Morgunblaðið - 15.11.1963, Qupperneq 3
|fk. Fðstudagur 15. nóv. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
3
Áttum verst me5 að sætta okkur
við hina sífelldu skilríkjaskoðum
Rætt við Regínu Stefnisdóttir og
Ágúst Elíasson nýkomin frá Alsír
FYRIR nokkrum dögum komu
til landsins tveir íslendingar
frá Álsír, eftir eins árs dvöl
þar. Voru það hjónin Regína
Stefnisdóttir og Elías Ágústs-
son. Þann tíma sem þau
dvöldust í Alsír störfuðu þau
við sjúkrahús í höfuðborginni,
Regína við hjúkrunarstörf og
Elías við lyfjavörzlu hjá
bandarísku stofnuninni Care-
Medico.
Blaðamaður Morgunblaðs-
ins átti tal við Regínu og Elías
um dvöl þeirra í Alsír og
höfðu þau frá mörgu að segja
um ástandið þar. Fer hér á. eft
ir hið helzta úr frásögn
þeirra.
Vegabréfslaus til Ben Bella
— Við flugum til Alsír frá
París að næturlagi þann 7.
nóvember 1962 með tóma vasa
og óárituð vegabréf. Þetta var
aðeins fjórum mánuðum eftir
að landið varð sjálfstætt, og
ringulreiðin í algleymingi.
Enginn hafði leyfi til að skrifa
upp á vegabréf né veita dval-
ar- og atvinnuleyfi, en hins-
vegar ekkert amazt við ferða-
mönnum, og gátu þeir dvalizt
um þriggja mánaða skeið í
landinu án vegabréfsáritunar.
Það var því auðvelt að kom-
ast inn í landið, en erfiðara
að komast burtu þaðan, því
skömmu áður en við fórum
hafði hópur löggæzlumanna
útskrifazt af námskeiði í
fyrsta sinn í sögu landsins;
fylgdu þeir öllum reglum út í
yztu æsar með þeim afleiðing-
um að ringulreiðin keyrði um
þverbak.
Þegar til Alsírborgar kom
höfðum við strax samband við
norska ræðismanninn og eftir
tíu daga vorum við farin að
vinna í alsírsku sjúkrahúsi,
sem einkum var fyrir berkla-
veikt fólk. Læknar og hjúkr-
unarlið var að nokkru leyti
bandarískt, en annað starfs-
fólk Alsírbúar. í sjúkrahúsinu
var rúm fyrir 1200 sjúklinga,
þar af sáu Bandaríkjamenn-
inrir algerlega um 200 rúm, en
auk þess komu fleiri hundruð
sjúklingar á dag í læknisskoð-
un. Regína vann í barnadeild-
inni, sem gat tekið á móti 80
börnum. Þegar hún kom voru
þar m.a. 23 munaðarleysingj-
ar, sem ýmist höfðu verið
skildir eftir á götunni eða for-
eldrar þeirra látið lífið í und-
angegnum átökum við Frakka.
Mörg barnanna höfðu komið
frá Mustaba-sjúkrahúsinu,
sem er stærsta sjúkrahúsið í
borginni, tekur um 3000 sjúkl-
inga, en Frakkarnir sprengdu
hinar fullkomnu skurðstofur
þess 1 loft upp áður en þeir
fóru og eitthvað af sjúkra-
stofunum, þó sjúklingarnir
væru þar rúmfastir.
Notuðu hurðir og húsgögn
fyrir eldivið
— Hvernig kom borgin ykk-
ur fyrir sjónir fyrstu dagana?
— Hún var gerólík öllu því
sem við hingað til höfum séð.
Áður fyrr bjuggu Evrópu-
menn og Arabarnir í aðgreind
um hverfum, en þegar við
komum höfðu Arabarnir flutt
í húsin, sem Frakkarnir skildu
eftir. Alsír er nýtízkuleg borg
með mörgum faRegum fjöl-
býlis- og einbýlishúsum, en
innan um eru hörmulegar
kofaþyrpingar meðfram þröng
um götum og opnum skolp-
rennum. Er naumast hægt að
nefna þessi hreysi mannabú-
staði.
Það var afskaplega leiðin-
legt að sjá hvernig Arabarnir
gengu um hin nýtízkulegu
hús, se . þeir fluttu inn í.
Þau sukku bókstaflega í ó-
hreinindum og ekki var óal-
gengt að rekast á geitur og
hænur í lyftunum. Við kom-
um oft í einbýlishús í rík-
mannlegu hverfi, þar sem
sundlaugar voru í mörgum
görðum. í næsta húsi bjó
Arabafjölskylda og var skrýt-
ið að fylgjast með lifnaðar-
háttum hennar. Fyrst var úti-
dyrahurðin brotin og notuð
fyrir eldivið, húsgögnin fóru
smátt og smátt sömu leið. Þeir
elduðu allan mat úti í garði í
stað þess að nota eldhúsið, sem
var vel búið heimilistækjum.
Skolpinu skvettu þeir út af
tröppunum og brutu niður
salernisskálina. — Yfirleitt
kunni þetta fólk ekki að nota
salerni, og fleygði þeim gjarn-
an út á sorphauga. — Þess má
geta hér, að þetta á ekki við
um alla, margir þeirra hafa
tamið sér menningarlegri siði,
einkum þeir sem dvalizt hafa
erlendis um lengri eða
skemmri tíma.
Elías á vinnustað í gær.
Regína
Sifelld skilríkjaskoðun
Fólkið á götunni var dökkt
yfirlitum og heldur svipljótt,
að því er okkur fannst. Flest-
ar konur báru blæjur, nema
þær yngri og menntaðri. Um-
ferðin um göturnar var mikil
og allir óku eins og þeir ættu
lífið að leysa. Fjöldi hermanna
var gífurlegur og áttum við
erfitt með að venjast hinni sí-
felldu skilríkjaskoðun í tíma
og ótíma. Við áttum sífellt á
hættu að vera stöðvuð af her-
mannahópi í bardagaskrúða,
sem beindi að okkur vélbyss-
um meðan skilríkin voru rann
sökuð. Elíasi er sérstaklega
minnisstætt, þegar hann var
að fara með hund milli húsa
og var stöðvaður með miklum
gauragangi af flokki her-
manna. Það var í sambandi við
morð utanríkisráðherrans. —
Morðingi hans fannst nokkru
síðar og var sagt að hann
væri geðbilaður, en sumir telja
morðið framið að undirlagi
stjórnarinnar.
Blöðin þjóðnýtt
— Voruð þið sjónarvottar
af átökum síðustu daga?
— Nei, ekki beint. En við
urðum vör við hina geysi-
miklu herflutninga út úr borg
inni til Kabylíu-fjalla og víð-
ar um landið. Annars var mjög
erfitt að fá fréttir af átökun-
um, því útvarp og blöð eru nú
þjóðnýtt og segja ekki frá
fréttum á hlutlausan hátt.
Beztu fréttirnar fengum við
úr Parísarútgáfunni af Herald
Tribune. En það voru Berb-
arnir í Kabylíu-fjöllum (sem
eru tvímælalaust harðgerð-
asta fólkið í landinu), sem
komu óeirðunum af stað, þeg-
ar Ferrhat Abbas sagði af sér
og Ben Bella tók við embætti
hans. Berbarnir töldu sig af-
skipta í embættaveitingum;
þótti auk þess nóg um sívax-
andi einræðistilhneigingu
Ben Bella. Einnig voru farn-
ar hungurgöngur í borgunum
Constantine og Blida (sem er
skammt frá Alsírborg) undir
slagorðinu: Betra er brauð en
dauði. Sannleikurinn er sá, að
atvinnuleysi er gífurlegt í
landinu og talið er að þrjár
milljónir manna þurfi á hjálp
að halda til að lifa veturinn
af.
AHt á sömu bókina lært
— Hvernig er hugur manna
til Ben Bella?
— Hann er afskaplega vin-
sæll í landinu enn sem komið
er. Hann stjórnar landinu með
slagorðum og allir kunna að
hrópa „Vive Ben Bella“ eða
ámóta setningar, þó þeir séu
hvorki læsir né skrifandi.
Hann hefur sífellt seilzt til
aukinna valda og hefur bolað
gömlum félögum úr valdastöð
um, einkum rólegri og íhug-
ulli mönnum, svo sem Ferr-
hat Abbas, sem vill fara frið-
samlegar leiðir í samskiptum
við Frakka. Ben Bella þjóð-
nýtir nú allt með offorsi miklu
bæði stórt og smátt, iðn-
fyrirtæki, verzlanir, banka,
hótel, brauðgerðarhús, svo
fátt eitt sé nefnt. Og ekki má
gleyma búgörðunum, sem
voru teknir eignarnámi og
breytt í samyrkjubú, dráttar-
vélar og aðrar landbúnaðar-
vélar voru fluttar inn í stór-
um stíl og fólk þjálfað til að
læra stjórn þeirra. Fáir gátu
gert við ef bilaði, því tækni-
lærðir menn eru fáir í öllum
greinum. En nú hefur komið
í ljós að búin skila ekki hagn-
aði. Þannig er allt á sömu bók
ina lært og verður fróðlegt
að fylgjast með framgangi
mála þar í náinni framtíð.
Mikill hluti þjóðarinnar
með berklaveiki
— Hvað þarf helzt úrbóta
við að ykkar hyggju?
— Ja, ætli heilbrigðis- og
fræðslumálin séu ekki efst á
blaði hjá okkur. Heilbrigðis-
ástandið í landinu er svo ægi-
legt, að það er ekki hægt að
lýsa því með orðum, mikill
hluti þjóðarinnar með bull-
andi berkla, og þegar heitast
er deyja börnin eins og flugur
úr uppdráttarsýki. Augnsjúk-
dómar eru mjög alegngir, til
dæmis trakóma. Á sjúkrahús-
inu okkar voru venjulega 1—2
augnlæknar og skáru þeir við-
stöðulaust upp. Sáu þeir dag-
lega um 30 upp í 80 sjúklinga.
Margir sjúklinganna komu
langt að, sumir frá Sahara,
og voru þeir eina viku á leið-
inni á ösnum eða fótgangandi.
Heilbrigðisfræðslu er áfátt,
einnig leiðbeiningastarfsemi
um meðferð ungbarna. Önnur
fræðsla er mjög í molum, til
dæmis er skólaskylda engin,
en starfandi barnaskólar eru
flestir eftir franska kerfinu.
Síðasta árið hafa heyrzt radd-
ir um að taka upp arabiska
kennsluhætti og var í því
skyni leitað til Nassers og
fleiri, en ekki vitum við hvern
ig því máli reiddi af.
En þessi vandamál verða
ekki leyst meðan skipulagið í
landinu er ekki betra en raun
ber vitni. Sem dæmi um skipu
lagsleysið má nefna, að flutn-
ingur á matvælum milli lands
hluta er afar handahófskennd-
ur Sums staðar liggja land-
búnaðarafurðir í hrúgum við
vegabrúnirnar og enginn veit
hvert þær eiga að fara, en á
öðrum stað sveltur fólkið
Framh. á bls. 22
SIAKSTEINAR
Forystugreinar um
Ólaf Thors
ÖIl dagblöðin í Reykjavík
nema Timinn hafa sl. tvo daga
minnzt stjórnmálaferils Ólafs
Thors í tilefni af því að hann
hefur sagt af sér embætti forsætis
ráðherra. Um það kemst Alþýðu-
blaðið m.a. að orði á þessa leið í
foryst'ugrein sinni í gær:
„Ólafur Thors lætur í dag af
störfum sem forsætisráðherra, og
tekur að læknisráði algera hvild
vegna heilsu sinnar. Hann hefur
stýrt núverandi ráðuneyti í fjög-
ur ár, en áður hafði hann for-
ystu fjögurra stjórna um lengri
eða skemmri tima.
Bæði samherjar og andstæð-
ingar Ólafs munu sakna hans, er
hann hverfur úr starfi sínu og um
sinn einnig af þingi. Fáir islenzk-
ir stjórnmálamenn hafa unnið
sér það álit, að höfuðandstæðing-
ur kallaði þá í miðri orrahrið
stórátaka „vitrasta og víðsýnasta“
stjórnarsinna, eins og fyrir kom
um Ólaf í s.l. viku“.
Lýkur blaðið forystugrein
sinni með þessum orðum:
„Á þessum tímamótum munu
landsmenn allir sameinast um að
óska Ólafi góðs bata. Vonandi
sést hann fljótlega aftur á þingi,
því íslendingar hafa not fyrir
„elder statesmen“ ekki síður en
aðrar þjóðir“.
Tímamót
Þjóðviljinn birti í gær for-
ystugrein undir fyrirsögninni
Timamót. Er m.a. komizt að orði
á þessa leið:
„Segja má að tímamót verði
þegar Ólafur Thors segir af sér
störfum forsætisráðherra og til-
kynnir að hann muni vegna
heilsubrests hlífa sér við stjórn-
málastörfum á næstunni. Ólafur
Thors hefur um þriggja áratuga
skeið verið aðalleiðtogi auð-
mannastéttarinnar á íslandi og
Sjálfstæðisflokksins og hann hef-
ur reynzt stétt sinni og flokki
hinn mikilhæfasti forystumaður.
Honum hefur tekizt og það stund
um á undraverðan hátt að sam-
eina hin andstæðustu öfl í flokki
sínum og þar hefur hann ekki
aðeins notið pólitískrar glögg-
skyggni, heldur og persónulegra
eiginleika. Menn hafa átt auðvelt
með að sjá og meta einstakling-
inn bak við stjórnmálamanninn“.
— „Einnig í samstarfi við aðra
flokka hefur Ólafur Thors notið
persónulegra eiginleika sinna,
lipurðar æðruleysis og kjarks og
verið ófeiminn við að láta flokks-
kreddur víkja fyrir staðreyndum
hins daglega lífs“.
Undir lok forystugreinar sinn-
ar segir Þjóðviljinn að það sé
„táknrænt að síðasta embættis-
verk hans (Ólafs Thors) var að
semja vopnahlé við verkalýðs-
samtökin og bjóða samninga um
vandamálin“.
Að lokum óskar Þjóðviljinn
Ólafi Thors skjóts og góðs bata.
„Reiði stjórnarblaðanna“
Tíminn birti í gær forystugrein
undir fyrirsögninni „Reiði stjórn-
arblaðanna“. Segir þar, að stjórn-
arblöðin beini nú allri reiði sinni
að Framsóknarmönnum og kenni
þeim „að þvingunarfrumvarpið
var stöðvað og sáttaleiðin valin“.
Þetta er mikill misskilningur hjá
Tímanum. Engum er það meira
gleðiefni en stuðningsmönnum
Viðreisnarstjórnarinnar að for-
ystumenn verkalýðshreyfingar-
innar skyldu bjóðast til þess að
aflýsa verkföllunum gegn því að
loka-afgreiðslu um stöðvunar-
frumvarpið yrði frestað. Ríkis-
stjórnin hefur alltaf viljað sem
bezt samkomulag við verkalýðs-
hreyfinguna um að tryggja al-
menningi raunverulegar kjara-
bætur.