Morgunblaðið - 03.01.1964, Síða 24

Morgunblaðið - 03.01.1964, Síða 24
1. tbl. — Föstudagur 3. janúar 1964 VORUR ************************** ********* BRAGÐAST BEZT Eldtungurnar standa út úr brcnnandi húsinu á Seltjarnarnesi. Sv. Þ. tók myndina skömmu eft ir að slökkviliðið kom á vettvang. íbúðarhús á Seltjarnarnesi ger- eyðileggst í eldsvoða Fólk bjargaðist naumlega út — innbú var óvátryggt — tjónið er mjög tilfinnanlegt ÍBÚÐARHÚSIÐ Teigur á Sel- tjarnarnesi eyðilagðist í eldi að morgni nýársdags. Allir voru í fastasvefni, þegar eldurinn kom upp, en gestkomandi maður í húsinu vakti fólkið, sem tókst með naumindum að bjarga sér undan eldinum. Auk mikilla skemmda á húsinu sjálfu brann allt innbú og hefur fólkið þvi orðið fyrir miklu tjóni. Hreppstjórinn á Seltjarnar- nesi, Guðmundur Illugason, skýrði Morgunblaðinu svo frá um brunann: „Teigur er gamalt timburhús, einlyft og stendur á háum stein steyptum kjallara. Þá er einnig íbúðarris í húsinu. Roskin ekkja, Oddný Hjartardóttir, er eigandi hússins. Hjá henni bjó sonur hennar, Ingimundur Steindórs- son, kona hans og 5 börn, sem öll eru komin nokkuð á legg. Gestkomandi maður, Ólafur Árnason, svaf í einu herbergi á rishæðinni, en á hæðinni voru einnig elztu börnin. Vakað var fram eftir nóttu, en klukkan að ganga ellefu á nýársmorgun vaknaði Ólafur og varð var við reyk í herberginu. Ólafur vakti fólkið og um leið gaus upp mik- ill eldur, enda magnaðist hann mjög við trekkinn sem myndað- ist er hurðir voru opnaðar. Varð húsið svo til alelda á skammri stundu. Bjargaðist fólkið naumlega út, meira og minna fáklætt. Einum syni Ingimundar tókst að bjarga út á síðustu stundu og var hann þá meðvitundarlaus. Hann komst til meðvitundar fljótlega eftir að hann komst í ferskt loft. Mikið rok var um morguninn og gerði það slökkviliðinu mjög erfitt fyrir um björgunarstarf. Stóð eldurinn á steinsteypt hús þarna við hliðina, en það tókst að verja. Húsið stendur uppi, en á ein- um stað féll þakið niður. Að inn- an er allt kolbrunnið og allir innanstokksmunir eru ónýtir. Innbú var óvátryggt, nema það sem ekkjan átti, en það var mjög lágt tryggt. Ekkert er enn vitað um elds- upptök, nema hvað eldurinn mun hafa komið upp á rishæð- inni. Rannsókn hófst fljótlega á orsök brunans og stendur hún yfir ennþá. íbúar hússis standa uppi alls- lausir, en nágrannamir hafa skot ið yfir þá skjólshúsi'. Rok reif járnplötur af hótelinu í Borgarnesi Fuku sem skæðadrífa ybr kauptúnið BORGARNESI, 2. jan. — Nýja árið byrjaði ekki sérlega vel hér í Borgarnesi. í suðaustan hvass- viðri, sem gerði á nýjársdag fauik þakið af hótelinu. Reif rok- ið um 250 járnplötur af þakinu og geirðu þær talsverðan usla. Einn bíll skemmdist miikið og tveir minna. Það forðaði þó að slys hlytust af þessari skæða- drífu af járnplötum að fátt fólk var á ferli, bæði vegna veðurs og eins vegna áramó'tanna. Þetta gerðist um kl. 2 á nýárs- dag. Járnplötur fuku á stein- rimilagirðingu við næsta hús fyirir oifan og brutu steinstólpana. Lenti ein platan á stofuglugga í húsinu og mölbraut hana, en fólk var ekki fyrir innan! Lög reglulþjónninn kallaði út Björgunarsveit Slysavarnafélags ins undir forustu formannsins, Sigurðar B. Guðbrandssonar og einnig komu til hjálpar félagar úr Lyónsklúbbnum, ásamt fleiri Borgnesingum. Þeir unnu að því að safna saman járnplötum og fergja þær, svo ekki hlytist af þeim meira tjón. Hafa 40—50 manns unnið að þessu og var búið að safna saman plötunum uim 4 leytið. Lögðu mennirnir sig í hættu við að forða meira tjóni, því erfitt er að hemja bárujárnsplötur í slíku ofsaroki. í dag er verið að setja pappa á þakið, svo það leki ekiki, þar til viðgerð fer frarn. — Hörður. B.S.R.B. krefst 15 prs. kauphækkunar Frá Bandalagi starfsmanna- ríkis og bæja: í LÖGUM nr. 55/1962, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, er ákveðið, að fyrsti kjarasamningur eða kjaradómsúrskurður um launa kjör starfsmanna ríkisins skuli gilda til ársloka 1965. Á hinn bóginn gera lögin ráð fyrir, að ef almennar og verulegar kaupbreytingar verði á samningslímabili, megi krefjast endurskoðunar kjara- samnings án uppsagnar hans, og fer um þá endurskoðun á sama hátt og aðalsamning. Ef samkomulag næst ekki milli aðila, sker kjaradómur úr ágreiningnum. Þar sem að undanfömu hafa óumdeilanlega orðið almennar og verulegar kaup- hækkanir, hefur stjórn B.S. R.B. einróma samþykkt að nota heimild fyrrgreindra laga og kref jast endurskoðun- ar gildandi kjarasamnings. Hefur verið borin fram krafa um 15% launahækkun til opinberra starfsmanna frá 1. janúar 1964. Stangaveiðifélagið gerir leigu- tilboð í vatnasvæði Ölfusár Býðst til að gieiða 2,5 milljónir í leigu og 500 þús. til ræktunar drlega Stangaveiðifélag Reykja- i vatnasvæði Ölfusár og Hvít- víkur hefur með bréfi dag- ár. Tjáir Stangaveiðifélagið settu í gær gert leigutilboð til Veiðifélags Árnesinga, í alla lax- og silungsveiði á sig reiðubúið að greiða 2,5 milljónir fyrir veiðina, og að auki 500 þúsund krónur ár- Fernt brenndist illa á gamlárskvöld - Fámennt í miðbænum - lögreglan handtók 45 pilta og gerði hundruð kínverja Upptæka UM ÁRAMÓTIN voru tals- verð brögð að því að fólk slasaðist af völdum flugelda og sprengna. Var þröng á þingi í slysavarðstofunni af þeim sökum, og þaðan voru fjórir fluttir í sjúkráhús. 14 ára gamall drengur særðist illa, er kínverji sprakk í auga hans. Þá handtók lögreglan 45 pilta í miðbænum nokkru fyr- ir miðnætti á gamlárskvöld og við leit fannst hjá þeim kringum 600 kínverjar. Enn- fremur handtók lögreglan nokkra menn, sem háru á sér hættulegar heimatilbúnar sprengjur. Unglingar handteknir Morgunblaðið átti tal við Erling Pálsson, yfirlögregluþjón, og innti hann eftir fréttum af atburðum þeim, sem gerðust á gamlárskvöld og aðfaranótt nýj- ársdags. Sagði hann, að á gaml- árskvöld hefði verið óvanalega fámennt í miðbænum, en þegar líða tók á kvöldið komu þangað unglingsstrákar í flokkum og tóku að láta ófriðlega. — Þegar lögreglunni þóttu þeir ganga of langt, sagði Erlingur, 'tóku þeir úr umferð 45 drengi á mismun- andi aldri og samanlagt reyndust þeir bera á sér um 600 kínverja. (Þess má geta að svartamarkaðs- verð kínverja var að þessu sinni um kr. 5,00, eftir því sem næst verður komizt). Unglingarnir voru síðan fluttir á lögreglustöð- ina og inn í Síðumúla, og for- eldrum þeirra tilkynnt um dvöl þeirra þar. Voru þeir ýmist sótt- ir eða þeim ekið heim. Eftir þetta var allt með kyrr- um kjÖrum í miðbænum, nema hvað nokkrar bifreiðar tóku að aka um bæinn og var kastað kín- verjum og stærri sprengjum út um glugga þeirra til beggja handa. Lögreglan náði að stöðva eina bifreið, og fannst í henni allmikið af kínverjum. Ólæti þessi áttu sér stað á tímabilinu 8,30—11 um kvöldið. Margir brenndust Þá sagði Erlingur að lögregl- an hefði flutt 15 menn á slysa- varðstofuna, sem höfðu brennt sig og meitt á sprengjum. Einn drengur slasaðist alvarlega, er hann var að fikta við kínverja, ásamt fleiri drengjum, og kín- verji sprakk í auga hans. Gekkst Framh. á bls. 23 lega, sem renna skulu til þess að koma á fót klak- og eldis- stöð fyrir lax og silung á vatnasvæðinu. Þá býðst félag ið til þess að Iáta gera laxa- stiga í fossinn Faxa í Tungu- fljóti. Verði stiginn byggður á kostnað félagsins en á móti komi endurgjaldslaus veiði í Tungufljóti og þverám þess næstu 10 árin. Ráðgert er að á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár verði alls 70 laxastengur og 40 silunga- stengur, og munu þá alls opa ast 110 stengur fyrir Reyk- víkinga, og mun það vafalaust verða mörgum fagnaðarefni, þar sem erfitt er nú farið að verða að komast í veiði í ná- grenni borgarinnar. Taki bændur tilboði Staiigaveiði- félagsins mun það án efa marka þáttaskil í öllu, er lýt- ur að laxveiði á umræddu vatnasvæði, enda yrðu þá öll net í Ölfusá og Hvítá upp tekin, en jafnan hefur stað- ið nokkur styrr um netaveið- ina í ánum, svo sem kunn- - Framh. á bls. 20. .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.