Morgunblaðið - 13.10.1963, Page 11

Morgunblaðið - 13.10.1963, Page 11
{ Sunnúdágur 13. okt. 1963 MORGUNBLAÐIO 11 Svipmyndir frá Noregi Eikarengi i vetra^búningi Heimsókn að Eikarengi ÉG HITTI þau fyrst á dóm- kirkjutröppunum í Niðarósi, frú Alhild og dr. Börre Börre- sen, læknishjón frá Lier í Buskerud. Þau komu til kirkj unnar í sama tilgangi og ég, að skoða hið fornfræga guðs- hús, og biðu eftir því að vörð- urinn opnaði. Við vorum hepp in með daginn, fengum gott yfirlit yfir sögu kirkjunnar frá upphafi, en það væri nóg efni í sérstaka grein og skal ekki rakið hér, enda mun mörgum kunn sú saga, þeim er láta sig nokkru skipta forn helga staði frændþjóðar okk- ar. Áður en við skildum tóku læknishjónin loforð af mér að heimsækja þau áður en ég færi heim til íslands. í Lier er gróðursæla mikil, enda fagurt inn á milli skógi vax- inna hlíðanna. Þótt komið væri langt fram 1 september stóðu mörg trén enn í fullum blóma, klædd sumarskrúða sínum, en önnur höfðu búizt litklæðum haustsins. Eitt og eitt lauf féll til jarðar í há- tignarlegri ró, fyrirboði þess sem í vændum var. Víða hengu eplin á trjánum blóð- rauð og bústin. Græni og rauði liturinn fer hvergi eins vel saman og út í náttúrunni. Mitt í þessari paradís stend- ur stórt garnalt hús Og ann- að minna í útjaðri Lier-bæjar. Glöggt er gests augað. Andi fortíðarinnar svífur yfir staðn um og dregur að sér athygli farandkonunnar. Læknisfrúin tók mér opnum örmum. Mað- ur hennar ér ekki heima, hann á annríkt þegar skólarnir eru að taka til starfa. Hann vinn- ur á heilsuverndarstöðinni, og þarf þar að auki að vitja sjúkl inga víða út um héraðið. Ég fékk að fara með honum og frúnni í eina slíka ferð. Hann þurfti að sinna störfum á barnaheilsuverndarstöð langt út í héraðL Mér varð það fljótlega ljóst að hann var barnavinur. Um leið og hann birtist í dyrunum mættu hon- xun saklaus sólskinsbros og sum þau eldri komu á móti honum og buðu góðan dag, og endurgalt hann kveðjuna með sýnilegum ánægjusvip. „Hann er svo góður við allt sem er minni máttar,“ sagði frúin. Það þótti mér fagur vitnisburður. Læknirinn átti erindi við sjúkling sem bjó í fallegu hvítu húsi í undurfögru um- hverfi. Brekkan fyrir ofan var skógi vaxin, fögur rósabeð mynduðu umgerð um húsið, og vafningsviðir teygðu sig upp veggina alla leið upp und ir þakskegg. Hvítfyssandi lækur lá eins og silfurþráður í grænum hvammi rétt við hús hliðina, fossaniður heyrðist gegnum þytinn í laufinu, og aragrúi af smáfuglum flögr- aði masandi grein af grein. Inni í húsinu beið sjúklingur- inn eftir lækninum. Falleg eldri kona, fyrrverandi hjúkr- unarkona, virðuleg en rauna- leg á svipinn. — Hvernig gengur það í dag? spurði læknirinn. — Ó, mér líður ekki vel, sagði hún. — Það er svö langt síðan lækn irinn hefur komið. — Þér ppt- ið meðulin vonandi eins og for skriftin mælir fyrir, sagði hann. — Látum okkur nú sjá. Hvernig eru fæturnir? Þetta er bara stórmikil framför. Betra en ég bjóst við. Næst verður árangurinn undraverð ur. Svona hélt hann áfram þar til sjúklingurinn viður- kenndi að heilsan væri bara ekki sem verst, og meðulin væru afbragð. Þegar heim- sókninni var lokið var rauna- svipurinn horfinn, í stað hans ljómaði andlitið af sigurbrosi. Það var sólskin úti og inni. Þegar kvöld er komið og við sitjum öll þrjú í stofu og ræðum saman, hringir dyra- bjallan. Það er kominn maður að finna lækninn, þótt hann eigi að vera búinn með dags- verkið. Gesturinn gengur með nýrnasteina og veit að hann má ekki bregða út af læknis- ráði. í kvöld hefur hann svik- ið sjálfan sig, eins og svo oft áður, áfengið er' hans bölvald- ur. Nú þarf hann að fá kvala- stillandi. — Ójá, hann er sjálf um sér verstur, sagði læknir- inn. Þetta vill brenna við. Við vorum að ræða um for- tíð læknisbústaðarins, og nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Húsið er 175 ára gamalt. Upphaflega var þetta búgarð- ur, sem bar nafnið Eikarengi. Og í raun og veru heitir hús- ið það ennþá, sagði læknirinn. Síðan var staðurinn rekinn sem gistihús, miðstöð fyrir ferðamenn þá, er lögðu leið sína til höfuðstaðarins, gömlu Kristjaníu. Þá var ekki farið eins greitt yfir eins og nú, þegar bifreiðar þekktust ekki, í stað þeirra var ferðast á hestvögnum og sleðum. Þá kostaði tíu aura fyrir nóttina í útihúsum, en eitthvað á aðra krónu í aðalbyggingunni. Nú er öldin önnur. — Ég er búinn að eiga húsið í meira en tuttugu ár, og látið gera ýmsar breytingar, sett í það nýja glugga og fleira. Þetta er skemmtílegt hús eins og þú sérð, og konan mín á sinn þátt í því hvað hér er vistlegt.' Hún heldur mikið upp á gamla húsmuni, er lista kona, málar og gerir gamla hluti sem nýja, en lætur þó formið halda sér. Ég svipast um í stofunum. Þar er margt nýstárlegt að sjá, og hver hlutur er auðsjá- anlega á réttum stað. Frúin hefur siglt . um öll heimsins höf með manni sínum, og hefur haft með sér ýmsa muni frá flestum stöð- um sem hún hefur gist. Þarna er öskubakki, mikið listaverk og handbróderuð silki-manda- rínkápa frá Kína, ásamt miklu af postulínsborðbúnaði. — Bronstígrisdýr frá Japan. Listilega útskorin fílstönn frá Fílabeinsströndinni. Blæ vængur úr svínsblöðru frá Belgisku Kongó. Veiðispegill frá írlandi. Saumaborð í Lúð- víks fimmtánda stíl, frá Frakk landi o.s.frv. Mest heldur hún þó upp á gamla muni sinnar eigin þjóðar, og margt af því setur sinn svip á hið glæsilega heimili. — Og svo er hér nokk uð, sem þú mátt til að sjá, segir frúin. — Málverk eftir meistarann Kjarval. Islands store kunstner. — Hvernig hafið þið náð í það? spyr ég. — Jú, það skal ég segja þér, segir frúin. — Ég á systur á íslandi. Hún er gift Sigurði Markan. Við fengum málverkið hjá þeim. Þau bjuggu hér í Noregi í nokkur ár, en eiga nú heima í Reykjavík. — Viltu vera svo væn að bera Markans-fjölskyldunni kveðjú frá okkur, segir lækn- irinn. — Þú þekkir eflaust eitthvað af því fólki, til dæm- is hina frægu söngkonu Maríu.“ — Já, ég þekki hana mér til mikillar ánægju, segi ég, en vill nú læknirinn ekki vera svo góður að spila fyrir mig á píanóið eitthvað af sínum eigin verkum, ég hef nefni- lega heyrt að doktor Börre- sen sé mjög fjölhæfur, sumir segja, ekki minna tónskáld en læknir. — Það er velkomið að ég grípi í hljóðfærið, segir hann. En þú verður að afsaka þótt mér kunni að fatast, mitt verk svið er á öðrum vettvangi, og lítill tími aflögu frá því, en óneitanlega er skemmtilegt að setjast við hljóðfærið og láta sig dreyma dýrðlega drauma. Ég hefi samið nokkrar tón- smíðar, sérstaklega við ljóð eftir Hamsun. Til dæmis „Lína“ og „Feberdikt". Svo er hér lag sem ég hef kallað „Norsk fjellestemning", og fingur læknisins leika um nótnaborðið, eins og hann hafi aldrei gert annað. Tónarnir fylla stofurnar, á meðan smáfuglarnir flögra tístandi í greinum trjánna fyrir utan gluggana og lí-tið lauf Tinígur til jarðar í kvöldblænum og býður „Góða nótt.“ Hugrún. LEIÐRÉTTINGAR f fyrstu grein Hugrúnar frá Noregi stóð Ólafur Tryggva- son, en átti að vera Ólafur helgi. í upphafi annarrar greinarinnar stóð Vestdal, en átti að vera Verdal. Borg- fjorden, átti að vera Borgen- fjörden, setji, átti að vera sitja. mundsson sér skýrslu um gang þessa máls. Aðalbygging er nú langt á veg komin. Er það skáli til samverustunda, borðhalds og innileikja, auk herbergja fyrir foringja og starfsstúlkur. Þessi bygging er hin vandaðasta, en kostar mikið fé. Hefir æskulýðs- sambandið unnið stórvirki á sín- um skamma starfstíma, hvað snertir fjároflun til þessa mikil- væga fyrirtækis. Þó eru bygg- ingarskuldir miklar, eins og sak- ir standa, og var nokkuð rætt um leiðir til úr.bóta. Er ekki áð ,efa að margir munu hér eftir sem hingað til leggja máliriu lið, því að sú er reynsla flestra, sem til þekkja, að hver sem kýnnist því, sem þarna er verið að fram- kvæma, sé fús að vinna því allt, er hann má. f fremstw rW M vtastrl: *ór!r Stephensen, ritari, séra Sigurður Guðmundsson, gjaldkeri og frú hans, Jón Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar Akureyri og frú, frú Solveig Pétursdótt- ir, sóra Pétur Sigurgeirsson, formaður ÆSK og séra Ólafur Skúlason, æskuiýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar. Frd aðalfundi Æskulýðssambands kirkjunnar FJÓRÐI aðalfundur Æskulýðs- aambands kirkjunnar í Hóla- etifti, var haldinn í Akureyrar- Itirkju 28.—29. september. Auk •limargra fulltrúa úr hópi unga fólksina á sambandssvæðinu, •óttu 12 prestar fundinn. Gestir fundarins voru fjórir skiptinemar frá Bandaríkjunum, er hér dvelja í Hólastifti árlangt á vegum þjóðkirkjunnar. Ennfremur sat æskulýðsfulltrúi þj óðkirkj unnar, . séra ólafur Skúlason, fundinn og ferðaprest- ur, séra Lárus Halldórsson, sem nú gegnir þjónustu í Eyjafjarð- arprófastsdæmi. Aðrir fundar- menn voru allir búsettir á sam- bandssvæðinu. t Séra Pétur Sigurgeirsson, for- maður sambandsins, sagði frá störfum þess í mjög greinangóðri skýrslu. Hér er á ferðinni blóm- leg æskulýðshreyfing í fjórum norðlenzkum sýslum og flestum kaupstöðum þessa landshluta. — Mesta viðfangsefnið, eins og sakir standa, er bygging sumar- búðavið Vestmannsvatn, S-Þing- eyjarsýslu. Flutti formaður bygg- ingarnefndar, sr. Sigurður Guð- Aðalmál fundarins voru um- ræður um æskulýðsstarfið heima og heiman, þ. e. starfsemi félag- anna heima fyrir, samband þeirra sín á milli og við æsku annarra landa. Framsögumenn voru séra ólafur Skúlason og séra Sigurður Haukur Guðjónsson, og fluttu þeir ýtarleg erindi, með mörgum góðum ábendingum. Munu erindi þeirra væntanlega birtast á prenti. Fundarfólki var skipt í umræðuhópa um þessi mál, hver hópur með sitt verkefni. 1. Sam- staf æskulýðsfélaganna og sam- bandanna. 2 Heimsóknir og sam- skipti við erlendar kirkjur og vinnubúðir. 3. Starf æskulýðs- félaga að safnaðarmálum. — 4. Uppbygging funda og samband við eldri æskulýðsfélaga. Urðu þessar umræður hinar gagnleg- ustu, og margt kom fram, sem verða mætti til góðs i framtíðar- starfinu Fundurinn hófst kl. 4 á Iaug- ardag, en lauk síðdegis á sunnu- dag. Fundarstjóri var sr. Birgir Snæbjörnsson, en sr. Sigurður H. Guðjónsson fundarritari. í fund- arbyrjun á laugardag flutti sr. Stefán V. Snævarr bæn, en sr. Ragnar Fjalar Lárusson flutti mörgunbænir á sunnudag. Á laug ardagskvöld var kirkjukvöld í Akureyrarkirkj u. Gigja Kjartans dóttir lék einleik á orgel. Sýnd- ar voru myndir frá för íslenzkra æskumanna í vinnubúðir í Skot- landi á .síðásta sumri, Þórarinn Jónsson sagði frá dyöl sinni vest- an hgfs á vegum kirkjunnar og loks ávörpuðu amerísku skipti- nemarnir söfnuðinn. Mæltu þeir á íslenzka tungu eftir aðeins þriggja mánaða dvöl hérlendis og sögðu frá umhverfi sínu og áhugamálum vestra. Akureyrar- prestar ávörpuðu kirkjugesti í upphafi og lok kirkjukvöldsins sem byrjaði og lauk með bæna- gerð og söng við undirleik Jak- obs Tryggvasonar. Samskot voru tekin til sumar- búðanna og söfnuðust 2600 kr. Á eftir voru fundarmenn I boði æskulýðsfélags Akureyrarkirkju og þáðu þar rausnarlagar veit- ingar. Kl. 2 á sunnudag var hátíðleg messa í kirkjunni. Sr. Jón Kr. ísfeld prédikaði, en fjórir prest- ar þjónuðu fyrir altari. Altaris- ganga var fjölmenn. Að fundi loknum bauð sóknarnefnd Akur- eyrarkirkju öllu fundarfólki til kaffidrykkju í Skandia Café. Þar voru ýms ávörp flutt, en allar veitingar höfðinglegar. Ht-lztu ályktanir fundarins voru þessar: Framh. á bis. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.