Morgunblaðið - 23.01.1964, Side 14

Morgunblaðið - 23.01.1964, Side 14
14 MQRGUNBLADIÐ Fimmtudagur 23. jan. 1964 Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er vottuðu mér vináttu sína, með skeytum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu 14. þ.m. — Ég vona að þið verðið öll aðnjótandi slíkrar gleði, sem þið veittuð mér. Nói Kristjánsson. Móðir okkar og tengdamóðir ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR lézt að heimili sínu í Neskaupstað aðfaranótt 21. janúar. Guðmundur Sigfússon, Sigríður Jónsdóttir, Alla S. Voss, Arne Voss, Friðný Sigfúsdóttir, Friðjón Sigfússon. Jarðarför konunnar minnar DAGBJARTAR JÓNSDÓTTUR Nýjabæ í Garði, er lézt 17. þ.m. fer fram frá Utskálakirkju laugardaginn 25. þ.m. kl. 2 e.h. — Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu eru beðnir að láta orgelsjóð Útskálakirkju njóta þess. Einar Helgason. Faðir okkar TRYGGVIBENONÝSSON fyrrverandi vélstjóri, sem andaðist 15. þ.m. verður jarðsettur frá Fossvogs- kirkju, föstudaginn 24. þ.m. kl. 13,30. Ásgerður Tryggvadóttir, Sveinn Tryggvason. Jarðarför föður okkar JÓNS ÖGMUNDSSONAR fyrrverandi bónda-í Vorsabæ, fer fram frá Kotstrand- 1 arkirkju laugardaginn 25. janúar og hefst með bæn að heimili hans Lágafelli, Hveragerði kl. 1,30 s.d. Bílferð verður frá bifreiðastöð íslands sama dag kl. 12. Börnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi HALLDÓR GUÐJÓNSSON er lézt að Landsspítalanum 16. þ.m. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. þ.rp. Ástbjörg Bæringsdóttir, Bjarni Halldórsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristján Ómar Kristjánsson, Harpa Halldórsdóttir, Halldór Sigfússon og barnabörn. Tnnilegar þakkir flytjum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð sína við andlát og útför föður okkar GÍSLA JÓNSSONAR á Hofi í Svarfaðardal og heiðruðu minningu hans. — Sérstakar þakkir færum við Ólafi yfirlækni Sigurðssyni og öðru starfsfólki fjórð ungssjúkrahússins á Akureyri, fyrir alúð þeirra og um- önnun. — Hreppsnefndum Svarfaðardals og Dalvíkur þökkum við þann höfðingsskap að kosta útför hins látna. Dagbjört Gísladóttir — Soffía Gísladóttir, Gunnlaugur Gíslason — Jón Gíslason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu VALGERÐAR PÁLSDÓTTUR Hólabraut 16, Keflavík. Páll Sveinsson og fjölskylda. Tnnilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins míns GUÐMUNDAR GUNNARSSONAR kaupmanns Ennfremur þakka ég öllum þeim, sem veittu mér ómet- anlega hjálp og aðstoð. — Guð blessi ykkur öll. Jónína Ólafsdóttir, Hvammstanga. West Side story Bandarisk, Tónabíó, 150 min. Leikstj.: Robert Wise og Jerome Robbins. ÞÁ er nú hin margumskraf- aða og skrifaða West Side Story komin hér upp á sýn- ingartjald og hefur fáum kvikmyndum verið beðið jafn mikið eftir. Kemur þar m. a. til hin ágæta tónlist, sem hef- ur heyrzt alloft hér og svo hin mikla auglýsing á mynd- inni, þar sem talað hefur ver- ið um eitt mesta kvikmynda- afrek Vesturheimsbúa. En hófsamlegra mat væri að segja bæði — og, og hitt þó held- ur og jafnvel ekki. Þrátt fyrir afbragðs vel unnin atriði, draga önnur myndina svo niður að heildarsvípurinn skemmist. Hún getur því ekki talizt afrek nema á ýmsum sviðum tækni og verður í heild aðeins talin nokkuð of- an við meðallag. Eins og flestir hljóta að vita nú orðið, er West Side Story saga Rómeó og Júlíu yfirfærð til nútímans og það nokkuð hugvitssamlega. Söguþráðinn er vart þörf á að kynna. Ro- bert Wise og Jerome Robbins skipta á milli sín ábyrgðinni á myndinni og eru báðir taldir leikstjórar. Það er nú vitað að Robbins var hálfpartinn rek- inn frá West Side Story áður en tökunni lauk, þar sem hann þótti of vandfýsinn og eyða um of fé framleiðanda. En þau atriði er hann stjórnaði eru auðþekkjanleg og skera sig úr vegna frískleika og hms stíliseraða raunsæis scm ein- kenna þau, en það eru m. a. byrjun myndarinnar og atriði eins og „America" og „Cool“. En þar sem Wise tekur til er eins og færist doði yfir mynd- ina og þegar hann kemur inn á rómantíkina verður mynd- in beinlínis væmin og eykur þar 'ekki lítið á útlit súkku- laðidrengsins Richards Bey- mers og getuleysi hans til nokkurrar tjáningar og er það til dæmis átakanlegt í atriðinu þar sem honum er sagt frá dauða Maríu. Dansana mun Robbins hafa samið og eru þeir frábærilega vel gerðir, sem ekki mun koma þeim á óvart er sáu ballett hans hér, tæknilega aíbragð og sömuleiðis kvikmyndunin á þeim. Opnunaratriði mynd- arinnar, þar sem kvikmynda- vélin svífur hljóðlega yfir New York, steinkassa hennar og tjörutorg, er tæknilegt und- ur og setur áhorfandann vel inn í andrúmsloft þess sem koma skal. Fyrstu tíu mínút- ur myndarinnar eru bezti hluti hennar og getur ekki annað en hrifið hvern þann sem eitt- hvert líf er eftir í, með glæsi- leika og snilldarhandbragði. Skynjunarfærin fá í sig 220 volta straum þegár „Þoturn- ar“ koma „slentrandi" eftir götunni og allt í einu líkt og ósjálfrátt, verða hreyfingar þeirra að danssporum og brátt iðar strætið af fimum fótum. khaki-klæddra skrokka. Raun verulegt umhverfið, stílfært raunsæið, klippingin og glæsi- legar hreyfingar kvikmyrida- vélarinnar, ;sem' svífur með döasurunum, eykur á áhrif þessara byrjunaratriða, ásamt afbragðs dönsum Robbins og tónlist Bernsteins. En brátt koðnar myndin nið ur og nær sér aldrei á strik, þrátt fyrir lífvænleg atriði og myndin hafi meiri hreyfan- leika en flestar tröllmyndir. Maður getur ekki varizt þeim grun að myndin hefði orðið öll í samræmi við byrjunina ef Robbins hefði fengið að ráða meiru og jafnvel verið einráður. Atriðin flytjast eftir þetta inn í kvikmyndaverið og eru lítt fyrir ofan rútínuatriði músíkmynda. Rómantíkin verður væmin og tæknilegar brellur eins og þegar um- hverfið fer úr fókus við fyrsta fund Mariu og Tonys, og lita- samsetningin á tjaldinu áður en myndin raunverulega byrj- ar, eru máttlausar. Dramað í sögúnni á vart heima í „Musi- cal“ eða samrennur illa í þess- ari mynd og verður einnig öll- um ofviða, einkum lítt reynd- um ^ðalpersónum, sem ekki valda sírrum hlutverkum. Og alltaf finnst manni það held- ur hlálegt að sjá fólk sem er í lífshættu eða jafnvel andar- slitrunum, rísa upp óg fara að góla vísur. ekki sízt þegar verkinu er ætlað að vera raun sæisstykki í aðra röndina. Og er von að >slíkt veki hlátur- vöðvana. í aukahlutverkum er Rita Moreno afbragð og sömuleiðis George Chakiris, enda munu bæði hafa hlotið Skara fyrir leik sinn, en Beymer og Nata- lie Wood valda vart hlutverk- urium, sérstaklega í lokin, hún gerir þó sýnilega betur. En hvað sem því og öðrum göll- um líður, er frekar ástæða til að hvetja en létja fólk til að skoða gripinn. Pétur Ólafsson. Arsiiátíð Stýri- mannaskólans lögreglulið til að vera viðbúið fyrir utan veitingahúsið, er skemmtuninni lyki. Varð ég ekki var við annað en skemmtunin færi vel fram. Hef ég spurt kennarana, sem þarna yoru, um þeirra álit, og ber þeiim öllum saman um, að svo væri. VEGNA blaðaskrifa, sem orðið hafa út af árshátíð nemenda stýrimannaskólans, vil ég vin- samlegast biðja blaðið að birta eftirfarandi: Venja hefur verið, að nemend- ur skólans héldu árshátíð einu sinni á vetri, og hafa þeir boðið til hennar skólastjóra og kenn- urum ásamt konum þeirra, svo var einnig að þessu sinni. Hef ég oftast, frá því ég byrjaði I starf við skólann fyrir rúml. 20 árum, setig hóf þessj og ekki orðið var við annað en þau færu hið bezta fram. Að þessu sinni j varð ég heldur ekki var við neitt | það inni er gefið gæti j^iefni til i þess, að kallað væri á f jölmennt Lóðarbaíar úr valaniseruðu járni fyrirliggjandi. Kaupfé!ag Hafnfirðinga Veiðafæradeild. — Simi 50292. Hvað utan húás skeði get ég ekki dæmt af eigin sjón, en eftir þeim upplýsingum, sem ég heí fengið, m. a. frá lögreglufulltrúa, fæ ég ekki séð ástæðu til fréttar um blóðug slagsmál og óða menn. Virðist helzt, sem fregn- in um hin „blóðugu slagsmálH eigi rætur sínar að rekja til þess, að einn piltur datt fvrir utan iúsið með þeim afleimngum, að sprakk fyrir á augabrún, og, ,,að lögreglan hafi vart ætlað að ná hinum slasaða úr höndum óðra manna", kannast sjónarvott ur, sem ég hef ekki ástæðu til að rengja. ekki við. Fæ ég ekki séð í hvaða til- gangi slík tilefnislaus frétt er birt, og hvaða ástæða er til að láta líta svo út, sem þarna hafi verið um nokkuð almenna þátt- töku stýrimannaskóla-piltanna í' óeirðum að ræða, sem er mjög fjarri sanni. Tel ég, að fréttin sé þeim, sem að henni stóðu sízt til sóma. Með þökk fyrir birtinguna. Jónas Sigurðsson skólastjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.