Morgunblaðið - 15.11.1963, Síða 13

Morgunblaðið - 15.11.1963, Síða 13
1 Föstudagur 15. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 Öskjugosið var tilkomumeira Fréttamaður blaðsins brá sér út á Reykjavíkurflugvöll síðdegis í gær, en þar var þá mikið um að -vera á af- greiðslu Flugfélags íslands. Flugvélar voru að koma og fara til gosstöðvanna við Vestmannaeyjar, og var engu líkara en hernaðarástand væri ríkjandi, svo var mikill ysinn og þysinn með mann- fólkinu. — Viscount-flugvél Flugfélagsins var að koma að austan, og út úr henni steig meðal annara hinn þekkti gamanvísnasöngvari, Ómar Ragnarsson. Við vindum okk ur að honum og spyrjum: — Sástu eldglæringar, Ómar? — O, nei, engar sá ég nú eldglæringarnar. — Varstu ekki fyrir von- brigðum? Ómar brosir við oð svarar: — Ja, þýzkur maður, sem var með í ferðinni, lét a.m.k. vonbrigði í ljós yfir því að vera gabbaður næstum hálfa leið til Þýzkalands, og fá svo ekki einu sinni að sjá eld- glæringar! — En var þetta samt ekki tilkomumikil sjón? — Jú, mjög tilkomumikil. Svartur mökkur teygði sig í allt að 15000 feta hæð, að því er ég giska á, og vikur og sandur þeyttist hátt í loft upp. Við flugum hæst í um það bil 900 feta hæð umhverf is reykjarsúluna, en einnig var flogið mun lægra. — Heyrðuð þið nokkrar Bolli Ólafsson og Leifur Gunnarsson drunur? — Nei, engar. Við tefjum ekki Ómar leng ur, en þökkum honum upp- lýsingarnar. Nú er líka ein af Douglas- vélum Flugfélagsins að lenda, en þar er einnig ætlunin að hafa sannar fregnir af mönn- um. Fólkið þyrpist út úr flug- vélinni, og við snúum okkur að tveimur ungum mönnum, þeim Bolla Ólasyni, loft- skeytamanni og Leifi Gunn- arssyni, loftsiglingáfræðingi hjá Loftleiðum. — Þetta var mjög- óvenju- leg sjón segja þeir. Sjórinn gusaðist kolsvartur í loft upp, og sjórinn var leirlitaður á stóru svæði. Flogið var um tíma mjög lágt, í ca. 500 metra hæð eða lægra. — Sáuð þið eld?- — Nei. — Brennisteinslykt? — Já, ekki var frítt við, að brennisteinsfnykur lægi þar í lofti. Við flugum hringinn 1 kringum mökkinn og var þetta afar tilkomumikið á að líta. Sérstaklega var þetta Omar Ragnarsson stórfenglegt, þegar maður hafði Vestmannaeyjar til hlið sjónar, og sá stærðarhlutföll- in. Þá varð manni ljósast, hve stórfenglegt náttúrufyrirbæri var hér á ferð. Að lokum segist. I.eifur einnig hafa flogið yfir Öskju á sínum tíma og hefði það að vísu verið allmiklu til- komumeiri sjón, þótt á ann- an veg væri. — Rikisstjórnin Framhald af bls. 1. á forsetaúrskurði frá 20. nóvem- ber 1959 um skipun og skipting starfa ráðherra o.fl., hljóðar bann svo: „Forseti íslands gerir kunn- ugt: Samkv. till. forsætisráðh. er hér með gerð sú breyting á for- setaúrskurði nr. 64 frá 20. nóv- ember 1959 um skipun og skipt- ing starfa ráðherra o.fl., að dr. Bjarni Benediktsson fer með for sætisráðherrastörf og önnur ráð herrastörf, er Ólafi Thors voru falin í nefndum úrskurði en ráð herra Jóhann Hafstein fer með störf þau, er ráðherra Bjarna Benediktssyni voru falin í nefnd um forsetaúrskurði. Gjört í Reykjavík 14. nóvem- ber 1963, Ásgeir Ásgeirsson, Bjarni Benediktsson.“ Sú breyting, sem á ríkisstjórn- inni er orðin, hefur verið gerð vegna veikinda Ólafs Thors, en ekki af stjórnmálaástæðum. Ný ríkisstjórn hefur ekki verið mynd uð, heldur kemur einungis mað- ur í manns stað, svo sem óhjá- kvæmilegt er. Að öðru leyti er Stjórnin hin sama. Hún er studd ®f sömu flokkum og fylgir sömu stefnu og áður. Víst er það mikil breyting, að Ólafur Thors skuli hafa látið af ráðherrastörfum. Hann er nú aldursforseti Al- þingis, hefur setið lengst á þingi af núverandi þingmönnum og hefur frá upphafi verið í hópi þeirra, sem mest hefur að kveð- ið. í dag eru rétt 31 ár frá því, að Ólafur Thors varð fyrst ráð- herra. Tæpum 10 árum siðar myndaði hann sína fyrstu ríkis- stjórn hina fyrstu af 5, sem hann hefur veitt forustu. Sem betur fer er ekki efni til að halda nú minningarræðu um Ólaf Thors. Þingheimur sameinast um þá ósk, að hvíldin sem hann tekur sér, verði til þess, að hann nái góðri heilsu á ný og eigi langt og farsælt líf fyrir höndum. All- ir vonum við að sjá hann skjót- lega heilan og hressan hér í þing sölunum. Megi þjóðin sem allra lengst njóta hans mikla mann- vits, lífsreynslu, víðsýni og frá- bærrar samningalipurðar. Enginn hefur verið honum lagnari að laða saman ólíkar skoðanir. Á þessum hæfileikum hefur oft þurft að halda á Alþingi og í íslenzku þjóðlífi. Þeirra þarf við nú ekki síður en áður. Þess vegna ríkir einlægur söknuður í huga okkar fylgismaima hans og sam- starfsmanna. Um leið og ég þakka Ólafi Thors forustuna, sem hann hef- ur veitt ríkisstjórninni síðustu 4 árin, óska ég okkur öllum úr- ræða gæða hans, umburðarlynd- is og sáttfýsi. Að lokinni ræðu forsætisráð- herra tóku þeir Eysteinn Jóns- son, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, og Lúðvík Jós- efsson formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins, mætlu á þessa leið. Eysteinn Jónsson: „Eins og fram kom raunar hjá forsætisráðherra, er hér í raun og veru um mannabreytingar einar að ræða í ríkisstjórninni en ekki eiginleg stjórnarskipti. Mér þykir þó rétt að láta í ljós við þetta tækifæri að afstaða Framsóknarmanna til ríkis- stjórnarinnar er að sjálfsögðu sú sama og áður og hefur sú af- staða nýlega komið greinilega fram hér á Alþingi og því öllum kunn.“ Lúðvík Jósefsson: „Það er skoðun okkar þing- manna Alþýðubandalagsins að þær formbreytingar, sem gerðar hafa verið á ríkisstjórninni, breyti engu um stefnu hennar og markmið og er því afstaða okkar til hins nýja ráðuneýtis Bjarna Benediktssonar hin sama og afstaða okkar var til ráðu- neytis Ólafs Thors. Alþýðubanda lagið er andvigt grundvallar at- riðum í stefnu beggja ráðuneyt- anna og því í andstöðu við rík- isstjórnina.“ í stuttu máli Berlín, 13. nóv. (NTB) Austur þýzka þingið kaus í dag með samhljóða Walter Ulbrieht formann ríkisráðs- enr.bætti forsætisráðherra. Calcutta, 13. nóv. (NTB) Rúmlega 2.500 manns hafa lá.tizt úr Kóleru undanfarna fjóra mánuði í norð-austur héruðum Indlands. I i i i i i i Æviferill nýja forsætisráðherrans stúdentsprófi árið 1926 og embættisprófi við Háskóla ís- lands árið 1930. Stundaði hann síðan um skeið framhaldsnám í lögfræði erlendis en gerðist prófessor við Háskóla íslands á árinu 1932. Gegndi hann pró fessorsembætti fram til ársins 1940, er hann var settur borg- arstjóri í Reykjavík. En borg- arstjóri í Reykjavík var hann kosinn árið 1941 og gegndi því þar til 4. febrúar 1947. Bjarni Benediktsson var fyrst kosinn á þing fyrir Reykjavík árið 1942 og hefur átt sæti á Alþingi síðan, sem þingmaður höfuðborgarinnar, nema á árunum 1946—1949, er hann var landskjörinn. Hef- ur hann setið á samtals 24 þingum. Hann var bæjarfull- trúi og. bæjarráðsmaður í Reykjavík árin 1934—1942 og bæjarfulltrúi aftur árin 1946— 1949. Bjarni Benediktsson varð fyrst ráðherra í ráðuneyti Stefáns Jóhanns Stefánssonar, er tók við völdum 4. febrúar 1947. Yar hann utanríkis- og dómsmálaráðherra í því ráðu- neyti, er sat til 2. nóvember 1949. Hann varð síðan utan- ríkis-, dómsmála- og mennta- málaráðherra í minnihluta- stjórn Sjálfstæðisflokksins, sem sat frá 6. desember 1949: þar til í marz 1950. Þá varð hann utanríkisráðherra í ráðu- neyti Steingríms Steinþórs- sonar árin 1950—1953 og dóms málaráðherra í ríkisstjórn Ólafs Thors árin 1953—1956. Hann varð síðan dómsmála-, kirkjumála- og iðnaðarmála- ráðherra í Viðreisnarstjórn- inni þegar hún var mynduð haustið 1959 og hefur gegnt þeim embættum síðan, þegar undan er skilinn síðari hluti ársins 1961, er hann fór með embætti forsætisráðherra í veikindafríi Ólafs Thors. Bjarni Benediktsson hefur gegnt fjölmörgum öðrum op- inberum störfum. Háskóli ís- lands hefur sæmt hann dokt- orsnafnbót og hann hefur gef- ið út mörg rit og ritgerðir um lögfræðileg efni. Ritstjóri Morgunblaðsins var hann árin 1956—1959. Bjarni Benediktsson er tví- kvæntur. Fyrri konu sína Valgerði Tómasdóttur missti hann árið 1936. Síðari kona hans er Sigríður Björnsdóttir frá Ánanaustum. Eiga þau fjögur börn. BJARNI BENEDIKTSSON, hinn nýi forsætisráðherra, er fæddur í Reykjavík 30. apríl árið 1908 og er því nú rúmlega 55 ára gamall. Foreldrar hans eru Guðrún Pétursdóttir frá Engey og Bepedikt Sveinsson, þingforseti og síðar bókavörð- ur. Bjarni Benediktsson lauk Bjarni Benediklsson fljtur ræðu sina á Alþingi í g:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.