Morgunblaðið - 15.11.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. nóv. 1963 eldsumbrotin af Reykjanesi 12. SV Sker hafa myndast og sokk- ið, og eytt geirfuglinum ELDUR IJPPI suðvestur af Vestmflnnaeyju'm fimmtu- daginn 14. nóvemiber 1963. í>að mun vera í 12. sinn sem vitað er um eldsumbrot í haf inu út af Reyfcjanesi. Markús Loftsson telur í bók sinni Jarðeldar á íslandi 11 elds- umlbrot á þessum slóðum, þar af 7 sinnum á 13. öid, og síðan 1083, 1783 1830 og 1879. Oft- ast hafa fylgt þeim miklir jarðskjálftar, en ekki þó í þetta sinn, að þvi er bezt verð ur vitað. í Vestmannaeyjum sjálfum og kringum þær hafa verið eldsumbrot, síðast talið að þar hefði gosið í sambandi við jarðskjálftana mikiu á Suðurlandi 1896, en engar ör- uggar heimildir eru um slíkt. Vitað er að hraun hefur runn ið úr Helgafelli á Heimaey, en talið að það hafi gerzt snemma á landnámstíð. „Um öll þau hin miklu elds umibrot sem urðu á Reykja- nesfjallgarði á 13. og 14. öld hefur fátt verið ritað, aðeins nokkrar línur í annálum og hafa það þó verið einhiver mestu eldgos síðan á land- námstíð, eins og vegsummerki sýna" skrifaði I>orvaldur Thor oddsen. Og hann segir í Jarð- skjálftasögu sinni frá eldi á hafi úti árið 1211, og mynduð ust þá eyjar. Árið 1211 kom upp eldur úr sjó fyrir sunnan Reykja- nes. Sörli Kolsson fann Eld- eyjar hinar nýju, en hinnar horfnar er alla sevi htifðu stað ið. I>á varð jarðskjálfti mikili hinn næsta dag fyrir Selju- mannamessu (7. júlí) og létu margir lif sitt og féll ofan al- hýsi á fjölda bæjum og gjörðu stærstu skaða. „Bn öil þessi umlbrot voru kennd Páli bisk- upi, fólk trúði því að með þessu væru höfuðskepnurnar að sýna hryggðarmerki við lát hans. GEIRFU GLINN HRAKTIST UNDAN ELDSUMBROTINU. Árið 1784 urðu einhverjir mes-tu jarðskjálftar sem orðið hafa á Suðurlandi. I>á fóru mörg af yztu skerjunum í kaf og er þá talið að töluvert af varpstöðvum Geirfuglsins hafi eyðilagsit. Við það færðist hann nær landi. Seinast var hann á Geirfuglaskeri segir Magnús Björnsson í fuglabók Ferðafélagsins, en það sökk um eða eftir 1836 og var þá útséð um hann. Eyjar þarna hafa iðulega horfið og nefnir Þorvaldur Thoroddsen þrjú slík, árin 1211, 1422 og 1783. EYJAN SÖKK FRÁ DÖNUM Snemma í maímánuði 1783 urðu sæfarendur varir við reyk úr hafi fyrir utan Reykjanes, 7 miílur undan landi og er þeir komu nær var sjórinn allur þakinn vikri. Ey með alllháum klettum hafði skapast þar og kastaði af sér ösku og vikri svo sjór- inn var þakinn af vikrinum á 20-30 mílna svæði. Að sögn suanra var eyjan míla að um- máli, að sögn annarra aðeins þriðjungur úr mílu. Menn fundu að sævardýpi þar í kring hafði breyzt og að boði, sem mjög braut á, hafði myndazst 1% mólu þaðan til norðausturs. Með 'konungsúr- skurði 26. júnlí 1783 sló Dana- stjórn eign sinni á eyna og kallaði Ny0e, en hún hvarf litlu síðar. Árið 1830 var eldur fyrir Reykjanesi .Hann sást fyrst hinn 6. eða 7. marz og var þangað til í maímánuði. Þá rak mikið af vikri að næstu ströndum. Upptökin voru nærri Eldeyjarboðum. 1879 vair enn gos fyrir Reykjanesi. Hinn 30. maí sáu menn frá Kirkjuvogi í Höfn- um eldsuppkomu nálægt Geir fuglaskerjum, hér um bil 8. málur undan landi og sást til hennar næsta dag, en 14 daga framan af júní var svört þoku bræla yfir sjónum út af Reykjanesi. Rétt áður en þok an hvarf kom öskufall, sem sá vel á grasi, en ekki urðu menn varir við eldanna efti*- það. Loks þóttust rnenn sjá l jarðeldunum mifclu árið 1884 nýja eyju 26. júli hérumbil 3 mílur fyrir norðvestan Eld- ey, en mjög er það talið vafa- samt að þar hafi verið um eldsumbrot að ræða. Af þessu má sjá að eldsum- brot í sjó suðvestan við ís- land eru ekkert einsdæmi. Þetta hefur á undanförnum öldum oft gerzt og sjálfsagt oftar en sögur fara af. • Atfum verst Framh. af bls. 3 heilu hungri. Menn minnast kannski fréttanna af vínbirgð- unum, sem þeir voru að vand- ræðast með fyrir skömmu, og Frakkar keyptu á endanum. Límonaði í opinberum veizlum — Hvernig er það, er mikið um drykkjuskap í landinu? — Samkvæmt lögum og trú er bannað að drekka áfenga drykki, og í opinberum veizl- um hjá Ben Bella er eingöngu boðið upp á kók og límonaði. En mörgum þykir sopinn góð- ur. Einu sinni vorum við boð- in í brúðkaupsveizlu á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Þar var bara te og límonaði á boðstólum, en á 11. hæð voru vínveitipg- ar bornar fram í laumi. Enda þótt lyftan í húsinu væri bil- uð var stöðugur straumur veizlugesta upp á við. — Þið töluðuð áðan um hungurgöngur og matarskort. Var matur ófáanlegur í verzl- unum eða hafði fólkið ekki efni á að kaupa hann? — Það var hægt að fá allt milli himins og jarðar í verzl- unum, en matvæli voru óhugn anlega dýr. Arabarnir borða mest cous-cous (sem er soðið úr hveitikornum) og sterka súpu, sem á mörgum heimil- um er borðuð úr einum stór- um dalli. Við keyptum einu sinni meðalstóra ýsu í búð og þurftum að borga 140 krónur fyrir hana og saltfiskur í soð- ið kostaði okkur 80 krónur. Virðist okkur í fljótu bragði að þarna ætti að vera góður markaður fyrir íslenzkar sjáv- arafurðir. En eins og við sögðum áðan er verið að þjóðnýta verzlan- ir og búið að loka mörgum. Er ætlunin að banna innflutn- ing munaðarvara en auka í þess stað iðnaðar- og landbún- aðarvörur, svo ekki er víst að vöruúrvalið verði eins blóm- legt í framtíðinni og það var meðan við vorum þarna. — Voruð þið eínu fslend- ingarnir á þessum slóðum? — íslendingar hafa að sjálf- sögðu fyrr kcmið til Alsír um lengri og skemmri tima, en við vissum ekkki um neina samlanda, fyrr en systir Elías- arð Ása Ágústsdóttir, fluttist til Alsír nú í sumar. Hún er gift Serkja og hafa þau stofn- að heimili í Algeirsborg. Barnaleikur að lifa á íslandi — Ferðuðust þið mikið um landið? — Við fórum til Kabylíu- fjalla og borganna við strönd- ina, allt til Oran. Landið er ákaflega fallegt, en ósköp er að sjá hálfbrunna trjástubb- ana á heilu landsvæðunum, sem Frakkar báru eld að í stríðinu. Það er enn dálítið af Frökkum í landinu, m.a. franskar hersveitir hingað og þangað um landið, sem hafa eftirlit með frönskum borgur- um og eignum þeirra. Enn- fremur sjá Frakkarnir um olíuvinnsluna að mestu leyti, en ríkið fær ágóðahluta. — Þykir ykkur nú lífið ekki heldur dauflegt hér heima í samanburði við lífið í Alsír? — Það er hreinasti barna- leikur í samanburði við ó- stjórnina þar neðra, en miklu betra. Hg. Vel heppnaðar leiksýningar á Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI, 13 nóv. — Leik- félag Ólafsfjarðar hefur sýnt að undanförnu „Þrír skálkar“. Hafa verið hafðar 3 sýningar við mjög góða aðsókn. Leiknum hefur verið mjög vel tekið. Leikstjóri var Kristján Jónsson frá Reykja- vík. Leiktjöldin hefur Kristinn Jó- hannsson, skólastjóri, málað. Ákveðið hefur verið að fara með laikinn á nokkra staði hér í grenndinni. — Jakob. 4 austur-þýzkir sundmenn á mót Ármanns? ÞAÐ mun nær afráðið að 4 aust- ur-þýzkir sundmenn komi hing- að á afmælismót Ármanns sem haldið vorður í Sundhöllinni 25. og 26. þ.m. Ármenningar hafa lengi staðiff I gagnkvæmum heimsóknum við A-Þjóðverja, en vegna erfiðleika við vegabréfs- áritanir þeirra virtist um tíma sem af hemsókninni yrði ekki. Af sundfólkinu sem kemur skal fyrstan frægastan telja Ul- rich Millow sem er einn fræg- asti langsundsmaður Þjóðverja og var m. a. fyrstur þeirra til að synda 1600 m undir 19 mín. Millow syndir 200 m skrið- sund á 2.13.6 mín, 400 á 4.46.0, MOLAR Real Madrid sigraði Dynamo Bukarest í gær 3-1 í Evrópu- keppni meistaraliða. Leikurinn fór fram í Bukarest. 100 m flugsund á 1.05.4, 200 m flugsund á 224. og 400 m ein- stakl. fjórsund á 5.25.0. Allir þessir tímar eru miðaðir við 50 m laugarlengd og getur hann því mun betur í 25 m laug. Þá kemur Jörgen Witt einn efnilegasti unglingur meðal sundmanna A-Þýzkalands. Hann er 16 ára, syndir 200 m sk-rið- sund á 2.16.0 og 400 m á 4.53.0. Þá koma tvær stúlkur, Schu- macher sem syndir 100 m skriðs. á 1.04.9, 200 m á 2.27.0 og 100 m baksund á 1.18.0. Stalla hennar Holz syndir 100 m bringusund á 1.28.0, 200 m á 3.06.0 og á 2.57.7 í 200 m einstakl. fjórsundi kvenn. Allir tímar miðaðir við 50 m laugarlengd. Eins og sjá má er hér um góða gesti að ræða. Sundfólk okkar æfir mjög vel og er fullyrt í röð um sundmanna að bæði Hrafn- hildur Guðmundóttir og Davíð Valgarðsson séu í mjög góðri (þjálfun og Davíð muni ógna meti Guðmundar Gíslasonar í 400 m sundinu — ef ekki í fleiri greinum. Guðmundur Gíslason æfir og af kappi. Davíff Valgarðsson — nálgast metin Lið blaðamanna gegn landsliðum í kvöld valin Nú er verið að steypa verð- launapeninga er veittir verða á Olympíuleikunum í Tokíó. Það er japanskt firma sem fékk verk- ið en ítalskt tilboð var þó lægst. Peningarnir sem verða 1100 tals- ins kosta yfir milljón ísl. kr. í KVÖLD kl. 8.15 fara fram að Hálogalandi leikir landsliða í karla og kvennaflokki og mæta liðin þá úrvalsliðum er íþrótta- fréttamenn hafa valið. Er þetta fyrsti undirbúningsleikur lið- anna vegna stórátaka er þeirra bíða á komandi keppnistima- bili þar sem karlaliðið fer í úr- slitakeppni heimsmeistarakeppn innar í Tékkóslóvakíu. Liðin er íþróttafréttamenn hafa valið gegn landsliðunum eru þannig: Lið karla Karl Marx Jónsson ÍR Þorsteinn Björnsson Á Karl Benediktsson Fram Ágúst Þ. Oddgeirsson Fram Jón Friðsteinsson Fram Pétur Bjarnason Vík. ________ Hrafnhildur Guðmundsdóttir — fær harða keppinauta 1 Þórarinn Ólafsson Vík. 1 Gylfi Hjálmarsson ÍR ' Reynir Ólafsson KR Þórður Ásgeirsson Þrótti Viðar Símonarson ÍR Lið kvenna Rut Guðmundsdóttir Á Geirrún Theodórsdóttir Fram Liselotte Oddsdóttir Á Svana Jörgensdóttir Á Vigdís Pálsdóttir Val Elín Guðmundsdóttir Vík. Valgerður Guðmundsd. FH. Ekki skal hér spáð um úrslit, en staðreynd er að oft hafa blaða liðin veitt landsliðunum harða keppni — og oft sigrað í karla- ílokki, hvað sem verður nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.