Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Mánudagur 11. nóv. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, - Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö. TIL GANGINUM NÁÐ ITiðreisnarstjórnin lýsti því * yfir, þegar hún lagði fram frumvarp sitt um launamál o. fl. að brýna nauðsyn bæri til að stöðva víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags næstu vik- ur, meðan verið væri að finna úrræði í kjaramálum. Fram- undan voru harðvítugar kjara deilur, sem líklegt var að enda mundu með tilviljana- kenndum hækkunum, þar sem þeir verst settu, yrðu eft- irbátar annarra, eins og svo oft áður. Þá liggur það einnig fyrir, að hagur útvegsins er með þeim hætti, að ekki má í- þyngja honum fremur en orð- ið er og þess vegna nauðsyn- legt að haga kjarabótum þannig, að sem léttbærast sé fyrir útflutningsatvinnuveg- ina. Að sjálfsögðu hefði ríkis- stjórnin kosið að samtök laun þega og vinnuveitenda leystu ágreiningsmálin sín á milli, án þess að til kæmu afskipti ríkisvaldsins, enda var það yfirlýst stefna Viðreisnar- stjórnarinnar frá upphafi, að þessi samtök ættu að gegna þessu hlutverki. Því miður eru bæði samtök launþega og vinnuvei-tenda margklofin og hafa verið þess vanmegnug að gegna hlut- verki sínu á heilbrigðan hátt. 'Þess vegna var óhjákvæmi- legt að leggja fram frumvarp, sem miðaði að því að stöðva hækkanir meðan aðilar rædd- ust við og fundnar væru leið- ir út úr vandanum. Ýmsir ofstopamenn risu upp með miklum hávaða og héldu að þeir gætu notað frumvarp þetta til pólitísks ávinnings og höfðu jafnvel við orð að »efna til víðtækra lögbrota. > Greindari menn fengu þó ráðið ferðinni og sú varð raunin, að ríkisstjórnin náði tilgangi sínum —- meira að segja án þess að þurfa endan- lega að lögfesta frumvarp sitt um launamál o. fl. ÁNÆGJULEG ÚRSLIT A llir velviljaðir menn hljóta að fagna úrslitunum, sem urðu á þeim hatrömmu ^leil- um, sem úppi voru síðustu vikur. Þrátt fyrir hótanir of- stækismanna um lögbrot var að vísu ekki ástæða til að ætla að íslenzkur verkalýður feng- ist til slíks atferlis, en hitt var ljóst, að miklar pólitískar deil ur mundu verða hér næstu vikur, ef ekki tækist að lægja öldurnar. Híkisstjórnin ákvað að fresta endanlegri afgreiðslu frumvarpsins, enda hafði það ekki tilgang að -lögfesta það, þegar fyrir lá, að verkalýðs- samtökin mundu af sjálfsdáð- un aflýsa verkföllum og hindra nýjar kauphækkanir meðan verið væri að rann- saka málin og ná þeim ár- angri, sem frumvarp ríkis- stjórnarinnar miðaði að. Morgunblaðið treystir því, að þeir verkalýðsforingjar, sem nú hafa tekið ábyrga af- stöðu, muni standa við heit sín, en jafnvel þótt svo færi ekki er hvenær sem er hægt að afgreiða frumvarpið um launamál o. fl. á örskammri stundu, þar sem umræðum um það er lokið, og tryggja þannig framgang þessa mikil- væga máls. X FRAMTÍÐIN VARÐAR MESTU í stæðulaust er að miklast yfir því, að ríkisstjórnin hefur náð tilgangi þeim, sem lögin um launamál o. fl. mið- uðu að. Hitt er meginatriðið, að iramvindan næstu vikur verði til gæfu fyrir þjóðar- heildina. Samningaviðræður þær, sem framundan eru, verða auðvitað ekki auðveldar, en þó er hægt að leysa málin, ef skilningur og velvilji ríkir á báða bóga. Allir eru sammála um, að brýnasta nauðsyn beri til að bæta með einhyerjum hætti kjör þeirra, sem lægst hafa laun. Þetta getur þó ekki tek- izt, ef allir aðrir heimta sam- bærilegar kjarabætur, eða ein stakar stéttir kljúfa sig út úr og hefja nýtt kapphlaup um kjörin. Þess vegna er nauðsynlegt að efna nú til heildarsamn- inga um kjör allra launþega, þar sem ^érstök hliðsjón sé höfð á því að bæta þurfi kjör þeirra, sem lægst hafa laun. Frest þann, sem nú hefur fengizt til heilbrigðra við- ræðna, ber að nota í þessum tilgangi, og Morgunblaðið treystir þvi, að sá árangur ná- ist, sem tryggja muni velfarn að launþega og þar með þjóð- arheildarinnar. 9. NÓVEMBER Ijað var árið 1932, hinn 9. * nóvember, sem verka- menn og lögregla börðust í Reykjavík. Hnefarétturinn skyldi þá ráða. Tveir sjeDnenn Sátast af slysförum: Skipstjóri kafnar á Súgandafirði - Sjómaður frá Dalvík drukknar Tveir sjóraenn fórust af slys- förum í vikunni. Kristján Ib- sen, skipstjóri kafnaði er eld- ur kom upp í bát hans á Súg- andafirði. Og Haraldur Ólafsson frá Dalvík drukknaði í Reykja- víkurhöfn, þar sem bátur hans lá. Nánari tildrög eru sem hér segir: SÚGANDAFIRÐI, 3. nóv. — Kristján Ibsen, skipstjóri á Mb. Stefni kafnaði er eldur kom upp í báti hans, þar sem hann lá hér í höfn, aðfaranótt sunnudags. Hann lætur eftir sig konu og 4 ung börn. Kristján svaf ásamt einum há- seta, Eiríki Sigurðssyni, í káetu bátsins, en þeir voru að koma frá ísafirði. Eiríkur vaknaði um kl. 5 um morguninn. Þá var ká- etan orðin full að reyk og hann sá ekki handa sinna skil. Staul- aðist hann upp og náði í hjálp. Lælyiir kom mjög. fljótt á stað- inn, en lífgunartilraunir á Kristj áni reyndust árangurslausar. Óljóst er hvernig eldurinn kom upp, en talið að hafi staf- að frá eldavél. Lítill eldur var, en mikill reykur. — O.K. ★ Haraldur Ólafsson frá Dal- vík, skipverji á mótorbátnum Lofti Baldvinssyni EA 24, fór í land í Reykjavík þriðjudags- Kristján Ibscn skipstjóri kvöldið 5. nóvember, er bátur- inn lá við bryggju út frá Granda garði í Reykjavík. Eftir það spurðist ekki til hans. Á laugardag kafaði frosk- maður í höfnina þar sem bátur- inn hafði legið, og fannst þá lík hans. Haraldur var 62 ára gamall. Hann lætur eftir sig konu og 3 börn, þar af tvö upp- komin. Fjórtón brezkir kommúnistar London, 10. nóv. NTB Fjórtán félagar í brezka kommúnistaflokknum hafa lýst vítum á stjórn flokksins vegna afstöðu hennar í hugsjónadeilu Rússa og Kínverja. Um helgina sendu menn þessir út 2000 orða skírskiotun til allra kommúnista í Bretlandi þar sem m.a. segir, að Krúsjeff og fylgi- sveinar hans í brezka kommún- isitaflokknum hafi svikið hags- muni verkamann-a. Krúsjeff og stuðningsmenn hans uim heiim allan hafi með vitund og vilja gengið til samninga við banda- ríkska heimsvaldasinna og banda menn þeirra. í plaggi 'hinna fjórtán er John Gollan, aðalritari brezka komm- únistaflakksins sakaður um að hafa rangtúlkað stefnu Kínverja. Hafi Gollan og aðrir leiðtogar fldkiksins gefið byltinguna og valdabaráttu sósíalista upp á bát- inn og leitist nú vig að verða sjálfum sér úti um bita af borð- um heimsvaldasinna. — Brezkur togari Framhald af bls. 1. en útfærslan var gerð 1. sept. 1958, og vakti mál hans tölu- verða athygli á sínum tíma af þessum sökum Harrison skipstjóri tjáði frétta- manni Mbl. að radar skipsins hefði verið bilaður alla veiði- ferðina, sem hafði staðið í sex daga er strandið varð. Veður Það var 9. nóvember 31 ári síðar, sem sverðin voru slíðr- uð. Má ætla, að við höfum, þrátt fyrir allt, gengið til góðs.... hefði verið mjög slæmt, 8 vind- stig og él. Hefði hann reynt að fylgjast með. Kingston Diamond, sem hafði radar í lagi, en týnt af togaranum vegna myrkurs og veours. ♦ Harrison sagði að skipshöfnin hefði öll haldið til frarnmi í lúk- ar, enda hefði stórhættulegt ver- ið að vera á þilfari. „Við óttuð- umst mest að einhvem myndi taka út er sjóirnir riðu yfir skip- ið, en okkur tókst að afstýra því. Við hreyfðum okkur ekki fyrr en björgunarstarfið hófst um morg- uninn“. Harrison bar mikið lof á björgunarmenn og bað Mbl. flytja þeim bzetu þakkir frá sér og skipshöfn sinni. Skipbrots- menn héldu heim á'laugardag. Á laugardag fóru umboðsmað- ur brezka vátryggingafélagsins og Sigurður Árnason, skipherra á Maríu Júlíu, austur og um borð í togarann til þess að at- huga um björgun hans eða verð- mætum úr honum. Var veður þá hið bezta við Ingólfshöfða. Ekki þótti líklegt að það myndi borga sig að reyna að bjarga togaran- um, en hinsvegar voru tekin úr honum ýmis tæki. Liggur skipið nú alveg uppi í fjöru og er tals- verður sjór í vélarúmi þess. Bændur í Öræfum hafa fengið leyfi til þeiss að nytja fiskinn úr lestum togarans, en þar munu vera um 25 tonn af flatfiski, þorski og ýsu. Varðskipið Óðinn lá úti fyrir á laugardag og lýsti upp togarann með ljóskösturum á meðan unnið var að björgun úr honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.