja: PARÍS: París er því miður, þrátt fyr- ir alheimsfrægð sína, að sligast undir undir fjölda nemenda sinna. í undirbúningi er ráða- gerð um dreifingu nemenda, en hún verður varla komin til fram- kvæmda fyrr en að einu eða tveim árum liðnum. Svarti skóli, la Sorbonne, sem vel er þekkt- ur meðal íslendinga, heldur á- fram að draga til sín aukinn fjölda erlends námsfólks af öll- um kynflokkum og þjóðerni. Nú eru rúmlega 80.000 nemendur í Sorbonne, þar af u.þ.b. 8000 er- lendir. Auk bókmennta-, lög- fræði-, efnahagsvísinda-, vís- inda-, læknisfræði-, og lyfja- deilda, hefir Sorbonne innan sinna vébanda: Ecoles Normales Supérieures, sem skapa kennara framtíðarinnar, og yfir 40 stofn- anir (instituts), þ.á.m.: stjórn- málavísinda-, tölufræði- (statis- tik), samanburðarlögfræði-, tón- listarfræði- og hljóðfræðistofn- anir, rannsóknarstofnanir fyrir krabbamein, stofnanir fyrir radíumrannsóknir óg fræga rík- isstofnun fyrir tæknirannsóknir á kjarnkleyfum efnum (Institut National des Sciences Techniqu- es Nucléaires), sem staðsett er í útjarðri borgarinnar, í Saclay. — Mjög frægir prófessorar laða til Sorbonne sérfræðinga hvað- anæva að úr heiminum: Le Bras (lögfræði), Marie-Jeanne Durry (franskar nútímabókmenntir), F. Souriau (heimspeki), Ray- mond Aron (félagsfræði), Juli- ette Fayez-Bouton-Nier (sál- fræði), R-Etiemble (samanburð- ar-bókmenntir), G. Gougenheim (málvísindi), E. Larousse (efna- hagssaga), P. Fouche (hljóð- fræði), G. Matore (frönsk menn- ingarsaga) og M. Gravier (nor- ræn mál og bókmenntir) AIX-MARSEILLE: Aðeins vísinda-, læknisfræði- og lyfjadeildirnar eru í Marseille. Hinar eru í Aix-enProvence. Þar eru u.þb. 18.000 nemendur, þar af 1000 erlendir. Auðvitað er kennaraliðið þar valinn hóp- ur, og meðal þeirra eru hámennt- aðir sérfræðingar í fyrri alda sögu (J. R. Palanque), enskum bókemnntum (F. Carrere) og lögfræði (P. de Geoffre de la Pradelle og L. Trotaras). MONTPELLIER: Stofnaður á 11. öld og telur 12.000 nemendur, þar af 800 er- lenda. Þetta er einn af kunnustu háskólum landsins að því er að lögfræði lýtur (P. Coste FÍoret), almenn lögfræði (droit civil) og þó einkum læknisfræði. Þar nam Rabelais á 16. öld. BORDEAUX: Einnig mjög gamall háskólL Hann dregur til sín erlenda námsmenn í vaxandi mæli vegna möguleika þeirra, sem eru á skemmtiferðalögum frá þessum stað, sérstaklega til Baska-strand arinnar. Frægir eftirtaldir pró- fessorar: J. Ellul (lögfræðisaga), Rescarpit (samanburður nútima- mála), J. Chateau (barnasálar- fræði), M. Merle (stjórnmála- vísindi). Framh. á bls. 14 Inngangur í eina af byggingum hins gamla Sorbonneháskóia

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.