Morgunblaðið - 15.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.1963, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐID Föstudagur 15. nóv. 1963 wgttttÞIafeife Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arna Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími '22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakio. RÁÐUNEYTI BJARNA BENEDIKTSSONAR Djarni Benediktsson, for- ® maður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur nú myndað ráðu- neyti sitt, án þess að um aðr- ar breytingar sé að ræða á skipun ráðherraembætta en þær, að hann taki við for- sætisráðherraembættinu af Ólafi Thors og Jóhann Haf- stein taki við störfum þeim, er Bjarni Benediktsson áður hafði með höndum. Myndun ráðuneytis Bjama Benedikts- sonar ber að með óvæntum hætti og breytingin fer fram á þeim tíma, þegar hæst standa tilraunir til að ná sætt- um í alvarlegum deilum. Er því eðlilegt, að á þessu stigi sé leitazt við að hafa breyting- arnar sem minnstar, hvort sem síðar kann að verða talin ástæða til að breyta eitthvað um ráðherraembætti og skipta störfum innbyrðis að nýju, eða stjórnin verði áfram skiþuð eins og málin nú hafa ráðizt. Á sama hátt er það ljóst, að ráðuneyti Bjarna Benedikts- sonar tekur við í beinu fram- haldi af störfum ráðuneytis Ólafs Thors og þess vegna er ekki að vænta nýrrar eða ítar legrar stefnuskrár. Megin- störf stjórnarinnar næstu vik- urnar eru líka þegar ráðin. Þar er um að ræða lausn hins mikla vanda, sem við er að etja í kjaramálum. Þetta fyrsta stóra viðfangs- efni ráðuneytis Bjarna Bene- diktssonar mun hafa áhrif á störf og stefnu þess til fram- búðar, sem hlýtur að veru- legu leyti að markast af því að leitast við að tryggja verð- gildi krónunnar, samfara eðlilegum kjarabótum og þeim framförum, sem mestar eru, þegar um heilbrigt efna- hagslíf er að ræða. Bjarni Benediktsson hefur lengi staðið í fremstu víglínu stjórnmálanna. Hjá því hefur þess vegna ekki farið, að hann hafi orðið fyrir hörðum árás- um, ekki sízt þegar hann átti meginþátt í því að marka þá heilbrigðu og farsælu utan- ríkismálastefnu, sem íslend- ingar síðan hafa fylgt. En hvað sem árásunum hefur liðið, þá eru landsmenn sammála um það, að réttsýni og virðing fyrir lögum hafi einkennt allar stjórnarathafn- ir Bjarna Benediktssonar. Og enda þótt hann hafi um langt skeið helgað sig stjórnmála- baráttu hefur Háskóli íslands veitt honum æðsta heiður sem lögvísindamanni. Einu er því hægt fyrirfram að slá föstu um ráðuneyti Bjarna Benediktssonar, að þar mun ríkja réttlæti og virðing fyrir lögum hins ís- lenzka lýðveldis. Og svo vel þekkir íslenzka þjóðin af- skipti Bjarna Benediktssonar af stjórnmálum, sem alþingis- manns, borgarstjóra og ráð- herra, að hún veit, að hann mun leggja fram alla krafta sína og einstæðar gáfur til að ráða sem farsællegast málum þjóðarheildarinnar. STÖRVERKEFNI F’ins og kunnugt er hefur ^ Viðreisnarstjórnin unnið að undirbúningi ýmissa stór- framkvæmda, sem nú er unnt að snúa sér að, vegna þess hve allt efnahagslífið hefur verið styrkt. Er þar fyrst og fremst um að ræða stóriðju til að gjörbreyta efnahag þjóðarinn ar til hins betra. Sem iðnaðarmálaráðherra hefur Bjarni Benediktsson eðlilega haft forystuna í þess- um málum, en það mun koma í hlut hins nýja iðnaðarmála- ráðherra, Jóhanns Hafstein, að fylgja þeim fram til sigurs. Eins og nú háttar hér á landi, þar sem vinnuaflsskort- ur takmarkar verðmætissköp- unina, er nauðsynlegt að auka tækni og stórvirkni. Það þarf að láta fjármagn og vélar vinna til þess að hver ein- staklingur skili stórauknum afköstum. Það er þetta, sem stóriðjan gerir, og þess vegna ber að hrinda slíkum stórfyrirtækj- um í framkvæmd. YFIRBORGANIR jóðviljinn“ getur þess í mikilli forsíðufregn í gær, að vinnulaun verka- manna séu miklu hærri en svarar til samninga, og held- ur því jafnvel fram, að verka- menn beri nú úr býtum tvö- falt hærri laun en margsinnis hefur verið tönnlazt á að þeir hefðu. Auðvitað er það gleðiefni að sem flestir borgarar búi við háar launagreiðslur og sem bezt kjör, og vafalaust er það rétt hjá blaðinu, að um verulegar yfirborganir sé að ræða á ýmsum sviðum. Á því er ekki vafi að ýmsar atvinnugreinar geta greitt eitthvað hærra kaup en nú er umsamið til verkamanna, en hinsvegar er hagur fiskiðnað- arins ekki nógu góður til að taka á sig stóraukin útgjöld. Aldo Moro reynir, stjórnarmyndum á Italíu — með þáttöku vinstri sósíalista • Forseti ítalíu, Antonio Segni, hefur falið leiðtoga Kristilegra demokrata á Ítalíu Aldo Moro, að mynda stjórn er taki við af ráðuneyti Gio- vanni Leone, er sagði af sér fyrir skömmu. Moro mun reyna að mynda stjóm með þátttöku vinstri -sósíalista, flokks Pietro Nenni og reyna þar með að koma í fram- kvæmd samvinnu mið- og vinstri aflanna „apertura a sin istra“, sem mjög hefur verið til umræðu í ítölskum stjórn- málum undanfarin átta ár. Stjómmálafréttaritarar telja Aldo Moro eiga fyrir höndum erfitt verkefni og ekki skjótunnið. Aldo Moro sagði, er hann tók að sér að reyna stjórn- armyndun, að hann myndi nú þegar hefja viðræður við leið toga hægri sósíalista og lýð- veldisflokksins, sem áður hafa verið aðilar að stjórnum Ítalíu á síðustu áxum og reyna að koma á þannig samstarfi þess ara fjögurra flokka, þ.e. Kristi légra demokrata, Lýðveldis- flokksins, vinstri- og hægri Aldo Moro sósíalista að unnt verði að mynda stjórn, er byggi utan- ríkisstefnu sína á fullum stuðningi við Atlantshafs- bandalagið, viðleitni til að auka friðarhorfur í heiminum og einingu ríkja Evrópu. Aldo Moro er 47 ára að aldri. Hann er prófessor í lögum, nánar tiltekið í refsi- rétti og hefur áður gegnt ýmsum ráðherraembættum. Hann reyndi síðast í júní s.l. að mynda stjórn á Ítalíu, — eftir að Fanfani sagði af sér. Hafði þá næstum náðst sam- komulag um stjórnarmyndun með aðild flokkanna fjögurra er vinstri öflin í flokki Nenn- is gerðu uppreisn gegn hon- um og neyddu hann til þess að segja af sér flokkforyst- unni um tíma. En fyrir skömmu samþykkti ársfund- ur vinstri-sósíalista, að fela Nenni að hefja samningavið- ræður um þátttöku í nýrri stjóm með fyrrgreindum flokkum. f féttum frá Róm segir, að miklar og ákafar umræður hafi farið fram meðal stjórn- málamanna síðustu tvær vik- urnar. Hafi stefnunni „aper- tura a sinistra“ aukizt fylgi en í öllum flokkunum fjórum séu þó uppi háværar raddir gegn slíkri stjórnarmyndun muni Kristilegir demokratar eiga þar 15 ráðherra, vinstri sósíaiistar fimm, hægri sósía- listar þrjá og Lýðveldisflokk- urinn einn eða tvo. . ® S Einiái'angui* .Hiikla. m Bjarnjrey Héimaey ^ ^Stórliöfh' Swówrey #> , . Heiiiíey Afstöðukort af gossvæðinu, sem varð 3 mílur til vesturs frá Geirfulgaskeri. — Eldgosið Framh. af bls. 2 er græn-gulur á nokkru svæði. Það geta verið ýmis gosefni, sem lita sjóinn. Ég veit ekki enn hvaða efni það eru. Ef áframhald verður á gosinu tökum við prufur og rannsökum hvernig þessi efni dreifast út. — Gosefnin þynnast fljót- lega út og berast burtu með straumum frá gossvæðinu. Þarna er samfelldur straum- ur vestur úr. — Það getur verið að gos- Þess vegna ber brýna nauð- syn til þess eins og Morgun- blaðið hefur áður bent á, að leita leiða til kjarabóta, sem ekki íþyngja útveginum um of. — ið drepi einhvern fisk út frá sér, en fiskurinn flýr þegar hann verður var við þetta. Hannn er næmur á slíkt. Verði ekki því meira úr gos- inu og það standi nokkra mánuði er líklegt að það hafi lítil eða engin áhrif á sjávar- lífið. — Gosið var ca. 4 mílur út frá Geirfuglaskeri, sem er í syðsta og austasta útjaðri Selvogsbanka. Þarna er eitt af aðalhrygningasvæðum þorsksins, ýsimnar og síldar- innar. — Skammt þama frá fundust gotstöðvar síldarinnar, en hún hefur botnlæg egg. Hættan er því mest á að síldarstofninn skaðist ef eitthvað verulegt yrði úr gosinu. — Síldin hrygnir í apríl og þorskurinn í febrúar og marz. Til að raska hrygningunni þarf gosið að standa yfir í langan tíma. — Á þessn stlgi málsins er lítið hægt að segja, en við munum fylgjast með gosinu og gera okkar rannsóknir. Jón Jónsson fiskifræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.