Morgunblaðið - 15.11.1963, Page 1
24 siðuv
Bjarni Benediktsson tekur við
embætti forsætisráðherra
\ Ríkisráðs-
fundi ■ gær
Johann Haf-
stein skipaður
domsmálaráð-
herra
A FUNDI ríkisráðs kl. 11,30
í gærmorgun féllst forseti ís-
lands á beiðni Ólafs Thors
um lausn frá embætti for-
sætisráðherra af heilsufars-
ástæðum. Jafnframt skipaði
forseti dr. Bjarna Benedikts-
son -forsætisráðherra. Þá-var
Jóhann Hafstein, alþingis-
tnaður, skipaður ráðherra í
ráðuneyti íslands og fer hann
með dóms-, iðnaðar-, heil-
brigðis- og kirkjumál er dr.
Bjarni Benediktsson hafði
með höndum.
Kl. 2,00 síðdegis í gær var
haldin fundur í Sameinuðu
Alþingi og las hinn nýi for-
sætisráðherra, dr. Bjami
Benediktsson, upp eftirfar-
andi tilkynningar:
„Tillaga til forseta fslands um
skipan embættis forsætisráð-
herra.M
Læknar mínir hafa tjáð mér,
eð mér sé nauðsynlegt að taka
mér algera hvíld frá störfum
í nokkra mánuði. Ég get því ekki
unnið að lausn hinna ýmsu
vandamála, sem framundan bíða.
Haustið 1-961 stóð svipað á fyrir
mér. Tók ég mér þá hvíld frá
störfum í þrjá mánuði. Ég tel
ekki rétt að hafa sama hátt á
nú og leyfi mér því allra virð-
ingarfyllst að fara fram á, að
þér, herra forseti fallist á að
veita mér lausn frá embætti for-
sætisráðherra.
Jafnframt leyfi ég mér allra
virðingarfyllst að leggja til í
samræmi við einróma óskir þing
flokks Sjálfstæðisflokksins, að
dr. Bjarni Benediktsson dóms-
og kirkjumálaráðherra verði
skipaður forsætisráðherra í
trausti þess, að þér, herra for-
seti, fallist á framangreindar til-
lögur mínar, leyfi ég mér að
leggja fyrir yður til undirskriftar
lausnarbréf mér til handa og
skipunarhréf dr. Bjarna Bene-
diktssonar til að vera forsætis-
ráðherra í ráðuneyti íslands.
í forsætisráðuneytinu 13. nóv-
ember 1963, Ólafur Thors, Birgir
Thorlacius.
Á þessa til'lögur hefur forseti
íslands ritað:
„Fellst á tillöguna.
Ásgeir Ásgeirsson,
Reykjavík 14. nóvember 1963“.
I samræmi við það hefur hann
undirritað skipunarbréf til handa
mér til að vera forsætisráðherra,
í ráðuneyti íslands og bréf, þar
sem hann veitir Ólafi Thors
lausn frá embætti forsætisráð-
herra.
Þá var þar borin upp önnur
till. til forseta íslands um skip-
un ráðherra og breytingu á for-
setaúrskurði frá 20. nóvember
1959 um skipun og skipting starfa
ráðherra. o.fl.:
„Þar sem þér, herra forseti,
hafið fallizt á að veita Ólafi
MYND þessi var tekin á ríkis-
ráðsfundi í gær. — Frá
vinstri: Ingólfur Jónsson, land t
búnaðarráðherra, Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráð-
herra, Birgir Thorlacius, rík-
isráðsritari, forseti íslands
Ásgeir Ásgeirsson, Guðmund-
ur í. Guðmundsson, utanríkis-
ráðherra, Emil Jónsson sjáv-
arútvegsmálaráðherra, Gylfi
Þ. Gislason, viðskiptamála-
ráðherra. Jóhann Hafstein
dómsmálaráðherra var fjar-
verandi.
Gosefnin þeytast npp úr haffletinum á eldstöðvunum. Myndin var tekin í gær í 300 metra fjarlægð af Sigurgeiri Jónassyni,
fréttaritara Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum. Fréttir um gosið á baksíðu og öðrum síðum blaðsins.
Thors lausn frá embætti forsætis
ráðherra og skipað mig forsætis-
ráðherra, leyfi ég mér al'lra virð-
ingarfyllst að leggja til, að yður
þóknist að skipa Jóhann Haf-
stein alþm. ráðherra í ráðuneyti
íslands og jafnframt að gera þá
breytingu á forsetaúrskurði nr.
64 frá 20. nóvember 1959, að
mér verði falið að gegna þeim
ráðherrastörfum, sem í þeim úr-
skurði voru falin Ólafi Thors, en
Jóhann Hafstein fari með þau
málefni, sem mér voru falin i
nefndum úrskurði. í trausti þess,
að fallizt verði á framangreinda
till., leyfi ég mér allra virðingar-
fyllst, að leggja fyrir yður, herra
forseti, til undirskriftar skipun-
arbréf -handa Jóhanni Hafstein
alþm. til að vera ráðherra í ráðu
neyti íslands, svo og úrskurð um
breytingu á forsetaúrskurði frá
20. nóvember 1959 um skipun
og skipting starfs ráðherra o.fL
í forsætisráðuneytinu 14.
nóvemiber 1963, allra virð-
ingarfyllst,
Bjarni Benediktsson,
Birgir Thorlacius".
Á þessa tillögu hefur forseti
íslands einnig ritað:
„Fellst á tillöguna.
Ásgeir Ásgeirsson,
Reykjavík 14. nóvember 1963.“
Og jafnframt undirritaði hann
skipunarbréf til handa Jóhanni
Hafstein, til að vera ráðherra í
ráðuneyti íslands. Og ennfrem-
ur forsetaúrskurð um breytingu
Framihald á bls. 13