Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 17. nóv. 1963 ^ Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. tltbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. t lausasölu kr. 4.00 eintakiö. TRÚIN Á VERÐGILDI KRÓNUNNAR egar núverandi ríkisstjórn hófst handa um viðreisn- arráðstafanir sínar, lagði hún áherzlu á að treysta grund- völl hins íslenzka gjaldmiðils og skapa jafnvægi í efnahags- málum landsmanna. Áhrif þessarar stefnu sögðu fljót- lega til sín. Þjóðin fékk nýja trú á íslenzka krónu, spari- fjármyndun jókst hröðum skrefum og aðstaða banka og annarra lánastofnana stór- batnaði til þess að veita fjár- magni til framleiðslunnar og nauðsynlegustu framkvæmda í landinu. Af þessu leiddi svo aftur, að útflutningsfram- leiðslan jókst verulega og aukning þjóðarframleiðslunn- íir skapaði raunverulega möguleika nokkurrar kaup- hækkunar og raunhæfra kjarabóta í þágu alls almenn- ings í landinu. Því miður hefur þessi heil- brigða og eðlilega þróun ver- ið trufluð nokkuð af víxlhækk unum kaupgjalds og verðlags síðustu misserin. Þess vegna stendur þjóðin nú frammi fyrir vandamálum, sem ráða verður fram úr. Þenslan í efnahagslífinu hefur í senn þrengt nokkuð kost útflutn- ingsframleiðslunnar og jafn- framt skert kjör þeirra lægst launuðu, sem orðið hafa aftur úr í kapphlaupinu milli kaup- gjalds og verðlags. En það er rétt sem dr. Jó- hannes Nordal, bankastjóri, segir í grein sinni í síðustu fjármálatíðindum, er birtist hér í blaðinu í gær, að við eigum hvorki að mikla fyrir okkur þessi vandamál né held ur megum við vanmeta þau. Aðalatriðið er að okkur tak- ist að treysta á ný grundvöll útflutningsframleiðslunnar og skapa aukna trú á verðgildi íslenzkrar krónu. ÖRUGG ÁVÍSUN Á VERÐMÆTI i^ert er ráð fyrir að hallinn á ^ viðskiptum þjóðarbúsins út á við á þessu ári muni nema 2—300 millj. kr. meira en samrýmanlegt er stöðug- um gjaldeyrisforða, ásamt lán tökum til langs tíma. Þetta er sú umframeyðsla þjóðarbús- ins í heild, sem ráða verður bót á með nýjum efnahags- aðgerðum á næstunni. Um þetta kemst Jóhannes Nordal m.a. að orði á þessa leið: „Þótt hér sé engan veginn um lítið vandamál að ræða, er þó misræmið nokkru minna en nemur venjulegri aukningu þjóðarframleiðsl- unnar á ári hverju. Það á því að vera hægt að leiðrétta þá umframeftirspurn, sem nú á sér stað, án samdráttar, ep með því einu að peningatekj- ur og þar með neyzla og fjár- festing til samans aukizt um nokkurt skeið hægar en þjóð- arframleiðslan. Mundi þá aft- ur vinnast upp það sem heild- areftirspurn þjóðarinnar hef- ur að undanförnu farið fram úr aflafé hennar. Þessi leið er nú fær eingöngu vegna þess að íslendingar eiga gjaldeyris varasjóð, er veitir verulegt svigrúm í þessum efnum og er vörn gegn áföllum. Það er því ekki nauðsynlegt að grip- ið sé til róttækra samdráttar- ráðstafana eða hafta til þess að draga skyndilega úr eftir- spurn og innflutningi, þótt um tíma hafi myndazt halli í viðskiptunum við útlönd“. Það er nauðsynlegt að þjóð- in geri sér ljósar þær stað- reyndir, sem hér er um að ræða. Án þess að hún líti raun sætt á hag sinn og geri sér það m.a. ljóst, að lífskjör hennar hljóta að miðast við arðinn af framleiðslu hennar, verður ekki hægt að leysa vandamálin, tryggja bætt lífs kjör og jafnvægi í íslenzkum efnahagsmálum. Allir íslend- ingar ættu að geta verið sam- mála um það, að þeim ber lífs nauðsyn til þess að treysta grundvöll gjaldmiðils síns og trúa á framtíð íslenzkrar krónu. Aukning sparnaðar og sparifjármyndunar getur því aðeins orðið að fólkið líti ekki á krónuna sem vonarpening, heldur sem trausta og örugga ávísun á verðmæti. Þær efna- hagsráðstafanir sem nú verða gerðar, verða þess vegna fyrst og fremst að miðast við það að tryggja grxmdvöll hins ís- lenzka gjaldmiðils og skapa þar með möguleika batnandi lífskjara og afkomuöryggis í landinu. VERKEFNI í HEILBRIGÐIS- MÁLUM ífg fæ ekki betur séð en ís- lenzka þjóðin geti litið björtum augum til framtíðar- innar hvað heilbrigðismálin áhrærir“. Þannig komst dr. Friðrik Einarsson, yfirlæknir, m.a. að orði í grein, sem hann Ton That Dinh, hershöföingi, skýrir frá gangi byltingarinnar á fundi með fréttamönnum í Saigon. Ngo-bræðurnir voru skotnir eftir rifrildi og stymp- ingar ■ aðalbækistöð byltingarmanna Frá Því byltingaröldurnar tók að lægja í S-Vietnam hef- ur mynd atburðanna þar verið að skýrast snrám saman og rás þeirra að koma betur í ljós. Hershöfðingjarnir, sem að bylt ingunni stóðu hafa gefið nán- ari upplýsingar um hvað gerð- ist og vestrænir fréttamenn hafa getað myndað sér gleggri skoðanir á ástandinu þar. Hér fer á eftir endursögð og dálítið stytt frásögn frétta- manns stórblaðsins New York Herald Tribune, af því sem gerðist í Saigon dagana 1. og 2. nóv. sl. Að rmargni föstudagsins 1. nóv. fóru þeir Henry Cabot Lodge, sendiiherra Bandaríkj- anna í S-Vietnam og Harry D. Felt, aðmíráll, yfirmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna í kveðjuheimsókn til hallar Nog Dinlh Diem fotrseta. Felt aðmiírall var ag fara aftur til Tókió en Cabot Lodge ætlaði til Washington til viðræðna við stjórnina þar. Forsetinn virtist þá hinn kátasti og lék á ails oddi. Þegar þeir fóru sagði hann við viðstadda: í hvert sinn, sem bandaríski sendiherrann fer í burt er gerð tilraun til byltingar í S-Vietnalhm. Diem"forseti virð ist hafa verið haldinn þeirri hugmynd, að hann væri ósigr- andi. Fyrri byltingartilraunir höfðu misiheppnazt Vopnabúr stjórnarinnar var geymt í höll inni, sem var umkringd öflugu herliði. Og hann taldi hina séræfðu öryggislögreglu, er Nhu stjórnaði örugga tryg,g- ingu fyrir valdi þeirra. En byltinganmenn höfðu á 'hinn bóginn dregið mikla lær- dóma af fyrri byltingar til- raunuim og vandað allan und- irbúning betur en áður hafði verið gert. Tran Van Don, hershöfðingi og herráðsforingi — sem talinn er hafa verið helzti forvígismaður byltingar innar var sendur til þess að fyligja Felt til flugvallarins og hann beið þess ðþreyju- fullur, að flugvél aðmrírals- ins færi, því að hans biðu mörg verkefni í borginni. Allt hafði verið undirbúið. Helztu foringjamir höfðu skrifað und ir sameiginlega yfirlýsingu, sem var þannig bindandi, að einn eða annar gæti ekki skorizt úr leik, ef byrlegar blési fyrir forsetanum og svik ið hina í hendur þeirra Ngo bræðra. Skyldi þannig tryggt, að allir sem einn væru þeir áibyrgir. Hershöfðingjamir í Saigon höfðu jafnan mikil samskipti og gátu þeir því haldið áætlun ritar í Morgunblaðið af tilefni 50 ára afmælis þess. Holdsveik in og sullaveikin hefur verið sigruð og berklavarnir okkar eru traustar. Á berklaveikinni verður þó jafnan að hafa vak- andi auga, segir læknirinn. Hann ræðir síðan um vanda- mál vaxandi krabbameins- og hjartasjúkdóma. Helztu erfið- leikana, sem við sé að etja í heilbrigðismálunum telur Friðrik Einarsson vera óvið- unandi sjúkrahúskost fyrir geðbilað fólk, skort á lærðu og þjálfuðu hjúkrunarliði og ennfremur skort á elliheimil- um og viðunandi aðstöðu fyr- ir gamla fólkið. Það er vissulega ánægju- legt að miklar framfarir hafa orðið á undanförnum árum í íslenzkum heilbrigðismálum, en þar eru eins og bent er á í grein Friðriks Einarssonar fjölmörg verkefni, sem við blasa og leysa verður á næst- unni. Auk þeirra sem yfir- læknirinn gat má nefna það um símim vandlega leyndum 1 Saigon, bæði í leiik og í starfi með því móti að taika miikil- vægar ákvarðanir á tiennis- eða gólfvellinum. Þeir gerðu ýmsar varúðarráðstafanir, sem fyrri byltingarmenn höfðu lát ið undir höfuð leggjast. þeir skýrðu bandarísku ráðamönn- unum í Saigon frá fyriræblun sinni og var sagt, að Banda- ríkjastjórn rnyndi ekki blanda sér í málið. Þeir minnkuðu smám saman olíubirgðir þeirra herdeilda, er trryggar voru Nog-bræðruim. Þeir sendu nokkrar deildir sjóhersins úr borginni til starfa og komu sér smám saman upp aðstöðu í útvarpsstöðinni og öðrum mikilvægum stofnunum. Og þeim tóksit að koma öllum á óvart. ,.Orðrémur“ um gervibylt- ingu Nhur. Daginn, sem byltingin var gerð, var uppi þrálátur orð- rómur um að til alvarlegra tíðinda væri að draga. En það hafði svo oft verið sagt, að menn uggðu ekki að sér ,endia þótt ljóst væri, að hugurinn til stjórnarinnar var siíikur að allt gat gerzt, hvenær sem var. Það var jafnvel sagt þenn an dag, að Ngo Dinh Nhu hef- ði í hyggju, að setja á svið gerfibyltingu, tii þess að fá tilefni til þess að handtaka þá hershöfðingja, er hann taidi sér hættulega. Eftir fyrstu árásarhríðina á Framh. á bls. 23. að víðsvegar úti um land býr fólkið í strjálbýlinu við mjög ófullkomna heilbrigðisþjón- ustu. Víða er geysilangt til læknis og í einstök læknis- héruð fást ekki læknar tím- unum saman. Að umbótum á þessu sviði er stöðugt unnið og óhætt er að fullyrða að skilningur ríki á því hjá heil- brigðisyfirvöldunum að allir landsmenn verða að eiga kost góðrar og öruggrar heilbrigðis þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.