Morgunblaðið - 03.01.1964, Page 17

Morgunblaðið - 03.01.1964, Page 17
Föstudagur 3. jan. 1964 MOKGUNBLAÐIÐ 17 Kristín Sigmundsdóttir í DAG fer fram frá Dómkirkj- I unni í Reykjavík útför frú Krist- ínar Sigmundsdóttur. Hún andað- I ist hinn 24. f. m. að heimili sínu Lindargötu 34. Kristín var faedd að Kambi í Flóa 3. sept. 1868. Var hún því á 96. aldursári er hún lézt. Hún var dóttir hjónanna sem þá bjuggu á Kambi, Sigmundar Jóhannssonar frá Langholti _ í Ytri-hrepp og Þorbjargar Á- mundadóttur af Fjallsætt. Jódís, móðir Þorbjargar, fædd 1798, var ein af 14 börnum Vigfúsar bónda á Fjalli á Skeiðum. Þóttu þau $ystkini öll kjarnmenni og gæða- fólk, sem mikill ættbálkur er nú þegar kominn frá. Kunnastur þeirra systkina var Ófeigur ríki á Fjalli. Hann gagnrýndi sveitunga $ína fyrir að miða ásetningu bú- penings við góðæri. Fékk það lít- inn hljómgrunn. Á efri árum hans kom skæður harðindavetur, svo að við fjárfelli lá. Hjálpaði hann þá fjölda sveitunga sinna um hey og afstýrði hordauða. Komu sér þá vel vallgrónu hey- in hans. Þótti hann sýna fátæk- um mildi við endurgreiðslu. Fékk Ófeigur mikið lof fyrir stór- mannlega hjálp í þessum raun- lim. Þau hjónin Sigmundur og Þor- þjörg eignuðust 4 börn. Eitt þeirra, dóttir, dó í æsku, en 3 komust til hárrar elli, Ámundi, lengi bóndi á Kambi, dó síðastl. sumar. Jódís, lengi húsfreyja á Kringlu í Grímsnesi, dáin fyrir nokkrum árum og Kristín, sem nú er nýdáin, var þriðja syst- kinið. Kambsheimilið var talið vel bjargálna á þeirra tíma mæli- kvarða, en allir þurftu að leggja mikið á sig við vinnu, til að hafa ofan af fyrir sér. Þó var Kristín látin læra skrift og reikning auk hinna venjulegu kristnifræða og var hún við fermingu talin vel að sér, enda var hún námsfús og bráðgreind. Heimilið á Kambi þótti snyrtilegt og hreinlegt og þar réði hlýtt hugarþel til manna og málleysingja. Entust henni þessar heimanfylgjur ævina á enda. Til að innvinna sér peninga gerðust þær systur, Kristín og Jódís, er þær voru um tvítugt, vinnukonur í Hraungerði hjá Sæmundi presti og frú Stefaníu, foreldrum hins kunna og mikil- hæfa manns, Geirs vígslubiskups. Þær systurnar unnu þar hálft ár- ið hvor, til skiptis og var árs- kaupið 20 krónur. Þar kynntist Kristín ungum, efnilegum manni, Guðna Þorkels- syni, síðar steinsmið í Reykja- vík og hugsuðu þau til ráðahags og eignuðust son, Sigurgeir, hinn efnilegasta mann, sem býr hér f borginni, giftist góðri konu og eignuðust þau eina dóttur, en þær mæðgur eru báðar látnar. En þá byrjaði hinn erfiði reynslutími Kristínar.Húnofkæld ist að haustlagi við útivinnu og lá um skeið þungt haldin. Bar hún þessa áfalls aldrei fullar bætur, þó hún hlífði sér aldrei ©g gengi jafnan sem hetja til vinnu. Þegar svo var komið fyrir Kristínu, varð Guðni afhuga henni. Varð henni þetta mikið áfall. Þó tel ég tjónið hafi orðið meira í hans hlut og hann hafi tapað af gulleplinu. Nokkru seinna fluttist hún að Árhrauni á Skeiðum til foreldra minna, sem nýlega höfðu tekið við búi hjá afa mínum og ömmu, Erlingi og Þuríði, sem þangað höfðu flutt nokkrum árum áður frá Sámsstöðum í Fljótshlið. Þar kynntist hún ungum efni- legum manni, Þorsteini Sigurðs- •yni, bróðursyni Erlings afa míns og heitbundust þau. Árið 1898 fæddist þeim í Árhrauni dóttir, ■kírð Sigríður. Hún býr hér f borginni og er 'gift Karli Þórhallssyni, bifreiða- •tjóra og eiga þau hjón mörg mannvænleg böm. Sigríður er •ftirmynd móður sinnar f öllum Minning myndarbrag og hið mesta góð- kvendi. Áður en ég varð ársgamall, var ég falin í umsjá Kristínar á heim- ili foreldra minna. Tel ég mér það mikið happ og þótti mér næst móður minni vænzt um hana. Naut ég hennar umönnun- ar -meðan hún dvaldi hjá for- eldrum mínum. Árið 1896 gengu svo sem kunn- ugt er, miklir jarðskjálftar yfir Suðvesturland, svo að í mörgum sveitum Árnessýslu hrundu bæ- ir og útihús í rúst og hlaðnir túngarðar. Þetta var að sumar- lagi. Kl. 11 um kvöldið er fólkið var komið í svefn, kom fyrsta hræringin. Móðir mín var þá ein vakandi. Hún sá þegar baðstofu- hurðin, sem var í öðrum enda baðstofunnar, svignaði og sprakk úr karminum með þvílíku afli að hún hentist eftir endilangri baðstofunni og lenti í baðstofu- glugganum. Lék þá allt á reiði- skjálfi og fólkið þusti út um op baðstofugluggans, hver sem bet- ur mátti. En er að var gætt, hafði einn orðið eftir inni. Það var króinn, sem Kristín átti að sjá um. Hún hljóp þá inn í baðstofuna, vaggan lá á hliðinni og skreið hún undir rúm þar andspænis. Þar fann hún króann. Hann var hinn rólegasti og var að sjúga á sér fingurna. Kristín tók hann í fangið, sem er sá er þetta ritar, en þá byrjuðu aftur kippir. Hún hélt þá út bæjargöngin, sem voru löng og hlaðin úr grjóti og torfi og gekk hröðum og ákveðnum skrefum, en er hún átti eftir skamma leið út, skall yfir mesta hræringin. Hún lét sér hvergi bregða og herti gönguna, en um leið og hún slapp út, hrundi gangurinn alveg saman og grjót- ið skall henni á hælum, þó hvor- ugt sakaði. Þarna yfirsást henni að fara ekki út um gluggann, en það reið gæfumuninn að hún hik- aði ekki neitt, því engu augna- bliki mátti tapa. Svona var hún alltaf stærst þegar mest á reyndi. Á ungdómsárum mínum minnist ég þess, að ýmsir lágu föður min- um að hlaupa frá búi sínu haust og vor, eins og það var orðað, og fara til Reykjavíkur að kenna sund og skilja húsfreyjuna eftir heima fáliðaða með börnin. Þá var Kristín jafnan góður mál- svari. Hún minntist þá samt ekki á, að hún hafði séð Pál Erlingsson synda yfir Hvítá fram og til baka í vatnavöxtum að vorlagi, hjá Árhrauni, en hún dró fram á sjónarsviðið önnur atvik er hún hafði orðið sjónarvottur að. Einu sinni þegar hestarnir voru sund- lagðir í Hvítá að vorlagi, var þeim róið í taumi út í miðia ána og sleppt svo. Það vildi þá til að einn hesturinn flæktist í beizlinu og náði ekki höfðinu upp og veltist þannig út í miðri elfunni og var ekki annað sjáan- legt en að hann mundi drukkna. Þá kastaði Páll klæðum, sagði hún lagðist út í ána og tog- aði hestinn úr beizlinu og hag- ræddi höfði hestsins upp úr vatn- inu, tók hann þá fljótt við sér og bjargaði sér sjálfur til lands. Þá minntist hún þess, að einu sinni flæddi Hvítá svo mikið einn veturinn, að flóðið náði upp á miðjar hurðir á þremur fjárhús- um á túninu í Árhvammi. Þá synti Páll út að húsunum og opn- aði þau og kom fénu út og upp á húsþökin, meðan enn var að hækka í ánni. Hefði annars orðið fjárskaði. — Álitið þið sundið virkilega ekki þarfa íþrótt? spurði Kristín. Helzt var það þá að heyra á mönnum að það gæti verið þarf- legt að kunna að bregða fyrir sig sundtökum undir slíkum kringumstæðum. Ég minnist þess alltaf með nokkrum sökn- uði þegar Kristín yfirgaf fyrir fullt og allt heimili foreldra minna á Efra-Apavatni í Gríms- nesi. Hamingjan hafði ekki orð ið henni haldfröm. Maðurinn sem hún elskaði hafði farið frá henni, og hún hélt örfátæk út í óvissuna til Reykjavíkur. En þar beið hennar haimingj- an. Hún kynntist ágætum manni Pétri Marteinssyni þá sjómanni Þau giftust 1903, og stofnuðu heimili í Reykjavík. Þau eign- uðust tvo syni, hina mestu efnis menn, Martein bifreiðastjóra og Ásgeir, sem var hinn mesti atgerfismaður til líkama og sálar. Stór og fagurlega vax- inn og hið mesta hraustmenni Hann útskrifaðist af Sjómanna- skólanum með hárri einkunn eft ir eins vetrar nám og var sér- staklega mikill stserðfræðingur. Hann fórst á Skúla fógeta árið 1933, 26 ára að aldri. Marteinn er rammaukinn. Hann er ágæt- ur sundmaður og synti 2svar nýjárssund á yngri árum. Mar- teinn ólst upp í foreldrahúsum og hefir verið með foreldrum sínum alla tíð, og annast þau á elliárum með mestu prýði, og verið þeim stoð og stytta og góður sonur. Marteinn giftist og á tvo sonu, myndarlega reglu- menn, Pétur Lúðvík, sem er að ljúka flugnámi til mannflutn- inga, og hinn sonurinn Karl Gunnar er vélvirki. Þau Kristín og Pétur byggðu sér hús á lóðinni Lindargötu 34 árið 1925. Þau hjónin komust all- vel af, og bjuggu við sæmileg efni, þó þau væru vinmörg og gestrisin. Kristín átti 3 háLfsystur, Sig- mundar dætur Arnbjörgu sem var tvígift. Fyrri maður hennar var Guðjón Guðmundsson frá Sandgerði, sem fórst á kútter Emelíu mannskaðaveturinn 1906. Þau eignuðust eina dóttur Jónu, gift Ólsen búsett í Danmörku. Seinni eiginmaðurinn var Daníel Daníelsson, sjómað- ur. Eignuðust þau tvo syni, Magnús, húsgagnameist- ara og Pál, járnsmið, búsettir í Reykjavík. Hinar systurnar hétu Signý og Anna, ógiftar. í æfiminningum sínum segir séra Árni Þórarinsson að Signý hafi verið vinnukona á sínu heimili og verið bezta hjú sem hann hafi haft. Hún hafi verið trúmennskan sjálf og ekkert hugsað um kaup, heldur að vinna og þjóna og gera öllum gott. Hún var um tíma þjónustu- stúlka hjá frú Þorbjörgu ljós- móður í Reykjavík, systur Bene- dikts Sveinssonar sýslumanns og alþingismanns, föður Einars skálds. Þar kynntist Signý, Ólafíu Jóhannesdóttur. Höfðu þessar gáfuðu og merku konur miklar mætur á Signýju. Allar þessar systur höfðu ó- venjumikla fórnfýsi til að bera og þjónustuanda af Guðs náð, og þar stóð Kristín í fremstu röð. Þessi kærleiksríki þjónustu- andi, er aðalsmerki ísienzkra kvenna og á eflaust stóran þátt í því, að þjóðin liföi af, hörm- ungatímabilið. Er það tilviljun að stórskáldið Einar Benedikts- son sem þekkti mætavel þær Þorbjörgu, Ólafíu og Signýju kvað „Þitt verðmæti gegnum líf- ið er fórnin.“? Signý tók þátt í brautryðj- endastarfi Ólafíu Jóhannsdóttur í kvenréttindamálinu. Bar hún út um bæinn áróðursplögg frá Ólafíu og kom í næstum hvert hús í bænum. Hafði hún „aki- terað“, mikið fyrir hinu göf- uga máli og dáðist Ólafía að því, hvað mikið ágengt henni hefði orðið og var jafn- an mikil vinátta með þeim. Kvenréttindahreyfingin hér ' á landi átti því upptök sín í litla bænum á Skólavörðustíg 11 hjá þeim frú Þorbjörgu og Ólafíu það an fór Signý til Sveins Sveinsson ar biskupsbróðurs (Hallgríms Sveinssonar biskups) og konu hans Kristjönu Hansdóttur Hoff- man og síðar til Jóns Zoega kaupm., sonar þeirra og lauk æfinni á heimili Sveins Zoega kaupm. og konu hans frú Jó- hönnu Möllers og þeirra barna, í elskulegum vinahóp. Signý liggur í gamla kirkju- garðinum við hlið Ólafíu Jó- hannsdóttur. Anna fór í vist á þrítugsaldri, til hjónanna Tóm asar Eyvindssonar og Sigríðar Pálsdóttur, Guðmundssonar frá Keldum í Rangárvallasýslu, sem þá bjuggu að Vælugerði í Flóa og fluttist með þeim til Reykja- víkur. Að þeim látnum var hún hjá börnum þeirra, hinum kunnu Kjaranssystkinxim sem unnu henni mikið og kunnu vel að meta hennar ágætu mannkosti og var hún á vegum þess góða fólks til æfiloka. Kristín tók oft þátt í umræð- um um þjóðmál. Hún var rök- föst og hreinskilin og hélt máli sínu fram með kurteisi og óbif- anlegri festu, hver sem í hlut átti. Einnig þar hafði hún mikla reisn. Þó hún stæði í fylkingu þeirra, sem óskuðu saimhjálpar til handa þeirn bágstöddu, mót- uðust viðhorf hennar í dægur málunum að ýmsu leyti af ein- staklingshyggju. Hún taldi, að leiðin til manndóms og þroska lægi um hinn þrönga veg sjálfs- afneitunar og erfiðis og að fáir kynnu að fara með þau andlegu eða efnislegu verðmæti, sem þeir hefðu öðlast án tilverknaðar. Hún trúði á Jesús Krist, sem frelsara sinn og hinn eina meðal- gangara milli Guðs og manna og var örugg og sæl í þeirri trú Með því hugarfari skildi hún við jarðlífið, í sátt við alla, á aðfangadag jóla. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi“, hafðu þökk fyrir allt og allt Erlingur Pálsson Fædd 3. sept. 1868 Dáin 24. des. 1963. KÆRA móðursystir. Ég ætla ekki að skrifa löng eftirmæli eft- ir þig, heldur eiga þetta að vera kveðju- og þakkarorð fyrir allt það góða, sem þú sýndir mér og öllum okkar systkinum, þegar við komum til þín á unglingsár- um okkar. En það var ekki að- eins á unglingsárum mínum og okkar, sem við nutum þess að koma á heimili þitt, það entist alveg fram á síðasta dag. — Ég man eftir þér frá því ég var smábarn og mér þótti alltaf sem ég væri komin heim, þegar ég kom til þín, og hjá þér eyddi ég flestum mínum frístundum, þeg- ar ég dvaldi í Reykjavík á fyrri árum. — Aldrei gleymi ég þegar þú fórst með mér niður á Austur- völl, þar sem þá var hornaflokk- ur að leika, og sá ég það í fyrsta sinn, svo og ýmis söfn í borginni, og er þetta allt greypt í huga minn enn þann dag í dag. — Svona varst þú, alltaf hugsandi um, að maður nyti þess, sem þú vissir, að gleddi mann og upp- lýsti. Allt þetta þakka ég þér fyrir, kæra frænka mín. Nú ertu kom- in á leiðarenda, síðust af þínum systkinum. Aldur virtist ekki hafa mikil áhrif á þig, þó árin væru orðin 95, ótrúleg starfsorka og skýrleiki bjó með þér allt til hins síðasta. — Ég minnist þín með hlýju og virðingu og votta börnum þínum og barnabörnum samúð mína. Friður Guðs fylgi þér. Geirþrúður Sigurjónsdóttir. Hjalti Jónsson In memoriam „Drottin gaf og drottin tók.** HLÝTURi þessi spurning ekki að vakna í brjóstum okkar, er við heyrum Jánarfregn eins af ung- mennum þessa lands og kærum bekkjarfélaga okkar, er útskrif- uðumst úr Verzlunarskóla ís- lands 1955? Það var vorglöð æzka, er út- skrifaðist úr Verzlunarskóla ís- lands vorið 1955, og ekkert bar á skugga þar. Margir voru þá þegar búnir að finna sér framtíðaratvinnu og var Hjalti einn af þeim. Það var engin tilviljun, að Hjalti var einn af þeim fyrstu í okkar hóp, sem kom sér í fasta og góða atvinnu. Hann var einn af þeim ungu mönnum, sem allsstaðar kom sér vel, og vann sér traust og virð- ingu þeirra er til þekktu. Sigurður Hjalti Jónsson var fæddur í Keflavík 16. apríl 1936. sonur hjónanna Helgu Egilsdótt- ur og Jóns Jónssonar. Eins og fyrr segir fór Hjalti ungur að vinna fyrir sér. Hann var með afbrigðum duglegur og ötull maður, hlífði sér hvergi við vinnu, enda vinsæll af starfs- félögum. Árið 1955 varð hann gjaldkeri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Gegndi hann því starfi til dánardægurs. Með Hjalta er genginn góður drengur, sem allir sakna, er kynntust honum. Ég sendi móður hans og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. H. S. Fr. Skrifstofustúlka Opinbert fyrirtæki óskar að ráða skrifstofustúlku til starfa allan daginn. Laun samkvæmt kjaradómi. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 10. janúar merkt: „Skrifstofustörf — 3538“. Eldridansaklúbburinn verður í Skátaheimilinu í kvöld (föstudag) (í stóra salnum) kl. 9. — Inngangur frá Snorrabraut. Stjórnandi Guðjón Matthíasson. ..xdridansaklúbhurinti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.