Morgunblaðið - 15.11.1963, Qupperneq 23
23
Föstudagur 15. nóv. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
Myndin er tekin á flugi af varnarliðinu. Berið saman stærð vamarliðsþotunnar og reyksúlunnar.
Ef vel er að gætt má sjá sjóinn krauma.
— Flogið yfir
gosstað
Framh. af bls. 24
— Fantastiskt! hrópaði Sig-
urður upp. Þetta er alveg eins og
japanska gosið frá 1952, þegar
rannsóknarskipið fórst með 22
ejómönnuim og 7 vísindamönnum
og hefur ekkert til þess spurst
síðan, fannst aðeins spýtnabrak.
O GETUR ORÐD0
HÆTTULEG SPRENGING
Sigurður hafði látið það verða
sitt fyrsta verk að hringja í
Slysavarnafélagið og biðja um
að bátar yrðu varaðir við. Ekki
svo mjög vegna hraunslettna held
tir fremur vegna þess að ef
sprunga opnast Og sjórinn fellur
í hana, þá getur orðið gífurleg
sprenging, skyndileg og snögg og
þá er aillt horfið sem er í nánd.
Japanárnir höfðu ekiki einu sinni
tíma til að senda frá sér aalL
Þarna voru þó ýmsir á ferli.
Tvær þotur frá varnarliðinu
þutu alveg inn í mökikinn og ein
DC-3 flugvél. Þarna voru á ferð
Buie flotaforingi af Keflavikur-
flugvelli og fleiri, og voru tekn-
ar kvikmyndir af gosinu, sem
sýndar voru í gser í sjónvarpinu
með ágsetum texta. Einnig sáum
við að tveir bátar voru á leið á
staðinn, sjálfsagt annar báturinn
með fréttaritara MibL
eða yfirleitt noikkur hætta af
gosi.
Síðdegis í gær er létti til sást
gosmökkurinn greinilega atla
leið til Reykjavíkur. En eldglær
ingar höfðu ekki sést er fór að
dimma, að því er Sigurður taldi.
Sjálfur sá hann engar.
• EYJA AÐ KOMA UPP
Sigurður Þórarinsson taldi að
þarna mundi sennilega koma
upp sker eða eyja, þegar gosið
væri búið að hlaða undir sig
©g styrktist sú trú hans er hann
flaug aftur yfir síðari hluta dags.
Þá sýndist 'honum brotið á sjón-
um í kring sýna að kollurinn
væri rétt ókiominn upp úr. Hann
fór strax að hugsa um það að
þarna rnætti kannski færa land-
helgislínuna út og ef við vaarum
snör, mættí. taka togara í land-
helgi og fá sektina í rannsóknar-
kostnað við gosið.
Uim það hve lengi gosið muni
standa eða hve mikið það yrði,
kvaðst Sigurður ekki þora að
epá. Hann hefur aldrei sjálfur
©rðið vitni að neðansjávargosum,
enda eru þau ekki það tíð. í ver-
©ldinni hafa þó orðið þrjú á
undanfömum árum. Árið 1952
gaus í Japan, þar sem síðar varð
eyjan Myozin-eyo, skýrð í höf-
uðið á skipinu sem fórst. Árið
1957 varð mikið gos á Capellin-
hos á Azoreyjum og fyrir nokkr
um árum varð lítið neðansjávar-
gos í Califomiu.
Ekki telur Sigurður lí'klegt að
þarna verði nokikur vikurburður,
.............................................jgBSiswwflftwawgiggwwsgsaseæaatwwTOBiWWBWumjiBiJtuumiiii]
Myndirnar eru báðar teknar af Birni Pálssyni, flugmanni. Sú
efri sýnir báða aðalgosgýgina, en á þeirri neðri sést gosstrók-
urinn stíga til himins, en í forgrunni er Geirfuglasker.
Þessum vikri rigndi eins og hagli niður á bát fréttamanns MbL
frá mekkinum af neðansjávargosinu. Þetta var í rauninni hagL
myndað eins og á venjulegan hátt í útsinningsklökkum. En
þarna hátt uppi í frostinu gerði vikurinn höglunum auðvcld-
ara að myndast og frjósa utan um hann.
í RÍMUM af Búa Andríðssyni
og Fríði Dofradóttur lýsir
Grímur Thomsen nákvæm-
lega neðansjávargosi í erind-
um nr. 214—217, sem hér fara
á eftir.
Ferðin svona greiða gengur,
gott er sjávarloft að drekka,
bilar hvorki stag nje strengur,
státnir eru’ og hreifir rekkar. -
\a Reykjanesi hylgju hrýtur, /
| hrims í hömrum vargur þýtur.
t Hvers í djúpum bullar brunni, j
/ beljar sjór á hraunaflesi, /
/ sjóða jafnvel svalar unnir \
\ suður undan Reykjanesi, 1
i skelf eru kröppu skinnaköstin, t
j skeflir móti vindi röstin. /
\ Undir hruna áin rennur t
út í mar hjá Valahnjúki, j
undir hrönnum eldur brennur, /
eigi er kyn þó drjúgum rjúki; \
hafs í ólgu og hvera eimi t
hvirflast bólgið öflugstreymi. j
Óþreytandi elds er kraftur, 1
ár og síð í djúpi starfar, 1
Sstinga sjer og upp þar aftur t
eyjar koma líkt og skarfar; j
s k e r i n geta F u g 1 a farið I
fyrr en máske nokkurn varir. \
— A báti við
gosstað
Framh. af bls. 24
Við vorum við gosstaðinn á
annan klukkutíma og sveimuðu
flugvélar stanzlaust yfir, farþega
flugvélar, kennsluvélar og her-
þotur. Flestar voru þær 6 eða 7
í einu.
Til hafnar komum við aftur
réttt fyrir klukkan 4 og þá var
tekið að dimma. Eldglæringar sá-
ust þá engar.
í Eyjum hefur hver einasti
maður, sem í skó gat komizt,
farið út um alla eyju til að sjá
og fylgjast með.
— Sigurgeir.
Ekhert lót d
gufugosinu
MBL. TALAÐI í gær við
Kristján Þórhallsson í Vog-
um í Skútustaðahreppi. Sagði
hann að ekkert lát væri á
gufugosinu mikla, sem hófst
í borholu í Bjarnarflagi við
Námaskarð á miðvikudags-
morgun og skýrt var frá hér
í blaðinu í gær. Gosið virtist
enn vera óbreytt, og heyrðust
drunurnar inn í hús niðri í
Mývatnssveit.
Jónas G. Rafnar ráðinn
*
bankastj. Utvegsbankans
JÓNAS G. Rafnar, alþingismað-
ur, var á fundi bankaráðs Út-
vegsbanka íslands, sem haldinn
var í gærmorgun, ráðinn banka-
stjóri í stað Jóhanns Hafsteins,
sem hefur verið skipaður dóms-
málaráðherra.
Jónas G. Rafnar lauk lögfræði
prófi vorið 1946. Hann var kjör-
Jónas G. Rafnar
inn alþingismaður fyrir Alþingi
1949 og er nú þingmaður Norð-
urlandskjördæmis eystra. Hann
hefur gegnt fjölmörgum trúnað-
arstörfum bæði í héraði og á
þingi. Hann er formaður fjár-
veitinganefndar Alþingis.
Jónas G. Rafnar var settur
bankastjóri Útvegsbanka íslands
hluta af árinu 1961.
Brauðskálinn
Köld borð, smurt brauð og
snittur.
brauðskAlinn
Langholtsvegi 126
Simi 37940 og 36066
Kaffisnittur — Coctailsnittur
Smurt brauð, heilar og báliar
sneiðar.
Rauða Myllan
Laugavegi 22. — Simi 13628