Morgunblaðið - 15.11.1963, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 15. nóv. 1963
25 ár í Hjörleifshöfða
Sr. Páll Pálsson ræðir við Kjartan Leif
Markússon frá Hjörleifshöfða
Búendur í Hjörleifshöfða
frá 1832
— Hvenær kemur ætt þín fyrst
í Hjörleifshöfða?
— Afi minn, Loftur Guðmunds
son frá Holti í Mýrdal, flyzt
þangað 1832. Hann var kvæntur
Þórdísi Markúsdóttur frá Ból-
stað og eignuðust þau tólf börn.
— Komust þau öll upp?
— Nei, aðeins fimm þeirra
komust til fullorðins ára. Það
voru þeir Guðmundur bóndi á
Söndum, Sigurður bóndi á Hauð-
hálsi, Jón bóndi á Ketilsstöðum,
Markús faðir minn, sem bjó all-
an sinn búskap í Hjörleifshöfða
og Gísli, sem drukknaði 18 ára
gamall í Vestmannaeyjaferð.
Fæddist faðir þinn í Höfðan-
um?
Nei, hann kom þangað fjög-
urra ára gamall.
— Hvenær tók hann svo við
búskapnum í Höfðanum?
— Það var árið 1856. Þá var
Loftur afi minn búinn að festa
kaup á Hjörleifshöfða. Skömmu
síðar hafði hann orðið fyrir því
happi, að gríðarmikinn hval rak
þar á fjöruna og átti afi minn
hálfan hvalinn. Hvalurinn var
talinn hafa verið 300 hestburðir.
— Hjálpaði þessi hvalreki afa
þínum mikið við kaupin á Höfð-
anum?
— Já. Spikið og rengið var
selt og hjálpaði það afa við að
greiða Höfðann.
Hefur svo Hjörleifshöfði verið
síðan í eigu ættar þinnar?
— Já. Að afa mínum látnum,
kaupir faðir minn parta bræðra
sinna og á þar með Höfðann
einn.
— Á hvaða árum bjó svo faðir
þinn í Hjörleifshöfða?
— Frá 1856 og til dauðadags
árið 1906. Síðan bjó ekkjan Ás-
laug Skæringsdóttir þar í rúmt
ár. Markús var þríkvæntur og
var Áslaug síðasta kona hans.
Árið 1908 giftist svo Áslaug Hall-
grími Bjarnasyni, sem tók þá
við búsforráðum í Höfðanum.
Hallgrímur hafði alizt upp í
Norður-Vík.
— Hvernig rekurðu svo bú-
endatal í Hjörleifshöfða?
— Hallgrímur og Áslaug
bjuggu þar til ársins 1920, en þá
fluttust þau brott þaðan og að
Suður-Hvammi í Mýrdal. Sama
ár kemur í Höfðanum Guðmund-
ur Þorláksson frá Skaftárdal og
tekur bæði jörð og hús á leigu.
Hann fer burt 1926. Sama ár
kemur Brynjólfur Einarsson frá
Reyni í Mýrdal og tekur Höfð-
ann á leigu. Hann fer þaðan um
vorið 1930. Það ár er svo Hjör-
leifshöfði ekki í byggð. Um
vorið 1931 tekur Bárður Jónsson
úr Vík Höfðann á leigu og flyt-
urur þangað og býr þar til 1936.
Síðan hefur Hjörleifshöfði verið
í eyðL
— Standa þar nokkur bæjar
hús uppi enn?
— Nei, þau eru nú ýmist fall-
in eða hafa verið rifin að einu
húsi undanskildu, sem var
skemma og hesthús.
— Hve lengi varst þú svo sjálf-
ur í Hjörleifshöfða?
— Frá fæðingu og til 25 ára
aldurs. Fór þaðan 1920.
Búskapur og hlunnindi
— Hvað segirðu svo um bú-
skapinn þar?
— Pabbi sálugi bjó aldrei stórt
í Höfðanum. Slægjur voru litlar
og fénaður ekki margur. Faðir
minn varð bæði að kaupa hey
og koma skepnum í fóður.
— Vóru slægjurnar og bærinn
uppi á sjálfum Höfðanum?
— Já. Og túnið var nokkuð
slétt, en annars snarbrattar
brekkur.
— Var efnahagurinn sæmileg-
ur, þótt búið væri lítið?
— Já, hann var sæmilegur og
reyndar var faðir minn talinn
með efnuðustu bændum hér í
sveit.
— Var það þá hlunnindunum
að þakka?
— Jú, það var einkum þetta
tvennt: Fuglaveiðin (fýllinn) og
fjörurekinn, sem þá var mikill.
— Hvað var það helzt, sem
rak á fjörur?
— Allt mögulegt: timbur, sí-
valir staurar og oft spýtnabrak,
sem gott var að hafa í eldinn.
Það var svo mikið, að á hverjum
degi var brennt timbri meira eða
minna. Stundum rak svokölluð
fírkantstré. Það voru ferköntuð
tré 12x12 þuml. og oft 12—14
álnir að lengd. í þessum trjám
var einvala viður, sem nefndur
var hjálki. Viður þessi var ljós
og alveg kvistlaus, mjúkur og
góður til smíða.
— í hvað var þessi viður helzt
hafður?
— í hurðir, glugga, líkkistur
o. fl.
— Entist hann vel?
— Já, mjög vel. Hér í Vík
eru t.d. gluggar úr þessum við,
sem orðnir eru 60 ára gamlir og
með öllu óskemmdir. Það var
mikið um lestaferðir utan úr
Mýrdal og austur í Höfða til þess
kátir menn, sem spiluðu á har-
móniku á kvöldin og sungu. Einn
þeirra, sem Gunnar Ólafsson
hafði sent til þessa verks, var
Bogi bróðir hans og síðar yfir-
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík. Las Bogi fyrir okkur
nýja skáldsögu á kvöldin, sem
var fyrsta skáldsagan, er lesin
var í Höfðanum og hét hún
Skógarmaðurinn. Þeir félagar
voru annars að þessu verki á
aðra viku. Töldu þeir, að timbrið
úr flekanum hefði verið 250 hest-
burðir.
— Hvað rak svo fleira en
timbur? ?
— Seli og hnísur. Og það, sem
var ekki hvað minnst virði, var
fiskrekinn. Mátti búast við hon-
um, þegar komið var fram í mið-
góu. Það var aðallega stór og
feitur ufsi og svo þorskur, yfir-
að kaupa timbur. Bær pabba sál-
uga var allur úr rekavið. Og
þótt bærinn væri lágreistur og
jafnvel þröngur, var þó gríðar-
mikið timbur í honum. Þar voru
t. d. tvær baðstofur að öllu leyti
þiljaðar í hó® og gólf.
Skemmtilegur tími
— Er þér ekki einhver reki
minnisstæðari en annar?
— O, jú. Mér er einn reki mjög
minnisstæður. Þá rak á fjörur
okkar feiknarmikinn timbur-
fleka, sem var hluti af síðu úr
stórskipi. Þetta var vogrek og
því boðið upp. Þeir, sem voru í
félagi um hæsta boðið voru:
Gunnar Ólafsson faktor, Halldór
Jónsson í Suður-Vík, Þorsteinn
Jónsson í Norður-Vík, Einar
Hjaltason í Vík og faðir minn.
Þeim var sleginn þessi fleki fyr-
ir 36 krónur. Þeir létu svo sex
menn vinna að því í Höfðanum
að sundra flekanum. Var það
erfitt verk og mesta furða að
þeir skyldu ná flekanum í sund-
ur með aðeins tréfleygum og
sleggjum, en flekinn var ramm-
lega negldur saman með nöglum
úr járni, kopar og tré. Þetta
þótti afar skemmtilegur tími í
Höfðanum og tilbreyting mikil,
þegar þessir verkamenn voru
komnir inn í bæ á kvöldin. Var
þá glatt á hjalla. Þetta voru allt
leitt allt lifandi fiskur. Þetta virt-
ust þá vera ákaflega kröftugar
fiskigöngur. Þá var líflegt til
hafsins. Fransmennirnir, þ.e.
franskar skútur settu sinn svip
á hafið. Sást líka úr Hjörelifs-
höfða fuglagerið, þegar sílferðin
var komin og einnig var gaman
að sjá hvalablástrana, þegar hval
irnir vordu á sveimi þarna suð-
ur frá að elta sílið. Úr Höfðan-
um sáust oft 20—30 franskar
skútur allt vestur að Dyrhóla-
ey, brunandi fyrir fallegum segl-
um. Farið var á fjöru alla morgna
snemma, þegar horfur voru á
einhverjum reka. ,
— Hvað manstu eftir mestum
fiskreka í einu?
— Af fiskreka man ég mest,
að á einni nóttu hlupu á land
um 200 ufsar.
Ágústína Grímsdóttir
frá Haukagili í Vatnsdal
ÞANN 5. þ. m. lést á Landakots-
spítalanum, sæmdarkonan
Ágústína Grímsdóttir fyrr hús-
freyja á Haukagili í Vatnsdal.
Hún var 81 ára. Ágústína hafði
á æfi sinni notið þeirrar gæfu,
að hafa góða heilsu. En nú féll
hún í valinn fyrirvaralítið og án
þess að búist væri við að sá
atburður bæri að svo fljótt.
Ágústína var fædd að Suður
Reykjum í Biskubstungum 9. ág.
1883 og var dótir hjónanna Gríms
Einarssonar bónda þar og konu
hans Kristínar Gissurardóttir.
Fluttist hún norður í Húnavatns
sýslu árið 1906 fyrst til systur
sinnar Katrínar er þá var í Stóra
dal, gift Gísla bónda Jónssyni,
er síðar bjó í Þórormstungu og
síðast í Saurbæ. Voru atvikin
slík um þessi Reykja-systkyni,
og sem heldur er fágætt, að af
þeim fluttust fjögur í annan
landsfjórðung, giftust og juku
þar ætt sína. Hin voru Eiríkur
er lengi bjó 1 Ljótshólum í
Svínadal, kvæntur Ingiríði Jóns-
dóttur, og Herdís kona Péturs
Guðmundssonar er lengi var
bóndi í Vatnshlíð.
Árið 1910 giftist Ágústína
ágætum manni, Eggerti Konráðs-
syni bónda á Haukagili, er lengi
var hreppstjóri og sýslunefndar-
maður Vatnsdælinga. Þessi hjón
lifðu saman í ástríku hjónabandi
í 32 ár og nutu gæfunnar á
margvíslegan hátt. Þau eignuð-
ust 7 börn alls. Fjóra drengi og
þrjár stúlkur. Einn drengurinn
Hannes að nafni dó 13 ára gam-
all, og tók móðirin sér það
nærri, svo sem oft vill verða.
Elsta systkynið Guðrún lést hér
í Reykjavík s.l. sumar 53 ára
gömul, mjög merk stúlka
Framh. á bls. 14
Barngóður póstþjónn
Síðustu dagana hefur póst-
urinn i Reykjavík mikið verið
til umtals hér í þessum dálkum
og flestir haft horn í síðu hans.
Velvakandi rak því upp stór
augu, þegar frú ein hér í borg
tók að hæla póstinum á hvert
reipi í gær, og sagði af honum
eftirfarandi sögu:
„Ég flutti seinni partinn í
sumar upp í Hlíðar, sem varla
er í frásögur færandi. Dóttir
mín, sem er 8 ára gömul, hafði
í mörgu að snúast fyrstu dagana
við að kynna sér hverfið og bar
margt forvitnilegt fyrir augu.
Þegar við vorum búin að eiga
heima þar í nokkra daga fór
hún að tala um einhvern Sigga,
og varð henni tíðrætt um mann-
inn: Siggi sagði þetta. .. . Siggi
sýndi mér mynd af Kaupmánna
höfn.... Ég var með Sigga....
o. s. frv. Og ég spurði: „Hver er
hann þessi Siggi?“ „Veiztu það
ekki“, anzaði telpan undrandi.
„Það er maðurinn sem ber út
póstinn. Við krakkarnir hjálp-
um honum til að bera út, og
hann er svo góður við okkur,
sýnir okkur myndir og talar við
okkur“.
Ég fór að veita póstþjóninum
athygli, og mikið rétt: í hvert
sinn sem hann birtist fylgdi
honum hópur barna, og þau tíð-
indi bárust eins og eldur í sinu
milli krakkanna .að Siggi væri
kominn. Eitt barnið fór með
bréf í húsið hinum megin og
annað í næsta hús og þannig
koll af kolli. Ég spurðist fyrir
nm það hjá sambýlisfólkinu
hvort pósturinn bærist ekki allt
af skilvíslega, þó börnin aðstoð-
uðu við útburðinn, og fékk já-
kvæð svör. Enda kom á daginn
að póstþjónninn kynnti sér nöfn
þeirra, er í húsunum bjuggu, og
hringdi sjálfur er einhver nöfn
voru á bréfunum, sem hann
hannaðist ekki við, m.a. hringdi
hann bjöllunni hjá okkur, þar
sem við vorum nýflutt og hann
þekkti ekki nöfn okkar.
Ég var afskaplega ánægð yfir
að komast að því, að enn er til
fólk sem gefur sér tíma til að
sinna börnum, sem eru þeim al-
gerlega óviðkomandi, en mér
virðist sá eiginleiki manna fara
þverrandi, ekki sízt í þéttbýl-
inu“.
Vill fá kjötfars
í plastumbúðum
Húsmóðir kom að máli við
Velvakanda og kvartaði undan
því að kjötfars væri venjulega
afgreitt í smjörpappír, með
þeim afleiðingum að hluti af
farsinu loddi við bréfið og færi
minnst ein bolla til spillis. —
Kvaðst hún vita til þess að
sumar verzlanir afhentu farsið
í plastumbúðum, ef sérstaklega
væri um það beðið og væri
mikill munur að taka á móti
því í þannig umbúðum. Vildi
hún koma þessu á framfæri,
kjötkaupmönnum til vinsam-
legrar athugunar.
ÞURRHLÖBUR
F.RL ENDINGARBEZIAR
BRÆBURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Simi 11467.