Morgunblaðið - 15.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.1963, Blaðsíða 24
Neðansjávargos SV af Eyjum 6 km. strókur úr hafi - eyja að myndast 'tr f GÆRMORGUN kl. 7.15 komu skipverjar á ísleifi frá Vestmannaeyjum auga á neðansjávargos 3 sjómflur vestur frá Geirfuglaskeri. Hélzt gosið í allan gærdag og þar til síðast fréttist. Gýs þarna á 65 faðma dýpi á Hraununum og stendur gosmökkurinn 20 þúS fet upp í loftið eða 6 km, samkv. mælingum sem gerðar voru í gær af veðurstofunni, með radar á Keflavík og úr flugvélum. Þarna hefur myndazt allt að 800 m. löng sprunga á hafsbotni og þeytir hún upp hrauni á tveim stöðúm, en það er svo laust í sér að það er orðið að mestu að gjalli og ösku uppi í strók- unum, en þó nokkuð stórar bombur í því. ★ Nokkrar eldglæringar hafa sézt í gosmekkinum. Líklegt er talið að það séu eldingar sem myndast á venjulegan hátt, þegar gufan fer svona hratt upp, en ekki hraunslettur, skv. skýringu Páls Bergþórssonar, veðurfræðings. Einnig bylur hagl með vikri í á flugvélum og bátum í kring, en það myndast á sama hátt og venjulegt hagl í kuldanum utan um vikurinn. ★ Fyrir tveimur dögum fundu menn í Vík í Mýrdal brennisteinsfýlu. Þeir furðuðu sig á því, þar sem þeir eiga fremur von á gosfýlu af jöklum en hafi. Sigurður Þórarinsson kvað þetta mjög merkilegt, og vel líklegt að gufur hafi verið farnar að berast af neðansjávargosstöðvunum það löngu áður. 'íf Nýju eldstöðvarnar virðast vera á sömu sprungu og þeirri er Vestmannaeyjar hafa myndazt úr. Þær'eru líka á norðaustur — suðvesturlínunni, sem nær öll eldgos á íslandi hafa orðið á og nú síðast hafa á skömmum tíma orðið á þrjú eldgos, í Öskju, Heklu og við Vestmannaeyjar. Þetta sýnir vel að ísland er alveg jafn „lifandi“ og liðnar aldir, að því er Sigurður Þórarinsson tjáði Mbl. Á þessari öld erum við búin að ná meðaltali gosa, sem er á 5 ára fresti. 12 gos hafa orðið á þessari öld: 1903 á Vatnajökli, 1913 í Mundafelli austan við Heklu, 1918 í Kötlu, 1922 í Vatnajökli, á Öskju- svæðinu 4 gos 1922—1926, 1934 í Grímsvötnum, Hekla 1947 og Askja 1961, sem sagt ,12 gos á 60 ár um. 'A' Sigurður Þórarinsson flaug aftur yfir eldstöðvarnar síðdegis í gær. Var gosið álíka mikið, en honum sýndist sjórinn í kring benda til þess að eyja sé að stinga upp kollinum. Engar eldglæringar sáust. 'A' í gærkvöldi fór Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, á varðskipinu Albert kringum gosið. Sagði hann að þá hefðu greinilega komið stöku glóandi hraundellur upp með gjallinu, en öskudreif verið lítil. 'ie Venjulega hafa miklir jarðskjálftar fylgt eldgosum á þessum slóðum, en nú hafa engir jarðskj álftar mælzt, hvorki í Reykjavík eða Vík í Mýrdal. Mbl. náði vikursalla úr gosinu Vestmannaeyjum, 14. nóv. FRÉTTARITARI Morgun- blaðsins í Eyjum frétti um eldgosið rétt fyrir kl. 8 í morg un og var pantaður leigubíll snarlega og ekið suður á Stór- höfða. Þá voru teknar fyrstu myndirnar, sem teknar hafa verið af gosinu, en þá var ekki orðið bjart af degi. Frá Stórhöfða mátti sjá mikinn gufustrók, en með stuttu millibili, nær samfellt, komu hiksvartir jarðbólstrar upp úr yfirborðinu, en hvítnuðu og urðu að gufustrókum svo til strax. Um morguninn sáust engir eld- ar, en tveim tímum síðar, þ.e. um kl. 10 árdegis, þá sáust þrír eld- glampar efst í svörtum reykjar- strókum með ca 10 mínútna milli- bili. Síðar um daginn mun a.m.k. einu sinni hafa sézt eldglampi. Laust eftir kl. 11 árdegis fór fréttaritari blaðsins með m.b. Lóðsinn til eldstöðvanna. Siglt var á annan tíma til suðurs og fyrstu afstöðumyndir af gosinu fengust á ratsjá Lóðsins um 6 mílur frá því. Af þessu má ráða, að mikill jarðvegur hefur verið í gosinu. Svo var siglt að gosstaðnum og var komizt nær í 300—400 metra fjarlægð. Þá mátti glögglega sjá, að með gosinu kom upp mikill aur og stórgrýti þeyttust í loft upp og skullu með miklu skvambi á hafflötinn. I útjaðri gossins kraumaði í sjónum, en hann var búinn að taka á sig aurlit. Aðalgígarnir virtust vera tveir, en gossvæðið liggur til suð-vesturs og norð-austurs. — Stærri gígurinn er í norðaustur enda svæðisins og gaus þar sam- feildu gosi með mismunandi há- um strókum. Hinn gígurinn var syðst og gaus mun lægra, kraft- minna og ekki samfellt. Frá enda til enda var gossvæðið 800 til 1000 metra langt, en breiddin 200— 300 metrar. Þegar við vorum fyrir miðju gossvæðinu vorum við á um 120 metra dýpi, þ.e. á 60—65 föðm- um. Þegar við vorum vestan við gosið var miðið Geirfuglasker, milli Geldungs og Súlnaskers. Aðalgossvæðið er 3 mílur í vest- ur frá Geirfuglaskeri. Innan ákveðins geira dundi á okkur kornél, sem virtust vera venjuleg snjókorn, en er utan af þeim bráðnaði kom í ljós vikur- molar. Litaði þetta þilfar Lóðsins dökkt á skömmum tíma. Framh. á bls. 23. Hvítir gufu- hnyklar með kolsvörtum öskutrjón- um FRÉTTAMAÐUR MBL. fflaug ! gærmorgun yfir elds.töðvarnar með Birni Fálssyni, en sú ferð var gerð með eldfjallasér- fræðinga þ. á. m. dr. Sigurð Þórarinsson, til að skoða hvað þarna væri um að vera. Flogið var af stað kl. 10.45. Mistur var í lofti, en er komið var suður fyrir Þorláksihöfn kl. 11.05 sást allt í einu móta fyrir dökkum breiðum strók, sem teygði sig u.pp í skýin uppi yfir. — Þetta er meira en ég hélt, varð Sigurði að orði, og fór heldur að lyftast brúnin á mönnum. Þegar nær kom sást hvernig gufumökikurinn stóð nokkur þús und metra upp í loftið, hnyklar risu og bólgnuðu og sigldu svo- lítið undan vindi í vestur og sáld raðist ofurlítið dökkt regn af ösk.u úr henni þar. Upp í gufu- strókinn, sem við áætluðum ca. þrisvar sinnum breidd Geirfugla skers, gusuðust kolsvartir mekk- ir með 20-30 sek. milliibiJi. Virt- ust þeir við kantana 100-200 m. háir, og þá sjálfsagt 300-400 m, inni í mekkinum. Sigurður skýrði þetta þannig; að þarna væri ca. 200 m. löng sprunga og gysi á tveimur stöð- um úr henni hrauni. En á leið sinni upp í gegnum sjóinn losn- aði hraunið upp og væri mest aska og vikurbomibur sem spýtt ust upp í loftið. Enda sást greini lega að molarnir voru noikkuð stórir, þegar þeir byltust aftuip í hafið. Við sprungurnar skaut að sjá kolsvörtum öskutrjónum upp í hvítan mökkinn. Kring um gosstaðinn sást tals* vert af dökkum vikurhlettum á sjónum og hringalda, eins og þegar steini er kastað í vatn, myndaðist í kringum staðinn, Einnig var kynlegur grænn litur á sjónum með skörpum skilum, Töldu sérfræðingar og kunnu.gip þó að þarna væri aðeins um að ræða jökulvatnið úr ánum í landi, sem skilur sig frá langt suður fyrir eyjar, kemur ýmást upp eða sekkur. Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.