Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 17. nov. 1963
tiðindi
Byltingin í S-Vietnam og flutn-
ingatennið við Berlín, atburðir,
sem áttu sér stað fyrr í þessum
mánuði, hafa vakið nýjar spurn-
ingar um átökin milli stórveld-
anna.
Öryggi S-Vietnam er skilyrði
þess að Suðaustur-Asía falli ekki
í hendur kommúnistum. Banda-
ríkin hafa varið geysimiklu fé og
lagt fram talsverðan mannafla, í
þeirri von, að aðstaða valdhafa
landsins styrkist svo, að þeim
tækist að reka Vietcongskæru-
liða af höndum sér. Margir þeirra
sem bezt þekkja til ástandsins í
S-Vietnam, eins og það var fyrir
byltinguna, telja, ag stjórn Diem
myndi aidrei takast að sigra í
þeim átökum. Þótt ný stjórn hafi
nú tekið við, og ætli sér að beita
öflugri og áhrifaríkri bardaga-
íaðfetrðum, þíá gætir enn efa.
Sumir telja jatfnvel, að eina
ráðið til að binda enda á átökin í
Vietnam sé samkomulag við
kommúnista. Jafnskjótt og víg-
staðan leyfi, þá eigi að semja
um vopnahlé, á sama hátt og gert
var á sínum tíma í Kóreu.
Þótt hjá því fari ekki, að á-
kveðnar vonir séu bundnar við
þá byltingarmenn, sem telja sig
vinna á þágu friðar og frelsis,
þá eru dæmin um einræðishneigð
margra byltingarforsprakka svo
mörg, að fáir telja sig raunveru-
lega geta sagt fyrir um þróun
mála í S-Víetnam á næstunni.
Þessarar skoðunar hefur gæt-t í
skrifum stjórnmálafréttaritara að
undanförmi, e.t.v. er þetta ástæð
an til þess, að hugmyndin um
vopnáhlé hefur nú skotið upp
kollinum nú. Hún er að visu
engan veginn ný, og benda má
á „árangur” af slíkuim samning-
um i granríkinu Laos. Þó er það
skoðun þeirra, sem aðhyllast
vopnahléssamninga í Vietnam nú
að aðstaðan þar sé um flest líkari
því, sem er í Kóreu en Laos. I
öðru lagi er að því virðist, að
byltingarstjómin í Saigon sé lik-
legri til að fallast á tillögur
stuðningsríkja, t.d. Bandaríkj-
anna, nú, heldur en þegar hún
hefir tryggt sig frekar í sessi.
Fréttaritarar vestrænna blaða,
sem séð hafa báðar stjómir S-
Vietnam að verki, hafa að undan-
förnu reynt að gera sér grein
fyrir því, hvers vænta megi af
byltingarstjórninni, sem völdin
tók 2. nóvember. Þeir hafa þó
ekki annað að styðjast við, frek-
ar en aðrir, en yfirlýsingar bylt-
ingarforingjanna, og þær upp-
lýsingar um fortíð þeirra, sem
fyrir hendi eru. Fjórir helztu
forsprakkarnir eru:
• Duong Van Minh, sem af
mörgum er talinn bezti herfor-
ingi í S-Vietnam. Hann er sagður
íhugull, og vel gefinn. Hann er
talinn líklegur til að beita nýj-
um og áhrifaríkum bardagaað-
ferðum gegn kommúnistum.
• Tran Van Don er hæglátur
maður, hefur á sér blæ gamallar
menningar og hefðar. Hann nýt-
ur mi'killar virðingiar, þótt í
þröngum hóp sé.
• Le Van Kim er sagður fljót
huga, vel gefinn og ákafur í að
hrinda hugmyndum sinum í
framkvæmd.
• Loks má telja Ton That
Dinh, manninn, sem hefur orð á
sér fyrir að metorðagjarnastur
•allra, sem stóðu í broddi fylk-
ingar byltingarmanna. Fullyrt er,
að samstarfsmenn hans óttist
hann. Reyndar var uppi orðróm-
ur, skömmu eftir byltinguna, þess
efnis, að honum yrði vikið úr
herforingjastjórninni. Sennilega
er hér aðeins um orðróm að ræða
Óttinn við hann kann að þykja
einkennilegur, því að byltingin
hefði vissulega ekki tekizt án
hans. Eftirfarandi saga varpar þó
e.t.v. Ijósi á málið: Höfuðvanda-
mál byltingarinna var að komast
til Gia Long-hallar, aðseturstað-
ar Diem, forseta, og bróður hans,
Ngo Dinh Nhu. Til hennar varð
aðeins kornizt úr tveimur áttum,
norðri og suðri. Valdamiklir hers
höfðingjar gættu beggja leiðanna
auk þess, sem öryggislögregla
Ngo Dinh Nhu var til staðar.
Duong Van Minh og aðrir upp-
reisnarmenn vissu, að Ton That
Dinh, hershöfðingi, sem gætti
leiðarinnar að norðan, var met-
orðagjarn. Án þess að segja hon-
um í fyrstu, hvað að baki bjó
tókst þeim að sannfæra hann
um, að honum bæri æðri staða,
öryggismálaráðherra. Thon That
Dinlh sótti um það embætti, en | togi sem nýtur hylli almennings,
fékk það eðlilega ekki. Þetta i og getur sameinað þjóðina. Því er
kveikti með honum eld óvildar j ekki ljóst, hvort byltingarstjórnin
muni fái staðizt, eða fái komizt í
nauðsynlegt tengsli við fólkið.
Það er aftur fyrst og fremst undir
því bomið, hvort Duong Van
Minh bregzt réttilega við hlut-
verki sínu. Margir, sem þekkja
í garð Ngo Dinh Nhu, jafnvel
hatur. Skömmu síðar tók hann
höndum saman við Van Minh og
aðra byltingarsinna. Síðan skýr-
ði Ton That Dinh forsetanum og
bróður hans frá því, að bylting
væri 1 uppsiglingu. Bezta leiðin
til að sigrast á henni myndi vera
að senda öryggisherinn burt um
stimdarsakir, það myn-di laða bylt
ingasinna að. Hins vegar yrði þá
„ tryggur” her Ton That Dinh
til reiðu. Honum láðist aðeins að
geta þess, að það væri hann
sjálfur, sem raunverulega stæði
að baki byltingunni.
Þannig tókst hún, fyrst og
fremst fyrir persónulega óvild
Ton That Dinh í garð forsetans
og bróður hans, að því er sumir
vilja halda fram
Það, sem mestu máli skipti
þó, er afstaða stjórnarinnar til
einstakra vandamála, og þá jafn-
framt ástandsins í heild. Bent
hefur verið á,
♦ að byltingarstjórnin hafi lýst
þyí yfir, að hún muni berjast af
öllum mætti gegn kommúnistum,
eða með orðum Dong Van Minh:
„fólkið í þorpunum var óttasleg-
ið, það óttaðist bæði kommúnista
og stjórn Diem. . . við ætlum að
veyna að geara þá hamingjiu-
samari”
♦ að sennilegt er, að stjórnin
æfcli að gera allt, sem í hennar
Vcúdi stendur til að vinna bug
á kommúnistum. Komið hefur í
Ijós, að byltingarmenn töldu Ngo
Dinh Nhu hafa staðið í samninga
makki við ráðamenn í N-Vietnam
en það mun þó ekki eiga við rök
að styðjast.
t að stjórnin ætlar sér að afnema
trúabragðahömlur, og reyna á
annan hátt að stuðla að friði inn-
anlands.
> að hún ætlar sér að fylgja
frjálslyndri stefnu í efnahags-
málum.
Það, sem fyrst og fremst skortir
! að slikt megi takast, er nýr leið-
hann, segja, að hann búi yfir
hæfileikum til að verða góður
leiðtogi: Hann sé hreinn og beinn
heiðarlegur maður. „Það, sem
mestu skiptir þessa stundina”,
sagði einn fréttamaður nýlega,
„er, að nú ríkir aftur von í brjóst
um íbúa landsins”, og það er
meira en hægt hefur verið að
segja um langt skeið.”
Bragi Olafsson
lœknir sextugur
HEILL og sæll, gamli vinur. Ef
til vill finnst þér skrítið að fá
afmælis„réf frá mér á þennan
hátt, en þú varst búinn að segja
mér að liklegast myndir þú
dvelja fjarri heimili þínu á sex-
tugs afmælinu, en hvar sem þú
verður á hnettinurn þá munt þú
lesa Morgunblaðið. Ekki vildi ég
hafa þetta nein eftirmæli, nei,
vinur sæll, ég vildi gjarnan rabba
við þig og rifja upp gamlar minn-
ingar frá veru þinni hér í Skaga-
firðinum, þegar við báðir vorum
ungir og léttlyndir, en með opin
augu fyrir öllu fallegu og góðu
— svo sem konum okkar — og
dásemdum Skagafjarðar.
Manst þú, Bragi, fyrstu fundi
okkar 1935, þú komst þá hrakina
og kaldur frá Siglufirði á trillu-
báti og hafnaðir hér í Bæjarvör.
Þitt erindi var að líta á Hofsós-
læknishérað, sem þér hafði verið
veitt. Ég var staddur niður við
sjó til að taka við höfðingja þess-
um. Ekki fannst mér hann burð-
ugur við fyrstu sýn. Enigin
bryggja var í Bæjarvík og varð
ég til að vaða fram að bátnum
og bera þig á bakinu í fyrirheitna
landið. Mynd af þeirri athöfn
væri mikils virði nú, ég riðandi
á beinum með þig eins og p>oka á
baikinu. Við vorum ekki mjög
virðulegir þá, en slysalaust komst
þú í land og heim að Bæ í hend-
ur konu minnar og þar með var
mínum þætti lokið í þetta sinn,
en kynni ykkux Kristínar hafin
sem enzt hafa með ágætum öll
þessd. ár. Margt h'efir á daga
okkar drifið síðan bæði gott og
illt, en efst er í huga mínum
björtu og ljúfu minningarnar i
Frh. á bls. 23
Hundahald útrætt
í fyrradag ritaði kona Vel-
vakanda bréf og skýrði þar frá
ótta barns síns við hunda.
Hundahald er útrætt hér í dálk-
um Velvakanda. Meðan yfirvöld
borga og bæja setja reglugerðir
sem banna hundahald og þeir,
sem reglunum eiga að hlýða,
virða þær eftir því sem þeim
sýnist, er vandséð hverjir sigla
hærri byr, borgaryfirvöldin eða
hundaeigendur, en látum vera
meðan báðir sigla.
^ Of lítil kynni af dýrum
Hitt ber að harma hve
borgarbörn hafa lítil kynni af
dýrum yfir höfuð og það er
málefni, sem gjarna má_ ræða
hér í Velvakanda. Við íslend-
ingar eigum ekki því láni að
fagna að eiga dýragarða, þar
sem við getum leitt börn okkar
og sýnt þeim dýrin þeim til
fróðleiks og ánægju. Það er
hverju barni mikill lífsþroski
að kynnast dýrunum, þótt ekki
sé nánar en gegnum rimlagirð-
ingu búrsins í dýragarðinum.
Hitt er að sjálfsögðu enn þroska
meira fyrir barnið að kynnast
dýrinu nánar, öðlast vináttu
þess og læra að skilja það og
virða. Mörg dýr verða miklir
vinir manna og þá ekki hvað
sízt barna.
Óttaslegin borgarbörn
Það er þeim mun rauna-
legra að borgar- og bæjarbörn
skuli alla jafna óttast dýrin, og
vera þannig almenn viðundur
fram eftir öllum aldri og sumir
alla ævi. Það er ekki óalgengt
að sjá fullorðið fólk skrækjandi
af ótta undan einu hundgreyi,
þegar það kemur út í sveit. Það
er jafn fáránlegt að sjá þá, sem
ætla að vera „kaldir“ ganga að
hesti, kú eða hundi og ætla að
klappa eða kjassa þessa gripi,
án þess að þekkja nokkur deili
á þeim, eða kunna yfirhöfuð að
umgangast dýr.
Burt séð frá öllu hundahaldi
ættu allir foreldrar að leitast
við að gefa börnum sínum kost
á að kynnast dýrunum, því þótt
mannskepnan sé vitrasta skepna
jarðarinnar er það margt, sem
hún getur af dýrunum lært.
Hér með fylgja tvær myndir,
sem glöggt sýna vináttu hunda
og barna. Önnur sýnir „Stór-
Dana“ bjarga lítilli vinkonu
sinni frá því að elta boltann
sinn fyrir bíl. Á hinni myndinni
hefur gamall, enskur fjárhund-
ur glórt á veröldina gegnum hár
lubbann á augabrúnum sínum
þar til ungur vinur hans kemur
og lyftir lubbanum frá.
Missti úlpuna sína
í gærmorgun kom 12 ára
drengur að máli við Velvak-
anda heldur dapur í bragði.
Hann fór í leikfimi niður í Mið-
bæjarskóla á föstudagskvöldið,
en hafði áður verið í fótbolta í
skólaportinu. Þar fór hann úr
kuldaúlpunni sinni og gleymdi
henni síðan í portinu á meðan
hann var í leikfiminni kl. 6—7,
En þá var hún horfin. Þetta
var ný, dökkblá nylonúlpa,
ítölsk að gerð. Faðir hans, sem
er sjómaður, hafði gefið honum
hana nokkrum dögum áður. Ef
til vill hefur einhver tekið úlp-
una í rælni og ætti ekki að láta
dragast að skila henni aftur,
því þetta er mikið áfall fyrir 13
ára dreng.