Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Mánudagur 11. nóv. 1963 Atvinna Iðnfyrirtæki óskar eftir reglusömum manni. Fram- tíðarvinna. Uppl. í síma 13992 milli kl. 6—8. Til sölu fallegur Pedegree-barna- vagn, minni gerðin, grár að lit, með dröfnóttu skyggni og svuntu. Arsgamall og vel meðfarinn. Verð kr.' 2800,00. Upplýsingar í síma 1-29-04 síðari hluta dags. Viðskiptaskráin 1964 'Vinna við upplýsingasöfn- un og ritstjóm Viðskipta- skrárinnar 1964 er nú að hefjast. Á næstu mánuðum mun verða leitað til fyrirtækja og einstaklinga, sem skráð eru í bókinni, og spurt um breyt- ingar og leiðréttingar, sem gera þarf. Einnig mun félög- um og stofnunum, sem skráð eru í félagsmálaskrám bókar- innar, verða sendax úrklippur til athugunar og leiðréttingar, og með tilmælum um að end- ursenda úrklippumar að lok- inni athugun. Er það von Við- skiptaskrárinnar, að allir, sem til verður leitað, bregðist fljótt og vel við, eins og endranær, og geri þannig sitt til þess að bókin verði sem réttust. Ritstjóm Viðskiptaskrár- innar gerir sér allt far um að fylgjast með stofnun nýrra félaga og fyrirtækja og kann- ar í því skyni öll gögn, sem tiltæk eru í því efni. Ekki er þó að vænta, að allt komi í leitirnar. Þess vegna beinir Viðskiptaskráin vinsamlega þeim tilmælum til forsvars- manna nýrra félaga, stofnana og fyrirtækja, svo og einstak- linga, sem hefja rekstur í ein- hverri mynd, að þeir láti Við- skiptaskrána vita um sig, ann- að hvort bréflega eða með því að hringja í síma 17016, og gefa þær upplýsingar, sem um verður beðið. Ný félög og stofnanir munu verða beðin um upp- lýsingar um stjórn, fram- kvæmdastjóm, heimilisfang og síma, svo og stuttorða greinargerð um tilgang og starfsemi. Ný fyrirtæki og ein staklingar, sem einhvem rekstur hafa, mun á sama hátt verða beðin um upplýsingar um starfsemi og rekstur, stjóm og framkvæmdastjóm OÆ.frv. í Viðskiptaskránni er sam- ankominn mikill fróðleikur um félagsmál, atvinnu- og viðskiptalíf landsmanna, og mikil áherzla er lögð á, að allar upplýsingar, sem þar er að finna, séu réttar og nýj- ar af nálinni. Forsvarsmenn í atvinnu-, viðskipta- og félags málum landsmanna geta lagt sinn skerf til þess að allar upplýsingar í bókinni séu sem réttastar á hverjum tíma, með því að láta vita af sér, ef ekki er til þeirra leitað. Viðskiptaskráin er ýkju- laust langvíðförlust allra ís- lenzkra bóka, því að hún fer á hverju ári til flest allra landa heims, og með þeim fróðleik, sem hún flytur, er hún áreiðanlega góð land- kynning. — Augl. v y í * p WAlJSY|N!LEGAR I IVI 0 /\ H LPPLVSIINSGAR En óttast þú ekki, þjónn minn Jakob segir Drottinn og hræðst þú ekki ísrael, því að ég frelsa þig. — (Jer. 30,10). Guðhræddum lesara: Heilsum! í dag er mánudagur 11. nóvember og er það 315. dagur ársins 1963. Árdegisflæði kl. 2.16. Síðdegisflæði kl. 14.38. I.O.O.F. 10=14511118^=Kvm Næturvörður verður í Vestur- bæjarapóteki, Melhaga 20—22 vikuna 9. nóv. til 16. nóv. Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 9. nóv. til 16. nóv. er Bragi Guðmundsson. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sólar- hringinn — sími 1-50-30. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Sími 24361. Vakt allan sólarhringinn. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9:15-8 laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Simi 23100. Holtsapótek, Garðsapóteik og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7, nema laugar- daga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. e.h. FRÉTTASÍMAR MBL.: — eft>r lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Orð iífsins svara i sima 10000. Söfnin MINJASAFN REVKJAVÍKURBORG- AR Skúatúni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ er opið á þriðjudöguin, laugardögum og sunnu- dögum kl. 13.30—16. LISTASAFN lSLANDS er Opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugar- dögum og sunnudögum tl. 13.30—16. Gamanleikurinn „Ærsladraugurinn" verður sýndur í Iðnó þriðjudaginn kl. 8.30. Myndin sýnir Þóru Friðriksdóttur og Áróru Halldórsdóttur í hlutverkum sínum. — Allur ágóði af sýning- unni rennur í húsbyggingarsjóð Leikfélags Reykjavíkur. Stundum þarf að baða hundinn. Það er erfitt að fá hann ofan í baðið. Getur verið anzi snúið! En það borgar sig!! Eins og alkunnugt er. er bannað i Reykjavík Hvað mynduð þér t.d. segja, ef ég settist svona á rúmstokkinn yðar, þegar þér væruð komnar í ró? Er þér ljóst maður, að þessi fjand ans kassi er að stela beztu árum ævi okkar? VÍSUKORN Læknar fjarverandi Eyþór Gunarsson, læknir, fjarver- andi 1 óákveðinn tíma. Staðgengill Viktor Gestsson. Einar Helgason verður fjarverandi frá 28. okt. til 23. nóv. Staðgengill: Jón G. Hallgrímsson, Laugavegi 36. Guðmundur Björnsson verður fjar verandi 12. til 27. október. Staðgeng ill: Pétur Traustason. Hulda Sveinsson verður fjarverandi 5. okt. til 4. nóv. Staðgengill Jón G. Hallgrímsson. Öfeigur J. Öfeigsson verður fjar- andi til 1. desember. Staðgengill Jón G. Hallgrímsson, Laugavegi 36. Við- talstími hans er 13:30 til 14:30 nema miðvikudaga 17—18. Viðtalstími i síma frá 12:30 — 13 i síma 24948. + Gengið + 21. október 1963. Kaup Sala 1 enskt pund 120,16 120,46 i Bandaríkjadollar 42.95 43.06 1 Kanadadollar 39,80 39,91 100 Danskar krónur .... 621,73 623,63 100 Norskar kr ... 600,09 601,63 100 Sænskar kr. 826,75 828,90 100 Finnsk mörk _ 1.335,72 1.339,14 100 Franskir fr. _.. 876,40 878,64 100 Svissn. frankar .. 993.53 996.08 100 V-þýzk mörk .. .. 1,079,83 1.082,59 100 Austurr. sch. ... 166,18 166,60 100 Gyllini .. ... 1.191,81 1.194,87 100 Belg. franki 86,17 86,39 Áheit og gjafir Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Áheit frá N.N kr. 200. Úr bauki kirkjunn- ar kr. 25. Kærar þakkir. Sigurjón Guðjónsson. Gjafir til lýðháskólans í Skálholti. Vinir hins fyrirhugaða lýðháskóla kirkjunnar í Skálholti eru þegar farn- ir að segja til sín. Gjafir eru farnar að berast til hans. Hjónin Elín Vig- fúsdóttir og Jón H. JÞorbergsson hafa afhent biskupi gjöf að upphæð kr. 10.000,00 — tíu þúsund krónur — til skólans. í»á hefur Ólafía Jónsdóttir, hjúkrunarkona, gefið kr. 1.000,00 — eitt þúsund krónur — og Snorri Sig- fússon, námsstjóri, kr. 1.000,00 — eitt þúsund krónur — og er það áheit. Áður hefur verið getið um tuttugu þúsund króna gjöf frá öldruðum hjón- um íslenzkum, sem búsett eru í Winnipeg, Guðrúnu Grímsdóttur og Ágúst Eyjólfssyni. — Með kærum þökkum viðurkennt. Skrifstofa biskups. Orð spekinnar Söngur er af sorg upprunninn, af söng er líka gleði spunnin. Z. Topelius. Sæðisflutningur (Umræður á Búnaðarþingi) Fátt f sæðisflutningum fær þeim gleði stóra. Ærnar halda að hrútunum heppnist skár en Dóra. Eins þótt nýja aðferðin áhöld noti fegri, ánum þykir aftur hin öllu skemmtilegri. Kolbeinn Högnason frá Kollafirði. GAMALT oc Gon Áttu börn og buru, grófu rætur og muru, smjörið rann, roðið brann sagan upp á hvem mann, sem hlýða kann. Brenni þeim í kolli baun, sem ekki gjalda mér sögulaun fyrr í dag en á morgun. Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri. Úti er ævintýri. Frá þessum tíma. Eitt andartak stökk út úr stafrófi tímans og hvarf perla, blikandi björt dregst á tárafesti fallinnar konu stjarna hátt á himni hrapar úr fótspori dauðans og hverfur. Andrés Björnsson, 1937. HVER vill botna? Gaman er í Gaggó Vest gleðin út af flæðir Botnar sendist dagbókinnL Tekið á móti tilkynningum frá kl. 10-12 f.h. sá HÆST bezti Tómas skáld Guðmundsson var einu sinni spurður að því, hvort hann hefði ekki verið myrkfælinn ungur. „Jú, jú,“ svaraði Tómas. „Ég var stundum svo myrkfælinn, a3 ég óskaði eftir að sjá araug t’l þess að vera ekki einsamaU!" ^ hvort Einar Olgeirsson sé ekki hávaðinn af kommúnistaf'okknum? é-iiiiiiiiiééii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.